Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 39 Hann kann fleira en að halda um stjórnvöl Jón Eiríkssoni Rabbað við Lagga. Bókaútgáfan Skuggsjá 1978. Þetta er ekki fyrsta bókin, sem kemur frá hendi Jóns Eiríkssonar skipstjóra frá Tungu í Örlygshöfn. Árið 1971 gaf Skuggsjá út bók hans Skipstjórar og skip. undirtitill: Stutt æviágrip skip- stjóra á íslenzkum kaupskipum og varðskipum og sögu þeirra skipa. Er sú bók með afbrigðum vel unnin og rituð á svo hreinu og rökföstu íslenzku máli, að verða mætti til fyrirmyndar. Þá hefur hún ekki bara að flytja það, sem í titlinum segir. Höfundur ritar 28 blaðsíðna forspjall, sem hefur að geyma mikinn fróðleik og er mjög skýrt og skipulegt. Þar er að finna þessa kafla: „Siglingar íslendinga í fornöld og á miðöldum, Siglingar íslendinga á 19. öld, Islenzk er þannig skráð, að á betra verður vart kosið. Lengsta sagan og seinasta í bókinni vitnar skýrt um það viðhorf Jóns, sem að framan getur, garðyrkjumaðurinn roskni er þar fulltrúi þess jákvæða, en frökenin Sesselja, kölluð Sissa, er ambátt hins nautnasjúka tíðar- anda. Af óðrum sögum í bókinni vil ég einkum vekja athygli á tveimur Brú á Grímskötlu og Púpa í sálinni en leyfi mér að benda höfundinum á að bezt hefði hæft að sleppa því sem fer á eftir fyrstu fjórum línunum allt að orðunum: „Þetta byrjaði allt á sunnudegi". Það, sem síðar kemur, er lesandanum næg leiðbeining um það, sem höfundurinn vil sýna honum og láta hann skilja. Allar eru sögurnar á góðu máli og stílhreinu, og þar kemur greinilega í ljós, það sem ég hef áður tekið eftir í frásögnum og smásögum Jóns, og á ég þar við orðauðgi hans. Ég hef margt lesið um dagana, en Jón Helgason hefur kennt mér notagóð orð og orðtæki, sem ég þekkti ekki áður. kaupskip á 19. öld, íslenzkir skipstjórar á 19. öld, Fræðsla og menntun skipstjórnarmanna, ís- lendingar eignast kaupskip, Skip- stjórafélag íslands og aðdragandi að þessu riti", og að síðustu Lokaorð, sem fjallar um söfnun og heimilda höfundar. Þar segir hann meðal annars frá því, að þá er illa gekk að fá skýrslur frá einhverjum þeirra, sem um er getið í bókinni, hótaði Jón að leita til kvenna þeirra. Hreif hótunin gjarnan, en ef hún bar ekki árangur, leitaði Jón til konu þess, sem ekki lét sér segjast, og það bar árangur! I skipstjóratalinu er getið kvon- fangs og barna skipstjóranna, og þá er fjallað er um skipin, er það tekið fram, hverjir hafi stjórnað þeim og hve lengi. Þá er yfirlit yfir uppruna skipanna og afdrif þeirra, skipaeigendur og útgerðarfélög, og loks er skrá yfir mannanöfn. Er þessi fróðleikur allur gýligjöf til manns, sem snemma heyrði ekki um annað meira talað en skip, skipstjóra og sjómennsku og las Sjómannaalmanakið vandlega í áratugi! Fjöldi mynda er í bókinni, bæði af skipum og skipstjórum, líka getur þar aö líta á myndum þau þrjú hús í Reykjavík, sem notuð hafa verið til kennslu skipstjórnarmanna. Það fyrsta var Doktorhúsið, sem eitt af fyrstu húsunum, sem ég gerði mér ferð til að skoða fyrsta vorið, sem ég var í bænum. Nú er það ekki lengur til, og tel ég þó, að það hafði ekki síður átt að geymast en bakaríið við Bankastræti. Annars er það að segja um bókina Skipstjórar og skip, að ég er hissa á, að fyrsta útgáfa hennar skuli vera enn til, þar eð hún á vissulega sem handbók erindi til svo að segja hvers þess manns, sem skynjar og skilur, hve mikilvægt það hefur reynzt þjóðinni frá upphafi vega, sem þar er um fjallað. Svo er það þá bókin Rabbað við Lagga. Laggi er gælunafn á gamla Lagarfossi, því skipi, sem Jón Eiríksson stýrði einna lengst, eða hvorki fleiri né færri en ellefu ár, og það er sá nú horfni hollvinur Jóns, sem hann gerir sér að viðmælanda, þá er hann segir sögu sína. Laggi var gott skip, en nokkuð seinfært, og auðvitað þurfti skipstjórinn aö þekkja það með kostum þess og göllum, og það gerir Jón Eiríksson ljóst þeim, sem ekki vissu það, að ef vel á til að takast, þárf skipstjóri að þekkja .lón Eiríkssun skip sitt eins og reiðmaður hestinn sinn, þekkja það með óllum þess kostum og göllum, — já, þar á meðal duttlungum. því slíkan dáradóm getur skip haft til að haga sér beinlínis ólánlega og óvenjulega þegar mest á reynir. Jón ritar athyglisverðan for- mála, sem endar á þessum orð- um:„Og þá getum við tekið inn landfestar (ég segi aldrei laggó) og lagt af stað í okkar fyrstu ferð." Nei, Jón segir ekki laggó. málið á þessari bók er ekki síður hreint og skýrt en á Skipstjórar og skip. Meginmáli bókarinnar er skipt í fimm hluta, og heitir sá fyrsti Rabb. Þar ræðast þeir við, Jón og Laggi, og fjalla um flest, sem I skipstjóri þarf að vita um skip sitt og hvað honum er skylt að gera, svo að allt sé svo sem vera ber. Las ég þennan kafla af mikilli athygli, og lít ég svo á, að hver sá, sem skipi hyggst stýra hafi gott af að kynna sér hann og læra af honum. Hann er saminn af manni, sem hefur 52 sjómennskuár að baki, er af sjómönnum kominn, hefur eðli sæfarans í blóðinu, hefur „siglt hann ærið brattan" stundum sem yfirmaður og gert sér ljósa grein fyrir því, hver ábyrgð hefur á honum hvílt, ekki aðeins gaghvart skipi, áhöfn og farþegum, heldur og þeirri þjóð, sem sjó- og farmennska er meira lífsskilyrði en flestun) öðrum þjóðum. Annar hluti bókarinnar heitir Manstu. Hann hefst á dásömun íslenzkrar náttúru og játningu þeirrar lífs- skoðunar, sem æskileg mundi sem allra flestum til velfarnaðar, en síðan er þar skýrt frá ýmsum minnisverðum atburðum eins og líka í fjórða hlutanum, sem ber heitið Sagðar siigur. Jón var mjög lengi í innanlandssiglingum á Lagarfossi, en þó hefur hann þá sögu að segja, að yfir hafið milli Islands og útlanda hefur hann farið 301 ferð fram og aftur og komið í 141 höfn í 25 lóndum. Þá segir svo: Af 301 ferð fór ég 9 ferðir í fyrri heimsstyrjöldinni og 35 í þeirri síðari. Alls hef ég þá farið 44 ferðir á stríðsárunum, sem þýðir það, að ég hef farið 88 sinnum yfir hafið og í öll skipti á ófriðarsvæði (hættusvæði). Auk þess fór ég tvisvar yfir Norðursjóinn sem farþegi og eina ferð fram og aftur milli Englands og ítalíu og Túnis. í byrjaðri annarri ferð til Miðjarð- arhafsins var skipið, sem ég var á (Halfdan) skotið niður. Raunveru- lega hef ég því farið 94 ferðir yfir hafið á ófriðarsvæði". í lok kaflans Sagðar só'gur farast Jóni þannig orð: „Það er íþrótt að sigla skipi og tel ég hana bera af öllum öðrum íþróttum. Af þeim sökum m.a. þykir mér sómi að því að vera kallaður sjómaður. Hannes Haf- stein kvað: „Og seglið er fullt eins og svellandi barmur/ og sjórinn er kvikur sem ólgandi blóð/ sem andblær í kossum er vindurinn varmur/ og viðkvæmt í byrnum er skipið sem ósnortið elskandi fljóð." Þetta er nú reyndar róman- tíska hliðin á málinu og er vel sagt af landkrabba. En það lýsir þó nokkuð tilfinningum hins ekta sjómanns." Fjórði þráður sögunnar heitir Dettifoss. Hann gerist þegar Lagarfoss gamli hefur verið seldur til niðurrifs og Jón orðinn skip- stjóri á nýjum Dettifossi. Þarna segir frá ferð til ísrael og Egyptalands á þeim tímai, sem ófriður var hafinn milli Israels- manna og Egypta, en allt gekk þó að óskum. Bókinni lýkur síðan á stuttum þætti um uppvaxtarár Jóns og elli. Hvor tveggja þátturinn mætti vera lengri, en höfundurinn neitar að sinna þeim minningum, sem á „ hann sækja eins og „ágengir blaðasnápar". Hann hefur sagt frá því, sem mætti að hans dómi verða sumum til nokkurrar leiðsagnar og öðrum til aukins skilnings á lífi og starfi farmanna og gildi þess fyrir þjóðina. Og svo segir hann þá að lokum: „Jæja Laggi, nú er þessu ferða- lagi lokið, enda er ég nú orðinn mesta skar og allur af göflum genginn. Væri skrokkur minn til þess nýtur, þá væri búið að rífa hann niður í brotajárn eins og gert var við þinn. Þinn skrokkur var meira virði en minn, eftir að þú varst dæmdur úr leik sem skip. En ég hef yfir engu að kvarta. Trú Bókmenntlr ef tir GUÐMUND G. HAGALÍN mín er sú, að ég lifi áfram í nýjum líkama í annarrri tilveru, sem jarðarbúar vita ekkert um með neinni vissu, hvernig er. Og svo kveð ég þig á sama hátt og ég heilsaði þér: Vertu sæll, Laggi." Ætli reynsla, ábyrgðar- og skyldutilfinning Jóns skipstjóra Eiríkssonar. skipi honum ekki í hinni nýju tilveru í lyftingu á þar þjóðnýtri fleytu til ferða milli himinhnatta og jafnvel sólkerfa og þá geti hann sagt sem fyrr: Komdu sæll Laggi! Sannleikur eða útsmogin lygi? HUNA ÞINC standa enn á stöku stað, en nýtískulegri og vafalaust bæði hlýrri og bjartari. Og bændurnir eru margir á ótrúlega ungum aldri. Og þá ekki síður húsfreyjurnar! Þó héraðið sé fámennt virðist endur- nýjun mannlífsins standa þar með blóma. Ritstjórarnir tæpa á því í formála að vel megi »svo fara að þriðja bindi komi síðar. Mikið efni er óunnið sem vel mundi nægja í næsta bindi. Má þar til nefna veiðiskap í ám og vötnum.« Kannski vilja þeir góðu menn sjá fyrst hvernig þessari bók verður tekið. Ég vona að hún eigi eftir að njóta brautargengis, hún á það skilið. Og þó svo að þeir nefni aðeins »veiðiskap í ám og vötnum« er ég viss um að fleira kæmi í leitirnar sem gera þyrfti skil ef ráðist verður í samantekt og útgáfu eins bindis enn. Vonandi sér það dagsins ljós áður en mörg ár líða. Ólafur Haukur Símonarson< VATN Á MYLLU KÖLSKA. Skáldsaga. Mál og menning 1978. Framarlega í skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Yatn á myllu kölska, sitja þeir saman að drykkju félagarnir Gunnar Hans- son og Brandur Friðfinnsson, báðir starfsmenn Sjónvarpsstöðv- arinnar. Þeir „segja hvor öðrum sögur úr stofnuninni eftir því sem til fellur. Sögurnar eru flestar sannar — of sannar til að ná lengra .en á kjaftasögustigið. Sannleikurinn er nefnilega svo lýgilegur oft á tíðum að venjulegt fólk greinir hann ekki frá útsmog- inni lýgi. Oft kýs fólk líka að taka lýgina framyfir sannleikann afþví lýgin virðist koma betur heim og saman við hversdaginn en sann- leikurinn. Sannleikurinn gerir menn ekki frjálsa, heldur æru- lausa, segir Brandur Friðfinns- son". Vatn á myllu kölska er sam- tímalýsing sem beint er gegn spillingu fjölmiðla og ættarveldi, vill afhjúpa líf án tilgangs. Það er nóg um fulltrúa úrkynjaðrar borgarastéttar í þessari skáldsögu, verður varla þverfótað fyrir þeim. Fyrir bregður þó fólki sem búið er mannlegum eiginleikum sem höf- undurinn leggur áherslu á. Nefna má Nínu, viðhald föður Gunnars Hanssonar, og Jónínu verkakonu. Kristín sem vinnur að gerð sjón- varpsþátta með Gunnari fær Jónínu til að lýsa vinnudegi sínum og aðstöðu í lífinu,. Hún hefur vonast til að Jónína þyrði að segja sannleikann. En konur eru hrædd- ar að dómi Kristinar. Jónína er í fyrstu reiðubúin til að opna hug sinn, en þegar að viðtalinu kemur hefur verið hrært í henni, verk- stjórinn hefur aðvarað hana. Gunnar Hansson fær ekki að gera þá þætti sem hann langar til. Dagurinn fer í ekki neitt. Yfir- borðsmennskan og auglýsinga- skrumið í Sjónvarpsstöðinni lamar hann algerlega. Eina ráðið er að grípa til flöskunnar og fá útrás á Ólafurllaukur Símonarson stórkostlegum fylliríum í Naust- inu og út um allan bæ. Sama er að segja um Brand Friðfinnsson sem hefur til að bera hæfileika og kunnáttu, en verður að sóa þeim í hégóma samkvæmt vilja yfirþoð- ara sinna. Að ýmsu leyti er Vatn á myllu kölska lykilrómann. Við könnumst við ýmsar persónur bókarinnar. Það er erfiðleikum bundið að semja sögu um það sem er að gerast í kringum mann, margt af því vill verða ansi hrátt. Samt er viðleitnin virðingarverð og tekst vonum betur að mínu mati í Vatni á myllu kölska. I afmælisveislu ömmu Gunnars , Hanssonar eru ýmsir fulltrúar embættiskerfisins leiddir fram og látnir vitna. Það er rætt um dag og veg og tekst Ólafi að koma furðu mörgu að. Grunnhyggnar skoðanir fólks á þjóðfélags- og menningar- málum eru miskunnarlaust afhjúpaðar og án þess ofstækis sem svo algengt er í ádeiluskáld- sögum. Þótt ijóst sé hvaða mark- mið höfundur hefur, afstaða hans sé skýr, er hér víða komið að kjarna máls. Sá tómleiki sem lýsir sér í tali fólks og háttum er túlkaður á sannfærandi hátt. Fáir eru það sem þeir í raun og veru vilja vera. Þeir þora ekki að koma upp um sig, verða hlægilegir í augum annarra eða hneyksla samborgara sína. En yarla verður hjá því komist í sögu eins og þessari að einfalda hlutina og oft og tíðum gerist það í Vatni á myllu kölska að eitthvað skorti til að lesandi trúi því að persónur séu af holdi og blóði. Sumar þeirra verða ekki annað en málpípur ólíkra skoðana og þjóna undir þá mynd Bókmenntlr eftirJÓHANN HJÁLMARSSON af veröldinni sem höfundurinn vill fyrir alla muni draga upp. Aftur á móti er rétt að hafa það í huga sem vikið var að áður að sannleikurinn er oft „lýgilegur". Hvort sem Ólafur Haukur Símonarson stendur nær sann- leika eða lygi í þessari bók má þó segja um hana að hún vekur til umhugsunar um margt í samfélagi okkar sem þarf að ræða opinskátt en ekki líta á sem sjálfsagðan hlut, óbreytanlegt ástand. Hafi mynd hans af fjölmiðilslífinu við rök að styðjast til dæmis ber ekki að samsinna því að það eigi að vera þannig áfram. En eins og móðir Gunnars Hanssonar segir við son sinn þá eru okkur „hvorki gefin svör við öllum spurníngum né spurníngar við öllum svörum". Meðal þess sem athyglisvert er um skáldsögu er sú innsýn í heim kvenna, einkum giftra, sem hún veitir. En almennar niðurstöður verða ekki dregnar af þætti kvenna í sögunni nema í tengslum við þá samfélagslegu úttekt sem gerð er. Vatn á myllu kölska er verk sem er skilgetið afkvæmi þess tíma sem við lifum. Frá listrænu sjónarmiði er það merkur áfangi fyrir Ólaf Hauk Símonarson og skipar honum í sveit þeirra ungu höfunda sem hvað mestan metnað hafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.