Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 41 Fulltrúar stjórnar og starfsráðs Bandalags fslenskra skáta en þau sátu fyrir svöriim á blaðamannafundinum. Talio frá vinstrii Sigurður Halldórsson, Matthías Pétursson, Margrét Tómasdóttir og Páll Gíslason skátahðfðingi. „Skátalíf er þjóðlíf" Nýtt starf sár haf ið h já skátum NÝTT starfsár skáta hófst í haust og er kjörorð þess „Skátalíf er þjóðlíf. Á blaðamannafundi sem stjórn og starfsráð Bandalags íslenskra skáta hélt kom það fram að markmið þessa skátaárs væri þríþætt. í fyrsta lagi að gefa öllum skátum tækifæri til að láta skoðun sína í ljós á nánasta umhverfi sínu og þjóðlífinu með hjálp ákveðinna verkefna. I öðru lagi að vekja athygli fullorðinna á því að börn hafi rétt á að láta í ljós skoðun sína og vert sé að taka tillit til þeirra. I þriðja lagi er markmið skátaársins að gefa skátum lands- ins kost á að vinna sömu verkefnin þannig að þeir geri sér grein fyrir að þeir eru hluti af stærri heild og efla um leið samtakamátt hreyf- ingarinnar. Verkefnum skátanna á þessu starfsári er skipt í þrjú stig eftir aldri þeirra sem eiga að vinna þau. Vex umfang verkefnisins eftir aldri skátans. Verkefni 9—10 ára skáta, ljósálfa og ylfinga, nefnist „Bærinn minn". Verkefni 11—14 ára skáta, áfangaskáta, nefnist „Sveitin mín" og verkefni 15—17 ára skáta, dróttskáta, nefnist „Landið mitt". Bandalag íslenskra skáta hefur gefið út leiðbeiningarbækling fyrir hvert aldursstig með ýmsum verkefnum sem falla að markmiði starfsins. Framkvæmd einstakra atriða er svo í höndum félags- stjórna og foringja skátafélaganna á hverjum stað og hafa þau flest verið heimsótt til að tryggja að sem flestir komist af stað með verkefnin. í lok maí er gert ráð fyrir að ljósálfar ogylfingar Ijúki starfsári sínu með ljósálfa- og ylfingadegi í hverjum bæ landsins. Afangaskát- ar munu ljúka starfsári sínu með flokkamótum hjá hverju félagi. Þar verður besti flokkurinn valinn og fær hann að fara á sérstakt flokkamót sem haldið verður á Austurlandi í júlí. Dróttskátar munu ljúka starfs- ári sínu með hópferð til Noregs á næsta sumri. Þar verður farið á dróttskátamót, land og þjóð kynnt og vinabæir heimsóttir. Á öilu landinu eru nú 40 skátafélög og 3500-4000 skátar. Talið frá vinstri Steindór ólafsson hótelstjóri á Esju, Guðmundur Thorarensen, þjónn. Snorri Bogason kokkur og Sveinn Sæmundsscn blaðafulltrúi Flugleiða. í baksýn er glerlistaverk Leifs Breiðf jörð. Ljósm. Mbl. Emilía. Jólaglögg á Esjubergi GESTUM Esjubergs gefst nú kostur á jólaglöggi þriðja áríð í röð. Þessi heiti og kjarngóði drykkur, að sögn, mun veittur verða ásamt piparkb'kum f hádeginu og á kvöldin fram til jóla. Að sögn yfirmanna Esju- bergs hefur jólaglöggið reynst kærkomin upplyfting fyrir fólk í verzlunarleiðangri. Esjuberg verður skreytt á viðeigandi hátt fyrir jólin og mun Jónas Þðrir leika þar á bíóorgel í hádeginu og um kvöldmatartima á laugar- dögum og sunnudögum. Glerlistaverk „Vorblót" eftir Leif Breiðf jörð sem tekið var niður í haust og sent á listasýningu í New York hefur á ný verið sett upp á Esjubergi. Leifur sýndi tvö verk á sýningunni og hlutu bæði góða dóma. Blaðaverkfall í New York var þess hins vegar valdandi að minna var skrifað um sýninguna en ella. Á Skálafelli 9. hæð Hótels Esju hafa að undanförnu verið tísku- sýningar á fimmtudagskvöldum en á 2. og 3. hæð eru veislusalir, bar og fundarsalir. Dagskammtur fyrir þessa PHILCO þvottavél! M(og hún þvær þad!) Tíu manna fjöl- skylda þarf aö eiga trausta þvottavél, sem getur sinnt dag- legum þvottaþörfum fjölskyldunnar. Þessi tíu manna fjölskylda sést hér á myndinni meö dag- skammt sinn af þvotti. Og þetta þvær Philco þvottavélin dagjega, mánuöum og árum saman. Þvottavél, sem stenst slíkt álag þarfnast ekki frekari | meömæla. Þvottavél í þjónustu tíu manna fjölskyldu veröur líka aö vera sparsöm. Philco þvottavél tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn, sem sparar raf- magn og styttir þvottatíma. Philco og fallegur þvottur fara saman. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Lítið til beggja V!!á**'&*>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.