Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Athugasemdin hef- ur ekkert lagagildi Sagði Hjalti Geir Kristjánsson í niðurlagi athuKascmda við laKafrumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir KCKn verðbóljfu kemur fram að leyfilcKar verð- hækkanir eftir 1. des, miðist við 4—41/2% hið mesta. Kauphækkan- ir f. dcs. nema hins vegar 6,12% og hafði Mbl. samband við Ifjalta Geir Kristjánsson formann Verzlunarráðs íslands og spurðist fyrir um hvort fyrirtæk- in myndu sjálf hera mismun á leyfilegri vcrðhækkun og kauphækkuninni. Þessi athugasemd frumvarpsins um verðlagsmál hefur að sjálfsögu ekkert lagagildi, sagði Hjalti Geir. „Verðlagsnefnd er áfram bundin þeirri starfsreglu að „verðlags- ákvarðanir allar skulu miðaðar við þörf þeirra fyrirtækja er hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur," eins og segir í 3. grein laga um verðlagsmál. Eftir þeirri starfsreglu verður verðlagsnefnd að fara. Á grundvelli tveggja laga um verðstöðvun ber rikisstjórninni hins vegar að hafna eða sam- þykkja ákvarðanir verðlagsnefnd- ar. Ríkisstjórnin hefur þó ekkert vald til að breyta ákvörðunum nefndarinnar. Ríkisstjórnum FRA LOKUM 16 . ALDAR TIL 1»48 'v\ V , V 5-, N 1 151.ANID1VS 1UXTAOIÍÍ.TRAT ..uui'.kahíh »»*; HUGMYNDUM (>i AÐ RÉTTRIYFIRSÝN UMÍSIAND SEINNA BINDI KORTASÖGU ÍSLANDS EFTIR HARALD SIGURÐSSON ER KOMIÐ ÚT Þetta er gullfalleg og vönduö bók, eitt af afrekum íslenskrar prentlistar og stórmerkur þáttur landfræöisögunnar. Seinna bindi hennar, sem nú er komið út, nær frá lokum 16. aldar til 1848, þegar Björn Gunnlaugsson lýkur mælingu íslands og kort hans eru gefin út. Hefur bókin aö,geyma, auk textans, 165 myndir af landakortum og kortahlutum, og eru 146 myndanna svart-hvítar en 19 litmyndir. Er í bókinni rakin af mikilli nákvæmni sr.ga íslands á kortum frá dögum Guðbrands biskups Þorlákssonar til miðrar 19. aldar og rækileg grein gerö fyrir þróun kortagerðar af norðvestanveröri kringlu heims á því tímabili. Fyrra bindi Kortasögu íslands kom út 1971 og nær frá öndverðu til loka 16. aldar. Rit þetta er stórviðburður í sögu íslenskrar bókaútgáfu. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 Sínii 13652 hefur samt tekizt með aðstoð formanns nefndarinnar að fá meirihlutasamþykktir í verðlags- nefnd sem verzlunarráðið telur brjóta í bága við lögin um verðlagsmál. Dæmi um það er ákvörðun um útselda vinnu í júlí 1977, ákvörðun um verzlunar- álagningu í febrúar ’78 og ákvörðun um söluverð dagblaða nú í haust. Þessi mál eru nú fyrir dómstólum. Þess eru og dæmi að ríkisstjórn falli frá fyrri ákvörðunum þegar þeim er ekki tekið þegjandi. Svo var þegar rekstur fyrirtækja er framleiddu smjörlíki og gosdrykki var stöðvaður nú fyrir skömmu og séð var fram á að fyrirtækin kynnu að ákveða sjálf eigið verð og hefja starfrækslu á ný. Þessi stutta upptalning ætti að sýna að við ýmsu má búast í verðlagsmálum. Landslög segja okkur of lítið um hvað verður. Lögleyfð verzlunarálagning er t.d. nú þannig að halda mætti að þriðja grein laga um verðlagsmál væri ekki til. Ég held því að litlu sé hægt að spá um hvað verður. Menn verða að sjá hverju fram vindur." NÝSKIPAÐUR sendiherra Japans, hr. Masahisa Takigawa, afhenti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Bcnedikt Gröndal utanríkisráðherra. Síðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gesta. Bók um Jón á Akri Skrifuð af vinum hans HINN 28. nóvember síðast liðinn kom út hjá Skuggsjá Bókin um Jón á Akri, skrifuð af vinum hans, en þennan dag hefði Jón Pálmason, fyrrum alþingismaður og ráð herra, orðið níræður. Veigamesti hluti þessarar bókar er viðtal, sem Matthías Johannes- sen átti við Jón Pálmason, drög að ævisögu hans. Auk hans eiga sextán vinir Jóns efni í bókinni: Ágúst Þorvaldsson fv. alþingis- maður, Björn Bergmann kennari, frú Brynhildur H. Jóhannsdóttir, Hjörtur K Kristmundsson fv. skólastjóri, Emil Jónsson fv. ráðherra, Guðmundur Jónsson bóndi, Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri, Gunnar Thoroddsen alþingismaður, Halldór Jónsson bóndi, Jóhann Hafstein fv. ráðherra, Ingólfur Jónsson fv. ráðherra, Jónas B. Jónsson fv. fræðslustjóri, Magnús Þorgeirsson stórkaupmaður, Pétur Þ. Ingjalds- son prófastur, Sigurður Bjarnason sendiherra og Þorsteinn Bern- harðsson stórkaupmaður. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Jón Pálmason á Akri var óefað í hópi svipmestu og merkustu manna sinnar samtíðar. Þrek hans, kjarkur og dugnaður gæti verið öðrum hvatning til dáða og drengilegrar framgöngu í þágu þjóðarinnar og forusta hans mun seint gleymast þeim, sem kynni MAN ÉG ÞANN MANIM BÓKIN UM JONAAKRI SKUGGSJÁ JF- höfðu af þessari glaðbeittu kempu. Vinsældir Jóns á Akri voru með eindæmum. Hann var mikill vinur og tryggur, sannkallað tryggðar- tröll, og svik voru ekki fundin í hans munni. Til forna var hug- rekkið og sæmdin skylduboð drengskaparmanns og virðing sú, er menn nutu í lifanda lífi og frægð þeirra og ■orðstír eftir dauðann talin eftirsóknarverðasta hlutskipti, sem menn gátu öðlazt. Þetta hefur orðið hlutskipti sveit- arhöfðingjans og þingskörungsins Jóns á Akri.“ Bókin er 200 blaðsíður auk mynda. „Haming ja og ást“ Ástarsaga eftir Anne Mather Hamingja og ást heitir ný ástarsaga eftir Anne Mather. Guðrún Guðmundsdóttir hefur þýtt bókina, en útgefandi er Setberg. Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Júlía vinnur hjá byggingafyrir- tæki í London, þegar hún kynn- ist húsbónda sínum, Robert Pemberton verkfræðingi. Hann er mjög glæsilegur maður og með þeim takast náin kynni, sem fara út um þúfur, þegar Robert neyðist til að taka að sér verk, er krefst nokkurra mánaða dvalar í Venezuela. Milli hans og Júlíu myndast óbrúanlegt djúp í fleiri en einum skilningi, en Júlía er komin í vandræði og giftist Michael, bróður Róberts og fer með honum til Austurlanda ...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.