Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 L itsjónvarpstækin frá hinu heimsþekkta fyrirtæki RANK sem flestum er kunnugt fyrir kvikmyndir, en þaö framleiðir einnig alls konar vélar og tæki fyrir kvikmyndahús og sjónvarpsstöövar um allan heim, og þar á meöal er nýjasta vél sjónvarpsins á íslandi, sem sendir út kvikmyndir í lit. Tilboðsverð 20“ kr. 377.000,- m/fjarst. 22“ kr. 415.000.- m/fjarst. 26“ kr. 495.000 - m/fjarst. Takmarkaöar birgöir Geriö samanburð á veröi. SJónvarp Vitastíg 3 Reykjavík. sími 12870. Já, í ár verður jólagjöfin frá Eymundsson, við bjóðum gjafavörur í glæsilegu úrvali. Ennfremur bjóðum við mikið úrval af jólakortum og jólaskrauti. BÓKAVERZLUN* SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 REYKJAVÍK SÍMI: 13135 Fylgismenn Bhuttos eru lagðir í einelti Ef svo fer sem horfir, verður Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistan, sem nú liggur undir dauðadómi, orðinn flokksleysingi ef svo mætti aö oröi komast, ef að Því kemur — sem t>ó er engan veginn víst Þegar Þetta er skrifað — aö Zia hershöfðingi, sá sem steypti honum af stóli — tekur í sig kjark og lætur lífláta fyrirrennara álnn. Þjóðarflokkur Bhuttos er einfaldlega aö verða að engu sökum Þess aö flestir úr forystuliði hans hafa veriö fangelsaðir. „Við vitum naumast hvað eftir er af forystunni, en Það er ekki fjölmennt lið, svo mikið er víst,“ sagði einn af starfsmönnum flokksins eftir miðstjórnarfund sem haldinn var fyrir skemmstu. „Styrkur okkar hefur stórlega minnkað," Hér beita nýju herrarnir í Pakistan að vísu nákvæmlega sömu aöferðunum og foringjar Þjóðarflokksins Þegar hann var og hét, en þó í víðtækari mæli ef til vill og af meira miskunnarleysi. Miðstjórnarfundurinn var enn eitt dæmi Þeirra ofsókna sem flokksmenn hafa mátt Þola upp á siðkastið. Einungis tólf af nær 40 miðstjórnarmönnum gátu setiö fundinn: hinir höföu ymist verið handteknir eða óttuðust afleiðingarnar ef Þeir létu sjá sig á Þessari samkomu. Þrír forystumenn sem höfðu lagt af staö til Islamabad gagngert til Þess að vera á fundinum foru teknir fastir á leiðinni, að sögn talsmanna flokksins. Og á meðan á fundinum stóð voru lögreglumenn á vakki utanhúss og fylgdust náið með Því hverjir komu og fóru. Handtökur undir ýmsu yfirskyni sýnast semsagt stefna að Því að ganga af Þjóðarflokknum dauðum. Talsmenn hans fullyröa að síðan Bhutto var sjálfur fangelsaöur í september í fyrra og ákærður fyrir morð, Þá hafi allt aö 10.000 af virkasta flokksfólkinu verið hneppt í fangelsi um lengri eö skemmri tíma. í pessum hópi eru flestir Þeir menn sem gegnt hafa opinberum störfum fyrir flokkinn bæði á sambandspinginu sem á fylkisbingum, sem og frambjóöendur hans í Þingkosningunum sem ætlunin var aö efna til í október í fyrra, en var síðan „frestað" að boði hershöfðingjanna sem Þá höfðu tekiö viö stjórnartaumunum. BHUTTO. Blaðamenn hýddir, fjölskyldan fangelsuð Hinir minni spámenn Þjóöarflokksins sem lent hafa í neti yfirvalda eru nú flestir lausir aftur, en áreiðanlegar heimildir giska engu að síður á að tala Þeirra af áhengendum Bhuttos sem enn sitji í fangelsum sé nær Þrjár Þúsundir. Og í Þessum hópi er aö auki nær allt Það fólk sem var ekki einasta ötulast í flokksstarfinu heldur er einnig gætt mestum hæfileikunum. Eins konar „alÞýöudómstólar“, sem eru undir yfirstjórn hermanna, hafa nú líka verið settir upp, sem virðast gegna pví hlutverki fyrst og fremst aö hundelta meðlimi Þjóðarflokksins án Þess að fangelsa Þá. Þessir dómstólar geta svipt borgarana kosningarétti og kjörgengi fyrir hvers konar „spillingu". Flestir Pakistanar eru raunar peirrar skoðunar að fjölmargir af framámönnum í flokki Bhuttos hafi ástundað sitthvað sem polir illa dagsins Ijós, en hinn almenni borgari er líka jafn sannfærður um að hið sama gildi um Þá stjórnmálamenn sem eru í náðinni hjá stjórn hershöföingjanna; allur munurinn sé sá að peir síðarnefndu virðist nú vera friðhelgir. Stjórn Zia ul-Haq hefur sem vænta má beitt sér fyrir víðtækri hrei.isun meðal embættismanna Þar sem Þeir verða enn sem fyrr harðast úti sem voru hliöhollir Bhutto. Háttsettir embættismenn sem áttu frama sinn undir gömlu stjórninni hafa nær allir fengiö reisupassann. Sardar Ibrahim Khan, sem í síöastliönum mánuöi var vikið frá sem forseta Kashmir-fylkis, er eitt dæmi af mörgum. Ibrahim fullyrðir að brottvikning hans sé brot á stjórnarskránni, en eins og hann orðaði Það á fundi sem blaðamönnum: „Aö lögum hef ég á réttu að standa, en meö byssunni er allt hægt að gera.“ Þau blöð sem fylgdu Bhutto að málum mega muna sinn fífil fegurri. Margs konar hömlur hafa veriö settar viö útgáfu Þeirra og blaðamenn Þeirra handteknir og jafnvel dæmdir til hýðingar. Þá mega Þau níu blöð, sem teljast málgögn Þjóðarflokksins, sæta strangri ritskoðun, Þó að flest önnur pólitísk blöð, sem eru aö skapi stjórnvalda, séu látin afskiptalaus. Loks er pess að geta aö stjórn Zia Hershöfðingja hefur lagt fjölskyldu Bhuttos í einelti, og er Það eflaust afdrifaríkasta vopnið í viöleitni hershöfðingjans til Þess að uppræta Þjóðarflokkinn. Sem fyrr er getiö situr Bhutto sjálfur undir lás og slá sakaður um morð, og má heita að hann hafi ekki sést í fjórtán mánuði, nema Þá honum hefur brugðið fyrir Þegar hann hefur verið leiddur fyrir dómara sína. Og bæði kona hans og dóttir hafa líka verið handteknar. Þær eru nú í stofufangelsi á heimili sínu í Islamabad, sem af Þessu tilefni hefur veriö úrskurðaö hluti af fangelsiskerfi Pakistans, eða „fangelsis-útibú“ eins og Það heitir á máli stjórnvaldal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.