Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 47 Fjórar Disney- bækur ÚT ERU komnar .fjórar lyfti- myndabækur, þar sem margir góðvinir íslenskra barna koma mjög við sögu: „Mikki fer í sirkus", „Afmælisdagur Bamba“, „Gosi og brúöuleikhúsið" og „Mjallhvít og dvergaveislan". Börnin lesa um þessa góðkunn- ingja sína, en samtímis rís sögu- sviðið inni í bókinni, þ.e. svonefnd lyftimyndabók. Útgefandi er Setberg, en þýð- andi Vilborg Sigurðardóttir kenn- ari. „Þrettán þrepin“ Ný bók eftir Gunnar M. Magnúss ÞREPIN ÞRETTÁN heitir ný bók eftir Gunnar M. Magnúss. og hefur að geyma endurminningar hans sjálfs. Útgefandi er Setberg. Um bókina segir svo aftan á kápu: „í sextán köflum segir höfundur frá þrettán æviárum á Flateyri og Suðureyri. Þar segir frá norska ævintýrinu á Sólbakka, Ellefsen hvalveiðimanni og verk- smiðjubrunanum, frá Maríu Össurardóttur og Torfa Halldórs- syni, hjónunum sem áttu jarðirn- ar, fjöll og strendur, höfðu fjögur þilskip fyrir landi, eignuðust 11 börn, af þeim eru komin flest Ásgeirsbörnin, sem auðkenna Vestfirði. Höfundur segir frá forsögu móður sinnar og móður- systur, er þær voru heimasætur og faðir þeirra, stórútgerðarmaður á Suðurnesjum, ákvað gjaforð þeirra beggja. Þær risu báðar upp og brutu þessa gömlu hefð, móðir höfundar fór að heiman og valdi sér piltinn sinn sjálf, en systir hennar strauk til Ameríku með sínum pilti." Gamalt Jfl fólk gengurJI hœgar PI-SJ4 O 0 PL-514 Plötuspilari Þessi plötuspilari er „belt drifinn" meö sjálfvirkum tónarmi sem hefur veriö þrautreyndur meö frábærum árangri. Lyfta „anti skating" tveir hraöar ofl. SA-506 Magnari Hér er magnari, sem er 25W. Á kanal meö watt mælum. Hægt aö sam- tengja viö fjóra hátalara auk þess sem tengja má útvarp (tuner), og segulband, Loudness. Rúsínan r I pýlsuendanum orlofbn pic-up í plötuspilarann til aö fullkomna verkiö. - CS-323 Hátalarar Þeir láta ekki mikið yfir sér þessir, (henta t.d. vel í bókahillur eöa þá hengdir upp á vegg) en þaö er hreint ótrúlegt hvaö góöan og þéttan tón þeir gefa sem þakka má leikni tæknimanna Pioneer. frá (iD PIONEER onninn halnari Owlll Qllijlllll IICIUlClU Hér höfum viö sett saman þrjú úrvalstæki, sem samræmast vel hvert ööru. Nú getur hver sem \ er veriö ánægöur með sína uppbyggingu, því þetta sett uppfyllir kröfur hinna vandlátustu og verðið á þessu setti er aðeins kr. 330.000- Gefum þar að auki stadgreiösluafslátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.