Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 48

Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 48
.u ^ívi^/^XVvvV studio-line LanjSncjíi M5 Góð ijjöt er sulls fcikli Verzlið i sérverzlun með litasjónvörp og hljómtaekí. Skipholti 19 BUÐIN sími ' 29800 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Erfiðleikar verzlunarinnars Verður 1500 manns sagt upp Rvík eftir áramót? vrnnu í Jólabækurnar eru teknar að hlaðast upp frá útgef- endum í bókaverzlunum og þar vitja viðskiptavin- ir þeirra og væntanlega lækka þá hlaðarnir nokkuð á næstu dögum. Ljósm. Kristján. LÍKUR eru á því að allt að 1500 manns í vefnaðarvöru- verslunum í Reykjavík missi vinnuna eftir áramótin, ef kaupmenn fá ekki leiðréttingu á álagningarmálum. Hefur komið til tals að segja öllu starfsfólki upp frá og með 1. janúar næstkomandi og munu sumar verslanir þegar hafa tilkynnt starfsfólki sínu þessa ákvörðun, en starfsfólk verslananna á rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, sagði í samtaii við Morgunblaðið í gær, að einna helst væri rætt um að stytta mjög opnunartíma þessara verslana, jafnvel þannig að þær yrðu aðeins opnar eftir hádegi. Yrði þá að segja starfsfólkinu upp, þar sem um svo verulega styttingu vinnu- tíma væri að ræða. Sagði Magnús að vefnaðarvörukaupmenn hefðu rætt þessi mál á fundi nýlega, og hefði þar komið fram sú skoðun að ráðstafanir af þessu tagi væru óhjákvæmilegar nema eitthvað yrði gert í álagningarmálunum. Taldi Magnús að uppsagnir þessar ef af yrði, snertu 1000 til 1500 manns, aðeins í Reykjavík. Engar áætlanir eru uppi um að draga úr opnunartíma verslana nú fyrir jólin, að sögn Magnúsar, og verða verslanir hér á höfuðborgar- svæðinu því opnar eins og venja hefur verið til í desembermánuði. Þó sagði hann að matvöruverslan- ir í Breiðholts- og Smáíbúðahverfi væru opnar skemur en oft áður, til dæmis var aðeins opið til hádegis í gær. Jónas Gunnarsson, kaupmaður í Kjötborg, og formaður Félags matvörukaupmanna, sagði í sam- tali við blaðið, að matvörukaup- menn hygðu ekki á að draga úr þjónustu við neytendur nú fyrir Hrí#* til jól. Kaupmenn hefðu ekki alltaf nýtt sér heimild til lengri opnunartíma fyrsta daginn í desember, en síðar í mánuðinum yrði væntanlega opið lengur, þó það færi vafalaust eftir einstökum kaupmönnum. Hins vegar sagði Jónas, að óhjákvæmilegt yrði að draga úr þjónustu við neytendur eftir ára- mót, ef ekki fengist nein leiðrétt- ing á álagningarmálum, erfiðleik- ar verslunarinnar væru það miklir orðnir, að slíkt gæti ekki gengið öllu lengur. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, þá hafa kaupmenn og kaupfélög á Akureyri ákveðið að draga mjög úr þjónustu sinni nú fyrir jólin vegna erfiðrar afkomu verslunarinnar. Voru verslanir nyrðra til dæmis almennt alveg lokaðar í gær. Byggingariðnaðurinn: Horfur á atvinnu- leysi eftir áramót ATVINNUHORFUR í byggingar iðnaði virðast fremur slæmar að því er Gunnar Björnsson lormað- ur Meistarasambands byggingar- manna tjáði Mbl. í gær og á það við bæði um verkamenn og smiði, en það kemur m.a. til vegna þess, að horfur eru á færri lóðaúthlut- unum nú eftir áramótin. Þórir Daníelsson. framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins tók í sama streng og kvað fréttir hafa borizt af uppsögnum verka- manna í byggingariðnaði. Gunnar S. Björnsson sagði að svo virtist sem nóg væri að gera alls staðar um þessar mundir, en þó væri greinilegt að minna væri um fjármagn til þess að standa skil á launagreiðslum og ætti það bæði við um einstaklinga og fyrirtæki. Þó kvað hann e.t.v. frekar bera á greiðsluerfiðleikum hjá t.d. iðnfyrirtækjum sem væru að byggja og einnig ættu þau í erfiðleikum með að hefja fram- Svavar Gestsson viðskiptaráðherra: Rannsókn á útflutnings- verzliminni undirbúin — Alþýðubandalagið vill allsherjar eigna- og skuldakönnun „ÉG A von á því að sú nefnd sem er að rannsaka innflutnings- verzlunina skili mér áliti í lok þessa mánaðar og í viðskipta- ráðuneytinu erum við nú að undirhúa sams konar rannsókn á útflutningsverzluninni,** sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra. er Mbl. spurði hann út í þær hugmyndir. sem Alþýðu- bandalagið hefur sett fram um að hafizt verði handa við rannsókn á útflutningsverzluninni og að könnuð verði „framkvæmd á fjárfestingum og auðmagnsupp- hleðslu íslenzkra stórfyrirtækja og einstaklinga erlendis“. „Það sem við höfum aðallega í huga í þessu sambandi eru sölu- samtök sjávarútvegsins," sagði Svavar. „Hvort þau hafi hugsan- lega staðnað í markaðsleit og hvort mögulegt er að breyta þar einhverju um. Varðandi eignasöfn- un erlendis koma til skoðunar vinnslufyrirtæki sjávarútvegsins erlendis. Ég bendi á í þessu sambandi að Olafur Ragnar Grímsson hefur borið fram tillögu um úttekt á FJugleiðum og Eimskipafélagi íslands, sem að sjálfsögðu koma þá inn í þá mynd sem hér er um að ræða.“ Mbl. spurði viðskiptaráðherra um þá kröfu sem Alþýðubandalag- iö hefur sett fram um allsherjar eignakönnun í landinu: „Það sem fyrir okkur Alþýðu- bandalagsmönnum vakir með þessu er að skapa nýtt hagstjórn- artæki með vitneskju um eignir og skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Það er ekkert farið að ræða þetta mál í ríkisstjórninni þannig að við vitum ekki um undirtektir sam- starfsflokkanna," sagði Svavar. „Svona könnun er náttúrlega geysimikið verk, ef til vill ársvinna í fyrsta skipti, en síðan þyrfti auðvitað að bæta við hana árlega til að upplýsingarnar yrðu alltaf nýjar og sem nákvæmastar. Niðurstöður slíkrar eigna- og skuldakönnunar má nota til skatt- lagningar og þær geta líka hjálpað mönnum til að átta sig á því hvaða áhrif verðbólgan hefur haft: hvernig hún hefur dreift eignum út um þjóðfélagið og gert suma ríka og aðra fátækari. Þessar aðgerðir og aðrar, sem við höfum sett fram tillögur um, eru fyrst og fremst hugsaðar sem grundvöllur að fjölþættri og sam- fléttaðri efnahagsstefnu, þar sem lögð verður áherzla á að afla sem gleggstrar vitneskju um hlutina svo menn eigi hægara með að taka ákvarðanir og gera áætlanir um efnahagslegar aðgerðir," sagði Svavar Gestsson. kvæmdir á lóðum sem þau hefðu fengið úthlutað, t.d. í nýskipulögðu iðnaðarhverfi við Vesturlandsveg í Reykjavík. — Ljóst er samt, sagði Gunnar, að mikið verður um uppsagnir hjá byggingarfyrirtækjum á næst- unni, bæði núna í desember og eftir áramótin. Lóðaúthlutanir verða greinilega fáar í Reykjavík á næsta ári, sennilega um það bil 1/3 af því sem áður hefur verið og það segir fljótlega til sín og þó kannski einkanlega í sumar og haust og má e.t.v. búast við áframhaldandi atvinnuleysi ef aukin verkefni koma ekki til. Gunnar tók fram aðspurður að viðræður væru að hefjast milli ráðamanna og aðila í byggingar- iðnaði um hvað hægt yrði að gera, en nú stæði yfir upplýsingasöfnun um atvinnuástand og horfur í Reykjavík og nágrenni. Hann taldi atvinnuástand svipað á Norður- og Norðausturlandi og í Reykjavík og nágrenni, en svo virtist sem það væri nokkru betra á Vesturlandi og Austfjörðum. Þórir Daníelsson framkvæmda- stjóri Verkamannasambands ís- lands sagði að sér sýndust horf- urnar nokkuð alvarlegar hvað snerti atvinnu fyrir verkamenn á næstunni, fréttir hefðu borizt af uppsögnum verktakafyrirtækja vegna minnkandi verkefna og nokkurt óvissuástand væri ríkj- andi um þessar mundir. Taldi hann því erfitt að dæma um þessi mál á þessu stigi, en það yrði líklega kannað eftir helgina þar sem þetta væri svo nýtilkomið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.