Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 279. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mál Mentens látið niður falla Haag, 4. desember — AP HOLLENZKI milljónamæring- urinn og Iistaverkasafnarinn Pieter Menten, sem fyrir tæpu ári var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi er nú frjáls maður, en hann var í dag látinn laus úr haldi. Dómstóllinn sem dæmdi Men- ten fyrir ári síðan úrskurðaði í dag, að mál hans sem tekið var upp að kröfu hæstaréttar, skyldi látið niður falla og að hann væri frjáls ferða sinna. Menten var gefið að sök að hafa tekið þátt í aftöku 20—30 pólskra Gyðinga í þorpinu Podhoroce árið 1941, en þá var hann sagður þjóna í SS-sveitum nasista. Árið 1949 sat Menten í átta mánuði í fangelsi í Hollandi fyrir að starfa fyrir nasista í Póllándi, en var sýknaður af ákærum um að hafa þjónað í liði þeirra. Menten hélt því fram við réttarhöld í fyrra að J.A Donker fyrrum dómsmálaráðherra Hol- lands hefði heitið sér lausn fyrir þagmælsku vegna Velsen-mál- anna. Hæstiréttur úrskurðaði svo í maí að fullyrðingu Ment- ens um heit Donkers hefði ekki verið gefinn nægur gaumur við réttarhöldin í fyrra, og krafðist upptöku máisins. Menten sem er 79 ára, var ekki viðstaddur í dómshúsinu þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, en lögfræðingur hans sagði að hann mundi á morgun halda til írlands sér til hressingar. Áframhaldandi róstur í íran Teheran. 4. des. Rcuter — AP SKOTBARDAGAR brutuzt út í höfuðborg írans í dag í kjölfar þeirrar yfirlýsingar stjórnarinnar að erlendar blaðafregnir um að ríkisráð yrði myndað til að taka við völdum keisarans væru rangar. Lögreglumaður lét lífið í óeirðunum. en engar fregnir fóru af mannfalli í röðum uppreisnarmannanna. Uppreisnarmennirnir skutu með sjálfvirkum rifflum á lögreglu- stöðvar og hentu heimagerðum sprengjum að þeim. Lögreglu- maðurinn er sagður hafa orðið fyrir einni slíkri. Þessar aðgerðir andstæðinga keisarans í dag eru sagðar fyrstu árásir borgarskæru- liða í Iran frá því að herstjórnin tók við völdum í landinu fyrir mánuði síðan. Sögusagnir voru á kreiki um helgina í Iran um að stjórnin væri að velta fyrir sér þeim möguleika að koma á ríkisráði sem tæki við völdum keisarans þar til að andófið gegn honum fjaraði út. En samkvæmt áreiðanlegum heimild- um í dag þótti ekkert benda til Begin varð ekki við kröfum Sadats Jerúsalem, 4. desembet. Reuter. AP. EKKERT var í dag látið uppi um efni bréfs Menachem Begins forsætisráðherra ísraels til Anwar Sadats forseta Egypta- lands, en talið er likiegt að í því hafi Begin ítrekað að ísraels- menn væru ófáanlegir til þess að gera breytingar á uppkasti að friðarsáttmála landanna tveggja. Talið er að í bréfinu hafi Begin vísað á bug kröfum Egypta um ákveðna dagsetningu sjálfstjórn- ar á vesturbakka Jórdan og á Gaza, um aðsetur Egypta á Gaza, ! og kröfum um endurskoðun á orðalagi í uppkastinu er snertir skuldbindingar Egypta gagnvart Arabaríkjum. Háttsettur embættismaður jagði í dag að bréf Begins væri „kurteist, en ákveðið svar við ógeðfelldu bréfi Sadats, sem staðfesti enn einu sinni stífni Egypta". Embættismaðurinn sagði litla von til að samninga- Kínverjar fá kjarnorkuver Tókýó, París, 4. desember. AP. Tilkynnt var í Peking í dag að Kínverjar og Frakkar hefðu gert með sér sjö ára samning um samstarf á sviði efnahagslegrar uppbyggingar, og við það tæki- færi sagði Teng Hsiao-ping varaforsætisráðherra að Kín- verjar myndu kaupa tvö kjarn- orkuver af Frökkum á næstu árum. en samningar um bygg- ingu orkuveranna eru nú á lokastigi. Kjarnorkuverin tvö verða hvort um sig 900 megawött að stærð. Með sölunni á þeim hafa Frakkar orðið fyrstir vestrænna þjóða til að selja Kínverjum tækni til að leysa kjarnorku úr læðingi. viðræður landanna hæfust innan skamms, ef marka mætti afstöðu Egypta af bréfi Sadats. „Hann hefur ekki slakað neitt til,“ sagði embættismaðurinn. Embættismaðurinn neitaði að nokkuð væri hæft í fregnum þess efnis að Israelsmenn hefðu í hyggju að kalla heim þá af samningamönnum sínum sem enn væru í Washington. í síðustu fregnum segir að Bandaríkjamenn vinni nú að því hörðum höndum á bak við tjöldin að sætta ólík sjónarmið Israels- manna og Egypta. Pioneer á braut um Venus Los AnKeles, Mountain View, Kali* íorníu. 4. desember. AP. Reuter. ÓMANNAÐA bandaríska geimfarið Pioneer fyrsti fór á braut umhverfis reikistjörn- una Venus klukkan 15,56 að íslenzkum tíma, eða eins og gert hafði verið ráð fyrir í upphafi ferðar, en geimfarinu var skotið á loft fyrir sjö mánuðum. Pioneer fyrsta er ætlað að senda upplýsingar til jarðar um gufuhvolf Venusar og veðurfar á plánetunni. Einnig verður hægt að teikna nákvæmt kort af hluta yfirborðs Venusar eftir upplýsingum sem eiga eftir að berast frá geimfarinu. í lok vikunnar koma fleiri mælitæki að Venusi. Þau voru send upp með sérstöku geimfari skömmu eftir að Pioneer fyrsta var skotið á loft, en hafa hvert fyrir sig verið á sveimi um himinhvolfið síðustu daga. Þessum tækjum er m.a. ætlað að lenda á yfirborði Venusar. Eftir 2—3 vikur er von á tveimur ómönnuðum sovéskum geimförum að Venusi. þess að stjórnin hefði slík áform í huga. Starfsmenn við olíuhreinsunar- stöðvar í íran lögðu niður vinnu í dag, en leiðtogi andstæðinga keisarans, Ayatollah Ruhollah Khomeiny, hvatti í gær til slíkra aðgerða. Vangaveltur eru nú um það meðal manna að stjórn óbreyttra borgara verði brátt mynduð í Iran til að taka við af stjórn herforingj- anna, sem setið hefur einn mánuð að völdum. Dollar styrkist Tókýó. London. 4. des. AP BANDARÍKJADALUR var verðmeiri á gjaldeyrismarkaðin- um í Tókýó í dag en hann hefur verið frá miðjum júlí. En undir lok viðskipta seig hann örlítið þar sem japanskir bankar seldu á milli 30 og 50 milljónir dollara seinni part dagsins í þeim til- gangi að halda aftur af hinu öra risi dalsins. Þegar markaðurinn í Tókýó opnaði í dag fengust 202 jen fyrir dalinn, og um tíma fengust 203,40 jen fyrir hann. En þegar markaðurinn lokaði var dalurinn kominn niður í 199,65 jen, sem engu að síður er bezta staða dalsins í lok viðskiptadags frá miðjum júlí. Sjö felldir í Tyrklandi lstanhul, 4. desembcr, AP SJÖ manns féllu í skotárásum í Istanbul og tveimur bæjum í austurhluta Tyrklands í dag, en í allan dag voru óeirðir í nokkrum bæjum landsins. Hermenn tóku sér stöðu í þeim bæjum þar sem lætin voru verst, og í kvöld virtist allt vera með kyrrum kjörum í landinu. Mest urðu lætin í borginni Elazig. Þar voru fimm menn felldir í skotárásum. Varð það til þess að þúsundir námsmanna í bænum fóru í mótmælagöngu um götur borgarin'nar. Til átaka kom milli göngumanna og öryggis- varða, en kyrrð komst á í borginni eftir að hermenn höfðu tekið sér stöðu á ýmsum stöðum í borginni. Þá var vinstrisinnaður gagn- fræðaskólakennari myrtur og félagi hans særður í bænum Malatya. Loks féll einn í Istanbul í skothríð byssumanna á kaffihús eitt í borginni. Yfir 800 manns hafa fallið í óeirðum á Tyrklandi það sem af er árinu. Flestir voru þeir háskóla- nemar. Veggspjaldaherferðin — Borgarar í Peking virða fyrir sér ljósmyndir af Mao Tse tung og veggspjöld sem hafa verið hengd upp. Á þessum veggspjöldum var hvatt til þess að hætt yrði að fordæma Mao. Síðan þetta gerðist hcfur veggspjöldum fækkað í Peking. Á þeim sem enn birtast er farið fögrum orðum um núverandi valdhafa. Sjá nánar frétt á bls. 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.