Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 3 Verd 284 985 TILBOÐ 1. 100.000 - kr. út. ca. 50 þús. á mán. í 4 mán. TILBOÐ 2. Helmingur út og rest á 6 mán. TILBOÐ 3. Staögreiðsluafsláttur 4% bara föstudag og laugardag: Rækjuveiðarnar vestra og í Axarfirðii Auk seiðagengdar koma síldar- göngu í veg fyrir opnun svæða Nafn litla drengsins LITLI drengurinn, sem beið bana er hann féll út um glugga fjölbýlishúss í Breiðholti í fyrri viku hét Samúel Henrik Arn- laugsson, sonur Arnlaugs Kr. Samúelssonar og Þuríðar Jönu Agústsdóttur, Teigaseli 5. Samúel heitinn hefði orðið tveggja ára 19. desember n.k. ef hann hefði lifað. f UPPHAFI rækjuvertíðar er ævinlega ákvcðinn leyfilegur hámarksafli á hverju svæði. í Arnarfirði var í vetur leyft að veiða 570 tonn og 2400 tonn í ísafjarðardjúpi. Enn hafa veiðar þó ekki hafist á þessum stöðum einnig vegna mikillar seiðagengdar og að undanförnu hefur smásfld á þessum stöðum einnig gert það að verkum að opnun svæðanna er ekki enn möguleg. Önnur helztu rækjusvæði eru í Ilúnaflóa. þar sem í vetur er leyft að veiða 2500 tonn og 900 tonn í Axarfirði. I Húnaflóa hófust veiðar um miðjan nóvember og síðan þá hefur upphaflega svæðið verið stækkað. í Axarfirðinum hafa rækjumiðin verið opin öðru hvoru, en síðan hefur orðið að grípa til lokana vegna seiðagengdar á miðunum og nú síðast einnig vegna sfldar á miðunum. Rannsóknarskipið Dröfn kom um helgina úr rækjuleiðangri af Vestfjörðum, en þar hafa rækju- miðin verið könnuð með hálfs mánaðar millibili í haust. Leiðangursstjóri í síðustu ferð vestur var Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að ljóst væri, að úr þessu væri hæpið að rækjuveiði hæfist í Arnarfirði og Isafjarðardjúpi fyrr en eftir áramót. Seiðagengd væri mikil á þessum svæðum og hefði hún í síðasta leiðangri mælzt að meðal- tali 7900 seiði á rækjutonn í ísafjarðardjúpi, en 6600 seiði á tonn í Arnarfirði. Morgunblaðið spurði Hrafnkel hvernig þessar viðmiðunarreglur væru hugsaðar. — Við notum ákveðnar viðmið- unarreglur, þar sem metið er verðmæti ýsu og þorsks þegar seiðin í rækjuaflanum komast í gagnið, sagði Hrafnkell. — Samanburður er gerður á verð- mæti rækjunnar og ef rækjan er verðmætari í dag heldur en þessi seiði verða eftir nokkur ár þá leyfum við veiðarnar. Ef hins vegar seiðin eru verðmætari, þá er það yfir viðmiðunarmörkum okk- ar. Þetta fer nokkuð eftir fjölda þorsks og ýsuseiða, þorskurinn er dýrmætari, en viðmiðunartölurnar eru þær að seiðin megi ekki vera fleiri en 2300—5000 í tonni af rækju. Rækjuvertíðin á helztu veiði- svæðunum hefur venjulegast haf- izt byrjun október og staðið fram í apríl eða þar til hámarksafla er náð. Auk fyrrnefndra aðalrækju- svæða er rækja veidd í Tálkna- firði, og Djúpavogsbátar veiða rækju í Berufirði. Á djúpslóð fyrir Norðurlandi og á hafinu milli íslands og Grænlands, hefur rækjutogarinn Dalborg verið við veiðar, en í sumar og fram á haust voru minni bátar einnig að veiðum á þessum svæðum. Hrafnkell sagði að í Djúpinu væru rannsóknir t.d. komnar það langt að búið væri að meta það með nokkru öryggi hve rækjan þyldi mikla veiði. Þar hefði ekki verið um miklar breytingar á aflahámarki að ræða á síðustu árum, en t.d. í Húnaflóa hefði verið leyfð nokkru meiri veiði í ár en síðustu ár. Baráttan er hörð og átök mikil. Völd — peningar og ástir mynda ramma um myndina. Þótt allt virðist fremur stillt á yfirborðinu, dylst ekki undiraldan, ástríðurnar, tilfinningahitinn, metnaðurinn og athafnaviljinn, sem ekkert fær bugað. Síldarævintýrið skiptir sköpum eins og oft hefur gerzt á Islandi. Síldarbraskarar, aflakóngar og síldarstelpur leika sitt hlutverk og ótal fleiri minnisstæðar persónur koma við sögu ...“ 5hverkaupandi _ sem staðgreiðir " fær tölvuúr Tæknilegar upplýsingar BUÐIN Skipholti 19, sími 29800. MAGNARI: 6—IC, 33, translstorar. 23 díóöur, 70 músikwött. {2x23 RMS) ÚTVARP: FM. LW. MW. SW. SEGULBAND: Hraöi 4,75 cm/sek. Tíðnisvörun von)ul. kasettu er 40—8.000 Hz. Tíönisvörun Cr02 kasettu er 40—12.000 Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0.3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2 rása sterío. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun. HÁTALARAR: 20 cm bassahátalari af kóniskri gerð. Mið og hátíönihátalari 7,7 cm af kónískri gerö. Tíðnisvörun 40—20.000 Hz. PLÖTUSP1LARI: Full stœrð. allir hraðar, sjálfvirkur og handstýrður. Mótskautun og magnetiskur tónhaus. AUKAHLUTIR: Tveir hljóðnemar. FM-loftnet. SW-loftnet. Ein Cr02 kasetta. Olíuleit und- # anNorðurlandi nýlega lokið NÝLEGA hé!t af íslandsmiðum rannsóknarskipið Karen Bravu, sem undanfarnar þrjár vikur hefir verið við setlaga- rannsóknir útaf Norðurlandi en tilgangurinn er m.a. sá að fá úr því skorið hvort þarna leynist olía neðansjávar eða ekki. Skipið kom hingað til lands á vegum fyrirtækisins Western Geophysical Company of Am- erica, sem er eins og nafnið bendir til amerískt en með aðalstöðvar í London. Hafði fyrirtækið fengið leyfi til rann- sóknanna hjá íslenzkum yfir- völdum en án allra skuldbind- inga um vinnsluréttindi ef olía fyndist. Að sögn Gísla Einarssonar í iðnaðarráðuneytinu munu líða margir mánuðir þar til niður- stöður rannsóknarinnar liggja fyrir. Mun fulltrúi frá Orku- stofnun fylgjast með úrvinnslu fyrirtækisins á gögnum þeim, sem aflað var í ferðinni hingað. Klausturhólari Uppboð í dag KLAUSTURHÓLAR, listamanna uppboð Guðmundar Axelssonar, efna til málverkauppboðs í dag klukkan 17 á Hótel Sögu, Súlna- sal. Þar verða seld milli 60 og 70 verk cftir íslenzka myndlistar mcnn. Meðal þessara myndverka er gömul stúlkumynd eftir Nínu Tryggvadóttur, en auk þess eru þarna verk eftir Kjarval, Þórarin B. Þorláksson, Brynjólf Þórðarson, Svein Þórarinsson, Ásgeir Bjarn- þórsson, Eggert Guðmundsson, Gunnlaug Blöndal og Snorra Arinbjarnar, svo og verk eftir Guðmund frá Miðdal, Emil Thor- oddsen, Jón Jónsson og Eyjólf Eyfells, en af yngri myndlistar- mönnum myndir eftir Aldreð Flóka, Jóhannes Geir, Erró, Valtý Pétursson, Svein Björnsson og Gunnar Örn svo að einhverjir séu nefndir. Meðfylgjandi mynd er af verki Nínu Tryggvadóttur. ,J röstiiini“ Ný skáldsaga eftir öskar Aðalstein Morgunblaðinu hefur borizt ný skáldsaga. eftir óskar Aðalstein, sem ncfnist í röstinni. Það er Ægisútgáfan. sem gefur bókina út. ðskar Aðalsteinn er einn af kunnari skáldsagnahöfundum sinnar kynslóðar hérlendis og hefur skrifað fjölda bóka, en þó einkum skáldsögur. Um þessa nýju bók hans segir svo á bókarkápui „Sagan gerist í sjávarplássi. sem má muna „fífil sinn fegri“. Ljóst er hvaða stað höfundur gerir að sögusviði. en þrátt fyrir undangengna erfiðleika eru þar enn rismiklar persónur með hiursiónaeld f aðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.