Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Dr. Pétur H. Blöndal: Okurvextir — Vaxtaok Forsaga VerðbólKan, sem blundað hafði í efnahafískerfi þjóðarinnar allt frá stríðslokum (svona um 15% á ári), tók á rás upp úr 1970. Við það kipptu sparifjáreif;endur, sem höfðu verið „vægilefía" hlunnfarn- ir í aldarfjórðung (og voru þar af leiðandi ekki ýkja margir), að sér hendinni og stjórnendur peninga- mála sáu sér til skelfingar, hvernig sparifjárinneignir bráðn- uðu eins og snjóföl í hnúkaþey. Stjórnendur peningamála áttu um tvær ieiðir að velja eða blöndu af báðum, ef koma átti í veg fyrir að frjáls peningasparnaður legðist af og bankakerfið yrði ekki annað en afgreiðslustaðir reikninga. Þær voru: 1. Hækkun vaxta á innlánum. 2. Verðtrygging innlána í ein- hverju formi. Illu heilli hafa ofannefndir stjórnendur ekki hætt sér út á leið nr. 2. Lánamál í dag Vextir og lánskjör mynda einn allsherjar frumskóg svo þéttan, að fáir munu hafa séð þar hverja hríslu. Allur er þessi skógur þrælbundin í lögum og reglum, sem löggjafinn, ráðuneyti og Seðlabanki keppast við að fram- leiða. Lánasjóðir ýmiskonar spretta eins og gorkúlur í vætu hver með sín lánskjör: Full, hálf eða fjórðungs gengis- eða verð- trygging miðað við hinar ýmsu myntir eða vísitölur. Svo eru einnig til óverðtryggð lán með háum eða lágum vöxtum. Allt er þetta ákveðið af stjórnendum peningamála samkvæmt föðurlegu mati á greiðslugetu lántakanda. Stundum er þó einnig tekið tillit til þess, hvað fjármagnið kostar, einkum ef það er erlent. Að því er varðar einstaklinga eða fyrirtæki er reglan einföld: Jón má ekki lána Nonna með hærri vöxtum en svokölluðum „hæstu leyfilegum vöxtum sem núna eru 26%, og alls ekki verðtryggt, jafnvel þó báðir vilji. Hér er aftur föðurleg forsjá stjórnenda að verki. Þeir eru að vernda Nonna fyrir „okurvöxtum". Og þeir hafa gert það svo rækilega síðustu þrjá áratugina að Nonni er orðinn feitur mjög og Jón er ekki til. Hann er nefnilega hættur að spara og kaupir sér heldur lita- sjónvarp. Þetta er reglan, en hún er ekki einhlít: Ef Jón lánar Jónsa og Jónsi lánar Nonna þá eru leyfð svokölluð afföll á skuldabréf. Þannig borgar Nonni t.d. 63% vexti af þeim peningum, sem hann fær lánað með þessum hætti og er þá miðað við þriggja ára bréf með 26% vöxtum og 35% afföllum eins og þau gerast t.d. í bílaviðskiptum. Menn taki eftir: Þetta heitir ekki okur. Húsnæðis- málastofnun ríkisins Lán Húsnæðismálastofnunar eru núna með eftirfarandi kjörum: Vextir eru 9,75%o, vextir og afborganir eru alltaf sama upp- hæð (annuitet), lánstími er 25 til 26 ár og lánin eru verðtryggð miðað við 60% af hækkun bygg- ingarvísitölu. Sýnist meinlaust, en er það ekki. Ef dæmið er reiknað til enda miðað við lánsupphæð eina milljón og ... hækkun vísitölu byggingakostnaðar um 30% ár- lega, kemur í Ijós, burtséð frá því að síðasta greiðsla verður kr. 45,8 milljónir, að lántakandi hefur greitt til baka 1,7 milljónir króna á verðlagi ársins, sem hann tók lánið. Þetta svarar til fullrar vísitölutryggingar auk 5,3% vaxta. Þvílíkir vextir á lánum til hús- bygginga fyrirfinnast sennilega hvergi á byggðu bóli utan íslands. Og svo eiga þetta að vera félags- legar aðgerðir og gerðar eru kröfur um hámarksstærð íbúða o.sv.frv. Svipaða sögu er að segja af öðrum lánasjóðum svo sem ferðamálasjóði og fleirum. Það þarf alltaf að vera of eða van hjá landanum. Einstaklingar eru neyddir til þess að lána með — 10% til — 15% raunvöxtum og svo þessi ósköp. Stjórnendur virðast hafa týnt allri tilfinningu fyrir vöxtum og verðtryggingu. Samspil vaxta og verðtryggingar Vaxtaok Mikið hefur verið kvartað yfir háum vöxtum eftir að Seðlabank- inn tók á sig rögg, valdi leið 1 (hávaxtastefnuna) og fór í kapp- hlaup við verðbólguna með vext- ina. Reyndar eru innlánsvextir Seðlabankans enn langt neðan við hækkun vísitalna þannig að menn stórgræða á því að skulda og stórtápa á því að leggja fé í banka. En það er ekki dýrt fjármagn, sem þjakar lántakendur í dag, því það borgar sig jafnvel að kaupa fyrir það bíl. Nei, það er greiðslubyrðin, vaxtaokið, sem alla er lifandi að drepa. Menn taka kannski lán til 10 ára til þess að reisa verksmiðju eða lán til 20 ára til þess að byggja X Hefuröu heyrt nyju plötuna meö RUTH? Meö Ruth á þessari plötu eru margir af þekktustu hljóðfæra- leikurum landsins Nú hefur Ruth sungið inná 3 stórar stór- góðar hljómplötur, sem allar hafa vakið mikla hrifningu fólks á öllum aldri. Hljómplötuútgáfan h.f. Laugavegi 33, Sími 11508 Sigfús B. Valdimarsson og sjómannastarfið: Hef ur í 30 ár dreift biblíuritum meðal, erlendra sjómanna Ilér á ísafirði hefur Sigfús B. Valdimarsson kristniboði unn- ið samkvæmt köllun sinni að útbreiðslu kristinnar trúar í yfir 30 ár. Hann byrjaði fljót- lega að sinna kristinboði meðal sjómanna, sem viðkomu áttu hér í höfninni. Fyrstu árin með aðstoð séra Sigurbjörns Ast- valds Gíslasonar í Reykjavík. sem útvegaði blöð og tímarit. en á seinni árum fær hann mest af hinu ritaða máli frá Eng- landj. Sigfús rifjaði upp fyrir blaðið ýmislegt úr sinu langa starfi, sem fyrst var aðallega í því fólgið að færa um borð í skip af ýmsum þjóðernum og ýtbýta guðsorðabókum og heimsækja sjúka og slasaða á sju.krahúsi Isafjarðar og veita þeim huggun og uppörvun. Svo vakanty hefur - Sigfús verið í þessu starfi sínu, að aðeins einu sinni átti hann ekki rit á móðurmáli viðkomandi manns. Var þar um að ræða Tyrkja, sem látinn hafði verið í land af þýskum togara. Litlu seinna var svo annar Tyrki lagður á land, en þá hafði Sigfús útvegað utanlands frá bók- menntir á tyrknesku. Sigfús hefur alla tíð stundað hér almenna verkamannavinnu með trúboðsstörfum. M.a. vann hann um árabil yið útskipun á freð- fiski. RÉTTARHÖLD VEGNA GUÐSPJALLANNA Eitt sinn hugkvæmdist hon- um að setja sérprentuð guðs- spjöll á rússnesku meðal fiski- kassanna, sem áttu að fara til Rússlands með m.s. Lagarfossi. Hélt hann, að kollegar hans við höfnina í rússnesku borginni mundu gjarnan vilja lesa eitthvað úr ritningunni. En eitthvað fór það öðruvísi en til var stofnað, því að næst þegar Lagarfoss kom til hafnar á Isafirði kom 1. stýrimaður heldur ábúðarmikill til Sigfúsar og bað hann að koma á fund skipstjóra. Skipstjórinn jós síð- an yfir Sigfús skömmum fyrir tiltækið og krafðist þess að slíkt kæmi aldrei fyrir aftur. Það kom í ljós, að vinnustöðvun hafði orðið í léstinni þegar guðsspjöllin fóru að finnast, síðan fór allt í bál og brand og kom til réttarhalda yfir skip- verjum vegna þessara hættu- legu rita og lá við borð að skip og áhöfn yrðu kyrrsett í Sovét. Aðra sögu sagði Sigfús af trúboðsstarfi sínu meðal Sovét- borgara. Fyrir nokkrum árum kom lítið rússneskt tankskip til ísafjarðar til að taka vatn. Strax eftir að skipið lagðist að bryggju fór Sigfús um borð með tösku sína og hélt upp í brú. Þar voru samankomnir nokkuð margir skipverjar og stóðu þeir í röð meðfram veggjum brúarinn- ar. Byrjaði Sigfús þegar að af- henda hverjum og einum helgi- Sjómannastarfið hefur haft aðsetur í þessu húsi á ísafirði, Salem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.