Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 15 „Þannig er égu Ny bók eftir Guðmund Frímann Pétur Blöndal hús. Ári seinna borga þeir svo um þriðjung lánsins til baka í vexti og afborgun. Þeir kvarta auðvitað sáran yfir þessum ógurlegu vöxt- um. En ef þeir líta upp eftir 3—4 ár, komast þeir að raun um, að þeir skulda nú eiginlega ekki neitt lengur í samanburði við verðmæt- in, sem þeir keyptu. Hávaxtaleiðin þýðir í reynd verulega styttingu lánstíma þ.e. úr 10—20 árum í 3—4 ár. Þetta skekkir auðvitað alla útreikninga á arðsemi fram- kvæmda og mönnum sýnast vextir vera háir, en eru í raun að kvarta yfir þungri greiðslubyrði af allt of stuttum lánum. Leið 1 (hávaxta- leiðin) ætti aðeins að beita við skammtímalán (víxla o.sv.frv.). En hvað gerist, ef lán eru verðtryggð? Þar horfir málið allt öðruvísi við. Háu vextirnir á óverðtryggðu lánunum eru til þess að vega upp á móti tapi sparifjár- eigenda vegna rýrnunar krónunn- ar. Ef lánið er verðtryggt, sér verðtryggingin um þessa hlið málsins. Vextir mega því ekki vera mjög háir. í hæsta lagi 3—4%. Sé litið til erlendra þjóða með stöðugt verðlag, kemur í ljós, að innláns- vextir eru yfirleitt 0%— 1% yfir verðbólgu og útlánsvextir 1% —2% hærri. Menn ættu að gera sér ljósa grein fyrir áhrifum vaxta á langtímalán. Þannig eru árlegar greiðslur af 25 ára annuitetsláni með 5% vöxtum um 39% hærri en greiðslur af samskonar láni með 2% vöxtum. Afleiðing hávaxtastefnunnar á lágtekjumenn. Hið mikla vaxtaok óverð- tryggðra lána í dag hefur í för með sér ný viðhorf lágtekjumanna til að eignast eigið húsnæði. Hvernig á lágtekjumaður að koma sér upp fyrstu íbúðinni sinni í dag? Hann fær enga íbúð undir 10 milljónum. Hvernig á hann að standa undir yfir 3 milljónum í vexti og afborganir fyrsta árið? Hann getur það hreinlega ekki. Það þarf nefnilega háar tekjur til þess að græða á verðbólgunni. Allir rétt- sýnir menn hljóta að vona að þetta ástand vari ekki lengi, því það leiðir til mjög óréttlátrar stétta- skiptingar innan fárra áratuga. Verðtryggð lán með lágum vöxtum (um 2—3%) mundu aftur á rnóti gera þessum hópi manna kleift að koma yfir sig þaki án óheilbrigðs vinnuálags. Og þau mundu koma í veg fyrir, að einhverjir græddu á verðbólgunni. Ef stjórnendur peningamála ákvæðu nú'að taka upp leið 2, þ.e. verðtryggingu útlána, opnast um leið möguleiki til þess að verð- tryggja innlán. Ég er sannfærður um það, að þá muni innlán stóraukast, því alltaf eru til þeir, sem vilja fresta neyslu sinni um nokkur ár og eiga sér öryggi til þess að mæta óvæntum útgjöldum. Þessir aðilar munu hefja sparnað að nýju, þegar hætt verður að refsa þeim fyrir það. KOMIN er út ný bók eftir Guðmund Frímann, er nefnist „þannig er ég — viljirðu vita það“. Skáldið greinir hér frá æsku sinni, frá mönnum og meyjum, frá fjöllum og dölum í Húnaþingi og þó einkum ein- um dal, Langadal. „Þannig er ég“ er saga full af gáska og fjöri," segir m.a. á kápusíðu. „Þar segir frá m.a. leik og lærdómi, frá öskutrogs- brúðkaupi og aðskiljanlegum náðargáfum, frá kynjakvistum og kvæðamönnum að ógleymd- um stórhöndlurum dalsins. — „Þannig er ég“ er merk viðbót í safn íslenskra bókmennta — í safn til íslenskrar þjóðarsögu." Guðmundur Frímann Útgefandi er Bókaútgáfan Ögur. %) Lítid barn hef ur lítid sjónsvið Sigfús B. Valdimarsson. Ljósm. Úlfar rit og virtust menn taka við með þökkum. Þegar flestir skipverj- arnir höfðu fengið bækur, hóf einn skipverjinn að tala til hinna. Breyttu þeir þá fjótt um svip og skiluðu öllum ritunum aftur og vildu ekkert af Sigfúsi vita frekar. Fór hann í land við svo búið, en þótti leitt að mega ekki boða fagnaðarerindið mönnum sem augljóslega vildu við því taka. Fór hann því upp í bæ og fékk í lið með sér annan trúboða, Anderson að nafni, en Anderson hafði útbúið bíl sinn með hljómflutningskerfi fyrir plötur. Fóru þeir á bílnum á bryggju og hófu að spila rúss- neska sálma o.fl. Hálftíma síðar komu tveir skipverjar í land og fóru að tala við þá Sigfús á ágætri ensku. Sigfús rétti þeim hvorum sinn bunkann af helgi- ritum sem þeir tóku við. Litu þeir hvor á annan um stund, síðan tók annar þeirra allar bækurnar og faldi þær á sér innan klæða. Oft hefur Sigfús fengið óræk- ar snananir fyrir árangri af starfi sínu. M.a. fékk hann eitt sinn bréf frá Breta nokkrum, sem farið hafði í eina veiðiferð með breskum togara á íslands- mið. Togarinn kom til Isafjarðar vegna smávægilegrar bilunar. Þar kom Sigfús um borð að venju og dreifði ritum sínum m.a. til þessa manns. Komst maðurinn eftir þetta til trúar og hafði hann skrifað bréfið í Lusern í Sviss, þar sem hann var að undirbúa sig til að sigla með trúboðsskipinu LOGOS til Austurlanda og Afríku. 200 JÓLAPAKKAR Á ÁRI Nú hefur erlendum skipakom- um til Isafjarðar mjög fækkað og hefur eðli starfsins breytzt nokkuð. Fyrir nokkrum árum hóf Sigfús að útbúa jólapakka til handa þeim sjómönnum sem leið áttu um ísafjarðarhöfn og áætluðu að vera fjarri fjölskyld- um sínum um jólin. Hafa margir bæði einstaklingar og fyrirtæki orðið tl að leggja fram þeninga og ýmsa muni til að standa undir kostnaði af þessu. M.a. fékk hann mikið af heima- unnum vörum frá kvenfélagi í sveit á Vesturlandi eitt árið. I hverjum pakka eru ýmsar vörur bæði veraldlegar og and- legar og með fylgir jólakort með almennum kveðjum og ritn- ingarorðum frá sjómannastarf- inu. í fyrra fóru 200 slíkir pakkar til sjómanna en flestir hafa þeir orðið um 300. Sigfús, sem sér einn um að apkka öllu inn í jólapappír og skrifa á kortin, byrjar vanalega á haust- in, enda fyrsta skipið, sem ekki verður heima um jólin, farið héðan fyrir nokkrum vikum. Þá tók Sigfús upp þá nýbreytni í fyrra að senda erlendu verka- fólki, sem vinnur við fisk- vinnslu, Nýja testamentið og fleiri rit á ensku ásamt jóla- korti. Sendi hann þannig 130 pakka í fiskvinnsluþorpin á Vestfjörðum og á tvo staði á Austurlandi. Þótt aldrei hafi farið hátt um I þessi störf Sigfúsar B. Valdi- marssonar, hefur honum hlotn- ast ýmis viðurkenning. T.d. bauð D.F.D.S. honum til Kaupmanna- hafnar með Kronprins Olav fyrir 12 árum, þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti á milli ferða. Síðastliðið sumar bauð færeyska landsstjórnin honum og konu hans í ferð með m.s. Smyrli til Færeyja og Björgvinj: ar. Voru þau 3 vikur í ferðinni. í Færeyjum hittu þau m.a. 2 togaraskiptstjóra sem þau þekktu að heiman, en þeir sýndu þessum íslensku vinum sínum eyjarnar. Sigfús sagði að lokum að það væri honum mikil gleði að vinna að þessum málum og hann vissu að þau væru af mörgum þökkuð. Hann sagðist vera ákaflega þakklátur öllum þeim mörgu sem styrkt hafa hann i starfi á undanförnum árum og óskaði þeim öllum guðsblessunar. Einstök nýjung! Philips teinagrill Þetta fallega tæki köllum viö teinagrill. Meö því er hægt aö matreiöa ilmandi kebab (teinarétti) inni í boröstofu. Allt aö átta teinar geta veriö í sambandi í einu og þeir snúast einn hring á mínútu. Öflugt, infrarautt element eldar matinn fljótt og vel. Philips teinagrill er mjög auðvelt aö hreinsa. PHILIPS teínagrill er ný leiö til aö njóta góös matar. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 - 20456 - SÆTÚN 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.