Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Dea Trier Morch Vetrarbörn „Ég efast um aö til sé bók sem á jafn sannfærandi hátt veitir okkur innsýn í líf sængurkvenna: biöina, kvíðann, gleðina, vonbrigöin." J. H. / Morgunblaðið. „Mér fannst Vetrarbörn skemmtileg, fróöleg og spennandi bók.“ S.J. / Tíminn. „Vetrarbörn, eftir Deu Trier Morch, er yndisleg bók.“ S.J. / Dagblaöið. „. . . myndir Deu Trier Morch. Þær eru fjarska áhrifamiklar og magn- aóar og auka gildi bókarinnar mjög.“ D.K. /Þjóðviljinn. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Mary Stewart Tvífarinn Mary Stewart kann þá list aó segja spennandi og áhrifamiklar ást- arsögur. Bækur hennar í skjóli nætur og Örlagaríkt sumar eru gott vitni um þaö. Og ekki er þessi síðri: Ung stúlka tekur aö sér hlutverk annarrar konu sem hefur horfió sporlaust, en hlutverkið reynist flóknara og hættulegra en hún haföi gert sér grein fyrir. Innan skamms taka ótrúlegir atburöir aó gerast sem óhjákvæmilega munu hafa afdrifarík áhrif á líf hennar — ef hún fær aö halda lífi. Eins og fyrri bækur Mary Stewart mun þessi án efa víöa kosta and- vökunótt. PRISMA Ingibjörg R. Magnusdóttiri Kjaradóm- ur - Mistök eða hvað? Hinn 18. nóv. s.l. barst mér sem námsbrautarstjóra námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Is- lands bréf frá lögfræðingi Banda- lags Háskólamanna, Guðríði Þor- steinsdóttur, ásamt ljósriti af dómi Kjaradóms í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga með BS. próf frá Háskóla íslands. í Kjaradómi sitja fimm menn, fjórir lögfræðingar og einn hag- fræðingur. Formaður er Benedikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður. Dóminn kváðu þeir upp 8. nóv. s.l. eða rúmlega einu ári og fjórum mánuðum eftir að fyrstu hjúkrunarfræðingarnir braut- skráðust frá háskólanum. Ýmsir hafa orðið til þess að lýsa furðu sinni yfir þessum dómi og hjúkrunarfræðingar BS. hafa þeg- ar mótmælt honum. Astæðan til minna skrifa er sú, að Kjaradómur fellir þann dóm, að hjúkrunar- fræðingar brautskráðir frá Háskóla íslands skuli ljúka „níu mánaða starfsreynslu" áður en þeir taki laun samkv. þeim launa- flokki, er þeim síðan er skipað í. Hvaða laun þeim beri að taka á þessum níu mánaða meðgöngu- tíma kemur hvergi fram í dóms- orðinu og líklega telur Kjaradóm- ur það ekki í sínum verkahring að fjalla um laun „nemenda". Hvaðan kemur Kjaradómi sú vitneskja — sú þekking — að þessir hjúkrunarfræðingar, frem- ur en aðrir hér á landi, þurfi starfsreynslu að námi loknu áður en þeir taki laun sem fullgildir hjúkrunarfræðingar, ábyrgir starfa sinna? Það er heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið; sem veitir öllum hjúkrunarfræðingum hér á landi réttindi til þess að stunda Ingihjörg R. Magnúsdóttir hjúkrunarstörf. í hjúkrunarlögum nr. 8 frá 1974 stendur í 1. gr.: Rétt til að stunda hjúkrun hér á landi og kalla sig hjúkrunarfræðing hefur sá einn, sem til þess hefur fengið leyfi ráðherra. I 2. gr. stendur: Leyfi samkv. 1. gr. skal veita þeim, sem lokið hefur prófi í hjúkrunarfræði frá hjúkrunar- skóla hér á landi eða frá Háskóla Islands. Frá því fyrst var farið að vinna að undirbúningi þess, að hjúkrunarfræði yrði námsgrein í Háskóla íslands, átti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið full- trúa í öllum þeim nefndum, er að því unnu. Þegar námsskrá í hjúkrunarfræði var fullmótuð, var hún lögð fram í ráðuneytinu með tilliti til veitingar á réttindum væntanlegra hjúkrunarfræðinga að námi loknu. ,Það var athugað vandlega hvað nemendur fá mikla „Viggó viðutan64 Nýr teikni- myndaflokkur Komin er út fyrsta bókin í teiknimyndaflokki um „Viggó viðutan". Hiifundurinn er fransk- ur. Frantjuin að nafni. Nafn Viggós á frummálinu er Gaston og munu margir kannast við hann undir því nafni. Þessi fyrsta bók heitir „Viggó hinn óviðjafnanlegi“, en Franquin hefur samið margar bækur um þennan seinheppna hugvitsmann. Jón Gunnarsson þýddi textann, en útgefandi er bókaútgáfan Iðunn. Vigeó hinnóvidjafnan/egi Fullt tillit verði tekið til f jölskyldu námsmanna — segja ísl. námsmenn í Bergen íslenzkir námsmenn í Bergen hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af fjárlagafrumvarpi og er þar farið fram á að náms- lán brúi að fullu umfram- fjárþörf og að fullt tillit verði tekið til maka og barna námsmanna við útreikning námslána. í greinargerð námsmannanna er ennfremur sagt, að fú fjárhæð sem í dag sé í fjárlagafrumvarpinu, geri Lánasjóði ísl. námsmanna hvorki kleift að brúa umframfjár- þörf að fullu né fara að lögum þarðandi tillit til fjölskyldu náms- manna við úthlutun 'lána.. „Við krefjum fjárveitingavaldið um úrbætur á þessum atriðum með fjárveitingu til LÍN. Svikum verð- ur ekki tekið hávaðalaust," segir að lokum í greinargerð náms- manna í Bergen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.