Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Pétur Sigurðsson: Er fieira í pakkanum? Það hefur vakið undrun mína að ennin skrif hafa orðið um stríðsyfirlýsingu Svavars Gests- sonar viðskiptaráðherra á hend- ur Sjómannafélafíi Reykjavíkur o k verslunarmannasamtökun- um, a.m.k. þeim, sem eru undir „áhrifavaídi íhaldsins“ eins og þessi ráðherra örðar það svo einkar smekklega. É(í bjóst við skjótum viðbröjíðum a.m.k. frá uppmæl- in}jaskrifurum þeirra dagblaða, sem telja sig hina einu sönnu verjendur lýðræðis og réttlætis, en sú von mín brást. Jafnvel þeir, sem alltaf eru reiðubúnir til andsvara við aldamótaþrugli kommúnista um „hugmyndafræði marxismans", láta þennan þátt skipulagðrar stefnu og athafna kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar fram hjá sér fara. Stríðsyfirlýsing Svavars birt- ist í málgagni hans Þjóðviljan- um þann 12. nóvember s.l. undir nafninu „Innra starf og styrkur flokks og hreyfingar", en þar segir m.a. orðrétt: „Á allra síðustu misserum hefur risið upp ný og voldug hreyfing launamanna þar sem er Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, þar sem áhrif sósíalista eru veruleg og vaxandi beint og óbeint. Baráttuvitund félaganna í BSRB styrktist og efldist í verkfallinu síðastliðinn vetur, og ég er ekki í nokkrum vafa um að sú virkni og sá áhugi, sem kom þar fram, varð ein megin forsenda þeirra pólitísku tíð- inda sem fylgdu f kjölfarið á árinu 1978. Með því að stilla saman verkalýðshreyfinguna. flokk- inn og blaðið tókst að ná gla'silegum árangri í bæjar- stjórnar- og þingkosningunum s.l. vor. Hið innra starf flokksins er að mörgu leyti gott og sums staðar allmarkvisst. Þar er þó víða pottur brotinn. í því sambandi vil ég fyrst nefna verkalýðsfélögin, sem ég hef fyrr vikið áð nokkrum orðum. Þar byggjum við fyrst og fremst á gömlum grunni, en við höfummm ekki sótt okkur við- bót sem skyldi á síðustu árum. Einnig má halda því fram að á það hafi skort að við sækjum fram í ýmsum verkalýðsfélög- um, sem Alþýðuflokkurinn hafði meirihluta í er uppgjörið mikla átti sér stað innan verkalýðs- hreyfingarinnar kringum 1940 í þjónustugreiieinaaaar þar sem áhrifavald íhaldsins hefur verið ríkjandi. Hér á ég sérstaklega við verslunarmannafélögin og Sjómannafélag Reykjavíkur og cinnig samtök eins og Samband fslenskra bankamanna. Ef hreyfing okkar hér í Reykjavík á að dafna og styrkjast enn frckar verður að mínu mati sérstaklega að róa á þessi mið. Jafnframt er ljóst að innra starf í þeim félögum sem hafa verið undir forystu sósíalista verður að vera miklu betra en það hefur verið.. Þarna- tel ég sem séinn aðalveikleika okkar flokksstarfs“. (Undirstrikanir mínar P.S.). Það er ekki að ástæðulausu að nú er vakin athygli á þessari „dagskipan" ráðherrans. Fleiri ráðamenn kommúnista hafa birt opinberlega sömu skoðanir sem sínar, t.d. glókollur sósíalískrar verkalýðshreyfing- ar, Ólafur Ragnar Grímsson prófessor. Þögn allra stojrnmálamanna um þennan boðskap, sérlega þeirra, sem telja sig sérstaka verndara og talsmenn lýðræðis- legra stjórnhátta í þjóðfélagi okkar, opins starfs stjórnmála- flokka, prófkjörs allra í öllum flokkum og barnakosninga, styðja eftirfarandi grunsemd mína: Þessir aðilar og forystu- menn þeirra stjórnmálaafla, sem kenna sig við lýðræði, gera sér ekki grein fyrir því alvarlega ástandi sem mundi skapast, ef kommúnistar og handbendi þeirra næðu algerum yfirráðum í öllum helstu heildarsamtökum launþega, BSRB., A.S.Í., F.F.S.Í., BHM, Samband' bankamanna og öðrum þýðingarmiklum sam- tökum innan vébanda þeirra sem hér eru nefnd s.s. Verka- mannasambandi íslands, Sjó- mannasambandi íslands og Landssambandi verslunar- manna. Þessir aðilar veröa að gera sér grein fyrir því að nú á þetta að gerast í framhaldi af þrauthugsuðu, samstilltu og samvirku starfi þeirra þátta sem Svavar kveður hafa verið meginforsendu hins glæsilega kosningaárangurs kommúnista á s.l. vori. Þegar er lögð óhemju vinna í þetta starf og virðist fjármagn ekki skorta hvaðan sem það kemur. Til viðbótar kemur svo það, sem Alþingi er nú að „stinga í skóinn" hjá þessum herramönn- um, tugir ef ekki hundruð milljóna króna af skattfé almennings „til fræðslustarf- semi verkalýðshreyfingarinn- ar“, sem verður að níu tíundu hlutum notað til pólitískrar uppfræðslu og áróðurs innan þessara samtaka. Er hætt við að hinum almenna reykvíska launamanni verði þessi hluti umsaminna launa sinna lítil búbót, ekki síður en ný kaffistofa í frysti- húsi úti á landi. Almenningur vill oft gleyma því að slík valdayfirtaka getur tekist ef ekki er verið vel á verði, með einföldum meirihluta tak- markaðs hóps félagsmanna viðkomandi samtaka. Síðan er tekið til við að misnota þessi samtök pólitískt. Engum dettur í hug að Verka- mannasambandið með um 19 þúsund félagsmenn sé eingöngu skipað lússpökum stuðnings- mönnum núverandi stjórnar- flokka. En 19 manna sambands- stjórn þess er eingöngu skipuð flokksbundnum Alþýðubanda- lagsmönnum og meðreiðarsvein- um peirra. Sumir þeirra eiga sæti á Alþingi, hiriir í valdastól- um sinna pólitísku flokka. Þegar þessi fámenni hópur samþykkir í nafni þúsunda félagsmanna stuðning við gerðir ríkis- stjórnarinnar eru þeir að sam- þykkja traust á ágæti eigin gerða um leið og þeir samþykkja að pólitísk misnotkun sam- bandsins hafi átt sér stað í tíð fyrri ríkisstjórnar gegn skyld- um bráðabirgðaaðgerðum henn- ar í efnahagsmálum. Engin rödd frá minnihluta fær að heyrast enda lýðræðis- lega kjörinn minnihluti ekki til í verkalýðshreyfingunni sam- kvæmt lögum hennar og skipu- lagsreglum. Undrar nú nokkurn þótt Guðmundi J. Guðmunds- syni og skugganum hans úr Keflavík þyki hin mesta vá fyrir dyrum ef upp væru teknar hlutfallskosningar a.m.k. til heildarsamtaka launþega, af því að þá gætu pólitísk áhrif og afskipti aukist innan þeirra?? Verst að þessir bláeygu englar þekkja ekkert til slíkra hlutal! Eða að hverju stefnir Svavar ráðherra með sínum tilvitnuðu orðum í upphafi þessa greinar- korns? Ekki þó pólitískum aðgerðum? - O - Nú þarf enginn að halda að þessar ráðagerðir séu til komn- ar vegna vonsku hinna marx- ísku hugsuða Svavars og Óla yfir því að S.R. og V.R. höfðu að engu tilmæli litla Alþýðubanda- lagsins á skrifstofu A.S.Í. um afturköllun samningsuppsagna eins og tugir annarra félaga gerðu. Hér er þrauthugsuð áætlun kommúnista á ferðinni og ekki í fyrsta sinni. En hingað til hefur henni verið hrundið vegna sam- stöðu lýðræðissinna í þeim samtökum sem að hefur verið lagt. Þannig hefur samstaða alþýðuflokksmanna og sjálf- stæðismanna og reyndar manna af öllum pólitískum flokkum í Sjómannafélagi Reykjavíkur, ítrekað hrint af höndum sér á rásum kommúnista. Samstarfið innan þessa félags hefur verið stórhnökralaust og við enjjur- nýjun stjórnar sem fer fram árlega eru nýir menn ekki spurðir um flokksskírteini held- ur hvort viðkomandi aðili geti unnið félaginu og meðlimum þess gagn. Til skamms tíma hefur sam- vinna þessara aðila í S.R. og fleiri félögum skapað nægilegan styrk til að halda kommúnistum frá því að ná því að innlima þau í flokkskerfi sitt eins og Svavar ráðherra o.fl. boða. Sundurslit þessarar samvinnu mundi þýða yfirtöku þeirra fljótlega á viðkomandi félögum. Nú verður að draga þá álykt- un af því sem hér hefur verið sagt, að annaðhvort sé Alþýðu- bandalagið að skera upp herör gegn valdaaðstöðu Alþýðu- flokksins í verkalýðshreyfing- unni, samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn, eða að í stjórnar- pakkanum sé samningur forystumanna Alþýðuflokksins við kommúnista um að ýta öllum sjálfstæðismönnum frá völdum og áhrifum í launþega- samtökunum. Óneitanlega hefur á þessu borið hjá sumum krötum, en aðrir- og fleiri — átt langt, gott og heiðarlegt samstarf við okkur sjálfstæðismenn. Flestir Alþýðuflokksmenn hafa líka séð að kommúnistar eiga, eftir að útilokun okkar hefur átt Sér stað, aðeins eftir að merja þá undir hæl sinn, eins og er þeirra margyfirlýsta stefna. Nú vona ég, eftir langt og gott samstarf við Alþýðuflokksmenn um áratugaskeið, samstarf sem í mörgum tilfellum hefur haft í för með sér vináttu mína og virðingu á sumum þessara manna, að þeir svari undan- bragðalaust hvort slíkur samn- ingur hafi verið gerður? Ef svo er, sem ég á bágt með að trúa á allan þorra þeirra, munum við sjálfstæðismenn samt sem áður halda áfram starfi okkar í launþegasamtök- unum, starfi sem hófst sem náuðvörn gegn pólitískri misnotkun þessara þýðingar- miklu fjöldasamtaka, starfi sem verður máske enn um sinn vörn, en verður snúið í sókn. Það eiga þeir kommúnistar að vita, að sjálfstæðismenn í laun- þegasamtökum eru þar ekki með það í huga að beita þeim sem pólitísku verkfæri. Við getum vel unnið heilshug- ar að góðum málum sem vinstri stjórnir beita sér fyrir svo og aðrar ríkisstjórnir, en þar skilur í sundur með okkur og kommún- istum. í þeirra augum og hönd- um eru verkalýðsfélögin vopn þeirra til að ná völdum og tr.vggja sjálfum sér valdastóla. Að lokum vil ég benda ráð- herranum og glókollum hans á, að eftir þessa stríðsyfirlýsingu þeirra, mun hver einasta gerð og athöfn, bein og óbein, sem varðar áðurgreirid samtök sjó- manna og verslunarfólks, félög þeirra og alla starfsemi, verða skoðuð með tortryggni þeirra sem eiga von á hinu versta. Einn áf ráðherrum núverandi ríkisstjórnar og helsti gapuxi þeirra á þingi hefur boðað skipulagðar pólitískar árásir gegn stjórnum ákveðinna verka- lýðssamtaka. Ekki hefur stjórn Alþýðusambandsins né viðkom- andi landssambanda séð ástæðu til að mótmæla þessu gerræði. En það geri ég hér og nú. Og það skulu þessir dánu- menn vita að andsvörin verða þau að slíkt starf má vinna í fleiri samtökum en þeir hafa gert áætlun um og að sverði má beita jafnt til sóknar sem varnar. Höfundur Vetrarbarna heldur fyrirlestra í Norræna húsinu — og sýnir grafíkmyndir í anddyri hússins DANSKI rithöfundurinn og grafíklistamaðurinn Dea Trier Mörch mun í boði Norræna hússins halda þrjá fyrirlestra og sýna grafík- myndir og veggspjöld í and- dyri hússins. Þriðjudaginn 5. desember flytur Mörch fyrir- lestur kl. 20.30 er nefnist „Vinterbörn tilblivelse“ með litskyggnum. Fimmtudaginn 7. desember kl., 20.30 flytur hún fyrirlesturinn „Grafík í hverdagen“, einnig með lit- skyggnum, og laugardaginn 9. desember kl. 16 talar Mörch um „Kastanieallen , sfðustu bók sína. Dea Trier Mörch er fædd árið 1941. Frá 1969 hefur hún starfað í listamannahópnum „Röde mor“ sem vinnur að alþýðlegri og pólitískri list. Rithöfundarferil sinn hóf Mörch árið 1968 með ferðabók frá Rússlandi, „Sorgmunter socialisme". Árið 1976 kom út bókin „Vinterbörn" (bókin var í ár þýdd á íslensku) og var hún ein af metsölubókum ársins. Höfundurinn var út- nefndur „rithöfundur ársins" 1977. Skáldsagan „Kastanie- allen“ kom út fyrir nokkrum dögum í Kaupmannahöfn. Dea Trier Mörch hefur myndskreytt mörg rit og eru grafíkmyndir eftir hana m.a. á söfnum í Moskvu, Rostok og París. Hún hefur einnig haldið fjölda sýninga í Danmörku og víða í Evrópu. Á sýningunni í Norræna húsinu verða um 50 grafíkmyndir og nokkur plak- öt. Sýningin verður opnuð mánudaginn 4. desember. Dea Trier Mörch, höfundur Vetrarbarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.