Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 27 annesson setti fundinn en síðan tók Gunnar Thoroddsen við sson, Ragnar Arnalds, ólafur Ragnar Grímsson, Gunnar sson. Nefndin kemur aftur saman til fundar n.k. fimmtudag. Rannsaka dularfullt hvarf hjólbarðasendingar VARNARLIÐIÐ sneri sér til Rannsóknarlögreglu ríkisins s.l. föstudag með ósk um rannsókn á hvarfi heillar vöru- sendingar af hjólbörðum. Send- ingin fór frá Bandaríkjunum á tilteknum tíma en hefur ekki komið fram hér. Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri tjáði Mbl. í gær að rannsókn málsins væri rétt nýhafin og væri því ekkert hægt að skýra frá málinu á þessu stigi né hve umfangsmik- ið það væri. Lögreglumenn á vegum varnarliðsins vinna einnig að athugun þessa máls. Arsaflinn nálg- ast míUjón tonn LOÐNUAFLINN hér við land á þessu ári er nú orðinn um 975 þúsund tonn. Af þeim afla veidd- ust um 470 þúsund tonn á vetrarvertíðinni, aflinn á sumar- og haustvertfðinni er orðinn heldur meiri, eða rúmlega 470 þúsund tonn og loks veiddu byggjast un iríkjunum tra fiskflaka Þorsteinn Gfslason, forstjóri. Coldwater Scafood Corporation. Færeyingar 35 þúsund tonn hér við land siðastliðinn vetur. Er hér um metafla á loðnuveiðunum að ræða, en þess má geta að árið 1968 veiddust 78 þúsund tonn af loðnu á íslandsmiðum. Fiskifræðingar miða ekki við almanaksárið er þeir ræða um loðnuveiðarnar, heldur tímabilið frá 1. júlí til 30. júní á næsta ári. Þeir hafa lagt til að á þessu tímabili verði ekki veitt meira en ein milljón lesta af loðnu hér við land. Eins og áður sagði hafa íslendingar veitt liðlega 470 þús- und tonn frá því í júlí í sumar, en að auki veiddust um 150 þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen. Ekki er fullljóst hvort sú loðna var af Islandsmiðum eða ekki. Loðnu- veiðibann byrjar hjá flotanum 14. desember og var það ákveðið með verndun loðnunnar í huga. Að undanförnu hefur verið góð loðnuveiði þegar gefið hefur til veiðanna. Vegna þrengsla í bláð- inu hafa fréttir af loðnuveiðunum orðið að bíða, en frá því á miðvikudag þar til síðdegis í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla til loðnunefndar: Miðvikudagur: Arnarnes 200, Guðmundur 100, Sæbjörg 120. Fimmtudagur: Grindvíkingur 700, Gísli Árni 570. Föstudagur: Ársæll 250, Freyja 80, Skarðsvík 520, ísleifur 420, Hrafn 640, Gullberg 580, Náttfari 450, Keflvíkingur 450. Laugardagur: Hákon 800, Óskar Halldórsson 400, Jón Finnsson 590, Rauðsey 530, Árni Sigurður 380, Sigurður 1200, Víkingur 1200, Súlan 570, Stapavík 400, Sæberg 400, Breki 730, Gísli Árni 430, Huginn 300, Magnús 500, Albert 550, Bjarni Ólafsson 750. Sunnudagur: Kap II 660, Hilmir 400, Harpa 300, Börkur 1050. Mánudagur: Seley 380, Gísli Árni 470, Isleifur 350, Gígja 630. „Lít á mig sem sam- starfstákn efri deildar46 segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, nýkjörinn forseti efri deildar Alþingis „ÉG LIT á mig sem samstarfs- tákn efri deildar. svo sem vera ber,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson. í samtali við Morgunblaðið í gær. skömmu eftir að hann hafði verið kjörinn forseti efri deildar Alþingis. „Forsetinn er embættismaður deildarinnar," sagði Þorvaldur enn fremur, „og vinnur því störf sín í umboði hennar. Hann er þess vegna að rækja störf sín fyrir deildina í heild, en ekki fyrir einstaka stjórnmálaflokka, ríkisstjórnir eða stjórnarand- stöðu. Þetta hafa alltaf verið viðtekin sjónarmið, enda hlýtur það að liggja í hlutarins eðli. Þessi sjónarmið voru sérstak- lega undirstrikuð á Alþingi Islendinga á sínum tíma, með því að lögbjóða að forsetar Alþingis hefðu rétt til að greiða atkvæði á þingi sem aðrir þingmenn. — Þessi regla var ekki afnumin hér á landi fyrr en árið 1915. Sums staðar erlendis giida slíkar reglur enn þann dag í dag. ■ Þannig hefur til dæmis forseti neðri deildar breska þingsins ekki atkvæðisrétt sem þingmað- ur. Eins og ég sagði áður, þá var þessum reglum breytt hjá okkur árið 1915, en það þýðir ekki að minni áhersla sé lögð á það en áður, að forseti sé óháður öðrum en þinginu sjálfu í störfum sínum, og vinni störf sín sem forseti á óhlutdrægan hátt. Reynslan hefur líka verið sú hjá okkur á Alþingi, að forsetar hafa leitast við að láta þessi sjónarmið ráða í störfum sínum. Sá þingmaður er gegnir for- setastörfum hefur því tvenns konar hlutverki að sinna. Ann- ars vegar þegar hann situr í forsetastþli, og hins vegar þegar hann gegnir störfum sínum sem almennur þingmaður, hvar í flokki sem hann kann að vera,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur var að iokum að því spurður, hvort hann teldi að þetta mál yrði ef til vill upphaf þess að þingforsetar yrðu kosnir án tillits til þess hvar í flokki þeir standa í framtíðinni. „Ég vil ekkert um það full- yrða,“ sagði Þorvaldur, „en ég vil hins vegar taka það fram, að áður var ég fyrsti varaforseti deildarinnar, en nú er ég forseti. — Á þessu er ekki eðlismunur, en hins vegar stigsmunur. Hvort farið verður lengra í þessa átt skal ég ekki segja til um, það getur reynslan ein sagt til um,“ sagði Þorvaldur Garðar að lokum. Pólitískt séð breytir afsögn Braga engu segir Benedikt Gröndal, form. Alþýðuflokksins „Að minni hyggju er það aðeins eðlilegur félagsandi innan þingflokksins sem birtist í því að enginn annar þing- manna Alþýðuflokksins vildi taka við forsetastörfum í efri deild af Braga Sigurjónssyni,“ sagði Benedikt Gröndal í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það eru skiptar skoðanir innan þingflokks Alþýðuflokks- ins á þeim röksemdum er lágu að baki afsagnar Braga," sagði Benedikt enn fremur, „en póli- tískt séð breytir afsögn hans engu.“ Benedikt kvað erfitt að segja fyrir um það, hvort kosning stjórnarandstæðingsins Þor- valds Garðars Kristjánssonar í embætti forseta efri deildar, kæmi til með að breyta ein- hverju um slíkar kosningar í framtíðinni. Til dæmis í þá átt að forsetar þingsins yrðu fram- vegis kosnir án tillits til þess hvar í flokki þeir standa. „Fram til ársins 1971 var það siður, að stjórnarflokkarnir höfðu alla forseta þingsins," sagði Benedikt. „Það var svo fyrst árið 1971 sem stjórnarand- stæðingar fengu kosna varafor- setá. Einu sinni hefur það svo gerst að stjórnarandstæðingi hefur verið boðin forsetastaða á þingi, en það var þegar Björn Jónsson var ráðherra í síðustu vinstri stjórn, og einum þing- manna Alþýðuflokksins, Eggert G. Þorsteinssyni, var boðin forsetastaða Björns. Eggert hafnaði hins vegar því boði. Það er erfitt að segja til um hver þróunin verður í þessum málum, en mér virðist þetta stefna óðum í eðlijegri átt,“ sagði Benedikt að lokum. Þorvaldur Garðar nýtur trausts þingmanna allra flokka segir Bragi Sigurjónsson. ,.Ég er ekkert óánægður með það að það skyldi ekki vera Alþýðuflokksmaður sem kjörinn var forseti efri deildar Alþingis í minn stað,“ sagði Bragi Sigur- jónsson, í samtali við Morgun- blaðið í gær. eftir að kjörinn hafði verið nýr forseti deildarinn- ar. „Þorvaldur Garðar nýtur trausts þingmanna allra flokka í starf forseta," sagði Bragi enn fremur, „þannig að ekkert er við það að athuga.“ Bragi sagði, að ekki væri unnt að líta á Þorvald Garðar sem samstarfstákn ríkisstjórnarinnar, þar sem hann hefði ekki verið kjörinn forseti samkvæmt því samkomulagi er stjórnarfrokkarn- ir gerðu sín á milli um kjör forseta þingsins í haust. Þar hefði verið akveðið að einn þingmaður úr hverjum flokki skyldi kjörinn þingforseti, Alþýðuflokksmaður skyldi verða forseti efri deildar, Framsóknarmaður neðri deildar, og Alþýðubandalagsmaður skyldi verða forseti sameinaðs þings. í því samkomulagi hefði falist að forsetarnir yrðu nokkurs konar tákn um samstarf þessara þriggja flokka, og aðild þeirra að rikis- stjórninni. Bragi kvaðst ekki vita hvort þetta kynni að verða til þess að breyta einhverju um forsetakjör í framtíðinni, „en það hefur alltaf verið reglan að stjórnarflokkarnir hafi aðalforsetana," sagði Bragi að lokum. Vildi ekki vera að slíta mér út segir Bragi Sigurjónsson. „Ég vildi ekki að vera að slíta mér út á því að rétta upp höndina gegn frumvarpinu.“ sagði Bragi Sigurjónsson. er Morgunblaðið spurði hann hvers vegna hann var fjarver- andi er frumvarp ríkisstjórnar- innar um viðnám gegn verð- bólgu var afgreitt. Sagði Bragi að það hefði þegar legið fyrir, að frumvarpið yrði samþykkt, og að hann yrði einn þingmanna stuðnings- flokka ríkisstjórnarinnar til að greiða atkvæði gegn því. Það hefði því ekki haft neina þýð- ingu til eða frá, að hann rétti upp höndina, og væri hann ekki að rétta hana upp ef fyrirsjáan- legt væri að að því væri ekkert gagn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.