Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 23 Stórbióðir leika hér landsleiki næsta sumar ÁRIÐ 1979 haía verið ákveðnir 7 landsleikir í knattspyrnu og er ljóst að 5 þcirra íara íram hér á landi. Auk þessara leikja, sem taldir verða upp síðar, er mtigulegt að Skotar komi hingað með a-landslið sitt til keppni á sumrinu og einnig er mtigulegt að settur vérði inn í „prógrammið“ leikur gegn Færeyingum. Þá er stefnt að keppnisferðum til Bandaríkj- anna og Bermúda á næsta ári. Eftirtaldir landsleikir hafa verið ákveðnir: Sviss — ísland 22 maí ísland — V-Þýzkaland 26. maí ísland — Sviss 9. júní ísland — Finnland 1. ágúst ísland — Holland 5. september ísland — A-Þýzkaland 12. september Pólland — ísland 10. október • Hanai MUIIer, einn elniiegasti leikmaður Veatur-Þýskalands, leíkur með Stuttgart. Hann verð- ur vafalítiö meöal vestur-Þýsku leikmannanna, sem mæta ís- lenska landsliöinu næstkomandi vor. Laun útlendu þjálf- aranna 33—36 millj „ÍSLENSK knattspyrnuforysta hefur á árinu 1978 gert samninga um beinar greiðslur til erlendra þjálfara upp á 33 til 36 milljónir íslenzkra króna, sem greiddar eru viðkomandi þjálfurum í erlendum gjaldeyri, en samt sem áður er sennilegt að gjaldkerar félaganna verði að láta enn meiri peninga úti, þar sem bílakostnaður, húsnæði, sími o.fl. er ekki reiknað með í þessu dæmi.“ 3. deild, en þessi lið hafi jafnframt verið talin fallkandidatar í deild- unum. Liverpool tapaði 3-1 ANDERLECHT Belgíu sigraði Liverpool 3—1 í fyrri leik liðanna sem fram fór í Belgíu í gærkvöldi í hinni svokölluðu „super- cup“-keppni þar sem sigurvegarar í Evrópukeppni meistaraliða og bikarkeppni Evrópu leiða saman hesta sína. Mörk Anderlecht skor- uðu þeir Vercauteren á 17. mín., Van der Elst á 40. mín., og Rensenbrink á 88. mín. Mark Liverpool gerði Jimmy Case á 27. mín. Síðari leikur liðanna fer fram í Liverpool 19. des. Fer Hreinn til Texas með Óskari Óskar Jakobsson frjálsíþrótta- maðurinn góðkunni er nýkominn heim frá Bandarikjunum en þar var hann að kynna sér aðstæður hjá þeim háskólum sem htifðu boðið honum skólavist. Óskar hefur nú gert það cndanlega upp við sig að nema og keppa við háskólann f Austin í Texas og mun hann halda út 10. janúar næstkomandi. Óskar sagði í viðtali við Mbl. í ga*r að allur kostnaður við dvöl hans ytra væri greiddur af skólanum. Með Öskari kom til landsins frjáls- íþróttaþjálfari skólans, James Blackwood að nafni. Kemur hann gagngert hingað til lands til þess að eiga viðræður við íslenska frjálsíþróttamenn um dvöl við skóla hans. Mun hann ræða sérstaklcga við Hrcin Ilalldórs- son, en hann er mjög spenntur að fá Hrein til að keppa fyrir skóla sinn. Munu mál þessi skýrast nú á næstu dtigum. ÞR. Þannig segir Eggert Jóhannes- son formaður Knattspyrnuþjálf- arafélags íslands í nýjasta hefti af efnismiklu fréttablaði sambands- ins. Segir Eggert í greininni að sagt sé að samningur eins félags sé það hár að hann hrykki fyrir launagreiöslum 6—7 íslenzkra þjálfara. Á KSÍ-þinginu benti Eggert á, að á síðasta keppnis- tímabili voru þrír þessara manna reknir, þ.e. þjálfari Völsungs á Húsavík, Þórs á Akureyri og Fabera, þjálfari Breiðabliks, sem Botnliðin bítast EINN LEIKUR fer fram í 1. deild íslandsmótsins í handbolta í kvöld. Er það viðureign Hauka og ÍR fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni klukkan 21.00. Klukkan 20.00 hefst hins vegar leikur ÍR og Grindavíkur í 2. deild kvenna. Leikur ÍR og Hauka er merkilegur fyrir þær sakir helstar, að þarna eru á ferðinni botnliðin í deildinni, hafa bæði hlotiö aðeins 2 stig úr leikjum sínum til þessa. Bæði virðast liðin líkleg til að geta gert betur, einkum Haukaliðið. hélt af landi brott fyrir nokkru, en hafði upphaflega gert tveggja ára samning við Blikana. Þá stakk Haydock, þjálfari Víkings, af á miðju kejipnistímabili og Skinner, þjálfari IBV, bjó ekki lið sitt undir aðra umferð UEFA-keppninnar í haust. Eggert segir i grein sinni, að að fenginni reynslu sé það ljóst, að lið kaupi sér ekki neina tryggingu með ráðningu einhvers fyrrver- andi erlends atvinnumanns í knattspyrnu, sem sé reynslulaus sem þjálfari. Um íslenzka þjálfara sagði Eggert það, að á síðasta sumri hefði frammistaða þeirra verið mjög góð. Þeir hefðu komið nýjum liðum í sviðsljósið í 1., 2. og Mikið um félagaskipti MIKIÐ var rætt um félagaskipti leikmanna og þjálfararáðningar á KSÍ-þinginu um helgina. Meðal annars mun Gunnar Andrésson hafa ákveðið að fara úr Ármanni yfir í Fylki. Bjarni Sigurðsson varamarkvörður IBK hefur ákveðið að hætta með Keflavíkurliðinu og er helzt talið að hann leiki með Isfirðingum á næsta keppnistímabili. Þá íhugar Ólafur Danivalsson félagaskipti úr FH og sást á æfingu hjá Víkingi í síðustu viku. Ýmsar blikur eru á lofti hjá ísfirðingum og er talið líklegt aö Jón Oddsson fari úr ÍBÍ yfir í KR. Sömuleiðis er líklegt að Ómar Torfason hætti með Isafjarðarlið- inu og leiki með Víkingi á komandi keppnistímabili. KR gegn IS EINN leikur fer fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld en Þá mætast í Kennaraháskólanum lið KR og ÍS klukkan 20.00. KR tapaðí sínum síöasta leik gegn Njarðvíkingum í Njarövík og verða Þeir Því skilyrðislaust aö vinna stúdenta ef Þeir eiga ekki að dragast of langt aftur úr í toppbar- áttunni. Þeir eru líka sigurstrang- legra líðið, pví ÍS hefur ekki nógu sannfærandi liði á aö skipa. „Erum i frumskógarleik" — Ég er mjög ánægð- ur með ferð landsliðsins til Frakklands svo og árangur liðsins, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari í viðtali við Mbl. í gær. Hver er styrklciki íslands í handknattleik í dag? — Við eigum heima í B- grúbbu hvað styrkleika snertir, ef við ætlum að ná lengra verðum við að breyta um vinnu- aðferðir í sambandi við þjálfun o.fl. — Við erum í frumskógar- leik hér heima. Fyrst á að ná árangri, svo á að fara að gera eitthvað fyrir íþróttina. Svoleið- is gerast bara hlutirnir ekki. Það þarf þriggja til fjögurra ára skipulagt starf. Við þurfum að æfa allt árið um kring og liðka verulega til fyrir mönnum, sem eru í landsliðinu sambandi við vinnu og æfingar. Ertu bjartsýnn á góðan árangur landsliðsins í fram- haldi af þessari keppni úti? — Já, það er ég. Þetta verður betra með meiri samæfingu. Aðalundirbúningurinn verður Baltic Cup í Danmörku í byrjun janúar. En þeir sex landsleikir sem leiknir verða fram að þeim tíma verða líka góður undirbún- ingur. Fyrst eru það Danir 16,—17. des., síðan Bandaríkja- menn milli jóla og nýárs. og Pólverjar 6.-7. janúar. Hvernig koma þeir Ólafur og Axel frá leikjunum og verða þcir með liðinu áfram? — Ólafur og Axel komu mjög • vel frá þessu, hafa líklega aldrei verið betri en núna. Samvinna þeirra var oft á tíðum stórglæsi- leg og þeir eru ómissandi fyrir liðið. — Þeir verða báðir með í þeim undirbúningi sem fram- undan er. Þá geri ég mér vonir um að Geir Hallsteinsson komi inn í hópinn, það styrkir hann mikið. Ifvernig var leikur ykkar á móti Frakklandi — A? — Við vorum frekar óheppnir í þeim leik. Við fengum dómar- ana upp á móti okkur, og urðum fyrir því að missa fjóra menn útaf í leiknum. Um tíma lékum við aðeins fjórir á vellinum og það var eins og allt legðist á eitt um að við ættum að tapa leiknum. Vítaköst brugðust, góð tækifæri fóru forgörðum o.fl. Þá náðu Frakkar sínum besta leik í keppninni, og voru í miklu stuði. Ég notaði Víkingana mest allan leikinn og skoruðu þeir flest mörkin. Páll 6, Viggó 3, Sigurð- ur 2, Árni 2, Ólafur 1, Þopbjörn 1. — Á móti Kínverjum gekk okkur hins vegar betur og þrátt fyrir að staðan væri jöfn í fyrri hálfleik, 12—12, náðum við okkur vel á strik í þeim síðari og — segir landsliðs- þjálfarlnn sigruðum í honum með 11 marka mun. Endaði leikurinn með stórsigri okkar, 35—24. — Kínverjar leika léttan og frískan handknattleik, en svo er að sjá að þeir séu enn að læra og leika meira fyrir ánægjuna eina saman. Mörk okkar í þessum leifc skoruðu þeir Þorbjörn Guðmundsson 9 (5v), Árni Indr- iðason 6, Viggó 4, Ölafur J. 4, Hörður H. 3, Steindór 2, Páll 4, Hannes 1, Bjarni 1, Stefán 1. Nú hefur landsliðið átt von á myndsegulbandi. Er það komið f notkun? — Nei, því miður ekki. Það hefði ekki verið ónýtt að hafa það með í þessari ferð og geta tekið upp leikina. Ég er orðinn svolítið langeygður eftir því og mun ýta á að það fari nú loks að koma. Frakkar voru t.d. með þrjú myndsegulbönd í keppn- inni, sagði Jóhann. ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.