Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 47
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 25 SVO virðist sem svartasta skammdegið leggist heldur illa í íslenska körfuboitamenn, að minnsta kosti liðsmenn Vals og ÍR sem áttust við í Hagaskólanum á laugardaginn. Var Ieikur þessi allan tímann heldur leiðinlegur á að horfa, ef frá eru taldar lokamfnúturnar, sem voru æsispennandi. Valsmönnunum tókst þá að kýnja fram sigur, 82—75, en í hálfleik var staðan 39—34, þeim í vil. • Maria Guðnadóttir KR og Guðný Eiríksdóttir ÍS áttu báðar mjög góðan leik, er KR sigraði ÍS á laugardaginn. (Ljósm. ÁG) í fyrri hálfleik var fátt sem gladdi þá fjölmörgu áhorfendur, sem fylgdust með viðureign liðanna. Leikmenn gerðu sig seka um aragrúa mistaka, hittni var afleit, mikið um pústra og hrindingar og svo mætti lengi telja. Valsmenn voru þó öllu ötulli við stigaskorunina, náðu fljótlega nokkurra stiga forskoti, og héldu því til loka hálfleiksins. IR-ingar söxuðu nokkuð á forystu Valsmanna í upphafi síðari hálfleiks, náðu þó aldrei yfirhöndinni og eftir mjög spennandi lokamínútur stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegarar. Óvænt úrslit, er KR sigraði ÍS KR-STÚLKUR komu verulega á óvart, er þær sígruðu íslandsmeist- ara ÍS í mfl. kvenna í íslandsmótinu í körfuknattleík á iaugardaginn með 53 stigum gegn 43. Einkum komu þessi úrslit á óvart vegna Þess að í KR-liöið vantaði aöalskorara liðsins, Emelíu Sigurðardóttur, sem er meidd, og bjuggust flestir við að leikurinn yrði auðunninn fyrir ÍS og Þá ekki síst ÍS-stúlkurnar sjálfar. En Það kann aldrei góðri lukku að stýra að vanmeta andstæðingin og Þaö fékk ÍS að sjá á laugardaginn. KR-stúlkurnar mættu tíveldar til leiks og fyrr en varði höfðu þær náð yfirburðastöðu 12:2, og síðar 20:7 og á þessum kafla var varnarleikur KR mjög sterkur og komust ÍS-stúlkurn- ar lítið áleiðis. Furðulegar inná- Skiptingar hjá KR gerðu það að verkum að ÍS nær að minnka muninn niður í 4 stig, 16:20, en KR eykur forystuna aftur fyrir leikhlé en þá er staðan 32:20. Á fyrri hluta síðari hálfleiks gekk hvorki né rak hjá KR og liðið skoraði ekki körfu í heilar 8 mínútur á meðan ÍS skoraði hverja körfuna á fætur annarri og minnkaði muninn niður í 1 stig, 36:37. KR-stúlkurnar reyndust hins vegar sterkari á endasprettinum og sigruðu örugglega með 10 stiga mun, 53:43. KR-liðið lék mjög vel að þessu sinni, sérstaklega í vörn, þar sem liðið barðist sem ein heild. María Guðnadóttir var best að þessu sinni, en einnig voru Linda Jónsdóttir og Kristjana Hrafnkelsdóttir góðar. Þá átti Salína Helgadóttir ágætan leik. Hjá ÍS munar það mjög miklu að Kolbrún Leifsdóttir er hætt að leika með liðinu. Að þessu sinni átti ÍS ekkert svar við sterkri vörn KR, en bestar voru Þórunn Gústafsson og Kristján Elíasson StÍKÍn fyrir KKi María 19. Linda 14. Kristjana 8. Salína fi. fljönr 4 ou Arndfs 2. StÍKÍn fyrir ÍSt Guðný 20, Wirunn 15, Anna Aradóttir 4 og hórdís ok Hanna 2 hvor. ÁG IWovjjuuliIrtí»ií> íDrðttir Þróttur ógnaði aldrei KR-ingum ÞRÓTTARAR eru aö heltast úr lestinni í keppninni um toppsætin í 2. deild, enda verður að teljast vafasamt að liöiö hafi mannskap til að standa í þeim stórræðum. í sókninni byggist allt of mikið á Konráði Jónssyni og ef hann fær á sig púka, raskar Það öllu spili Þróttara og Það verður stirt og tilviljunarkennt. Það segir meira en mörg orö um hvers lags leikmaður Konráð er að gegn KR var hann í strangri gæzlu nánast allan tímann. Auk Þess lék hann einn lakasta leik sinn í langan tíma. Samt skoraöi hann 10 mörk! Annaö sem að er hjá Þrótti og kemur Konráð til muna minna við, er varnarleikur liðsins. Markvarslan var Þokkaleg gegn KR, en lengst af gengu, hoppuðu, flugu og hlupu KR-ingar í gegnum vörn- ina eins og peir væru 2—3 gegn hverjum einum Þróttara. KR vann leikinn örugglega, 28—22, eftir að hafa haft yfir, 14—11, í hálfleik. Þróttur náði forystunni, 1—0 og 2—1, Konráð skoraði bæði. Þótti KR-ingum þá sýnt, að hann ætlaöi að skora í hverri sókn og var hann því snarlega settur í sérstaka gæzlu. Með það sama náði KR forystu, sem varð allt að 4 mörk nokkrum sinnum í hálfleiknum. í síðari hálfleik dró enn í sundur með liöunum og komst munurinn allt upp í 8 mörk, 23—15, upp úr miðjum hálfleiknum. Leystist leikurinn þá upp í algera leikleysu, enda enginn vafi hver úrslitin yrðu, lokatölurnar urðu síðan 28—22 eins og áður hefur komið fram. Hjá KR voru einna skástir þeir Björn og Haukur, en Ingi Steinn átti mjög góðan fyrri hálfleik. Hjá Þrótti bar hæst snilldarleik Einars Sveins- sonar. Mörk KR. fljörn 8 (3 vfti), Simun ok InKÍ Stoinn 4 hvor. Haukur ok SÍKurftur Páll 3 hvor. Kristinn ok Ólafur 2 hvor og Jóhannos eitt. Mörk Þróttar. Konráð 10 (2 víti). Einar 4. SveinlauKur. 3, Halldór 2. Oddur. Lárus ok Jóhann eitt hver. — gg Handknattlelkur Sigur í þessum leik gefur Valsmönnum efsta sætið í úrvals- deildinni, ásamt KR. Leikur þeirra má þó mikið batna, ætli þeir að dvelja þar langdvölum. Vantaði allan ferskleika í leik liðsins á laugardaginn; kann þar að hafa valdið nokkru, að Þórir Magnússon var langt frá sínu besta og man ég varla eftir því, að hafa séð hann svo daufan. Tim Dwyer var bestur Valsmanna að þessu sinni, skoraði drjúgt og var að vanda harður i fráköstu m. Kristján Ágústsson og Rikharður Hrafnkelsson áttu báðir ágætan leik, en sá síðar- nefndi hefur verið óvenju daufur það sem af er þessu keppnistíma- bili. Mætti Ríkharður þó gjarnan láta af eilífum ópum sínum í hvert skipti sem við honum er stjakað. Ekki má gleyma Hafsteini Haf- steinssyni, sem skoraði dýrmæt stig á lokamínútunum. ÍR-liðið var vart þekkjanlegt frá fyrri leikjum sínum, Fór því fjarri að sá baráttuvilji væri fyrir hendi sem færði þeim sigur ýfir Njarðvíkingum fyrir skömmu. En ekki þurfa IR-ingar þó að örævnta. Liðið getur á góðum degi og lagt að velli hvaða lið úrvalsdeildar sem er. Paul Stewart lék vel að venju, en einnig átti Kristinn Jörundsson ágætan leik. _ StÍKÍn fyrir Val, Tim Dwyer 27, Kristján ÁKÚstsson 20, Rikharður Hrafnkelsson 16, Torfi MaKnússon 8. Hafsteinn Hafsteinsson 7 ok Þórir MaKnússon 4. Stijpn fyrir ÍR, Paul Stewart 31, Kolbeinn Kristinsson 14, Kristinn Jörundsson 12, Jón Jörundsson 8, Stefán Kristjánsson 7, Erlendur Markússon 2 ok SÍKurberKur Bjarnason 1. Dómarar voru Kristbjörn Albertsson ok Jón Otti Ólafsson ok dæmdu þeir erfiðan leik áKætleKa. - GI. • Einari Bollasyni KR varð ekki ágengt með sínum frægu sveifluskotum gegn Njarðvíkingum um helgina. Hér reynir hann eitt þeirra. en Geir Þorsteinsson sér um að það rati ekki rétta leið. Ljósm. GIG. Körfuknaltlelkur Stórsigur Ármanns ÞRÍR leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta um helgina en vegna þrengsla verður umsögn um þá að bíða blaðsiris á morgun. Urslit leikjanna urðu þessi: Grindavík — ÍV 94—69 ÍBK — Snæfell 80—70 Ármann — Snæfell 124—64 KR-ingar lagðir í Ijónagryf junni I Staöan og stigahæstir skor í leik munur f 1. l u t stagatala stigað meðalt. að meðalt. Valur 7 5 2 604.604 10 86,3.86,3 0 UMFN 853 775.753 10 96,9,94.1 2,8 KR 6 4 2 547.483 8 91,2.80,5 10,7 ÍR 7 4 3 629.598 8 89,9.85,4 4,4 ÍS 5 14 429.446 2 85,8.89,2 -3,4 Þór 7 16 553.653 2 79,0.93,3 -14,3 skor að mcðalt. Stigahæstu menn. stig leikir í leik Ted Bee UMFN 198 8 24,8 John Hudson KR 182 6 30,3 Paul Stewart ÍR 176 6 29,3 Mark Christensen Þór 172 7 24,6 Þórir Magnússon Val 147 7 21,0 Dirk Dunbar ÍS 135 4 33,8 Tim Dwycr Val 135 6 22,5 Jón Indriðason Þór 132 7 18,9 Kristján Ágústss. Val 131 7 18,7 Kristinn Jörundss. ÍR 127 7 18,1 borst. Bjarnas. UMFN 125 8 15,6 Jón Sigurðsson KR 120 6 20.0 Kolbeinn Kristinss. ÍR 119 7 17,0 Jón Jörundsson ÍR 112 7 16,0 NJARÐVÍKINGAR náðu loksins að sýna hvað í þeim býr, er þeir lögðu KR-inga að velli í úrvalsdeildinni f körfuknattleik á laugardaginn. Eftir að hafa haft örugga forystu meginhluta leiksins voru heimamenn farnir að óttast að KR-ingum tækist að stela sigrinum á elleftu stundu. Þegar 30 sekúndur voru til leiksloka var staðan 94—90 UMFN í vil. Árni Guðmundsson minnkaði síðan muninn í 2 stig og náði næstum að stela holtanum skömmu seinna af Njarðvíkingum. en það tókst þó ekki og Jónas Jóhannesson tryggði sigur heimaliðsins við geysilegan fögnuð áhorfenda, sem virtust glorsoltnir í sigur yfir erkiféndunum úr Reykjavík. Þessi 96 — 92 sigur Njarðvíkinga var sanngjarn að öllu leyti og hleypir þetta geysilegri spennu í körfuknattleikinn. Byrjun leiksins lofaði þó ekki góðu fyrir Njarðvíkinga því að KR-ingar skoruðu 3 fyrstu körfur leiksins og komust í 6—0. Hins vegar fékk þetta lítið á ákveðna Njarðvíkinga og eftir að hafa jafnað leikinn komust þeir í 26—21. Á þessum fyrstu 10 mínút- um leiksins var nokkuð um mis- heppnaðar sendingar hjá báðum liðum, en það, sem skipti mestu máli fyrir KR-inga, var, að burðarásar liðsins voru nánast sem skugginn af sjálfum sér og má e.t.v. um kenna þreytu vegna erfiðrar keppnisfarar um síðustu helgi. En hvað um það, Njarðvík- ingar voru ekki í neinu skapi til að hlífa þreyttum KR-ingum og keyrðu upp hraðann. Staðan í hálfleik var síðan 52—44 eftir að KR-ingar höfðu gersamlega misst leikinn úr höndum sér síðustu tvær mínúturnar, en Njarðvíking- ar refsað þeim grimmilega fyrir mistökin. KR vann FH • Símon Unndórsson hofur sig ti! flugs fyrir framan vörn Þróttar. Á móti honum stekkur Konróö Jónsson. Maöurinn á línunni meó gleraugun er Einar Sveinsson, en hann sló í gegn í leiknum. Ljósm. Mbl. Kristjón. Eftir Þá leiki sem maður hefur séö til FH-stúlknanna, var maöur mikið undrandi hversu auöveldlega KR-ingarnir unnu leikinn. Þetta var fyrsta tap FH í mótinu til Þessa og kom tvennt til, bæói léku FH-ingar mun verr heldur en Þær geta best. Þaó má hins vegar ekki skyggja á Þá staðreynd, að KR lék framúr- skarandi vel meóan verió var að byggja upp forskotiö. Þær villtust töluvert af leið um tíma seint í síðari háifleik og saxaði Þá FH á forskot sem orðið var 6 mörk, 12—6, Þegar mest, var. Lokatölur 14—11, hálf- leikur 7—4. KR hafði ávallt örugga forystu í fyrri hálfleik, komst t.d. í 4—1. Það voru aoeins 5 mínútur til leikhlés, þegar FH skoraði annaö mark sitt í leiknum. Fyrri hluti s.h. var þó besti kafli KR, en það skoruöu þær um tíma hvert markiö af öðru að því er virtist fyrirhafnarlítið. KR komst í 12—6. KR-ingar hægöu þá ferðina til svo mikilla muna, að tvívegis var dæmd leiktöf og FH skoraöi 4 mörk í röð og hleypti spennu í leikinn í fyrsta skipti. Hansína og Anna Garðarsdóttir áttu bestan leik hjá KR. FH átti afleitan dag og verðskuldar engin sérstök ummæli. Mörk KR. Hansfna 7 (4 víti), Anna G. 3, Erna. Hjnrdis, Anna Lind ok Ellí eitt hver. Mörk FH. Svanhvít 3. SÍKrún 3. Hildur ok Katrfn 2 hvor. __ — gg. Einkunnagjöfin UMFN. Brynjar SÍKmundsson 1. Gunnar Þorvarftarson 2. Guðsteinn InKÍmarsson 3. Guftjón Þorsteinsson 1. Geir Þorsteinsson 3, Jónas Jóhannesson 2. Þorsteinn Bjarnason 3. KR. Árni Guftmundsson 3. BirKÍr Guðbjörnsson 1. Einar Bollason 1, Eirfkur Jóhannesson 1. Garftar Jóhannsson 2. Gunnar Jóakimsson 2. Jón SÍKurftsson 2. Kristinn Stefánsson 1. Valur. Hafsteinn Hafsteinsson 2. Kristján ÁKÚstsson 3, Lárus Ifólm I. Ríkharftur Hrafnkelsson 2, Sixurftur Hjörleifsson 1. Torfi Maxnússon 2, Þórir MaKnússon 1. ÍR. Erlendur Markússon 1. Jón Jörundsson 1. Kolbeinn Kristinsson 2, Kristinn Jörundsson 3. Kristján SÍKurftsson I. SÍKurberxur Bjarnason 1, Stefán Kristjánsson 2. í upphafi seinni hálfleiks héldu Njarðvíkingar áfram á sömu braut og voru brátt komnir í 14 stiga forystu, 69—55. Þá misstu KR-ing- ar hinn ágæta leikmann Garðar Jóhannsson út af með 5 villur eftir að hann hafði fengið heimskulegt tæknivíti og ætti það að kenna honum að mótmæli við dómara eru andstæðingunum alltaf í hag. Eftir að Garðar var farinn útaf voru ekki nema tveir KR-ingar sem léku af einhverju viti, en það voru þeir John Hudson og Árni Guðmundsson, sem þó lék ekki mikið með fyrr en í lok leiksins. Hins vegar munaði Njarðvíkingum ekki mjög mikið um að missa sinn ágæta leikmann Ted Bee útaf með 5 villur, þar sem allir leikmenn liðsins áttu mjög góðan dag og tókst, þrátt fyrir góðan lokasprett KR-inga, að leiða sigurinn í höfn. Leikur Njarðvíkinga að þessu sinni var í samræmi við það sem af liðinu var búist í haust og ætti þetta e.t.v. að geta orðið neistinn að bjartari framtíð fyrir þá. Bestir gegn KR voru án efa þeir Ted Bee og Geir Þorsteinsson. Ted átti næstum mistakalausan leik, en Geir skoraði mikilvægar körfur og barðist eins og ljón út allan leikinn. Þá voru einnig góðir þeir Guðsteinn Ingimarsson og Þor- steinn Bjarnason og Gunnar Þor- varðarson þótt oft hafi meira á honum borið. Það er fljótt upp taliö hverjir hafi verið bestir KR-inga, en John Hudson var yfirburðamaður á vellinum og Árni Guðmundsson átti sinn besta leik í vetur, en lék þó ekki nema rétt rúmar 15 mínútur af leiknum. Er þetta atriði athugunarvert fyrir KR- inga. KR-ingar, sem leika í kvöld gegn IS, verða því að gæta að sér ef ekki á illa að fara. StÍK NjarðvíkinKa skurudui Ted Bee 28, Þorsteinn Bjarnason 19, Geir Þorsteinsson 18, Gúösteinn InKÍmarsson 12, Jónas Jóhannesson 11 ok Gunnar ÞorvarÓarson 8 stÍK. StÍK KR. John Hudson 41, Árni GuÓmundsson 15, Jón SÍKurÖsson 14, GarÖar Jóhannesson 7 stÍK. Einar Bollason ok Gunnar Jóakimsson 4 stÍK hvor, Eiríkur Jóhannesson 3 stÍK ok þeir Kristinn Stefánsson ok BirKÍr Guðbjörnsson 2 stÍK hvor. Dómarar voru þeir Erlendur Eysteinsson ok Guöbrandur SÍKurÖsson. GerÖu þeir sín mistök, en dæmdu alls ekki illa. gíg. Valur á toppinn Framkvæmdastjórn KSÍ öll endurkjörin á ársþinginu: Veltan yfir 50 milljónir kr. — halli í fyrsta sinn í 8 ár í FYRSTA skipti í átta ár varð halli á rekstri Knattspyrnusambands íslands á síðasta ári. Hefur pað ekki áður gerzt í gjaldkeratíð Friðjóns Friðjónssonar hjá KSÍ, en ástæða bess aö halli varð á starfsemi sambandsins er fyrst og fremst sú, að bætt var við leik ytra gegn landsliði Noregs 21 árs og yngri. Kostnaður vegna beirrar ferðar nam tæpum 1.600 púsundum króna, en Norömenn eiga eftir að koma hingað og endurgjalda leikinn íslendingum að kostnaðarlausu. Hallinn á starfsemi KSÍ í ár nam 1.585 þúsundum, en niðurstööutölur rekstrarreiknings voru 31.5 milljónir króna. Velta KSÍ varð þó talsvert meiri ef allt er talið með eða rúmlega 50 milljónir króna. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár eru tæplega 43 milljónir króna og þar er reiknað með 25 milljónum króna í tekjur af landsleikjum. Helzti gjalda- liður á næsta ári er kostnaður vegna landsleikja og landsliðanna, samtals 26,5 milljónir og 6.7 milljónir króna í laun. Framkvæmdastjórn KSÍ var öll endurkjörin meö lófaklappi á þinginu og skipa hana eftirtaldir: Ellert B. Schram formaður, Jens Sumarliða- son, Árni Þ. Þorgrímsson, Helgi Daníelsson (gegn þeim komu ekki mótframboö á þinginu en þeir áttu aö ganga úr stjórn en gáfu kost á sér til endurkjörs), Friöjón. B. Friðjónsson, Hilmar Svavarsson og Gylfi Þórðar- son. í varastjórn voru kosnir Bergþór Jónsson, Karl Guðmundsson og Jón Ólafur Jónsson. Jón kom inn í varastjórnina í staö Gísla Más Ólafssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Einnig var Helgi Þorvaldsson í kjöri til varastjórnar. f landsfjóröungastjórn voru kosnir Gunnar Sigurðsson, Akranesi, Rafn Hjaltalín, Akureyri, Aðalbjörn Björns- son, Voþnafirði, og Jóhann Ólafsson, Vestmannaeyjum. Til afgreiöslu KSÍ-þingsins kom tillaga frá milliþinganefnd um stofnun úrvalsdeildar átta liða, 8 lið lékju í 1. og 2. deild, en önnur lið í þriðju deild. Samþykkt var að vísa þessari tillögu til stjórnar KSÍ þar sem þingfulltrúar hefðu aöeins haft skamman tíma til að fjalla um þetta veigamikla mál. Skal stjórn KSf skila greinargerð til félaganna fyrir 1. febrúar á næsta ári. Samþykktar voru nokkrar breyt- ingar varðandi féiagaskipti leik- manna og voru þær einkum gerðar til • SAMKVÆMT venju voru á KSÍ-þinginu afhent verðlaun þeim félögum í 1. og 2. deild, sem fæst refsi- stig hlutu á síðasta fslands- móti. í 1. deild var lið Fram prúðmannlegasta liðið og fékk Dragostytt- una í deildinni, en fyrir keppnistímabilið 1977 fengu FH-ingar þessa skemmtilegu styttu. í 2. deild áttu Þróttur frá Neskaupstað prúðasta liðið annað árið í röð og höfðu menn á orði að Þróttarar fengju styttuna til eignar ef þeir ættu „prúðu leikara" Jörundur formaöur Knattspyrnudómarasamband ís- lands hélt fyrir nokkru aöalfund sinn og var Jörundur Þorsteinsson kosinn formaöur KDSÍ. Hann tekur viö af Róbert Jónssyni. að fá ákveðnari línur varðandi skipti leikmanna til erlendra félaga. Nú eru komin ákvæði í reglur KSÍ um að stjórn KSÍ sé óheimilt að samþykkja og leikmanni að semja um félaga- skipti á tímabilinu frá byrjun apríl til loka september. í samningi leik- manns séu ákvæöi um að hann megi leika með tandsliði íslands í Evrópu- og Heimsmeistarakeppni og sömu- leiðis um að hann geti kvaðalaust gerzt áhugamaöur á íslandi eftir aö samningur hans er útrunninn. Leik- maður, sem leikið hefur með erlendu liði, getur byrjaö aö leika meö íslenzku iiöi mánuöi eftir að félaga- skiptin hafa verið staöfest af stjórn KSÍ. Erlendur leikmaður getur leikið með íslenzku liði hafi hann verið búsettur hér á landi í 6 mánuði, hafi hann fengið leyfi framkvæmdastjórn- ar ÍSÍ. Tillaga um breyttar reglur um tekjur af leikjum fengust ekki sam- þykktar á þinginu. Fólu tillögurnar í sér, aö í staö þess aö leikaðilar skipti tekjum jafnt á milli sín skuli heimaiiö fá allar tekjur og bera allan kostnað. Sömuleiöis var tillaga fyrir þinginu um að deildirnar ákvæöu hver fyrir sig tekjuskiptinguna. Síöastnefndu tillögunni var vísað til milliþinga- nefndar. Hins vegar var samþykkt á þinginu aö KSÍ geti ákveðið við 850 leikir á vegum KSÍ KNATTSPVRNUKAPPLEIKIR á veg- um KSÍ voru um 850 á síðasta starfsári, en 257 lið tóku þátt í mótum og keppnum KSÍ. Um 15 þúsund aðilar starfa nú innan vébanda KSÍ og er sambandiö hið stærsta innan íþróttasambandsins. Á KSÍ-þinginu, sem haldið var um helgina, áttu rétt til setu 144 fulltrúar. deildarinnar einnig næsta ár — þriðja árið í röð. upphaf keppnistímabils að heimaliðiö fái allar tekjur af aðgöngumiðasölu og beri allan beinan kostnað vegna leiksins ef aðkomulið hefur ekki afgirtan leikvang með fullnægjandi aðgöngumiðasölu, en aðkomuliðið fær allar tekjur af sölu aðgöngumiða og ber allan beinan kostnað af sínum heimaleik viö viðkomandi lið. Sam- þykkt var að við aögöngumiöasölu væri skylt aö nota númeraða rúllu- miða. Þingforseti var Hermann Guð- mundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og þingritari Alfreð Þorsteinsson. Gestir þingsins voru m.a. Gísli Halldórsson, Sveinn Björnsson, Þorsteinn Einars- son, Reynir Karlsson, Albert Guðmundsson og Björgvin Schram. — áij. — o — o — o — Mega gefa beint á markmanninn MEÐAL tillajína. scm samþykkt- ar voru á KSI-þinginu. var ein um markspyrnu í 5. aldursflokki. Fá yngstu knattspyrnumcnnirnir nú þau forréttindi að þeir mcga í útsparki gefa boltann beint á markmann án þess að knötturinn íari út fyrir vítateig. — o — o — o — Fjórir sóttu um framkvæmda- stjórastööuna FJÓRAR skriflegar umsóknir bár- ust um starf framkvæmdastjóra KSÍ, sem auglýst var laust til umsóknar fyrir nokkru. Ekki hefur verið ráðið í starfið, en það verður gert á næstunni og verður nú í fyrsta skipti um fullt starf hjá KSÍ aö ræða. Karl Guðmundsson hefur undanfarin ár verið fram- kvæmdastjóri KSÍ, en þó ekki í fullu starfi, og um miðjan septem- ber lét hann af þessu starfi. Síðan hefur skrifstofa KSI verið lokuð. Stjórn KSÍ, standandi frá vinstri: Jens Sumarlióason, Gylfi Þóróarson, Hilmar Svavarsson, Helgi Daníelsson. Sitjandi frá vinstri: Árni Þorgrímsson, Ellert B. Schram og Friðjón Friðjónsson. „Prúðu-leikararnir“ í Fram og Þrótti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.