Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 48
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Annar ósigur Liverpool ÞEIR sem horfðu á ensku knattspyrnuna hjá honum Bjarna á laugardaginn fengu forsmekkinn af því veðri sem var í aðsigi á Bretlandseyjum þá viku. Á skerminum ólmuðust leikmenn WBA og Aston Villa f slíku snækofi og haugabyl, að sá grunur læddist að manni, að manngarmarnir væru einkum að hlaupa sér til hita og þeir ættu á hættu að verða úti ef þeir vöruðu sig ekki. Síðan snjóaði og fraus það sem eftir var vikunnar og á laugardaginn var eigi færri en 36 leikjum á Bretlandseyjum frestað vegna veðurs. bar af 6 í fyrstu deild. Meðal frestaðra leikja var viðureign Everton og WBA og fékk Liverpool því kjörið tækifæri til að breikka bilið milli sín og fyrrnefndu liðanna tveggja. En tækifærið gekk þeim úr greipum, því liðið tapaði óvænt fyrir Arsenal á Highbury. Failbaráttan harðnar, því að þó að lið Úlfanna, Birmingham og Chelsea virðist vera dauðadæmd, er eigi að sfður skammt f næstu lið, QPR, Bolton, Southampton o.fl. Arsemal vann á sjálfsmarki Framan af virtist sem Liverpool ætlaði hreinlega að salta lið Arsenal ofan í tunnu. Liverpool lék þá frábærlega vel og var nokkrum sinnum nærri því að skora en góð markvarsla Jennings varð til þess að svo varð eigi. Dalglish kom þó knettinum einu sinni fram hjá kappanum, en hæfði þá þverslána. Á 31. mínútu gerðist það síðan að miðherji Arsenal, Frank Stapelton, skaut að marki Liverpool. Clemmence varði vel, en hélt ekki knettinum. Graeme Souness kom þar aðvíf- andi og hugðist senda knöttinn aftur til Clemmence. Það tókst ekki betur en svo, að Clemmence hafði jú hendur á knettinum en aðeins þegar hann sótti hann í netmöskvana eftir skot Souness. Þetta var aðeins fimmta markið sem Liverpool hefur fengið á sig á útivelli í vetur og það reyndist vera banabiti liðsins að þessu sinni, því að leikmönnum liðsins voru mislagðar hendur uppi við mark Arsenal það sem eftir lifði leiksins. Beattie skoraði af 60 metra færi. Þegar fréttamaður BBC tók saman leik Ipswich og Leeds í hálfleik sagði hann að Ipswich hefði sótt í u.þ.b. 35 mínútur, en Leeds aðeins í sem svaraði 10 knöttinn rakleiðis í netið! Mark þetta jafnaði metin í 1—1, en Ray Hankin hafði náð forystunni fyrir Leeds eftir 85 sekúndur. 7 mínút- um eftir mark Beattie náði Carl Harris forystunni á ný fyrir Leeds og þannig stóð í hálfleik. I síðari hálfleik bætti Trevor Cherry þriðja markinu við fyrir Leeds. John Wark minnkaði muriinn með marki úr víti og bæði liðin fengu færi á fleiri mörkum. Þeim þótti þó nóg komið að sinni og Ipswich tapaði einum heimaleiknum enn. 1. DEILD Tainton sá rautt. í leik þessum var um grimmi- lega baráttu að ræða og mjög jafna. Bristol-liðið sótti þó heldur meira, en bæði liðin áttu sína möguleika. Það var ekki fyrr en að leikmenn Bristol voru orðnir einum manni færri, að þeim tókst að knýja fram sigur. Það var Trevor Tainton sem var rekinn út af, en sem skoraði sigurmarkið skömmu síðar. 2. deildar stimpill á QPR? QPR hóf keppnistímabilið þokkalega í haust, en ljóst er nú, að félagið mun eiga í vök að verjast. Framlína liðsins er sú lélegasta í fyrstu deild, en vörn og miðja eru þó þokkaleg. Vörnin var þó ekki í essinu sínu í fyrri hálfleik gegn Bolton, en þá skoraði Alan Gowling eitt mark og félagi hans Frank Worthington tvö. I síðari hálfleik gerðust þau undur og stórmerki, að QPR skoraði mark. Racid Harkouk fann þá leiðina í markið. Fleiri urðu þó mörkin ekki, þrátt fyrir stórsókn heima- liðsins leikinn á enda. 2. DEILD Liverpool 181332 42.8 29 Crystal Palace 18 972 30.15 25 Everton 171070 24.10 27 Stoke 18 963 25.17 24 West Bromwich 16 95 2 31.14 23 Wcst Ham 18 954 35.17 23 Nottingham Forest 16 790 19.9 23 Sunderland 18 94 5 29.22 22 Arsenal 17 863 28.17 22 Fulham 18 855 24.19 21 Coventry 17 764 24.23 20 Notts County 18 85 5 25.30 21 Manchester Utd 17 764 24.27 20 Brighton 18 927 29.22 20 Tottenham 17 764 21.26 20 Burnley 17 764 29.26 20 Leeds Utd. 18 7 56 33.24 19 Wrexham 17 674 20.13 19 Aston Villa 17 665 22.16 18 Bristol Rovers 17 836 29.31 19 Bristol City 18 747 21.21 18 Newcastle 18 756 16.18 19 Derby County 18 738 24.34 17 Charlton 17 665 29.22 18 Manchester City 16 56 5 24.20 16 Luton 17 737 33.21 17 Norwich 16 475 28.28 15 Leicester 18 486 15.17 16 SoUthampton 18 477 19.27 15 Cambridge 18 486 17.21 16 Ipswich 18 6 210 20.27 14 Oldham 17 647 22.28 16 Middlesbrough 17 539 21.23 13 Orient 18 639 20.23 15 QPR 17 368 13.22 12 Sheffield Utd. 17 449 21.26 12 Bolton 18 4 4 10 22.36 12 Preston 17 449 24.34 12 Wolverhampton 17 411213,32 9 Blackburn 17 359 19.32 11 Birmingham 18 2 4 1217.30 8 Cardiff 17 4 310 21.39 11 Chelsea 17 2 411 19.35 8 MiIIwall 18 3 3 1214.33 9 mínútum. Þrátt fyrir það, var það Leeds sem fékk flest þau mark- tækifæri sem sáust og liðið skoraði tvö góð mörk. Ipswich skoraði að vísu eitt, en það var álíka óvænt og mark væri skorað frá miðju. Enda var það einmitt það sem var, Kevin Beattie tók aukaspyrnu 60 metra frá markinu og sendi Markhæstir MARKHÆSTU leikmenn í.og2. deildar eru þessiri 1. DGILDi Frank Worthington, Bolton, 13 Bob Latchford, Everton, 12 Alan Buckley, Birmingham, 11 John Ryan, Norwich, 11 Kenny Dalglish, Liverpool, 11 2.DEILD, Pop Robson, West Ham, 15 Paul Randall, Bristol Ro., 13 Gary Rowell, Sunderland, 13 Brian Stein, Luton, 12 Alex Bruce, Preston. 11 Martin Robinson, Charlton, 11 • Liverpool gegn Tottenham fyrir skömmu, leiknum lauk með markalausu jafntefli. Liverpool tapaði leik sínum um helgina, en Tottenham átti frí. Enn tap Birmingham Birmingham er kannski farið að vinna leiki sína á heimavelli, en öðru máli gegnir um útileikina. Þeir tapast jafnt og þétt um allar jarðir. Það var Phil Boyer sem skoraði sigurmark Southampton ísíðari hálfleik. 6 leikjum frestað Eins og áður var á minnst, var fjölda leikja frestað, þar af 6 í fyrstu deild. Þeir leikir voru: Wolves — Man.City, Man. Utd. — Norwich, Middlesbrough — Tottenham Aston Villa — Coventry, Everton — WBA og Notthingham Forest — Chelsea. Leikurinn æsist í 2. deild. Crystal Palace náði forystusæt- inu í fyrstu deild, er liðið vann Newcastle 1—0. Mick Elwiss skor- aði eina mark leiksins rétt fyrir leikhlé. Leikurinn var opinn í báða enda og hefði getað farið hvernig sem var miðað við færin. Stoke náði aðeins öðru stiginu á heima- velli gegn Leicester, þar sem leikið var á glerhálu skautasvelli. Lið Stoke hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu. West Ham og Sunderland eru nú í 3. og 4. sætinu og bæði unnu þau mjög sannfær- andi á heimavöllum sínum. West Ham vann Cambridge 5—0 og voru þeir Alan Taylor, BiUy Bonds og Pop Robson meðal markaskorar- anna. Sunderland kýldi lið Bristol Rovers niður með sömu marka- tölu. Þar skoraði Wain Entwhistle þrennu fyrir Sunderland, en þeir Bob Lee og Gary Rowell skoruðu frekari mörk Sunderlands. —gg- ENGLAND. 1. DEILD Arsenal — Liverpool 1—0 Bristol City — Dreby C 1—0 Ipswich — Leeds 2—3 QPR — Bolton 1—3 Southampton — Birmingham 1—0 ENGLAND, 2. DEILD. Brighton — Orient 2—0 Cr. Palace — Newcastle 1—0 Fulham — Notts County 1—1 Millwall - Cardiíl 2-0 Stoke — Leicester 0—0 Sunderland — Bristol Rovers 5—0 West Ham — Cambridge 5—0 ENGLAND, 3. DEILD. Brentford — Wallsall 1—0 Exeter — Southend 0—0 Gillingham — Carlisle 0—0 Oxford — Rotherham 1—0 Swansea — Sheffield Wed 4—2 Watford — Mansfield 1 — 1 ENGLAND, 4. DEILD, Doncaster — Rochdale 1—0 Huddersfield — Aldershot 0—0 Newport — Darlington 2—1 Northampton — Portsmouth 0—2 Wimbledon — Halifax 2—1 SKOTLAND, ÚRVALDSDEILD. Ekki einn einasti leikur fór fram í úrvaldsdeildinni sökum veðurs. ÍTALÍA. 1. DEILD. Ascoli — Inter Milan 1—2 Atlanta — Juventus 0—1 Catanzarro — Lazio 3—1 Fiorentina — Lanerossi 0—0 AC Milan — Perugia 1 — 1 Roma — Avellino 2—1 Torinó — Napóli 0—0 Verona — Bolognia 1—0 Perugia og AC Milanó hafa 15 stig saman í fyrsta sæti. Inter og Juventus koma þar næst með 13 stig hvort. Fiorentina hefur 12 stig. BELGÍA, 1. DEILD. Anderlecht — Waregem 5—0 Beerschot — La Louviere 3—0 Winterslag — Waterscei 5—1 Charleoi — FC Brugge 2—1 Lokeren — Antwerpen 2—2 Lierse — Beveren 0—1 Courtrai — Molenbeek fr. Standard — Berchem 1—0 Beringen — FC Liege 2—0 Beveren hefur forystu í deildinni, hefur 21 stig að loknum 15 leikjum. Anderlecht og Antwerpen eru skammt undan með 19 stig. Standard er nú í 6. sæti með 17 stig, en 4 önnur lið hafa hlotið sama stigafjölda og Standard, þar á meðal Lokeren. HOLLAND, 1. DEILD. AZ ’67 Alkmaar — Den Haag 7—1 Haarleem — Sparta 0—0 GAE Deventer — Nec Nijmegen 2—0 PSV Eindhoven — Maastricht 0—0 VVV Venló - FC Utrecht 1 -2 Vitesse Arnhem — Pec Zvolle 3—1 Feyenoord — Nac Breda 2—1 Roda JC — Tvente 0—0 Ajax — Volendam 7—3 Roda hefur eins stigs forytu í hol- lensku deildinni, hefur 23 stig, eftir 15 leiki. Ajax hefur 22 stig og PSV hefur 21 stig, AZ*67 hefur 20 stig og síðan kemur ^Feyenoord með 19 stig. SPÁNN. 1. DEILD. Sevilla — Hercules 1—0 Santander — Rayo Vallecano 1—0 Valencia — Real Sociedad 1—0 Salamanca — Zaragossa 3—1 Barcelona — Athletico Madrid 2—4 Las Palmas — Gijon 0—0 Athletico Bilbao — Celta 3—1 Burgos — Huelva 1—0 Real Madrid — Espanol 0—0 Að þessum leikjum loknum, hefur Real Madrid forystuna sem fyrr. hefur nú 18 stig, Bilbao og Athletico Madrid koma næst með 15 stig. VESTUR ÞÝSKALAND, BIKARKEPPNIN. Köln Brunswick 3—2 Hertha Berlin — Mönchengladbach 2—0 Tennis Borussia — Nurnberg 0—2 Dusseldorf — Alemania Achen 2—1 MSV Duisburg — Waldhov 2—1 Hamburg — Bochum 0—0 Frankfurt — Baunetal 4 — 1 Bayern Uerdringen — Schalke 04 2—1 Dortmund — Kickers Offenbach 6 — 1 Darmstadt — SSV Ulm 46 1—5 Sudwest Ludwigshaven — Kaiserslautern 2—1 VFL Osnabruck — Fortuna Köln 2—1 Bayern Leverkusen — Bayeruth 1—0 Holsten Kiel — Karlsruhe 5—2 Tus Nuendorf — FC Bochholt 3—1 Tvenn úrslit skera sig úr í umferðinni, í fyrsta iagi tap efsta liðsins Kaisers- lautern fyrir áhugamannaliði frá Lúðvíkshöfn. Ekki er langt síðan að haft var eftir leikmönnum Kaiserslautern í Mbl., að þeir óttuðust ekkert nema hála velli. En hver veit, kannske eru vellirnir orðnir hálir. Hin úrslitin er 5—1 sigur áhugamannanna frá SSV Ulm gegn Búndeslíguliðinu Darmstadt. ótrúlegur árangur, þó að Darmstadt sé langneðst í þýsku deildinni. Þróttarar komu fram hefndum ÞAÐ þurfti fimm hrinur hjá ÍS og Þrótti í 1. deildarkeppninni í blaki á sunnudagskvöldið til að fá úrslit. Það voru Þróttarar sem stóðu með pálmann í höndunum og sigruðu 3-2. Keppni liðanna var mjög spenn- andi og vel leikin hjá báðum liðum. Það voru Þróttarar sem sigruðu í fyrstu hrinunni 15-8, en IS kom ákveðið til leiks í næstu tveimur hrinum og lék vel, og sigraði í þeim báðum. Annarri hrinu lauk með 16-14 og þeirri þriðju með 15-8. Allt útlit var fyrir að sigurinn væri í höndum ÍS en Þróttarar sýndu mikla seiglu og í fjórðu hrinunni tókst þeim að breyta stöðunni úr 14-10 fyrir ÍS í sigur fyrir sig, 16-14, skoruðu þeir sex síðustu stigin og var það vel af sér vikið. Komust nú Þróttarar í mikið stuð, og í síðustu hrinunni voru þeir óstöðvandi. Sýndu þeir góða takta og sigruðu með miklum yfirburðum, 15-3. Með þessum sigri sínum tóku þeir forystu í 1. deild og hleyptu spennu í mótið. Ljóst er að Þróttarar eiga eftir að veita ÍS harða baráttu um íslands- meistaratitilinn í vetur. Tveir leikir fóru fram í 1. deildinni á Akureyri. UMFL sótti UMSE heim og tókst að sigra í báðum leikjum sínum þrátt fyrir að á útivelli væri. í fyrri leiknum sigruðu þeir 3-1 og enduðu hrin- urnar 13-15,15-11, 2-15,14-16. Það sama varð uppi á teningnum í síðari leiknum, UMFL sigraði 3-1. Urslitin í hrinunum urðu 15-13, 12-15, 13-15,13-15. í 1. deild kvenna sigraði Völsungur ÍMA 3-0 og ÍS sigraði Þrótt 3-1. Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla. UBK sigraði KA 3-0 og einnig ÍMA 3-1. - ÞR. Staðan f 1. deild karla f blaki. Þróttur 6-5-1 17-7 339-253 10 ÍS 5-4-1 14-6 266-231 8 UMFL 6-4-2 13-11 307-287 8 UMSE 7-1-6 7-20 312-358 2 Mímir 4-0-4 512 144-239 0 • Ur leik IS og Þróttar á sunnudagskvöld. Guðmundur S Pálsson sem átti mjög góðan leik með Þrótti sendir boltann yfir hávörn stúdenta. Leikurinn var allan tfmann mjög spennandi og skemmtilegur. Ljósm.i Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.