Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Þingfréttir í stuttu málit jr Arneshreppur á Ströndum og nýting rekaviðs borvaldur Garðar Kristjánsson þakkar þingmönnuin það traust er honum var sýnt með því að kjósa hann forseta efri deildar Alþingis í gær. Bragi Sigurjónsson kvaðst vilja endurtaka það er hann hefði áður sagt um ástæður afsagnar sinnar. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagðist alls ekki geta fallist á rök Braga fyrir afsögn hans. Ljósm. Kristján. Fundir voru í báðum þingdeild- um í gær. Sá einstæði atburður gerðist í efri deild að einn af þingmönnum stjórnarandstöð- unnar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, var kjörinn sam- hljóða forseti deildarinnar. Frá þeim atburði er sagt á fréttasíðu Mbl. í dag. Þá urðu miklar umræður um stjórnarfrumvarp Þorvaldur Garðar Kristjánsson kjörinn forseti efri deildar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) var í gær kjörinn forseti efri deildar, í stað Braga Sigurjónssonar (A), sem sagði af sér forsetaembætti í mótmælaskyni við efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar sem kunnugt er. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti þingdeildar er úr hópi stjórnarandstæðinga. Áður en kjör forseta fór fram, óskaði varaforseti deildarinnar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, eftir því við þingmenn, deildarinnar að þeir segðu til um hvort þeir vildu gefa Braga leyfi frá forsetastörfum, og þar með leysa hann undan þeirri skyldu er á hann var lögð er hann var kjörinn forseti í þingbyrjun í haust. Stefán Jónsson (Abl) óskaði eftir því að nafnakall væri viðhaft, og var það gert. Eftirtaldir þingmenn voru því meðmæltir að leysa Braga undan forsetastörfum samkvæmt hans eigin ósk: Bragi Sigurjónsson (A), Alexander Stefánsson (F), Ágúst Einarsson (A), Bragi Níelsson (A), Eyjólfur K. Jónsson (S), Guð- mundur Karlsson (S), Jón Helga- son (F), Halldór Blöndal (S), Karl Steinar Guðnason (A), Eiríkur Alexandersson (S), Ólafur Ragnar Grímsson (Abl), Ólafur Jóhannes- son (F), Ragnhildur Helgadóttir (S), Stefán Jónsson (Abl), Vil- hjálmur Hjálmarsson (F), og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Ragnar Arnalds (Abl) sat hjá og greiddi ekki atkvæði, og fjarstadd- ir voru þeir Geir Gunnarsson (Abl), Helgi F. Seljan (Abl) og Kjartan Jóhannsson (A). Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Ragnar Arnalds (Abl) sagði, að það væri skoðun sín, að eðlilegast væri að sá háttur væri á hafður, að deildin ákvæði það sjálf, hvaða málsmeðferð skyldi á höfð. Væri þá eðlilegast að það væri gert með því að kanna hug þingdeildar- manna með nafnakalli. Hins vegar sagði Ragnar það sína skoðun, að Bragi Sigurjóns- son hefði gert mikil mistök er hann ákvað að segja af sér forsetaembætti, og rugla þannig saman störfum forseta og atburð- um á þingi. Hér hefði forsetaem- báettið verið misnotað, en slíkt mætti aldrei henda. Kvaðst Ragn- ar að lokum harma það hvernig þetta mál væri til komið, en sagði það skoðun sína að erfitt væri að neyða nokkurn mann til forseta- starfa gegn vilja hans sjálfs. Kvaðst Ragnar ekki greiða at- kvæði í máli þessu. Bragi Sigurjónsson (A) sagðist vilja árétta það, og enginn gæti misskilið það, að þegar þingflokk- ar þeir er að núverandi stjórnar- samstarfi standa, hefðu á sínum tíma gert samkomulag um stjórn- armyndun, þá hafi einn þáttur þess verið samkomulag um kjör forseta deilda Alþingis. Það hefði verið hluti samkomulagsins, og því hefði hann sem forseti efri deildar verið tákn um samstarf þessara flokka. Kvaðst Bragi ekki vilja vera samstarfstákn þessarar ríkis- stjórnar. Hins vegar kvaðst hann vilja taka það fram, að hann hefði aldrei litið á sig sem einingartákn, það væri hann ekki, og hefði aldrei sagst vera það, orð sín hefðu verið rangtúlkuð í blöðum, meðal annars í dagblaðinu Tímanum. Kvaðst Bragi vilja endurtaka það, að vegna misþóttunar á ráðstöfunum stjórnarinnar í efna- hagsmálum, þá vildi hann ekki vera tákn um samstarf ríkis- stjórnarflokkanna, og því hefði hann sagt af sér. ólafur Jóhannesson (F) íorsætisráðherra, sagði, að sér væri Ijúft að verða við beiðni Braga um að létta af honum forsetastörfum, en það væri hins vegar langt frá því að hann féllist á þau rök er Bragi hefði sett fram. Ragnhildur Helgadóttir (S) kvaðst segja já, með skírskotun til greinargerðar Braga Sigurjóns- sonar. Stefán Jónsson (Abl) sagðist ekki hafa trúað því að Bragi segði af sér forsetaembætti, er hann fyrst heyrði um þetta mál á skotspónum. Kvaðst hann ekki hafa lagt á það trúnað að Bragi notaði slík rök til að segja af sér, enda hefði öllum verið það ljóst er hann var kjörinn í þingbyrjun í haust, að þar hefði verið kosinn forseti deildarinnar, og ekkert annað. Kvaðst Stefán alltaf hafa talið, að unnt yrði að fá Braga til að endurskoöa afstöðu sína. Taldi Stefán að Bragi hefði notað forsetastöðu sína á óeðlileg- an hátt, og ræða sú eða greinar- gerð er hann flutti, hefði ekki átt að flytjast úr ræðupúlti forseta, heldur úr ræðustól þingdeildar- innar. Atkvæði fóru þannig, að Þor- valdur Garðar Kristjánsson var kjörinn forseti efri deildar, hlaut hann 16 atkvæði. Einn seðill var auður, en þrír þingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Er atkvæði höfðu verið talin sagði Þorvaldur Garðar: „Háttvirtir þingdeildarmenn. Eg vil þakka traust það, sem þið hafið nú sýnt mér með því að kjósa mig forseta efri deildar Alþingis. Forseti er embættismaður þing- deildarinnar og gegnir hlutverki sínu í umboði hennar. Forseta ber því að rækja störf sín í þágu deildarinnar í heild, , en ekki einstakra stjórnmálaflokka ríkis- stjórna eða stjórnarandstöðu. Ég mun leitast við á sama veg og áður að verða þess trausts verður, sem háttvirt efri deild Alþingis hefir nú enn á ný vottað mér.“ Að loknum þessum orðum til- kynnti Þorvaldur að fyrir yrði tekið næsta mál á dagskrá. Virtust þeir Ólafur Jóhannesson og Ragn- ar Arnalds ekki vilja una því, og spurðu hvort ekki ætti að kjósa varaforseta deildarinnar. Benti hinn nýkjörni forseti þeim þá á það, að það mál hefði alls ekki verið á dagskrá fundarins, þar hefði aðeins verið rætt um kosn- ingu forseta. Kosning varaforseta yrði hins vegar tekin fyrir við fyrsta tækifæri, og þá samkvæmt boðaðri dagskrá. Virtust þeir Ólafur og Ragnar gera sig ánægða með þessa með- ferð málsins. MÞMGI um fuglaveiðar og fuglafriðun (endurflutt frá sfðasta þingi). Stefán Jónsson (Abl) taldi ekki rétt að afgreiða frumvarpið í núv. mynd. í neðri deild mælti Jóhanna Sigurðardóttir fyrir tveimur frumvörpumi 1) að Húsnæðis- málastofnun hafi heimild til að veita lán til byggingar dag- vistunarheimila og 2) að al- mannatryggingar greiði ferða- styrki til psoriasissjúklinga, sem nauðsynlega þurfa, að mati sér fræðinga, að njóta loftlagsmeð- ferðar sem komi í stað sjúkrahús- vistar. Þá mælti Matthfas Bjarna- son fyrir frumvarpi til breytinga á söluskattslögum, að nýting rekaviðar verði undanþegin skattinum. Framkvæmd eftir 28 ár Matthías Bjarnason (S) sagði söluskatt fyrst hafa verið lagðan á árið 1947. 28 árum síðar hafi söluskattur fyrst verið lagður á rekavið og vinnslu úr rekaviði í einu skattumdæmi landsins — og þá 4 ár aftur í tímann (1970—1974). Frumvarpið leggur til að gera vinnslu á rekaviði undanskilda söluskatti og í heim- ildarákvæði ‘er fjármálaráðherra heimilað að endurgreiða söluskatt ál. 1975—1978. Færði framsögu- maður rök að því að sízt væri minni ástæða til að undanþiggja þessa vinnslu söluskatti en bygg- ingarvinnu á byggingarstað — eða hey eða annað það er bændur selja. Hér væri um erfiða vinnslu að ræða, er sparaði gjaldeyri, og þjóðhagslega væri hagkvæmt, að ekki legðist af. Ríöur baggamuninn Skúli Alexandersson (Abl) sagði m.a. að rekaviður væri unninn á þeim svæðum, sem væru „útverðir byggðar" í landinu. Nýting hans gæti riðið baggamun- inn um, hvort þessi svæði héldust í byggð. Naumast væri ástæða til að skattleggja menn við að bjarga verðmætum, eins og hér væri um að ræða. Spurði SkA, hvort geðþóttaákvarðanir réðu ferð við skattlagningu, það væri fram- kvæmt í einu skattumdæmi, sem látið væri vera í öðru? Ræddi hann í löngu máli um þessa starfsgrein í Árneshreppi í Strandasýslu og hvern veg hefði verið að byggða- málum þar staðið. Þetta frumvarp væri spor í rétta átt, þó fyrr hefði mátt fram koma. Og meira þyrfti eftir að fylgja. 10 þingmenn með yfir 20 ára þingferil Það 100. löggjafarþing þjóðar- innar, sem nú situr, er jafn- framt 40. þing Lúðvíks Jóseps- sonar, sem í senn er formaður Alþýðubandalags og þingsflokks þess. Enginn núverandi þing- maður á lengri þingferil að baki. Næstur honum kemur Gunnar Thoroddsen, form. þingflokks sjálfstæðismanna, en þetta er 38. þing hans. — Milli þessara tveggja og næstu manna að þingsetu er nokkurt bil. — Þetta 100. löggjafarþing okkar er jafnframt 25. þing Halldórs E. Sigurðssonar (F) og Vilhjálms Hjálmarssonar (F). Það er 24. þing Benedikts Gröndals, form. Alþýðuflokksins. Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, form. Framsóknarflokksins, sit- ur nú 23. þing sitt ásamt Eðvarð Sigurðssyni (Abl.) og Geir Gunnarssyni (Abl.); Matthías Á. Mathiesen (S) situr sitt 22. þing og Ingvar Gíslason (F) sitt 21. og Björn Jónsson (A) sitt 22. þing, en hann hefur ekki enn komið til þings, sökum veikinda. Tíu af núverandi þingmönnum hafa því setið meir en 20 þing og 8 af þeim gegnt ráðherraemb- ættum. Árneshreppur Steingrímur Hermannsson (F) sagði ýmislegt hafa verið gert til stuðnings Árneshreppi. Nefndi hann vegamál, sem gjörbreytt hefðu aðstæðum þar. Þá væri rafvæðing komin þangað. Hafnar- gerð í Norðurfirði væri á hafna- áætlun. Ég geri varla ráð fyrir því að Sk.A. ætlist til að þrjár hafnir verði byggðar í Árneshreppi (SkA: jú, jú, jú). Ætli það sé ekki um of að byggja þrjár hafnir fyrir 200 íbúa. Ég held naumast að íbúar hans ætlist til þess. Gangur málsins Matthías Bjarnason (S) sagði að það hefði fyrst verið á sl. sumri sem ríkisskattanefnd hefði kveðið upp úrskurð um, að þessi sölu- skattsálagning sé lögum sam- kvæmt. Þá fyrst var tímabært að flytja frumvarp um málið, þegar fyrir lá, að ekki var hægt að fella niður álagninguna með öðrum hætti. Ymislegt hefur verið gert fyrir Árneshrepp, rétt er það, en margt er þar enn ogert. Gott er að fá liðsauka úr öðrum kjördæmum í því efni, eins og nú frá SkA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.