Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 31 UmHORP Umsjón: Tryggvi Gunnarsson og Anders Hansen. Jón Magnússon: Keisaraföt ríkis- stjórnarinnar í frægu ævintýri eftir H.C. Andersen er sagt frá keisara nokkrum, sem lét sauma á sig ný föt. Aö sögn vefaranna var vefnaðurinn slíkur, að enginn sem var óhæfur í embætti sínu eða ófyrirgefanlega heimskur, mátti greina hann. Síðar kom í ljós, að um tómar blekkingar hafði verið að ræða og nýju fötin keisarans voru engin föt. Þjóðin hefur nú eignast samskonar vefara og saumuðu nýju fötin fyrir keisarann forðum. Þeir eru ríkisstjórn lýðveldisins íslands og hjálpar- menn hennar. Tímabundnar ráðstafanir Um daginn fengu þeir sam- þykkt sem lög frá Alþingi lagafrumvarp um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Vissulega var mál til komið, að gera tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgunni. Þó gerast sumir ærið langþreyttir á því að bíða eftir varanlegum ráðstöfunum í þessum efnum. Þessar svoköll- uðu tímabundnu ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, sem ríkisstjórnin hefur komið fram, eru álíka líklegar, til þess að hafa einhver áhrif til þess að draga úr verðbólgu og nýju fötin keisarans, til að halda á honum hita. Loforð í staö launahækkana Meginatriði laganna lýtur að því, að skerða verðbætur á laun, þannig að 8% af þeim verðbótum, sem greiða átti á laun frá og með 1. desember á því herrans ári 1978 skuli ekki greiðast, en í stað þeirra átta prósenta lofar ríkisstjórnin að beita sér fyrir aðgerðum, sem eiga að bæta launþegum þetta upp að fullu. Þeir verkalýðsfor- ingjar, sem harðast börðust gegn skerðingu á verðbótavísi- tölunni fyrir nokkrum mánuð- um, ljúka nú miklu loforði á þessar aðgerðir, enda finnst þeim ekkert athugavert við blekkingarvefinn, þar sem þeir eru hlutir af honum. Hætt er þó við, að eins fari fyrir þeim, sem leggja trúnað á aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Magnúsi sálarháska forðum sem skýrði frá því, að eitt sinn hefði hann lifað á lambslungum í 1 viku, þá næstu á munnvatni sínu, en þá þriðju á guðsblessun og hefði það verið versta vikan. Ætli „blessun" ríkisstjórnar- innar verði ekki álika næring- arrík fyrir fólkið. Eins og áður sagði, á skv. lögum ríkisstjórnarinnar að bæta skerðinguna á verðbóta- vísitölunni að fullu. Þetta á að gera með auknum niðurgreiðsl- um, lækkun skatta og ýmiskon- ar félagslegum umbótum. Gall- inn er bara einfaldlega sá, að auknar niðurgreiðslur kosta peninga og þá peninga á að taka úr ríkissjóði. Félagslegar umbætur kosta þá líka peninga, þá á einnig að taka úr ríkis- sjóði. Til þess að ná þessu fjármagni er tvennt til, að ganga í sjóði, sem fyrir eru hjá ríkinu eða auka á skattheimtu ríkisins. Jón Magnússon. Fólkið verður sjálft að greiða loforöin Skuldum vafinn ríkissjóður á enga sjóði til að fjármagna þetta og þá verður að grípa til þess ráðs, að ná í meiri peninga frá fólkinu. Hvernig skatta- lækkun á svo að koma fyrir í dæminu er ráðgáta, sem fróð- legt verður að sjá hvernig framkvæmd verður. Ef ríkisstjórnin ætlaði að beita sér fyrir verulegum niðurskurði á ríkisbákninu, gætu endar náð samán, en ef litið er á fjárlagafrumvarpið sést, að því er ekki að heilsa. Þvert á móti er þar gert ráð fyrir aukningu ríkisútgjalda og skattheimtu. Það er grátbros- leg hringavitleysa að leggja til aukna skattheimtu í fjárlaga- frumvarpi, samþykkja síðan lög, þar sem gert er ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu ríkisins og ætla síðan í kjölfar þess að lækka skatta. Maður freistast til að halda, að þeir sem þannig halda á málum, hafi ekkert lært frá þeim tíma, sem þeir sátu á skólabekk og komust að raun um, að tveir plús tveir væru þrír eða fimm eftir atvikum. Með lögum sínum um tíma- bundnar ráðstafanir til við- náms gegn verðbólgu, hefur ríkisstjórnin raunar lýst því yfir, að óskert verðbótavísitala hefði þýtt aukna verðbólgu. En samkvæmt loforðum sínum í lögum þessum, á að útdeila sama fjármagni og hefði ekki komið til þessarar skerðingar. Munurinn er bara sá, að ríkisstjórnin ætlar að hand: fjatla peninga í millitíðinni. í stað þess að þeir séu greiddir beint til launþega ætlar ríkis- stjórnin að taka þá til sín og greiða þá síðan út að eigin geðþótta. Þegar ríkisstjórnin heldur því fram, að með þessu eigi að draga úr verðbólgu, má velta því fyrir sér, hvort henni farnist ekki eins og keisaranum í nýju fötunum forðum, sem hugsaði með sér eftir að blekkingarvefurinn hafði verið afhjúpaður, að hann yrði að þrauka það af, þangað til hátíðargangan væri á enda, en verkalýðsleiðtogum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags eins og kammerherrum keisarans, sem héldú áfram að bera hjóldragið, sem ekkert var. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýslngar Munið sérverzlunina með ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82. S. 31330. Land Rover árg. ’71 árg.’71 benzín tii sölu. Uppl. í síma 40222. Nýjar kápur og pils í st. 36—50. Frönsku ullarefnin eru komin. Kápusaumastofan Díana, Miðtúni 78, s. 18481. 2ja herb. íbúð Á Eyrarbakka til sölu. Uppl. í síma 91-2473. "—l/W—Ty™1 v y~WV—4 Brotamálmur er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta veröi. Staðgreiösla. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. __aj__4_4____ULAA—aA-----1 I.O.O.F. 8H 1601268’/4S Jf. I.O.O.F. Rb. 4 = 1281258% 9.0. □ Edda 59781257 — 1 □ Hamar 59781257=2 Félagið Angila mun halda diskótek og Italian Supper, laugardaginn 9. des. kl. 20.30. Stundvíslega aö Síðu- múla 11. Aðgöngumiðar veröa seldir, laugardaginn 2. des. kl. 10—12 í Veiöimanninum Hafnarstræti 5, gengiö inn frá Tryggvagötu frá mánudeginum 4. des. til fjöstudagskvöld 8. des. eru aðgöngumiðar af- greiddir í Kjörgaröi, Laugavegi 59, 4. hæö hjá Colin Porter, frá kl. 14—17. Stjórn Angila. Kvenfélag Hallgrímskirkju Jólafundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 7. des. kl. 20.30 e.h. í félagsheimilinu. Fjölbreytt dagskrá. 1 Svölur muniö fundinn aö Síöumúla 11 í kvöld kl. 20.30.. Sýndar verða jólaskreytingar. Mætiö vel og stundvíslega. Stjórnin. KFUK AD Aöventufundur í kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstíg 2B. Ungar konur sjá um efni fundarins. Allar konur hjartanlega velkomnar. St. Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 20.30. Mót- taka nýrra félaga. Séra Björn Jónsson, stórkanslari flytur jóla- hugleiöingu. Kaffi eftir fund. Félagar fjölmenniö. /Et. RÓSARKROSSREGLAN v ATLANTIS pronaös Pósthólf 7072, 107 Reykjavík. 5123331830 Fíladelfía Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Einar J. Gíslason talar. 0L0UG0TU 3 SfMAR 11798 cii 19531 Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku á Hótel Borg, 6. des. kl. 20.30. Efni: 1. Jón Jónsson, jaröfr. flytur erindi um Reykjanesskagann og sýnir myndir máli sínu tll skýr- ingar. 2. Myndagetraun (verölaun). 3. Kaffi. 4. Úrslit getraunarinnar tilkynnt. Aögangur ókeypis, allir vel- komnir meöan húsrúm leyfir. Feröafélag íslands. Sálarrannsóknarfélag íslands Fundur aö Hallveigarstööum fimmtudaginn 7. desember n.k. kl. 20.30. Eileen Roberts: Skygnilýsing. Aögöngumiöar seldir í dag í skrifstofu félagsins kl. 13.30—18.00. Stjórnin. lFARFUGLAR Farfuglar Leðurnamskeiö þriöjudag kl. 20—22 aö Laufásvegi 41. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Grindavíkur veröur haldinn sunnudaginn 10. desember n.k. í Festi kl. 3 e.h. Venjuleg aöalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjórnin. KÓPAVOGUR KÓPAVOGUR Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi Akranes Almennur fundur veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu Heiðarbraut 20, þriöjudaginn 5. des. '78 kl. 20.30. Frummælandi veröur Davíö Scheving Thorsteinsson formaöur Félags íslenskra iönrekenda og ræöir um iðnaðar- og efnahagsmál. Einnig mæta alþingismennirnir Friðjón Þóröarson og Jósef H. Þorgeirsson. Sjálfstædisfélögin Akranesi. veröur haldinn miövikudaginn 6. desem- ber n.k. kl. 20.30 aö Hamraborg 1, 3. hæö, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Gunnar Thoroddsen alþm. ræöir um stjórnmálaviöhorfiö. Frjálsar umræöur. Stjórn Fulltrúaráósins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.