Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 41 + KAPPLIÐ? — Nánir samstarfsmenn Carters Bandaríkjaforseta, sem oft og iðulega eru í fréttunum, sjást hér klappa húsbónda sfnum í Hvíta húsinu lof í lófa. Forsetinn er nýbúinn að halda ræðu um aðgerðir stjórnarinnar í baráttunni gegn verðbólguófreskjunni. Næstur forsetanum stendur Jack Watson, einn helzti maðurinn í starfsliði Hvíta hússins. Þá heitir sá í ljósu fötunum Alfred Kahn. Hann er yfirmaður stjórnaraðgerða í verðbólgustrfðinu. Lengst til hægri er Charles Schultze, sem er formaður sérstakrar nefndar, sem skipuð er efnahagssérfræðingum. Er sú nefnd Carter forseta mjög til ráðuneytis. í LONDON. — Þó stjórnmála- ástandið í Portúgal sé þannig, að forseta landsins virðist enginn tími gefast til þess að líta upp frá verki, gaf hann sér þó tfma til þess nú fyrir skömmu að bregða sér frá. Hann fór í þriggja daga heimsókn til Bretlands. — Er þessi mynd tekin er Portúgalsfor- seti Antonio Kamalho Eanes og Elfzabet II aka f hinum opna vagni drottningar um götur Lundúna til Buckingham-hallar- innar. + SPRÆKUR stendur Dashanne litli Mitchell í rimlarúminu sínu. Myndin var tekin er hann hafði fengið heimfararleyfi frá barnaspftala einum í borginni Cincinati í Bandarfkjunum, eftir 14 mánaða spítalavist. Strax eftir fæðingu hans hafði komið í ljós fæðingargalli. Er barnið skyldi matast i fyrsta skipti lá því við köfnun. Rannsókn lækna leiddi í ljós að vélindað vantaði. Hófst nú leit að skurðlækni, sem gera vildi hina vandasömu skurðaðgerð til bjargar barninu. f þessu barnasjúkrahúsi í áðurnefndri borg voru læknar sem vildu gera aðgerðina, en gegn því að nöfn þeirra yrðu ekki gerð heyrin kunn. Aðgerðin á reifabarninu tók 8 klst. En ekki töldu læknarnir fært að láta barnið fara út af spftalanum fyrr en að 14 mánuðum liðnum. Og sem fyrr segir var myndin tekin er litli drengurinn fékk að fara heim í fyrsta skipti eftir fæðinguna. Talið er vitað að um 15 manneskjur séu í heiminum, sem ekki hafi vélinda, vegna faeðingargalla. fclk í fréttum GROHE ER ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ NÝTT Aukin þægindi fyrir notandann, ásamt góöri endingu hefur verið markmið framieiðanda Grohe blöndunartækjanna. Nú eru þeir komnir með enn eina nýjungina. Einnarhandartæki með svonefndu ,,ÞÆGINDABILI“. En það virkar þannig að mesti hiuti hreifanieika handfangsins (kranans) er á hitastiginu frá 30° til 45° (sjá teikningu). Það er einmitt hitastigið, sem að jafnaði er notað. Fyigist með og notið réttu blöndunartækln. Grohe er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki, á sviði biöndunartækja. Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgð, á öllum tækjum. RK BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. StMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) Lækkun hitakostnaðar er nauðsyn það er augljóst! Þú getur sparað 20—30% af hitakostnaði heimilisins með því að nota Danfoss ofnhitastilla. Danfoss ofnhitastillar og Danfoss þrýstijafnarar hafa sannað kosti sína um allt land. Tækniþjónusta okkar hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum með raunhæfa þekkingu. Leitið upplýsinga um Danfoss. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.