Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 vl» MORöJK/- RAfp/nu (l) Hvað segðuð þið ef ég æti músarholurnar ykkar? Þarftu að stynja svona hátt. Ég heyri ekki fréttalesturinn í útvarpinu? BRIDGE Umsjon: Páll Bergsson Það er alitaf ánægjulegt þegar ungir menn banka á dyrnar að sigursætum í mótum, sem telja verður í betri flokki. En á dögunum leit ég við á spilakvöldi hjá Asunum í Kópavogi og horfði á eitt spil hjá Steinberg Ríkarðs- syni og Tryggva Bjarnasyni, en einmitt sama kvöld náðu þeir félagar afgerandi forystu í yfir- standandi tvímenningsmóti. Þeir voru með spil austurs og vesturs en í norður og suður voru gamalreyndir meistarar, þeir Oli Már Guðmundsson og Þórarinn Sigþórsson. Vestur gaf og norð- ur-suður voru á hættu. Norður S. D107 H. ÁKG106 T. ÁKDIO L. 3 Vestur S. 63 H. 542 T. 53 L. KDG1075 Austur S. ÁKG9854 H. 9 T. 87 L. Á86 COSPER PIB C0FENN«G(N COSPER 790/ Heyrninni hrakar, en erfiðast er fyrir mig að tala við hann, þegar peningamál eru á dagskrá. rS$. i S ifi [j ' | •. i i l Fer allt í skattinn? Skattamálin eru yfirleitt ekki til umræðu svo mikið kringum ára- mótin, menn hafa jafnan mestar áhyggjur af þeim um mitt sumar þegar álagningin birtist og menn búa sig undir að standa skil á því sem krafizt er. En nýlega komu fram hugmyndir um nýjan skatt eða öðru vísi skatt, sem hefur orðið umfjöllunarefni bréfritara: „Einhverjar hugmyndir voru um það á þingi að breyta nokkuð skattheimtunni okkar á næsta ári og eru það án efa mjög umdeilan- legar hugmyndir. Talað hefur verið um að leggja á 10% skatt skv. því sem eitt dagblaðanna sagði í forsíðu frétt fyrir nokkrum dögum, en þeirri hugmynd hefur ekki verið neitað, en heldur ekki játað. Erfitt er að segja nokkuð um þessa hugmynd þar sem hún er enn á umræðustigi og ekki vitað hvort hún eða einhverjar aðrar hugmyndir koma frám. Ymislegt mun vera til umræðu því greini- legt er að eitthvað verður að gera til þess að brúa það bil, sem á vantar til þess að endar fjárlag- anna nái saman, en það mun alltaf vera nokkuð erfitt að fá þau til að ganga upp. En það sem mig langar til að fjalla um er hvað menn segi við því að greiða alltaf aukið hlutfall teknanna í skatta? Hefur enginn áhuga á þeim málum um þessar mundir, getum við bara rætt skattamál þegar við fáum seðlana senda heim á sumrin, en svo gleymum við öllu á milli? Mér finnst að allir skattgreiðendur ættu að huga vandlega að þessum málum og fylgjast vel með því hvort í undirbúningi er eðlileg skattheimta, eða hvort annað og meira er á ferðinni, eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við greiðum án efa nógu hátt hlutfall Suður S. 2 H. D873 T. G9642 L. 942 Sagnirnar urðu fáar. Norður opnaði á einu laufi, sterku, og Tryggvi, í austur, stökk beint í fjóra spaða, sem Óli Már doblaði. Áð vísu eru ellefu slagir upplagðir með báða rauðu litina sem tromp en það var erfitt að finna á þessu sagnstigi. Suður spilaði út tígultvisti og norður sá strax að hverju stefndi. En reyndi að sýna öll sín spil þegar hann tók fyrsta slaginn með drottningu, síðan hjartakóng, tígulás áður en hann spilaði laufþristinu. Þá var komið að þætti Tryggva og strax staddur á krossgötum. Æskilegt hefði verið að geta tekið á háspil í trompinu áður hann svínaði, svo ekki yrði gefið á drottninguna einspil en það var ekki hægt eftir laufspilið, sem Tryggvi áleit réttilega einspil. Og hann lét háspilasýningu norðurs ekki plata Sig. Tók laufið í borðinu, svínaði síðan spaðanum og eftir það gat hann hirt sína tíu upplögðu slagi og fékk topp fyrir. „Öld óvissunnar44 Saga hagfræðihugmynda og hagsögu Vesturlanda Bókaforlagið Saga hefur gefið út bókina ÖLD ÓVISSUNNAR eftir bandaríska hagfræðinginn John Kenneth Galbraith, en hann er íslendingum vel kunn- ur, m.a. vegna sjónvarpsþátt- anna „Á óvissum tímum" sem hann gerði í samvinnu við BBC og nú er verið að sýna í íslenzka sjónvarpinu. Bókin „Öld óvissunnar" er samin upp úr efni þeirra þátta, allmikið auk- in. Þúðinguna annaðist Geir H. Haarde. í bókinni er fjallað um sögu hagfræðihúgmyndanna og hag- sögu Vesturlanda, einnig um efnahagsvandamál nútímans, eins og þau koma höfundi fyrir sjónir, en Galbraith er þekktur fyrir einarðar og umdeiidar skoðanir. Prófessor Galbraith hefur gefið út mik’inn fjölda verka um viðfangsefni hagfræðinnar, meðal þeirra er bókin „Iðuríki okkar daga“, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu Guðmundar Magnússonar prófessors. Bókin er allumfangsmikið, verk sem hér er gefið út óstytt. Bókin er 240 blaðsíður að stærð. John Kenneth Galbraith Dalamaður segir frá — eftir Ágiist Vigfíisson samferðafólki frá barnæsku til fullorðinsára og er sem fyrr næmur á ýmsa eðlisþætti í fari manna og mörgu kynnist les- andinn um mannlíf, búnaðar- hætti og vinnubrögð fyrr á tíð.“ Útgefandi er Ægisútgáfan. Morgunblaðinu hefur borizt bókin Dalamaður segir frá eftir Ágúst Vigfússon. Á bókarkápu segir, að hann sé landskunnur af útvarpserindum, blaðagreinum og bókinni „Mörg eru geð gurna". Og ennfremúr: „Hann segir hér frá kynnum sínum af Andlit í speglinum Skáldsaga eftir Sidney Sheldon Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út skáldsöguna Andlit í speglinum, eftir Sidney Shledon. Hersteinn Pálsson íslenzkaði með leyfi höfundar. Skáldsagan, sem er 224 bls. að stærð, er tileinkuð Groucho með þessum orðum: „Listin að koma öðrum til að hlæja er sannar- lega dásamleg Guðsgjöf. Ég tileinka þessa bók með ástúð þeim gamanleikurum, körlum og konum, sem búa yfir þessari gjöf og láta aðra njóta hennar. Þó einkum einum í þeirra hópi, guðföður dóttur minnar, Groucho." Áður hefur komið út á íslenzku eftir Sidney Sheldon bókin Fram yfir miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.