Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 45 launanna til sameiginlegra þarfa og þess vegna er hún ekki aðlað- andi svo ekki sé meira sagt hugmyndin um 10% almennan skatt í viðbót. Jafnvel þótt einhver annar skattur detti upp fyrir í staðinn þá hlýtur hér að vera um aukna skattheimtu að ræða og því má spyrja: Hversu langt má ganga í skattheimtunni? Fer ekki allt í skattinn að lokum? Er ekki allri einkaneyslu, svo notað sé fallegt orð, stefnt í voða með þessum hætti og fer ekki að detta upp fyrir alveg sú löngun að vilja vinna, húsmæður hætta að vinna úti vegna þess að það hefur ekki annað í för með sér en aukna skattbyrði fyrir heimilin. Ég held að stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa verði að fara varlega í þessa hluti og með þessu á ég alls ekki við núverandi flokka eingöngu, heldur þá flokka sem ráða ríkjum hverju sinni. Einn hræddur." • Var það liður í kennslu? Heiðraði Velvakandi: Greinar Sigurjóns Jónssonar í ' pistlum Velvakanda um svo- nefnda hlustendakönnun Ríkisút- varpsins hafa vakið gífurlega athygli. Er það leitt í ljós, að maðurinn, sem fyrir fáum dögum talaði um að leiða þjóðina á réttar brautir, ásamt öðrum, — „við alþingismenn —á sennilega heimsmet í hroðvirkni, sbr. um- sagnir dr. Halldórs Guðjónssonar (hvernig væri að reyna að koma metinu í heimsmetabókina?). — Þar er eins og kunnugt er, um að ræða Ólaf Ragnar Grímsson. I fyrstu virtist svo sem fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins ætlaði að gerast í þessu efni einhvers konar „apologizer", (svo að notað sé gott og gamalt orð af engil- saxneskum uppruna), en sýnist nú hafa gefizt upp við það, sem von var. En það var eitt atriði í sambandi við svar fjármálastjórans, sem ég vildi leyfa mér að vekja athygli á. Hann segir m.a., að verkið hafi verið unnið sem liður í námi og „kennslu" í háskólanum (enda vinnubrögðin auðvitað vísindaleg, eða hvað?). Hann segir og, að greiðslan til Ó.R.G. hafi aðallega verið til komin vegna símakostn- aðar. — Nú vildi ég spyrja að tvennu: a) Var ekki Ólafur Ragnar á fullum launum hjá háskólanum, er hann sá um áðurnefnda hlust- endakönnun sem lið í námi og kennslu „félagsvísindadeildar"? b) Rann upphæðin sem fjármála- stjórinn talar um sem greiðslu símakostnaðar til háskólans (það- an var hringt til hlustenda) eða til Ólafs Ragnars persónulega? Með þökk fyrir birtinguna, Virðingarfyllst, Pétur Pétursson. Þessir hringdu . . . • Er verið að stela? Ásgeir Guðmundsson, Kópa- vogsbrauti — I morgun hugsaði ég mér að kaupa kjöt til jólanna og hringdi í kjötverzlun og spurði hvort nýja verðið væri ekki komið. Það var ekki neitt verð komið til þeirra og hringdi ég þá í skrifstofu verðlags- stjóra og var sagt þar kurteislega, að þeir hefðu ekki fengið verðlista til sín. Aðspurður hvaðan þeir fengju þessa verölista svaraði hann, að það væri frá framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Ég hringdi þangað og var svarað þar mjög kurteislega eins og á hinum staðnum, hann taldi að þetta hlyti að koma næstu daga, en bjóst við að þetta væri e.t.v. hjá einhverri sexmannanefnd. Ég þekki ekkert til þeirrar nefndar, en sem neyt- andi spyr ég þá aðila er sitja á þessu: Er ekki verið að stela þessum mismun af því fólki sem kaupir kjöt þessa daga? Líka má spyrja hverjir séu þjófarnir? Öðru máli virðist gegna ef eitthvað á að hækka einhvern tiltekinn dag, þá stendur ekki á því. Fjöldi fólks veitir þessu e.t.v. ekki athygli, en þetta átti nú að vera gert til hagsbóta neytendum svo eigi þyrfti að greiða þeim kaup sam- kvæmt vísitölu. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Fedorovs. sem hafði hvitt og átti leik, og Zakharovs 51. Ilhl!! og svartur gafst upp. 51 ... Bxhl gengur auðvitað ekki vegna 52, h7 og eftir 51 ... Bh7 52. Hel Kf4 53. Hxe3! Kxe3 54. b5 verða bæði hvítu frípeðin ekki stöðvuð. HÖGNI HREKKVÍSI /»\yAía//? f>6 a/oTaoa./>í /3// Ar ? Eigum til afgreiðslu nú Þegar eftirtaldar stæröir af Cat bátavélum og rafölum. Aöalvélar: 3306 T 235 Hö. með niöurfærslugír. 3406 TA 275 Hö. meö niöurfærslugír. 3412 TA 520 Hö. meö niöurfærslugír. VELADEILD HEKLA HF. Laugavegi 170-172,— Sími 21240 Coferpiltar, Cot, og ffl eru skrósett vörumerki Hjálparvélar: 3304 NA 75 Hö 3304 T 121 Hö. Rafalar: SR-4 50 KW. SR-4 85 KW er grundvallarrit Yogafræöinnar og er ein af frægustu bókum heimsins. Þýtt hefur Sigurður Kristófer Pétursson, önnur útgáfa. Stafafell Ný Gunnubók i.lWA og <lul»rfulla IjósiO Gunna og dularfulla Ijósið Sagan er byggð á sönnum atburöum, sem gerðust í Bandaríkjunum 1953. Geirlaug bezta vinkona Gunnu, flytur ásamt foreldrum sínum til Suöurríkjanna. Gunnu þykir það leitt, en tekur gleði sína á ný er fjörskylda Geirlaugar býöur henni að dvelja hjá þeim í jólafríinu. Þar býður hennar mikill leyndardómur. Úti á dimmum afskekktum vegi skín oft skært Ijós á dimmum kvöldum. Allir viröast óttast fyrirbærið, en enginn maður kann á því skýringu. Þaö er Gunna ekki ánægö með. Þrátt fyrir andstöðu fuiloröna fólksins gefst hún ekki upp viö að finna lausn ráögátunnar og flækist þá inn í æsilegri atburðarás en hana haföi órað fyrir. Alríkislög- reglan er jafnvel tilkvödd er leikar fara að æsast um of. Þegar Gunna kveður og heldur heim, þurfa íbúarnir við Einmanaflóa ekki lengur aö vera hræddir. Ný LSIjubók Lilja og njósnarinn Á frídegi verzlunarmanna hlakkaði Lilja heldur en ekki til að fá að dvelja um veturinn á Þorskhöfða. Viku seinna fór henni að lítast illa á þessa ákvörðun Pálu frænku og móður sinnar. Veitingastaðirnir voru lokaðir, hlerar fyrir gluggum nærliggjandi húsa og hún gerðist mjög einmana. En skömmu seinna fór undarlegt mál aö vekja áhuga Lilju og henni hætti að leiöast. Af tilviljun heyrði hún á tal fólks og komst þannig að því að það var njósnari á Þorskhöfða. Áður en langt um leið fór Lilju, vegna ýmissa vísbendinga að gruna ákveðna aöila. Hún fór í rannsóknarferöir um skóginn og reyndist ein slík ferð mun afdrifaríkari heldur en hún hafði búist viö. Tilbreytingaleysið heyrði nú fortíðinni til. Lilju til undrunar ekki síður en öðrum, reyndlst framlag hennar mikilvægt og leiddi til þess að lögreglan hafði hendur' hári njósnarans. Hávamál IntUalands Bhagavad-gíta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.