Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Sovézk herskip skjóta í Erítreu Róm. 1. dospmher. Reuter. AP þjóðírelsisíylking Erítrcu (EI’LF) heldur því fram að sovézk herskip sem liggja við akkeri undan Rauðahafsstriind- inni hafi Kort sprenKjuárásir á stöðvar skæruliða hreyfingarinn- ar inni í landi. Talsmaður EPLF segir að sovézku herskipin hafi einnig reynt að setja menn og vistir í land í hrynvöKnum en uppreisn- armenn hafi hrakið þá hurt. Talsmaður heldur því líka fram að skæruliðar hafi eyðilagt 10 sovézksmíðaða skriðdreka sem Rússar óku og tekið fimm aðra herfangi. Talsmaður ELF-RC, hinnar hreyfingar skæruliða, í Damaskus sagði í dag að skæruliðar hefðu náð tveimur bæjum á sitt vald í gagnárásum á lið Eþíópíumanna sem hafa sótt til fjallastöðva skæruliða síðan þeir náðu Keren, síðasta virki skæruliða. Bæirnir sem skæruliðar segjast hafa náð eru Arraza, suðaustan við Keren, og Tamarat, nálægt súdönsku landamærunum. Talsmaðurinn kvað skæruliða ekki telja fall Keren meiriháttar áfall og sagði að þeir endurskipu- legðu lið sitt í fjöllunum umhverf- Tveir aftur í náð í Peking Pekinjf. 4. desember — Reuter MIKILL mannfjöldi í Peking hefur lesið veggspjöld sem hafa verið hengd upp með áskor- unum um að „fjórmenninga- klíkan“ undir forystu ekkju Mao Tse-tungs, Chiang Ching, verði leidd fyrir rétt. Jafnframt hefur verið skýrt frá því að tvö kunn fórnarlömb menningarbyltingarinnar hafi Kosningar í Namibíu Windhoek, Suðvestur-Afríku, 4. desember. AP. HERMENN voru á verði þegar svartir og hvítir kjósendur streymdu á kjörstað í dag til þess að taka þátt í íyrstu almennu kosningunum sem hafa farið fram í SuðvesturAfríku (Namibíu) þrátt fyrir hótanir skæruliða um að eyðileggja kosn- ingarnar og yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna um að þær séu ólöglegar. Landstjórinn, Marthinus T. Steyn, dómari frá Suður-Afríku, efndi til blaðamannafundar til að skýra frá því að kjörsókn væri mikil þrátt fyrir áskoranir tveggja hreyfinga blökkumanna til kjós- enda um að taka ekki þátt í þeim þar sem úrslitin verði fölsuð hvítum mönnum í vil. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að kosningar fari fram á fyrsta ársfjórðungi næsta árs undir eftirliti samtakanna og Steyn landstjóri skoraði á SÞ að bíða eftir niðurstöðum kosninganna nú og grípa ekki til vanhugsaðra ráðstafana gegn Suður-Afríku eða Namibíu. Hann sagði að vilji fólksins mundi ráða skipun fyrsta löggjaf- arþings allra kynþátta 'sem yrði komið á laggirnar í Namibíu og mundi færa landið í röð fullvalda ríkja. Hann sagði að þingmennirr),- ir fengju það verkefni að semja nýja stjórnarskrá sem gerði ráð fyrir sjálfstæði og að ákveða hvort leyfa skvtdi kosningar á vegum SÞ. En aðspurður viðurkenndi Steyn dómari að löggjafarþingið fengi mjörg takmörkuð völd og að aðalverkefni þess yrði að leggja til hvernig stjórna ætti landinu. Hann viðurkenndi líka að hann mundi halda völdum sínum óskert- um og að hann gæti meðal annars beitt neitunarvaldi gegn tillögum um hina nýju stjórnarskrá, en lagði á það áherzlu að honum yrði óhægt um vik að hafna nýju stjórnarskránni. fengið uppreisn æru og fleiri embættismenn sem hafa fallið í ónáð muni fá að taka til starfa á ný. Þeir sem nú hafa fengið uppreisn æru eru Po I-po og Yang Chang-kun sem hafa verið í ónáð í 12 ár. Fréttastofan Nýja Kína segir að þeir hafi verið viðstaddir minningarathöfn um aðstoðaröryggismálaráðherra stjórnarinnar, Yang Chi-ching sem lézt í síðasta mánuði. Po er 71 árs og var aukafull- trúi í stjórnmálaráði kommún- istaflokksins og varaformaður skipulagsráðs ríkisins. Yang er 75 ára og var ritari miðstjórnar flokksins. Þeir voru meðal ann- ars sakaðir um að hlera leyni- fjarskipti Maos. Veggspjöldum hefur fækkað í Peking síðan yfirvöldin vöruðu íbúa Peking við því að ganga of langt. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er ólíklegt að kröf- unni um að fjórmenningaklíkan verði leidd fyrir rétt verði svarað. Á síðustu veggspjöldunum er lýst yfir stuðningi við Mao. Á einu af síðustu veggspjöldunum segir að verkefni núverandi kynslóðar sé ekki að leita að göllum Maos heldur færa landið í nútímahorf eins og að sé stefnt. Núverandi leiðtogum er hrósað og sagt er að tilgangslaust sé að horfa um öxl og gera upp gamla reikninga — nema við fjórmenn- ingaklíkuna. Teng Hsiao-ping, stuðnings- maður veggspjalda herferðar- innar, hefur sagt að á fundi háttsettra manna sem nú standi yfir í Peking sé meðal annars rætt um endurreisn nokkurra háttsettra embættismanna sem voru settir af í menningarbylt- ingunni eða áður. Ljósmyndari AP brá á leik' með þetta jólatré í Genf og ljósmyndavél sína og niðurstaðan varð þessi mynd. Hundruð jólatré hafa verið reist í bæjum í Sviss eins og annars staðar í hinum kristna heimi í tilefni hátíðarinnar sem í hönd fer. Hreyfing skæruliða stofnuð í Kambódíu Hangkok. 4. desember. Reuter. AP VÍETNAMAR segja að komið hafi verið á fót skæruliðahrcyfingu í Kambódíu og að hún muni berjast gegn stjórninni 1 Phnom Penh. Hanoi-útvarpið segir að hreyfingin neiti Einingar- og þjóðfrelsis- fylking Kampuchean (KUNFS) og að hún hafi verið stofnuð á ráðstefnu á hinu „frelsaða svæði Kampuchean" sem rúmlega 200 kambódiskir fulltrúar hafi sótt. Jafnframt herma fréttir að landamærastríð Víetnama og Kambódíumanna sem hefur staðið í eitt og hálft ár hafi harðnað til muna. Vestrænir diplómatar segja að lið Víetnama hafi orðið fyrir miklu manntjóni frá hendi kambódísks herfylkis norðvestan við Snoul á Þetta gerðist 1941 — Bretar segja Finnum, Ungverjum og Rúmenum stríð á hendur. 1936 — Ný sovézk stjórnarskrá. 1934 — Bardagar milli ítala og Eþíópíumanna á landamærum Sómalílands. 1933 — Áfengisbanni aflétt í Bandaríkjunum. 1913 — Bretar banna vopna- Isendingar til írlands. 1848 — Polk Bandaríkjaforseti segir frá gullfundinum í Kali- forníu. 1812 — Napoleon fer frá her sínum á undanhaldinu frá Rúss- landi. 1797 — Napoleon kemur til Parísar til að stjórna innrás í England. 1560 — Karl IX konungur Frakka við lát Franz II. 1492 — Kólumbus finnur Haiti. Afma-li dagsinsi Walt Disney, bandarískur kvikmyndafram- leiðandi (1901-1966) Christina Georgina Rossetti, enskt skáld (1830—1894) = John Jellicoe, enskur flotaforingi (1859-1935) = Jozef Pilsudski, pólskur stjórnmálaleiðtogi (1867-1935). Innlentt Þrír Mývetningar finna eldstöðvar í Öskju 1922 = F. Björn Halldórsson prófastur 1724 = Benedikt Sveinsson selur jörðina Elliðavatn 1876 = F. Áskell Snorrason tónskáld 1888 = Próf. Theodór B. Líndal 1898 = Ingi R. Jóhannsson 1936. Orð dagsinsi Lokaniðurstaða þess að hlífa mönnum við áhrifum heimsku er að fylla heiminn af heimskingjum — Herbert Spencer, enskur heim- spekingur (1820—1903). kambódísku landsvæði sem skagar inn í Víetnam og kallast „Öngull- inn“. Útvarpið í Hanoi sagði að á ráðstefnunni þar sem einingar- fylkingin var stofnuð hafi einnig verið kosin 14 manna miðstjórn undir forystu Hen Somrin sem útvarpið sagði fyrir nokkrum vikum að væri höfundur flugmiða sem sagt var að hefði verið dreift í hlutum Kambódíu með áskorunum um uppreisn. Vestrænir diplómatar telja skip- un miðstjórnarinnar mikilvægt skref í þá átt að komið verði á laggirnar ríkisstjórn í andstöðu við ríkisstjórn Pol Pot forsætis- ráðherra. Hanoi-útvarpið segir að Somrin sé fyrrverandi fulltrúi í fram- kvæmdastjórn kommúnistaflokks- ins í Austur-Kambódíu og fyrrver- andi stjórnmálahershöfðingi og yfirmaður fjórða herfylkisins. Á ráðstefnunni var samþykkt stefnuskrá í 11 liðum og þar var því lýst yfir að fylkingin mundi berjast fyrir lýðræðislegu, frið- samlegu sjálfstæðu, hlutlausu og óháðu Kampuchea og framsókn til sósíalisma. Víetnamar hafa stækkað yfir- ráðasvæði sitt í Kambódíu með árásum sínum á landi að undan- förnu og jafnframt hafa þeir hert á loftárásum sínum gegn Kambódíu að sögn vestrænna diplómata. Þeir telja þó of snemmt að segja til um hvort bardagarnir sanni þá staðhæfingu Kambódíumanna og Kínyerja sem styðja þá, að Víet- namar ráðgeri stórsókn þegar þurrkatíminn hefst. Sumir sérfræðingar telja að áætlun Víetnama sé sú að her þeirra útrými kambódíska hernum á sama tíma og kambódískir uppreisnarmenn sæki fram undir vernd þeirra og reyni að gera byltingu. „Tími byltingarinnar er kominn," segir í yfirlýsingu hinnar nýju samfylkingar. Bretlandi 9000 blaðamenn farnir í verkfall London, 4. desember. — Reuter. FYRSTA verkfall í sögu blaða- manna við hrezk héraðs- og sveitahlöð skellur á á miðnætti í kvöld vegna launadcilna þeirra við útgáfustjórnir blaðanna. Samtök blaðamanna við sveita- og héraðsblöð hafa skipað öllum 9000 félagsmönnum sínum að hætta vinnu á miðnætti og hverfa ekki aftur fyrr en gengið hefur verið að kröfum samtakanna um 20 sterlingspunda hækkun launa á viku, sem nemur um 12 þúsund íslenzkum krónum. Útgáfustjórnir blaðanna hafa hafnað kröfu blaðamannanna al- farið þar sem hún er fimm sinnum hærri en það hámarksþak sem ríkisstjórnin setti á launahækkan- ir í landinu á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.