Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 44
 studio-line Í.auáiNCiji <S 5 Ck)ð oj(")l cr oulls íglldi Verzlið sérverzlun með iitasjónvörp og hijómtæki. Skipholti 19, BUDIN sími — y 29800 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Eftirvæntinjr þessarar litlu stúlku leynir sér ekki, enda styttist nú óðum til jóla or það er margt sem jfleður barnsaugað í undirhúningi hátíðar ljóssins og fæðingar frelsarans. Ljósmynd Mbl. RAX. Atvinnuástand í Rangárvallasýslu: Um 200 atvinnu- lausir í héraðinu „Fólk hefur orðið að flykkjast á atvinnuleysisskrá“. „Atvinnuástand hefur verið mjög slæmt í Rangárvalla- sýslu allt frá því að megin framkvæmdum við Sigöldu lauk,“ sagði Sigurður Óskarsson á Hellu í samtali við Mbl. í gær, „og þótt nokkrir tugir verkafólks hafi unnið við Hrauneyjafossvirkjun s.l. sumar, þá munu um 130 félagar í Verkalýðsfélaginu Rangæinga hafa orðið að vinna utan héraðs meginhluta ársins, og nú eru tugir manna komnir á atvinnuleysisskrá.“ „Flest af því fólki sem hefur orðið að vinna utan héraðs," sagði Sigurður, „er í eins konar biðstöðu þar til framkvæmdir hefjast aftur á hálendinu í sambandi við Hrauneyjafoss, næsta vor skyldi maður ætla, en það má geta þess Atvinnumálin á Suðurnesjum* Verða200 atviimulaus ir um næstu helgi? ATVINNULAUSIR á Suðurnesj- um um næstu helgi munu verða um 200 talsins — að því er Emil Páll Jónsson. hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur tjáði Morgunblaðinu í gær. A morgun lokar Hraðfrystihús Keflavíkur og um helgina loka Heimir h.f. í Keflavík og tvö hús í Garðinum, ísstöðin og Ásgeir h.f. Samtals vinna við þessi hús nálega 180 manns. Síðan hefur skuttogaran- um Aðalvík frá Keflavík verið lagt og hefur þar 15 manns verið sagt upp. Samtals munu því um 200 manns verða orðnir atvinnu- lausir um næstu helgi. Emil Páll Jónsson kvað þessa tölu ekki segia alla söguna, þar sem menn létu ekki skrá sig á atvinnu- leysisskrá, nema þeir ættu rétt á bótum. Þurfa menn t.d. að hafa unnið á síðasta 12 mánaða tímabili Brennuvargar lausir í borginni Kveikt í á sjö stöðum á s.l. vikum BRENNUVARGAR ganga lausir í borginni og leggur Rannsóknarlögregla ríkis- ins allt kapp á að hafa hendur í hári þeirra, að sögn Arnars Guðmunds- sonar deildarstjóra hjá stofnuninni. Á síðustu vikum hefur verið kveikt í sjö húsum í borginni og nágrenni, síðast um helgina, þegar kveikt var í vinnustofu sjúklinga Kleppsspítalans, en þar urðu miklar skemmdir, eins og fram hefur komið í Mbl. Aðrir staðir, sem kveikt hefur verið í, að því er talið er, eru fæðingadeild Landspítalans, vinnustofa við Miklatorg, skúr við Skólavörðustíg, geymsla fjölbýlis- húss í Breiðholti, sumarhús við Rauðavatn og loks var gerð íkveikjutilraun í húsi við Njáls- götu í Reykjavík en sá sem þar var að verki náðist, áður en tjón hlauzt af. Sem fyrr segir leggja lögreglu- yfirvöld allt kapp á það að upplýsa þessi mál en þau þykja sérstaklega alvarleg fyrir þá sök, að i tveimur tilfellum hefur verið kveikt í heilbrigðisstofnunum, þar sem fjöldi sjúklinga liggur. 1144 dagvinnustundir til þess að öðlast rétt til bóta vegna atvinnu- leysis. Síðastliðinn föstudag voru 50 manns á atvinnuleysisskrá á Suður- nesjum, í Keflavík, Njarðvíkum, Höfnum og Vogum. Aðeins einn var þá á skrá í Höfnum, þótt væru um 10 manns án atvinnu, að því er Emil Páll sagði. Emil Pál) Jónsson kvað greinilegt, að nú væri að skella yfir samdráttar- kippur í atvinnumálum á Suðurnesj- um. Rekstrarerfiðleikar væru hjá frystihúsunum, en samdrátturinn væri þó víðtækari, því að nýlega var 28 mánaðarkaupsmönnum sagt upp hjá Islenzkum aðalverktökum, sem verða atvinnulausir frá og með áramótunum. „Það er því ljóst,“ sagði Emil Páll, „að það er ekki aðeins í frystiiðnaði, sem samdrátt- ur á sér stað í, heldur er þetta mjög almennt, m.a. í verzlun. Það, er því ljóst að koma þarf til almenn atvinnuuppbygging hér á Suðurnesj- að 286 Rangæingar unnu við Sigöldu árið 1976. Eftir að slátur- tíð lauk, en þá skapast vinna fyrir um 200 manns í 5 vikur, hefur fólk flykkst á atvinnuleysisskrá tugum saman þótt verkafólk hér sé mjög tregt til að fara á atvinnuleysis- skrá og þó er fólk héðan við alls konar vinnu í nánast hverri verstöð frá Fáskrúðsfirði suður um allt til Bolungarvíkur og sums staðar er það í hópum. Við hjá Verkalýðsfélaginu teljum að það séu yfir 200 félagsmenn ýmist atvinnulausir eða í vinnu utan héraðs og ástandið í atvinnumál- um hjá okkur er því algjörlega óviðunandi. Fyrrverandi félags- málaráðherra, Gunnar Thoroddsen, skipaði sérstaka at- vinnumálanefnd Rangárvallasýslu Fjármálaráðherra: og hefur hún nýlega skilað tillög- um að iðnþróunaráætlun fyrir sýsluna, sem hefur verið samþykkt og gefin út. Staðfestir skýrslan ástandið hér og miklar vonir eru bundnar við það hjá okkur að áður en Hrauneyjafossvirkjun lýkur verði hrundið af stað aðgerðum til lausnar þessum vanda. En víða þarf að taka á og á meðan við kaupum raforku, sem framleidd er við bæjardyrnar hjá okkur, allt að 175% dýrari en aðrir landsmenn, þá er ekki stórra hluta að vænta í uppbyggingu atvinnutækifæra.“ Tekjuöfhmar- frumvarplagt fram fyrir jól „Ég vona að fjárlögin verði afgreidd á Alþingi fyrir jól,“ sagði Tómas Árnason fjármála- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, „það var um það talað og fullur vilji hjá ríkisstjórninni til þess. Fyrir jól verður einnig lagt fram tekjuöflunarfrumvarp, en ekki er víst að það verði afgreitt fyrir jól. Það er reyndar í tvennu lagi, annars vegar varðandi innlendar og erlendar lántökur og hins vegar tekjuöflunarfrumvarp sem er ver- ið að ljúka vinnu við.“ 19 milljarðar króna í niðurgreiðslur næsta árt Kóka kóla og sukku- laði greitt niður næst? Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir til afgreiðslu á Alþingi gerir ráð fyrir 19 milljörðum króna í niður- greiðslur á landbúnaðar- afurðum miðað við eitt ár og er það um 11 milljarða hækkun frá þcssu ári. Svo er nú kornið samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér að ef áfram á að greiða niður vörur til þess að ná niður visitölunni, þá er komið að ýmsum vörum utan landbúnaðarafurða, sem skynsamlegt kann að vera að greiða niður og má þar nefna kóka kóla, suðusúkkulaði. kaffi og smjörlíki. Viðskiptaráðuneytið hefur nú tilkynnt Kauplagsnefnd að ríkisstjórnin hafi ákveðið að auka niðurgreiðslu vöruverðs með gildistöku frá þeim tíma er ný verðskráning búvöru kemur til framkvæmda, væntanlega nú í vikunni, en niðurgreiðslurnar eru samkvæmt lögum frá nóv. s.l. um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Samkvæmt þessu hækkar niður- greiðsla á hverju kg af dilka- kjöti úr 581 kr. í 774, nauta- gripakjöt úr 400 kr. á hvert kg í 518 kr. Niðurgreiðsla á lítra af nýmjólk hækkar úr 86 kr. í 111 kr., undanrennu úr 20 kr. í 43 kr. og rjóma úr 300 kr. í 400 kr. Niðurgreiðsla á smjöri hækkar ú 1550 kr. á hvert kg í 1887 kr, skyri úr 173 kr. í 208 kr., 45% osti úr 110 kr í 272 kr. og hverju kg af kartöflum úr 100 kr. í 135 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.