Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 280. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. NATO samþykkir viðvör un ar ker f i BrUssel, 5. des. Reuter - AP Landvarnaráðherrar Atlandshafsbandalagsins samþykktu í dag að koma á laggirnar tveggja milljarða dollara (736 milljarða króna) flota fljúgandi ratsjárstöðva til þess að afstýra skyndiárás úr austri þar sem Rússar vinna að því Ráðherrarnir munu undirrita greinargerð þar sem skýrt er frá framlagi hvers aðildarríkis um sig til Awaxs-kerfisins á morgun eða fimmtudag. Þetta er meiriháttar fjárfesting fyrir NATO. Það tók þrjú ár að fá Vestur-Þjóðverja til að samþykkja að bera 28 af hundraði kostnaðarins. Framlag þeirra kemur næst á eftir framlagi Bandaríkjamanna sem nemur 41 af hundraði. Frakkar hafa ákveðið að taka ekki þátt í þessu kerfi. Ekki er vitað hvort þeir ætla að koma á laggirnar eigin kerfi. Framlag Kanada er um níu af hundraði og annarra eru frá um sjö af hundraði til 0.11 sem Luxemborg leggur fram en framlag íslands er ekkert. Bretar taka ekki þátt í Awacs-kaupunum þar sem þeir hafa ákveðið að koma sér upp eigin kerfi sem byggist á ellefu Nimrod-njósna- vélum en kerfin verða samræmd. Yfirmaður herafla NATO, Zeiner Gundersen hershöfðingi, sagði í að stórefla hernaðarmátt sinn. Viðvörunartími Bandaríkjanna eykst um 15 til 30 mínútur með tilkomu þessa nýja viðvorunarkerfis (Awacs). Ljóst er að samkomulagið verður undirritað á morgun eða á fimmtudag þótt enn séu nokkur vandamál óleyst. skýrslunni að röskun hernaðarjafn- vægisins héldi áfram NATO í óhag en kvað bandalagbið hafa fengið betri hergögn, þar á meðal vopnaðar þyrlur, sjálfknúna skriðdreka og stórskotavopn auk marghliða árás- arflugvéla sem gætu flogið hærra og lengra. Hann taldi aðalhætturnar þessar: Eflingu sovézka flotans, aðallega í skriðdrekum= Fjölda og gæði skrið- dreka Varjsarbandalagsins= Styrk þess á sviði efna- og rafeindahernað- ar. Sophia sýknuð Róm. 5. desember. Reuter. AP. SÆKJANDI í Róm fór fram á í dag, að leikkonan Sophia Loren yrði sýknuð af ákærum um að hafa flutt gjaldeyri og listaverk úr landi með ólögleg- um hætti. En hann krafðist þess, að eiginmaður leikkonunnar, kvik- myndaframleiðandinn Carlo Ponti, yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi og 30 milljóna dollara sekt (um 10.8 milljarða ísl. kr.) fyrir að fara með gjaldeyri frá ítalíu á ólöglegan hátt. VERKFALLSMENN í vestur-þýzka stáliðnaðinum samþykktu í gær tillögu vinnuveitenda um að stjórnmálamaður yrði skipaður sáttasemjari í vinnudeilunni. Þetta er fyrsta verkfall stáliðnaðar- manna í Ruhr í hálfa öld. Myndin sýnir verkfallsmenn fá stimpluð verkfallsgreiðslukort hjá verkalýðsfélagi sínu í Duisburg. Þrír drepnir í Baskahéruðum Madrid, 5. desember. AP. Aðskilnaðarsinnar Baska drápu þrjá lögreglumenn þar sem þeir sátu á bar í San Sebastian á Norður-Spáni í dag, daginn fyrir þjóðaratkvæðið um nýja stjórnarskrá. Lögreglan kom strax fyrir vega- tálmum umhverfis borgina og kvað tilræðið verk samtakanna ETA sem hafa drepið 52 á árinu. Tilgangur ETA virðist sá að vara Baska við því að kjósa, en stjórnin í Madrid segir, að verknaðurinn muni engin áhrif hafa. Skoðanakannanir segja að tveir þriðju Spánverja greiði stjórnarskránni atkvæði. Rúmlega 10.000 manna liðsauki lögreglu er á verði í Baskahéruð- unum og deildir í hernum gæta opinberra bygginga og eru við öllu búnar. Sjá bls. 10. Vance tilKaíró Washington, 5. des. Reuter AP CYRUS Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Kaíró og Jerúsalem í næstu viku til að rcyna að koma því til leiðar að friðarvið- ræður Egypta og ísraelsmanna verði teknar upp að nýju að sögn bandarískautanríkisráðuneytisins í dag. Egyptar birtu í dag harðorðustu gagnrýni sína síðan í marz á Israelsmenn sem þeir sökuðu um „hryðjuverkaaðferðir" á vestur- bakkanum og ísraelskir embættis- menn létu í ljós ugg um að friðarumleitanirnar færu út um þúfur. -------------» ? <------------- Brezhnev til atlögu Moskvu, 5. desember. AP. Reuter. LEONID Brezhnev, forscti Sovét- ríkjanna, magnaði deilu Rússa við Rúmena í dag, fordæmdi „skrum- kennd rök" um breytingar á varnarmálastefnu Varsjárbanda- lagsins og ítrekaði að aðildarlönd- in mundu ekki draga úr herút- gjöldum sínum. UtanEMS Bríissel, 5. desember. Reuter. STOFNUN Gjaldeyriskerfis Ev- rópu (EMS) var samþykkt á leiðtogafundi Efriahagsbandalags- ins í kvöld. Bretar hafa ákveðið að standa utan við. ítalir og írar hafa ekki kunngert ákvarðanir sínar. Vorster fær syndakvittun Höfðaborg, 5. desember — Reuter CONNIE MULDER, fyrrverandi ráðherra er sakaður um afglöp og vanrækslu í starfi í skýrslu nefndar sem var skipuð til að rannsaka útbreidda misnotkun milljóna dollara úr leynilegum sjóðum suður-afrísku stjórnarinnar, en John Vorster forseti og Pieter Botha forsætisráðherra eru hreinsaðir af sök. f skýrslunni segir að dómsmálaráðherra ætti að taka fyrir mál tveggja fyrverandi háttsettra embættismanna, dr. Eschel Rhoodie og Denys bróður hans, og athuga hvort mál skuli höfðað gegn þeim. Samband Egypta og Búlgara rofið Kaíró, 5. desember. AP. EGYPTAR slitu stjórnmálasambandi við Búlgara í dag vegna deilu út af því að egypzkir lögreglumenn réðust inn í búlgarska sendiráðið að sögn egypzku fréttastofunnar. Búlgarska stjórnin hafði áður kallað heim sendiherra sinn í Kaíró og veitt egypzka sendiherranum þriggja daga frest til að fara úr landi. Samkvæmt fyrirmælum Um við egypzka fjölskyldu sem Anwar Sadat, forseta, réðust vopnaðir lögreglumenn inn í sendiráðsbygginguna og hand- tóku búlgarskan þegn sem var sakaður um að skjóta' úr skammbyssu til að dreifa hópi Egypta sem mótmæltu við sendiráðið. Búlgararnir hafa átt í útistöð- hefur neitað að fara úr íbúð í byggingunni þar sem búlgarska sendiráðið er og sendiráðsmenn- irnir hafa verið sakaðir um að sýna fjölskyldunni yfirgang. Búlgarski sendiherrann, Georgi Vladikov, mótmælti því að friðhelgi sendiráðsins hefði verið rofin. Egypzka fréttastofan segir að dyr sendiráðsins hafi verið innsiglaðar og vopnuð lögregla er á verði á lóðinni. Egypzku fjölskyldunni hefur verið leyft að vera í íbúð sinni í bygging- unni, þar sem hún hefur búið í fjörutíu ár. Samskipti Austur-Evrópu- ríkja og Egyptalands hafa hríð- versnað síðan 15.000 sovézkum hernaðarráðunautum var vísað úr landi 1972. Menningarstofn- unum ríkjanna og ræðismanns- skrifstofum þeirra utan Kaíró var lokað í fyrra. Nefndin, sem var undir forsæti dómarans Rudolf Erasmus, telur dr. Mulder hafa gert sig sekan um vanræsklu þegar hann hafi veitt dr. Rhoodie, fyrrverandi ritara upplýsingadeildar ríkisstjórnar- innar, svo að segja ótakmarkaðan aðgang að almannafé. Þar með ber dr. Mulder beinlínis sökina á fjármálamisferli dr. Rhoodies segir nefndin. Dr. Mulder var upplýsingaráð- herra þar til ráðuneyti hans var lagt niður snemma á þessu ári þegar fram komu ásakanir um að það hefði misnotað leynisjóði. I skýrslunni segir að Vorster hafi komið heiðarlega fram í málinu og að hann og Botha séu saklausir. Það eina sem nefndin segir að finna megi að Vorster sé, að hann hafi ekki gert ráðstafanir til að loka The Citizen þegar honum hafði verið gert viðvart árið 1976 um að blaðinu hefði verið komið á fót fyrir almannafé. Breyting í Venezúela Caracas, 5. desember. Reuter. STJÓRN Venezúela viðurkenndi í dag ósigur fyrir forsetaefni stjórn- arandstöðunnar, Luis Herrera Campins. Ritari Carlos Andres Perez for- seta fór til heimilis. Herrera með árnaðaróskir frá forsetanum. Auk sigurvegarans og forsetaefnis stjórnarflokksins (AD), Luis Pinerurar Ordaz, voru átta fram- bjóðendur í kjöri. Flokkur Herrera (Copei) er talinn aðeins hægrisinn- aðri en flokkur forsetans. Eþíópíumenn felldu 4.700 Róm, 5. desember. Reuter. UPPREISNARMENN í Erítreu sögðu í dag að 4.700 manns hefðu beðið bana eða særzt alvarlega og 1000.000 hefðu misst heimili sín síðan Eþíópíumenn hófu sókn sína. Talsmaður uppreisnarmanna í Róm sagði að þrátt fyrir neitanir Eþíópíumanna nyti Eþíópíuher stuðnings 13 rússneskra hershöfð- ingja og rúmlega 2.000 kúbanskra hermanna. Ósigur fyrir frú Gandhi? Nýju Delhi, 5. desember. AP. FRAMBJÓÐANDI sem nýtur stuðn- ings Janata-flokks Morarji Desais forsætisráðherra tryggði sér fljótt forskot þegar talning hófst í dag eftir aukakosningar til indverska þingsins í kjördæminu Fatephur á Norður Indlandi í dag. Frambjóðandinn, Liaqat Hussain, hafði fengið 12.000 atkvæði fram yfir frambjóðanda flokks frú Indiru Gandhi fyrrum forsætisráðherra þegar rúmur þriðjungur atkvæða hafði verið talinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.