Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 7 r íslenzk fyndni um alvörumál Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, er stund- um seinheppinn, er hann haslar sér völl í stjórn- málabaráttunni. Ástæðu- laust er að færa til bókar, hvern veg pessi sein- heppni hans hefur leikið hann sjálfan, pólitískt séð. En hún kemur einkar vel í Ijós í leiðara Tímans í gær, pegar hann bregður skildi fyrir Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra, vegna gagnrýni Mbl. á hendur honum. Þar segir hann blákalt, að vinstri stjórnin 1971—1974 hafi haldið veröbólcu í skefjum, unz olía hækkaði; og að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi síð- an komið til liðs við olíu- hækkunina með febrúar- samningum á launamark- aöi 1974. Þar séu rætur veröbólguvandans. Hér er hlutum svo gersamlega snúið viö að furðu sætir. Eymd slíks málflutnings er grátbrosleg. Það er að vísu karlmennska aö bregða á léttara hjal, jafnvel gálga- fyndni, á hættunnar stund. En Það er ekki leið úr neinum vanda að loka augunum fyrir viðblasandi staðreyndum. „Að Ijúga að öðrum er Ijótur vani en Ijúga að sjálfum sér hvers manns bani,“ ekki sízt í pólitísku tílliti. Verölagsþróun vinstri áranna Allt viðreisnartímabilið — prjú kjörtímabil — var verðlagspróun haldið inn- an við 10% vöxt að meðal- tali á ári. Árið 1971, pegar fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar settist á valdastóla, var verðbólgu- vöxtur, frá upphafi árs til loka, ekki yfír 7%. Sídan fór allt úr böndum: á svidi ríkisfjármála, fjárfesfíngar- mála og peningamála. Þar Þurfti enga olíuverðhækk- un til, pó ekki bætti hún úr skákinni. Óábyrg stjórnar- stefna, mótuð af kommún- istum, fram borin í fram- kvæmd af Ólafi Jóhannes- syni, sá um framvinduna. 1972 eykst verðbólguhrað- inn úr 7% 1971 — í 16% frá upphafi til loka árs 1973. 1973 er ársvöxturinn 34%. Og síöasta ár vinstri stjórnarinnar, 1974, er hann kominn vel yfir 50% (53 til 54%). Þessar tölur tala sínu máli. Ábyrgðarleysiö reið ekki viö einteyming á Þessum vinstri stjórnarárum, er Ólafur sat í forsæti ríkis- stjórnar. Allir sjá og viður- kenna í dag, a.m.k. í orði, böl og hættur verðbólg- unnar. Þessi hættuvaldur fékk fyrst fætur svo um munaði undir forsæti Ólafs árin 1971—1974, er komm- únistar beittu sér fyrir ríkisstjórnarvagn hans — og ferð án fyrirheits á vit verðbólgunnar var hafin. Enn er viö þennan vanda aö glíma Sú vinstristjórnar verö- bólga, sem ábyrgðarleysi áranna 1971—1974 hóf upp á vandræðatindinn, ríður enn húsum í Þjóöarbú- skapnum. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tókst að vísu að ná Þessum vexti niður í 26% á miðju ári 1974. Síðan seig aftur á ógæfuhlið. Og vinstri- stjórnarsvipurinn frá árun- um 1971—74 færist nú á ný yfir pjóðmálapróunina. Þannig segir Ásmundur Stefánsson, fyrrum hag- fræðingur ASI, í Alpýðu- blaðinu í gær, að verð- bólguspá líðandi stundar sé ákaflega óviss. Hún liggi einhvers staðar „á bilinu 35—70% fyrir næstu tvo mánuði." Þannig horfir, prátt fyrir kákaðgerðir núv. ríkisstjórnar, sem tekur verðbólguna sömu vettlingatökum og tyrr, svo notuð séu orð Braga Sig- urjónssonar, sem sagði af sér forsetastörfum í efri deild til að mótamæla „linku og rangsleitni" stjórnaraðgerða í efna- hagsmálum á líðandi stund. Skálkaskjólin Skálkaskjólin, sem Þór- arinn flýr í, eru olíuhækk- unin og febrúarsamning- arnir 1974. Olíuhækkunin hafði vissulega sín áhrif, en verðbólgan, sem vinstri stjórnin fyrri stofnaði til, hefði komist klakklaust á kopp, án hennar. Það var hið algjöra ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum, fjárfesting- armálum og peningamál- um sem par reið bagga- muninn. Febrúarsamning- arnir 1974, sem geröír voru undir leiðsögn priggja Þá- verandi vinstri stjórnarráð- herra, höfðu vissulega mikil hraðaáhrif á verð- bólguvöxt. Það er rétt hjá Þórarni. En í Þeim samn- ingum réð ábyrgðarleysi vinstri stjórnarinnar ferð. Hin fleygu orö ábyrgðar- leysis, sem ríkisforsjáin talaði Þá til forstöðumanna atvinnuvega, að Þeir yrðu að kasta sér til sunds, hvenær svo sem Þeir næðu landi, verða lengi vitni yfírkyndarans, sem „spilaði á sítar og söng“ meðan verðbólgubálið heítast brann í endaðan feril vinstri stjórnarinnar fyrri — á árinu 1974. Vonandi fer betur nú en Þá, Þó ábyrgöarleysið virð- ist hið sama. Líkara Gerð 301. Hátalari, sem hentar í bókahlllu en fyllir stofuna meö tónlist. Lítill en hljómmikill. Eins og allir aðrir Bose hátalarar notar gerö 301 endurkast frá veggjum til aö framkalla opiö, víöáttumikiö hljóö. Endurkastsstillir aölagar hljóm- buröinn þinni tónlist og þinni stofu. Þú færö mikið, eölilegt hljóö, sem þú býst ekki viö frá hátalara í þessum veröflokki. Þaö er engin tilviljun aö þessi hátalari er sá mest seldi í heimi. Ef þú vilt hljóö, sem er enn líkara lifandi tónlist, reyndu gerö 501. Hátalarinn stendur á gólfi og framleiöir bassa, sem fær veggina til aö nötra. Hátalararnir eru ekki eins en hannaöir þannig, aö þeir vinna saman viö aö skapa frábæra stereotónlist meö mikilli fyllingu. Og þú getur notað endurkastsstilli til aö aðlaga hljóminn aö stofunni þinni. Líkast lifandi tónlist er gerð 601. Sex hátalarar í hvorum kassa eru nákvæmlega staösettir til aö fylla herbergiö með hreinni, nákvæmri tónlist. Þessi staösetning veldur því, aö gerö 601 gefur einstaklega raunverulega tónlist. Víddarstillir gerir mögulegt aö aölaga hljóm- eiginleikana aö stofunni þinni. Gerö 601 skilar lifandi tónlist betur en nokkur annar hátalari. Nema einn. Lifandi Toþpurinn. Bose gerð III. Hannaður til aö skila öllum víddum lifandi tónlistar og veita mestu hugsanlegu hlustunaránægju. Níu samhæföir hátalarar í hvorum kassa skila tærum hátónum og kraftmiklum bssatónum. Hljóöið endurkastast eftir ákveönu kerfi, er skapar meiri tilfinningu fyrir rými en nokkur annar hátalari. Kassinn er hannaöur á sérstakan hátt. er gerir Bose 901 mögulegt að framleiöa bassa, sem er sérstakur miöað viö hátalara í venjulegum kössum. Sérsmíöaöir hátalarar meö hárri nýtni, framleiða stórkostlegt hljóö án þess aö þörf sé fyrir stóra dýra magnara. Hlustiö á Bose 901, þá er auövelt aö gleyma því aö þú sért aö hlusta á hátalara. Tónlistin verður aöalatriöiö. Eins og þú værir aö hlusta á hana í fyrsta skipti. Lifandi. Allar nánari upplýsingar um þessa frábæru hátalara fáiö þiö í verslunum okkar: heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 URVALSBÆKUR FYRIR ÞAU YNGRI J0RGIM CtSVIVi Fyrsta bókin, sem hér kemur út, um félagana Jakob og Jóakim eftir hinn fræga danska barnabókahöfund Jörgen Clevin. Nýstárleg og skemmtilega myndskreytt bók, sem örvar börnin til hugsunar og leiks — og veröur óþrjótandi ánægja, líka fyrir hina fullorönu. Kynniö ykkur þessa bók áöur en þiö kaupiö ein- hverja aöra. Fyrsta bókin, sem gefin er út hér um Jason sem frægur er víöa um lönd úr sjónvarpsteikni- myndum. Myndir um Jason hafa líka verið sýndar í barnatímum hérlendis — og höfundurinn hefur fengiö fjölda verðlauna vestan hafs og austan. Jason er ósköp venjulegur strákur, sem allir hafa gaman af aö kynnast. BÓKA FOfíLAGIÐ ' ¥ SAGA Sími 27622, Pósthólf 93, Hverfisgötu 54 RR BYGGINGAVÖRUR HEB Suöurlandsbraut 4. Simi 33331. (H. Ben. húsið) BflOMOTTUSETT Glæsilegt ■ RR BYGGINGAVÖRUR HK| Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.