Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 25 fclk í fréttum + KRISTALNÓTTIN. — í ýmsum borgum V-Þýzkalands hafa fyrrum fangar úr hinum ægilegu fangabúðum á dögum nazista í Þýzkalandi farið í hópgöngur klæddir fangabúningum til þess að minnast „Kristalsnæturinnar" fyrir 40 árum. Þessi nótt var ægileg fyrir þúsundir Gyðinga í borgum Hitlers-Þýzkalands og bar upp á 8. nóvember 1938. Þetta kvöld gerðu SS-sveitir nazista fyrstu skipulegu stórárás sína á Gyðinga. Ruddust inn á heimili þeirra, misþyrmdu þeim og jafnvel drápu, brutu þar allt og brömluðu, en aðrar SS-sveitir lögðu leið sína í verzlanir og önnur fyrirtæki sem voru í eigu Gyðinga. — Þar var allt brotið og eyðilagt. Þessum djöfulgangi lauk ekki fyrr en undir morgun næsta dag. — Verksummerkin, glerbrotin á götum strætanna glitruðu í skini götuljósanna. — Því hlaut þessi nótt nafnið „Kristalnóttin". Á spjöldum, sem fyrrum fangabúðamenn báru í göngum sínum, var skrifað Aldrei aftur „Kristalsnótt"! Aldrei aftur stríð! Aldrei aftur fasisma! Glæpir stríðsglæpamannanna fyrnast aldrei! + „BISNESSMENN.“ - Nafnið Fiat þekkja allir (hvorugur er þó nokkuð skyldur Fiat-ættinni). Og bíleigendur munu kannast við hjólbarðanafnið Goodyear. — Þess- ir vörpulegu kallar eru stjórnarfor- menn í þessum stórfyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins. — Heitir sá Giovanni Agnelli (til v.). Er hann stórnarformaður Fíatverk- smiðjanriá á Ítalíu. Hinn er Charles J. Pillios stjórnarformaður hjól- barðaverksmiðjanna bandarísku, Goodyear. Myndin af þeim félögum er tekin við hádegisverðarfund bisnessmanna í stórhótelinu Val- dorf Astoria í New York fyrir skömmu. Þar höfðu báðir haldið ræður um stöðu Bandaríkjadollars- ins í heimsviðskiptunum. I ræðu sinni hafði Bandaríkjamaðurinn í þessu sambandi vikið að mannrétt- indabaráttu Bandaríkjaforseta og áhrifum hennar í sambandi við vissa þætti heimsviðskiptanna. + í BERLÍN. — Þessi mynd er tekin að tjaldabaki í óperuhöllinni í V-Berlín. — Hussein Jórdaníukonungur var þar viðstaddur ballettsýningu, en þar dansaði sjálfur Nureyev ballettmeistarinn heimsfrægi. — Að sýningu lokinni hafði Hussein konugur (til h.) farið að tjaldabaki til að heilsa upp á snillinginn (til v.) — Skjólgóða konan á miðri myndinni er hennar hátign Jórdaníu- drottning Nur al. Jólatónleikar Tónlist- arskóla Rangæinga TÓNLISTARSKÓLI Rangæ- inga heldur sína árlegu jólatónleika sunnudaginn 10. desember. Verða tónleikarnir tvítekniri kl. 14 í Hábæjarkirkju Þykkvabæ og klukkan 22.30 í Stóra-Dalskirkju undir Eyjafjöllum. í Tónlistarskóla Rang- æinga stunda nú nám 160 nemendur og kennt er á 7 stöðum í sýslunni. Kennarar eru 9 auk skólastjóra, Sigríð- ar Sigurðardóttur. Þá er starfandi við Tónlistarskól- ann barnakór, sem hefur komið víða fram hérlendis og erlendis og mun hann koma fram á jólatónleikunum. Groh.e blöndunÍHaeki erubafö^íReftfæri. Svo auövelt er fyrir börnfn aö Skrófa fré 09 vWfa þ£*gHeg«b» hitastigiö Þaö hefur verfö hugsaöíö'bornIn geti lika notlö Grohe tækjanna, og þau þum ekki aöstoöar viö. Utllt og hönnun Grohe blöndunartaekianna bera af, Grohe er brautryéfandi og leiöandi fyrirtæki á svIÖÍ blöndunartækja. Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgö ó öllum tækjum 0 GROHE GROHE = VATN + VELLÍÐAN RK BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIO)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.