Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘It wiiJAmtofua'on Halldór Finnsson end- urkjörinn formaður bifreiða, sem staðsettar verða í göngugötuhluta Austurstrætis, en nú þegar eru þangað komnar tvær sölubifreiðir happdrættismiða. Um sama leyti í fyrra var mengun frá útblæstri þessara bifreiða veruleg, en hins sama gætir reyndar einnig nú, einkum árdegis og alveg sérstaklega á föstudögum, þegar ýmsar bifreiðir eru að athafna sig á göngugötunni, t.d. vegna útimarkaðarins. Sjá mátti í fyrra, að happ- drættisbifreið eins líknarfélagsins hafði orðið sér úti um raftengingu, kapaltengingu í stöpul við túnblett austast í götunni. Pest frá bifreiðum í göngugöt- unni er veruleg, ekki sízt þegar lygnt er. Væri nú ekki hægt að koma því Þessir hringdu . . svo fyrir, að fleiri happdrættis- bifreiðir ættu aðgang að raf- magnskapaltengingu, sem þegar virðist vera fyrir hendi í göngugöt- unni, og væri þá „öllum skilyrðum um fyllstu hollustuhætti 'full- nægt„. — Framtakið væri þakkar- vert. Á“ Mismunandi ellilífeyrir „Eg undirrituð sem er komin á níræðisaldur var að lesa grein sem Jón Helgason skrifar í Morgun- blaðið í Velvakanda 1. desember. Eg hef nú oft orðið hissa nú varð ég hissa sem um munar. Hann talar um hvað hjón fái í ellilífeyri en ég ætla að láta hann vita það að einstaklingur hefur 90.840 kr. á mánuði það er að segja ef eitthvert skyldmenni býr í sama húsi en ef það er ekki þá fær það heimilis- uppbót sem er eitthvað yfir 10 þúsund krónur en hana hef ég ekki af því að í húsinu býr skyldmenni mitt. En húsið mitt er skuldlaust og þar af leiðandi fékk ég auka eignarskatt og ég verð bara að segja Jóni Helgasyni það, að ég verð líka að borga síma, rafmagn og hita, svo verð ég lika að borða og ég veit ekki hvernig maður getur það þvi að nú hækkar maturinn. Svo er Jón Helgason að tala um yngri skattgreiðendur, ungt fólk getur haft vinnu og oft vinna bæði hjónin en þó maður hafi unnið áður fyrr þá er það ekki í dag og dýrtíðin er það mikil í dag og þó fólk hafi lagt fyrir, þessi gömlu hró, þá er það allt uppétið i verðbólgubálinu. Helga Jónsdóttir.“ AÐALFUNDUR kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Vesturlandi var haldinn á Akranesi 11. nóv. s.l. Stjórn kjördæmisráðs var endur kjörin en hana skipa. Halldór Finnsson, Grundarfirði, formaður. Hörður Pálsson, Akranesi, vara- formaður, Davfð Pétursson, Grund, Skorradal, ritari, Bjarni Helgason, Laugalandi, Mýrasýslu, gjaldkeri, Kristjana Ágústsdóttir, Búðardal, meðstjórnandi. . Geir Hallgrímsson mætti á fund- inn og ræddi um stjórnmálaviðhorf- ið og urðu allmiklar umræður um það o.fl. Einnig var rætt um ýmis héraðsmál og úrslit alþingiskosning- anna í júní s.l. Samþykktir voru gerðir í samgöngumálum, um varan- lega vegagerð og tekið þar undir tillögur Sjálfstæðisflokksins og fleiri um að skipulega sé unnið að þeim málum. • Batnandi skipaferðir Ibúi á Vestfjörðum hafði samband við Velvakanda og kvaðst vilja koma á framfæri til Skipaút- gerðar ríkisins þakklæti fyrir mjög batnandi þjónustu við Vest- firðinga. Sagði hann að nú væru ferðir ríkisskipanna svo tíðar á flestar hafnir á Vestfjarðakjálk- anum aö menn gætu auðveldlega treyst á þær til allra flutninga. Til þessa hefðu menn að vetrarlagi þurft að notast við flugið að miklu leyti, en þó það væri oft fljótlegt kæmi fyrir að ekki væri flogið marga daga í röð og því gæti sendingum seinkað og menn hefðu oft ekki getað treyst nægilega vel á að pakkar færu strax, því að oftast væru farþegar látnir ganga fyrir hjá flugfélögunum. Þó kom fram í máli íbúans á Vestfjörðum að ekki væru alveg allir Vestfirð- ingar jafn ánægðir með breytta ferðatilhögun, en þó væri Ijóst að hún kæmi flestum að betri notum. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Rúmeníu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Suba og Stefanovs, sem hafði svart og átti leik 15 ... Iíxf2! 16. IId2 d 1! 17. Hxd4 De3 18. Kfl Bxf3 19. Rd5 Hxd5 20. Hxd5 Rgl! og hvítur gafst upp. Það var einmitt Suba. sem þáði jaínteflisboð Ingvars Ásmunds- sonar á Ólympíumótinu í Buenos Aires um kvöld, en kannaðist síðan ekki við neitt morguninn eftir þegar skákin átti að teflast og vann skákina. í þessari skák fékk hann hins vegar makleg málagjöld. 03^ SlGGA V/öGA 2 Á/LVtRAM /^T\ ^KKiiy (Vlo Úffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.