Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 30 • James Blaekwood t.v.. frjálsíþróttaþjálfari hjá háskólanum í Texas, sem Óskar kemur til með að keppa fyrir ok nema við, ræðir við formann FRÍ, örn Eiðsson, og óskar. Öskar hefur gert samning við einn stærsta háskóla Bandaríkjanna, Texas A.M. — Ég hcf hvergi séð betri aðstöðu til œfinga og keppni en þarna hjá þeim í Texas, sagði kringlukastarinn Óskar Jakohsson f spjalli við Mbl. í gær, en hann er nýkominn frá Austin f Texas þar sem hann hefur gert samning við háskólann þar um að keppa fyrir þá og jafnframt mun hann nema við skólann. — Eg náði mjög hagstæðum samningi og er ánægður með hann og eftir að hafa verið úti í boði skólans var ég ekki í vafa um að fara út og dveljast þar, sagði Óskar. — Ég mun halda út 10. janúar og dveljast til maíloka en þá kem ég heim og verð með landsliðinu í keppnum sumarsins sem eru fjölmargar. Úti í Texas mun ég að sjálfsögðu leggja aðaláherslu á kringluna en kúlu- varpið verður aukagrein hjá mér. Ég ætla að setja markið hátt og leggja mikla áherslu á æfingarnar sem framundan eru undir handteiðslu góðra þjálfara við aðstæður eins og þær gerast bestar. Með Óskari kom til landsins einn af þjálfurum skólans, James Blackwood. Er við ræddum við hann í gær, kvaðst hann vera mjög ánægður yfir að hafa náð samning- um við Óskar og sagðist vona að hann yrði ekki sá síðasti sem kæmi til skólans frá íslandi. Aðspurður hvers vegna hann hefði komið með Óskari til íslands sagði hann, að hann hefði verið að ganga frá samningum og jafnframt hefði hann áhuga á að ræða við fleiri frjáls- íþróttamenn sem til greina kæmu fyrir skóla sinn. Ég mun ræða við Hrein Halldórsson kúluvarparann ykkar, sem er á heimsmælikvarða, og hugsanlega fleiri. — Þá hef ég reynt að skoða mig um hér og líst vel á mig, sagði James. Háskólinn í Austin í Texas er einn sá stærsti í Bandaríkjunum og telur alls 42.000 nemendur. í frjálsíþrótta- liði skólans eru um 70 keppendur og greiðir skólinn allan kostnað þeirra við æfingar og keppni, svo og skólavist í flestum tilfellum. Óskar mun hefja keppni á innan- hússmótum stuttu eftir að hann kemur út í janúar, en aðalkeppnis- tíminn hefst ekki fyrr en í febrúar- lok. Það er gleðiefni að Óskar fær nú tækifæri til að æfa við bestu hugsanlegar aðstæður og hjá góðum þjálfurum því að hann er tvímæla- laust eitt mesta frjálsíþróttaefni sem við eigum á íslandi í dag. Svavar híaut bronsið Opna skandinavíska meistara- mótið 1978 var háð í Ósló um síðustu helgi. Sjö íslenskir júdó- menn tóku þátt í mótinu og stóðu sig með prýði í keppni við hina erlendu keppinauta. Þetta var fjölmennt mót og sterkt, skráðir keppendur 154, en eitthvað aí þeim helltist úr lestinni. Fyrst er keppt í riðlum innan hvers þyngdarflokks. og eru venjulega 4 menn í riðli. Tveir efstu úr hverjum riðli komast síðan í úrslitakeppnina sem háð cr með útsláttarfyrirkomulagi. Flestir íslensku keppendurnir komust í úrslitakeppnina, og Svavar Carlsen komst alla leið upp í þriðja sæti í þungavigt. Tapaði hann naumlega fyrir norðanmann- inum Petterson í undanúrslitum. Svavar kastaði norðmanninum en hlaut refsistig fyrir óleyfileg tök, og það nægði til að norðmaðurinn fékk vinninginn. Bjarni Friðriksson sigraði í sínum riðli í 86 kg flokknum, og vann alla andstæðinga sína í ippon (fullnaðarsigur). Sigurður Hauks- son keppti nú í fyrsta sinn á móti erlendis og náði frábærum ár- angri. Hann sigraði í sínum riðli í 86 kg flokknum ásamt Finnanum Vaino. Sigurður sigraði m.a. fyrr- verandi norðurlandameistara, Julvén frá Svíþjóð. Frábær árang- ur hjá Sigurði sem er aðeins 17 ára gamall. Halldór Guðbjörnsson keppti nú í fyrsta sinn í 78 kg flokknum, en það er einum flokki þyngra en hann hefur venjulega keppt í. Halldór komst í úrslitakeppnina, en í fyrstu umferð þar var sigurinn dæmdur af honum með næsta óvenjulegum hætti. Halldór náði góðu taki á Dananum Tolstoy: í gólfglímu, og Daninn gafst upp og Halldóri er að sjálfsögðu dæmt ippon. En eftir á breyttu dómar- arnir úrskurðinum, töldu að Hall- dór hefði þjarmað að baki Danans, og var nú dóminum breytt í 7 refstistig á Halldór. Það var of mikið til að Halldór gæti unnið það upp, þó að hann hefði mikla yfirburði í viðureigninni. Aðrir keppendur í íslenska hópnum náðu ekki eins góðum árangri og þessir en stóðu sig samt vel. Fjöldi keppenda var frá Vestur-Þýskalandi og var það vel þjálfað og gott lið. Svíar tefldu fram sínum bestu mönnum og fengu tvenn gullverðlaun. Þetta er í þriðja sinn sem íslenskir júdómenn taka þátt í þessu alþjóðlega móti, og hafa þeir unnið til verölauna í öll skiptin. • Svavar Carlsen. Aiisturriki skióaparatiis a 1 bi i notnr walift um ctaAi í A i icti irríclsi i Þú getur valið um 3 staði í Austurrísku Ölpunum, Kitzbúhel, Zell am Zee og St. Anton - einhver vinsælustu skíðalönd sem völ er á. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna dvöl - á einum stað eða tveimur. Vikulegar brottfarir, á sunnudögum frá 7. janúar til 25. mars auðvelda þér að velja hentugan tíma. Snúðu þér til söluskrifstofu okkar, umboðsmanns, eða ferðaskrifstofu og fáðu litprentaða skíðabæklinginn og allar nánari upplýsingar. flugfélag LOFTLEIÐIR LSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.