Morgunblaðið - 07.12.1978, Side 1

Morgunblaðið - 07.12.1978, Side 1
48 SIÐUR 281. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ohira stendur nú höllum f æti Tokyo, 6. desember. AP. MASAYOSHI Ohira var ekki útnefndur forsætisráðherra Japans í dag eins og búist hafði verið við. Mjög harðar deilur innan Frjálslynda flokksins sem er við völd í Japan urðu til þess að útnefning Ohira í þinginu fór ekki fram í dag en málið verður tekið fyrir að nýju á morgun. Ohira var einn í framboði til forsætisráðherraembættisins eftir að hann sigraði Takeo Fukuda, fyrrverandi forsætis- ráðherra, í prófkjöri flokksins fyrir skömmu. Allt gekk að óskum, Ohira var útnefndur forsætisráðherra af flokknum og Fukuda baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt snemma í morgun. Þá hljóp snuðra á þráðinn, Ohira kom fram rétt áður en fjalla átti um málið í þinginu og tilkynnti að hann hefði skipað Kunikichi Saito aðalritara flokksins, sem er eitt valdamesta embættið innan flokksins sé forsætisráð- herraembættið undanskilið. Þessa ákvörðun geta hvorki fylgismenn Fukada né andstæð- ingar Ohira utan flokksins sætt sig við. Forseti þingsins til- kynnti að ekki yrði gengið til atkvæða í dag en málið tekið upp að nýju á morgun og þá reynt að útnefna nýjan forsæt- isráðherra landsins. Masayoshi Ohira. Takeo Fukuda. r Israel-Egyptaland: Friðarviðræð- ur af stað inn- an skamms Vínarborg, Tel Aviv, 6. desember. AP. Reuter. MUSTAFA Halil, forsætisráðherra Egyptalands, sagði á fundi með fréttamönnum í Vínarborg í dag að hann myndi hitta Ezar Weizmann, varnarmálaráðherra ísraels, og Moshe Dayan, utanríkisráðherra ísraeis, innan tíðar og ræða deilumál ríkjanna. Halil sagði ennfremur að fundur þeirra yrði einhvers staðar í Evrópu og aðspurður sagði hann að það væri trú sín að þessi fundur gæti leyst þann hnút sem verið hefur í samningaviðræðum full- trúa landanna að undanförnu. Ráðherrann neitaði að skýra frá því hvar fundurinn yrði haldinn og hvenær, en sagði aðeins að hann yrði mjög bráðlega. Bandaríkjamenn tilkynntu í dag að för Cyrus Vance utanríkisráð- herra til Miðausturlanda í vikunni væri alls ekki björgunarleiðangur til að koma friðarviðræðum ísra- elsmanna og Egypta aftur af stað. Sérfræðingar eru samt á öðru máli og telja Vance fara gagngert til að reyna að koma skriði á málin enda hefði Carter tekið ákvörðun um för hans strax er hann hafði fengið bréf Begins forsætisráðherra í hendurnar á mánudag. Hörð ptök ennílran Teheran, 6. desember. AP. Reuter. RÓSTUR OG bardagar héldu áfram í flestum helztu borgum írans í dag og munu samkvæmt áreiðanlegum heimildum a.m.k. 16 manns hafa látið lífið, þar af einn lögreglumaður sem skotinn var á leið til vinnu sinnar í morgun. Sérstaklega voru harðir bardagar í borginni Dayer við Persaflóa þar sem andstæðingar keisarans börðust við hermenn og að sögn hersins féllu 7 andstæðingar keisarans. Tilkynnt var í Teheran í morgun að tveir af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar sem setið hafa í haldi, þeir Karim Sanjabai og Dariush Forouhar, yrðu látnir lausir í dag. Þeir voru handteknir fyrir um mánuði síðan. Foringi stjórnar- andstöðunnar, Shapour Bakhthiar, staðfesti i dag að félagarnir tveir hefðu verið látnir lausir og dveldu nú á heimilum sínum. Forsætisráðherra landsins, Gholamreza Ashari, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að stjórn landsins stæði föstum fótum og væri engip hætta á að hún félli. Hann sagði að baráttan gegn andstæðingum keisarans yrði hert á næstunni og komið yrði í veg fyrir þá miklu ógnaröld sem ríkt hefði í landinu að undanförnu. Olíuframleiðsla landsmanna er nú aðeins helmingur þess sem hún er við eðlilegar aðstæður og er það bein afleiðing síðasta verkfalls starfsmanna í olíuvinnslunni. Sérfræðingar telja að þessi litla framleiðsla muni óhjákvæmilega koma við sögu þegar tekin verður ákvörðun um nýtt olíuverð á fundi olíuframleiðsluríkja á næstunni. Nú bíða um 60 risastór olíuskip eftir því að verða fermd af olíu en í venjulegu árferði bíða aðeins um 10 skip hverju sinni. Þá hermdu síðustu fréttir í gærkvöldi að nokkur hundruð útlendingar væru að undirbúa brottför sína. Ú ganda-Tanzanía: Er friður á næsta leiti? Dar Es Salam, Tanzaníu, 6. desember. AP. GAAFAR Mohamed, forseti Súdans, kom til Tanzaníu í dag úr för sinni til Uganda þar sem hann reyndi að miðla málum í deilu Úgandamanna og Tanzaníumanna. Við komuna til Tanzaníu sagði Mohamed að ferð hans til Úganda hefði verið gagnleg og grundvöllur væri fyrir samningum landanna, ef hvort um sig slakaði lítillega á kröfum sínum. Tanzaníumenn hafa marglýst því yfir að stríðinu sé alls ekki lokið þrátt fyrir yfirlýsingar Amins í þeim efnum og áfram er haldið mikilli hergagnafram- leiðslu í landinu. Þá eru ungir menn í ríkum mæli hvattir til heræfinga og búnir undir frekari átök á landamærum ríkjanna. Formlegt stríð milli landanna skall á í október s.l. þegar hersveitir Úgandamanna réðust inn í norð-vestur hluta Tanzaníu og hertóku þar nokkra bæi. Juan Carlos Spánarkonungur greiðir atkvæði um hina nýju stjórnarskrá og Sofia drottning fylgist með. Símamynd AP. Ný stjórnarskrá Spánar í augsýn Madrid, 6. des. AP. Reuter. SPÁNVERJAR gengu til þjóðaratkvæðis í dag um nýja stjórnarskrá. Ef hún verður samþykkt mun hún binda endi á meira en 40 ára einræðislega stjórn í landinu og gefa svigrúm til lýðræðislegra stjórnarfars í landinu, segir í fréttum frá Madrid í dag. Samvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í landinu að undanförnu, er taiið víst að hin nýja stjórnarskrá verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Helztu andstæðingar frumvarpsins eru öfgamenn til hægri og vinstri, en þeir eru í miklum minnihluta. Aðeins höfðu borist úrslit úr litlum fámennum héruðum í gærkvöldi og voru þau öll á þann veg sem búist hafði verið við og greiddu langflestir atkvæði með hinni nýju stjórnarskrá. Til að mynda kom aðeins eitt mótat- kvæði í smábæ einum á Norð- ur-Spáni. Að mati sérfræðinga hefur verið farið bil beggja við samn- ingu stjórnarskrárinnar, en mjög örðugt reyndist að sætta hin ólíku sjónarmið. Meginatriði hinnar nýju stjórnarskrár eru þó í samræmi við það sem gengur og gerist meðal vestrænna ríkja. Þar er m.a. kveðið á um almenn mannréttindi, trúfrelsi og fé- lagafrelsi. Þá er þar kveðið á um að í landinu skuli vera þingbund- in konungsstjórn, og aðskilja skuli löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Mörg ákvæði í stjórnarskránni hafa valdið miklum deilum og má þar nefna ákvæði um tak- markað sjálfstæði einstakra héraða og landshluta, þó að kveðið sé fast á um einingu Spánar sem heildar. Sérstaklega hefur þetta ákvæði mætt mikilli gagnrýni meðal Baska sem krefjast algerrar sjálfstjórnar. Uppkast að hinni nýju stjórn- arskrá var til meðferðar í spænska þinginu fyrir mánuði síðan og hlaut þá stuðning um 92% þingmanna í báðum þing- deildum, en margir þingmenn gerðu þó ákveðnar breytingartil- lögur. Sérstaklega var mönnum tíðrætt um ákvæði um samband ríkis og kirkju, því að margir leiðtogar kirkjunnar hafa lýst þeirri skoðun sinni að þar sé gengið alltof langt í frjálsræðis- átt og muni það hafa hinar verstu afleiðingar í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.