Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: „Álagningar- reglurnar verði óbreyttar” BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisílokksins munu greiða atkvæði gegn tillögum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í dag um stórfellda hækkun fasteignaskatts. Sjónarmið sjálfstæðis- manna í borgarstjórn eru þau að álagningarreglurnar eigi að vera óbreyttar frá því sem verið hefur í mörg ár. Morgunblaðið ræddi í gær við Birgi ísleif Gunnarsson og hafði hann eftirfarandi að segja um skoðun sjálfstæðismanna í þessu máli. — Stefna okkar sjálfstæðis- manna varðandi þær tillögur, sem meirihluti borgarstjórnar hefur flutt um stórkostlega hækkun fasteignaskatta er skýr og ótvíræð. Við höfum um margra ára skeið ekki talið rétt að hækka fasteignagjöld um- fram það sem hækkun fast- eignamats segir fyrir um og höfum því notað óbreyttar álagningarreglur. Það er okkar skoðun enn og þess vegna munum við eindregið leggjast gegn tillögum meirihlutans, greiða atkvæði gegn breyttum álagningarreglum og leggja til að álagningarreglurnar verði óbreyttar frá því sem þær eru. Sigurey biluð Siglufirði, 6. desember. DAGNY kom hingað inn í dag með nýja togarann Sigurey frá sama útgerðarfyrirta'ki í togi. Ilafði brotnað sveifarás í Sigurey, sem nýlega kom hingað frá Frakklandi, og er allt útlit íyrir að togarinn verði nokkurn tíma frá veiðum. Stöðug löndun er hér hjá loðnubátum. Vonir standa til að einhvern næstu daga verði byrjað að setja í stóru kæligeymsluna Síberíu, en verið er að leggja síðustu hönd á hana þessa dagana. Það telst til tíðinda hér og er til marks um veðurfarið að steypunni í verkið hefur verið ekið alla leið frá Sauðárkróki. Þróin á að geta tekið um 6—7 þúsund tonn. — Fréttaritari. Þeirra eigin orð að verja samnings- ákvæðin fyrir óskamm- feilnum stjórnvöldum” — sagði Benedikt Davíðsson Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingármanna og Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins, sagði í Þjóðviljan- um 8. júní: „Ég held að það sé flestu fólki ljóst, — ljósara en áður —, að kjör fólks verði ekki ráðin af gerð samningsákvæða eingöngu, heldur hvernig hægt er að verja samningsákvæðin fyrir óskammfeilnum stjórnvöldum. Það þarf að tryggja þannig stjórnvöld, að þau kjör, sem samið er um haldi." „Brýnt að sú hækkun, sem koma á samkvæmt kjarasamningum, verði bætt með öðrum hætti” — sagði Benedikt Davíðsson 8. nóvember í Tímanum 8. nóvember sl. er forsíðuviðtal við Benedikt Davíðsson um fyrirsjáanlegar kauphækkanir 1. desember, þar sem hann segir: „Það er ekki bara þessi vandi, sem fyrirsjáanlegur er nú 1. desember vegna hækkana á verðbótavísitölu, sem menn eru að ræða um, heldur líka fram- haldið, þ.e. 1. mars og 1. júní. Ég býst við því, að allir séu sammála um það, að ef reyna á að ná einhverjum tökum á þessu verkefni, þ.e. efnahagsmálunum, þá verða þær uppbætur, sem launþegar eiga að fá 1. desem- ber, að vera í því formi, að þær magni ekki verðbólguvandann. Við teljum að það sé æskilegri leið heldur en beinar launa- hækkanir, sem síðan færu beint út í verðlagið. Ég tel það mjög brýnt, að gripið verði til einhverra ráð- stafana þannig að sú hækkun, sem koma á á kaup samkvæmt kjarasamningum, verði bætt með öðrum hætti en i formi beinna launahækkana, sem ekki yrði þá verðbólguhvetjandi." Albert seldur til Bandarikjanna I VIKUNNI var gengið frá sölu a varðskipinu Albert til Banda- ríkjanna. Kaupandinn er íslenzk- ur maður Sigurður Þorstcinsson sem hyggst leigja skipið til ýmissa verkefna vestur í Banda- ríkjunum. svo sem margs konar rannsóknarverkefna. Að sögn Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæzlunnar var auglýst eftir tilboðum í skipið og reyndist tilboð Sigurðar hag- stæðast. Söluverðið var 70 þúsund dollarar eða sem næst 22,3 mill- jónir íslenzkra króna og er þá miðað við staðgreiðslu. Albert er rúmlega 200 lesta skip, byggt í Reykjavík 1958 af Stálsmiðjunni og Landssmiðjunni í sameiningu. Sigurður Þorsteinsson, sem kaupir Albert, keypti einnig varð- skipið Sæbjörgu af Gæzlunni þegar hún var seld fyrir nokkrum árum. Loðnuaflinn rösklega 480 þúsund tonn LOÐNUAFLINN er nú orðinn liðlega 480 þúsund tonn og hafa 20 aflahæstu skipin veitt 243.600 tonn eða rösklega helming aflans á sumar- og haustvertíðinni. Alls höfðu 20 skip veitt meira en 10 þúsund tonn um mánaðamótin og cr Sigurður enn sem íyrr afla- hæsta skipið með 18.237 tonn, en Börkur hefur veitt 15.326 tonn. Alls hafa 54 skip verið á veiðunum í einhvern tíma frá í sumar, en nú munu um 40 skip stunda veiðarnar. Það eru þó alls ekki öll skipin, sem veitt hafa eins vel og þau aflahæstu, þannig hafa 20 skip fengið á milli 5 og 10 þúsund tonna afla og 14 skip höfðu veitt minna en 5 þúsund tonn um mánaðamótin. Ágætlega hefur aflast á loðnu- miðunum úti af Vestfjörðum að undanförnu og frá því á þriðju- dagskvöld þar til síðdegis í gær tilkynntu 10 skip um afla til loðnunefndar. Stjórnvöld: Neita kaupum á 2 þús. lesta kolmunnaskipi AÐALSTEINN Jónsson útgerðar- maður á Eskifirði hefur fengið afsvar stjórnvalda um fyrir- greiðslu til kaupa á 2 þúsund lesta nóta- og kolmunnaskipi scm hann á kost á að fá frá Portúgal á mjög hagkvæmum kjörum. að því er Aðalsteinn telur sjálfur. Aðalsteinn sagði í samtali við Mbl. að hann hefði átt viðræður við portúgalska aðila sem hingað komu fyrir nokkru til að bjóða þetta skip, en smíði á því hafi hafizt fyrir fáeinum árum, þannig að það væri nokkurn veginn hálfsmíðað en þar sem allur efniskostnaður við smíði skipsins og vélar þess hefði hækkað svo gífurlega á þessu tímabili mætti fá skipið á mjög hagkvæmum kjör- um. Aðalsteinn sagði ennfremur, að honum hefði litist mjög vel á þessi Fyrsta kvöldvaka Listaklúbbsins Fyrsta kvöldvaka Listaklúbbs Söngskólans í Reykjavík verður á föstudagskvöld í Söngskólanum. Verður það svokallað ítalskt kvöld þar sem söngvararnir Guðrún Á. Símonar, Ólöf Harðardóttir og Garðar Cortes syngja ítölsk lög, en einnig verða þar íslenzk tilþrif og m.a. mun Matthías Johannessen skáld lesa upp og sýnd verða málverk eftir Jóhannes Jóhannes- son listmálara. Þá verður m.a. borinn fram ítalskur smáréttur, réttur kvöldsins, sem þær Þuríður Pálsdóttir og Margrét Eggerts- dóttir munu kokka í eldhúsi Söngskólans. 19 ÁRA stúlka lærbrotnaði í- umferðarslysi á mótum Suður- landsbrautar og Holtavegar um tíuleytið í gærmorgun. Stúlkan ók vélhjóli og var hún á leið austur Suðurlandsbraut en á móti henni kom fólksbíll á rangri akrein, en hann hafði verið að aka framúr bílaröð. Skall bíllinn á vélhjólið skipakaup, þar sem hann hefði talið þetta skip tilvalið til kol- munnaveiða, en þarna væri um að ræða samsvarandi skip og Norð- menn hefðu notað til þeirra veiða og fengið jafnan þrefaldan afla í trollið miðað við það sem Jón Kjartansson fékk, og byggðist þetta á því hversu kraftmiklar vélar þess væru. Eftir reynslu síðasta árs væri einnig vitað mál að kolmunninn væri svo milljón- um tonna skiþti hér við land 6—7 MINNIHÁTTAR bilunar hefur orðið vart í AVAC ratsjárflugvél- um handariska hersins, en tvær slíkar vélar eru við eftirlit hér á landi. Fyrirskipað hefur verið að þessar vélar verði ekki notaðar nema til brýnna varnarstarfa með þeim afleiðingum að stúlkan féll í götuna og lærbrotnaði. Bifreiðastjórinn stakk af en lög- reglumaður, sem þarna var stadd- ur og sá atvikið elti bílinn og gat handsamað manninn. Var þetta maður á fimmtugsaldri, réttinda- laus. mánuði á ári og algerlega ónýttur. Aðalsteinn kvaðst þess vegna hafa talið þetta í alla staði viturlegri fjárfestingu heldur en kaup stjórnvalda á tveimur skut- togurum, sérstaklega með tilliti til þess að farið væri að leggja öllum skuttogaraflotanum stóran hluta ársins. Engu að síður hefðu stjórnvöld ekki viljað sinna mála- leitan hans og kvaðst Aðalsteinn ekki sjá að af þessum kaupum gæti orðið. meðan unnið er að því að komast fyrir bilunina. Marshall Theyer, fulltrúi á upplýsingaskrifstofu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, staðfesti þetta í samtali við Mbl. í gær en sagði að þetta breytti í engu því eftirlitsflugi sem þessar vélar önnuðust hér við land. Hann sagði, að þessi bilun hefði í sjálfu sér ekki komið hernaðaryfirvöldum á óvart, þar sem að hér væri um nýja flugvélagerð að ræða og menn gætu því alltaf átt von á því að einhverjir smávægilegir gallar kæmu fram. Hann kvað bilunina vera fólgna í eldsneytiskerfi vél- anna. Um væri að ræða tvenns konar dælur fyrir eldsneyti — lágþrýstidælur sem flyttu elds- neytið úr tönkum vélarinnar og háþrýstidælur sem dældu elds- neytinu inn á hreyfla vélarinnar. Gallinn hefði komið fram í lág- þrýstidælunni. Réttindalaus mað- nr lærbraut stúlku Handtekinn fyrir að reyna að tæla börn UNGUR maður var handtekinn í Garðabæ í fyrrakvöld eftir að kærur höfðu borizt á hann vegna afbrigðilegrar hegðunar gagnvart börnum. Maðurinn reyndi þrisvar að tæla börn upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti en börnin létu ekki blekkjast. Telpa ein v'ildi þó athuga nánar þetta gylliboð mannsins en hún forð- aði sér í snarhasti er hún sá að maðurinn var buxnalaus. Maður þessi hefur gert sig sekan um skírlifisbrot. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Vegna þessa atviks er ástæða til að minna foreldra á að brýna það fyrir börnum sínum að fara aldrei inn í bíla hjá ókunnugum. Smávægilegur galli kemur fram í ratsjárflugvélunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.