Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Biðlaun þingmanna: Þingflokkar klofna í afstöðu Frumvarp til laga um biðlaun þingmanna kom til framhaldsumræðu í neðri deild Alþingis í gær. Frumvarpið felur í sér að þingmenn, sem setið hafi 4 ár á þingi eða lengur, eigi rétt til 3ja mánaða biðlauna, er þeir hætta störfum á Alþingi, og til 6 mánaða eftir 10 ára þingsetu. í greinargerð er vitnað til hliðstæðra réttinda annarra ríkisstarfsmanna. Frumvarpið gerir og ráð fyrir að þessi biðlaun nái til þingmanna, er létu af þingstörfum á sl. vori. Þingnefnd klofnar í málinu Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Hana skipa: Lúðvík Jósepsson n, Halldór E. Sigurðsson (F), ír G. Einarsson (S) og Matthías Á. Mathiesen (S). Minnihluti nefndarinnar, Kjart- an Ólafsson (Abl) og Vilmundur Gylfason (A) leggur til að frum- varpið verði fellt. I greinargerð þeirra kemur fram „að launakjör og fríðindi alþingismanna séu í heild það góð, að ekki sé ástæða til að bæta þau með þeim hætti sem frv. gerir ráð fyrir." Þeir segja og að hver þingmaður, sem setið hafi á Alþingi í 10 ár eða lengur fái skv. frv. nokkuð á þriðju milljón króna hver, ef frumvarpið yrði sam- þykkt. Þýddi þetta strax í ár nokkurra tuga milljóna útgjöld fyrir ríkissjóð. Þessu fjármagni mætti betur verja með öðrum hætti. Breytingartillögur • Eiður Guðnason (A) flutti breytingartillögu, þess efnis að alþingismaður, sem setið hafi á Alþingi eitt kjörtímabil eða leng- ur, skuli eiga rétt á 3ja mánaða biðlaunum, þ.e. að ákv. um 6 mán. biðlaun falli niður. • Árni Gunnarsson (A) flutti tvíþætta breytingartillögu. Ann- ars vegar sama efnis og tillaga EG, hins vegar að lög þessi skyldu Kristján frá MiðseU látinn KRISTJÁN V. Guðmundsson frá Miðseli lézt á Landakotsspi'tala í Reykjavík í gær 93 ára að aldri. Hann var fæddur 28. maí 1885 á Kirkjubóli í Dýrafirði. Hann t fluttist ungur til Reykjavíkur og öðlast gildi við samþykkt, þ.e. að afturvirkni frv. — að það nái til þingmanna er létu af þingstörfum í vor — falli niður. • Gunnlaugur Stefánsson (A) flutti breytingartillögu, þess efnis að þeir þingmenn einir, sem létu af þingstörfum áður en heilu kjör- tímabili væri náð, skyldu eiga rétt til biðlauna, en miða skyldi við 3 mánuði. Umræður Árni Gunnarsson (A) og Eiður Guðnason (A) mæltu fyrir tillög- um sínum. Töldu þeir biðlaun eðlileg og hliðstæð réttindum annarra ríkisstarfsmanna. Hins vegar ættu þau að miðast við 3 mánuði og ekki að vera afturvirk. Vilmundur Gylfason (A) sagði samþykkt frumvarpsins þýða 2‘á m.kr. greiðslu til „fallinna félaga" frá í vor, og það eins, þó viðkomandi hefðu gengið inn í önnur launuð störf. Þetta yrðu 40—50 m.kr. útgjaldapakki. Kjartan Ólafsson (Ábl) tók í svipaðan streng. Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði hér um að ræða sams konar mannréttindi og giltu annars staðar í þjóðfélaginu. Slík biðlaun væru venjan í ríkiskerfinu. Þing- menn ættu að hafa þor og kjark til að samþykkja þetta réttlætismál, þó að einhverjir nýttu það í áróðursskyni. Þingmenn ættu að sitja við sama borð og aðrir ríkisstarfsmenn. Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti gegn frumvarpinu. Slík réttindi, sem það fæli í sér, giltu ekki alls staðzr — t.d. ekki um fiskvinnslufólk og fleiri verr launaða en þingmenn. Gunnlaugur Stefánsson (A) sagði fjárveitinganefnd og þingdeild fljótari að afgreiða þetta mál en mörg önnur, ekki veigaminni. Væri vel ef bókaðist eitthvað svipað um afgreiðslu annarra mála. Atkvæðagreiðslan Við aðra umræðu var fyrst borin upp breytingartillaga Gunnlaugs Stefánssonar. Var hún felld -með 20 atkvæðum gegn 1 (flutnings- manns). Þá var borinn upp fyrri liður breytingartillögu Árna Gunnarssonar. Var hún felld með 15 atkvæðum gegn 6. Þar með var einnig fallin breytingartillaga Eiðs Guðnasonar. Fyrsta grein frumvarpsins var síðan samþykkt með 19 atkvæðum gegn 5. Þá var borin upp síðari breyt- ingartillaga Árna Gunnarssonar um niðurfellingu á afturvirkni frv. — Var hún felld með 19 atkv. gegn 4 — og frumvarpsgr. síðan sam- þykkt með 20 atkv. gegn 1. Frumvarpinu var síðan vísað til 3ju umræðu og tekið þegar fyrir á nýjum fundi. Þá var það endanlega samþykkt frá deildinni (til efri deildar) með 20 atkvæðum gegn 3. Svo sem að framan greinir var afstaða margskipt í málinu. Þing- menn Alþýðuflokks flytja þrjár mismunandi tillögur í málinu, tvenns konar breytingu á 1. gr. frv., auk þess sem lagt var til að það yrði fellt. Fulltrúar Alþýðu- bandalags í nefndinni hafa og gagnstæða skoðun: annar. vill samþykkja frumvarpið óbreytt, hinn fella það. Gegn 1. gr. frv. greiddu atkvæði: Bragi Jósepsson (A), Gunnlaugur Stefánsson (A), Jóhanna Sigurðardóttir (Á), Kjartan Ólafsson (Abl) og Vil- mundur Gylfason (A). Hjá sátu Árni Gunnarsson (A) og Friðrik Sophusson (S). 12 þingmenn (af 40) voru fjarverandi þessa at- kvæðagreiðslu. Akœra í morðmáli RÍKISSAKSÓKNARI hefur gef- ið út ákæru á hendur Þórarni Einarssyni, sem varð fyrrver- andi unnustu sinni að bana í verbúð á Flateyri á s.l. hausti. Verður mál hans tekið fyrir í sakadómi Reykjavíkur. Þórarinn situr nú í gæzluvarðhaldi og var gæzluvarðhaldsvist hans nýlega framlengd. bjó lengst af í Miðseli við Seljaveg í Reykjavík. Kristján tók alla tíð mikinn þátt í félagsstarfi og var einn af fyrstu bæjarfulltrúum í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn. ’ Hann stundaði almenna verka- mannavinnu, en var í allmörg ár starfsmaður hjá Morgunblaðinu. Kona hans var Björg Magnús- dóttir frá Miðseli, en hún lézt fyrir 10 árum. €> INNLENT OMA jólcdeikur 350.000 króna verðlaun Sendu smellið svar og reyndu aö vinna til Ljóma verðlaunanna fyrir jól! Þú þarft aðeins að svara eftirfarandi spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞÚSUND KRÓNUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞÚSUND KRÓNUR III. VERÐLAUN — FIMMTÍU-ÞUSUND KRÓNUR Sendu svar þitt — í bundnu máli eöa óbundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, pósthólf: 5251, deild a,105 Reykjavík. Svarið verður aö hafa borist okkur þann 18. desember 1978. smjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.