Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 5 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Togararnir sigli ekki með aflann BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 5. desember ályktun um útgerðar- mál þar sem segir meðai annarsi „Ljóst er að ef skip Samherja hf. Jón Dan og Guðsteinn sigla með afla á næstu dögum eins og áætlað er mun Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar búa við mikinn hréefn- isskort á næstunni. t.d. er alls óvíst að nokkurt hráefni fáist til vinnslu í næstu viku.“ Þá er því beint til forstjóra Bæjarútgerðarinnar að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna að því að togararnir landi fiski í Hafnarfirði. Jafn- framt sér bæjarstjórn sérstaka ástæðu til að vekja athygli ríkis- stjórnarinnar á hinum alvarlegu rekstrarerfiðleikum Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar og útgerðarfé- iagsins Samherja hf. sem þegar ógna atvinnuöryggi starfsfólks fiskiðjuvers Bæjarútgerðarinnar og skora á hana að vinda bráðan bug að því að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll fyrirtækja í sjávarútvegi. Heldur fyrirlestur um hugleiðslu og jóga AMURTEL, ein deild systrasam- taka Ananda Marga. hefur það hlutverk að æfa og þjálfa konur í hjálparstörfum ýmiss konar, t.d. rekstri dagvistarheimila, mun- aðarleysingjaheimila, heimila fyrir aldraða o.fl. svo og fyrir skammtíma verkefni ýmiss konar Bjór? BJÓRMÁLIÐ verður til umræðu á almcnnum fundi sem Félag ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík gengst fyrir í kvöld. Fundur- inn verður haldinn á Hótel Borg, og hefst hann klukkan 20.30. Frummælendur á fundinum verða þeir alþingismennirnir Bragi Nielsson, Friðrik Sophusson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Vilmundur Gylfason. Á fundinum verður rætt um hvort leyfa skuli bruggun og sölu áfengs öls hér á landi, og þá með hvaða skilyrðum. Fundurinn er öllum opinn. svo sem hjálparstarf vegna nátt- úruhamfara. Á Islandi rekur deild Amurtel leikskóla og nýlega hefur verið tekin upp símaþjónusta þrjú kvöld í viku, mánudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld og er hún kl. 19—-22. Er öllum frjálst að hringja og ræða sín vandamál og er farið með allar viðræður sem trúnaðar- mál, en þjónusta þessi er veitt í síma 23588. Kvenjóginn AC Miira Brci verð- ur stödd hérlendis tvær fyrstu vikurnar í desember og heldur hún fyrirlestra og kennir þeim sem áhuga hafa hugleiðslu og jóga. Næsti fyrirlestur hennar verður þriðjudag 12.12 kl. 20:30 á Hótel Esju og er hann öllum opinn. (Úr fróttatilk.) RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtrafylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðis- klippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina meðeinkarauðveld- um hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð uppfinning SKIL verksmiðjanna. Ekkert þarf að fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið í tengi- stykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt er auðveldara, og tækið er tilþúið til notkunar. Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagar- borð, láréttir og lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, , j skrúfjárn og ýmislegt fleira, sem eykur stór- lega á notagildi SKIL heimilisborvéla. & Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum og athugið hvort SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA S/T/l Einkaumboð á Islandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ® KjartanJúfiusson Bræóraborgarstig 16 Sími 12923-19156 Kjartan lúlíusson zs ReginfjöH að haustnóttum i og adrar frásögur Halldór Laxness var hvatamadur að útgáfu þessarar bókar og ritar snjallan og skemmtilegan formála, þar sem segir m, a. á þessa leið: „... þessar frásagnir af skemtigaungum Kjartans Júlíussonar um regin- fjöll á síðhausti geróu mig að vísum lesara hans. Úr stöðum nær bygó- um velur þessi höfundur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum lífsháskum, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mann- ýgum nautum; stundum stórskemtilegar sögur. Einneigin segir hann sögur um svipi og ýmiskonar spaugelsi af yfirskilvitlegu tagi . .. þessi kotbóndi haföi snemma á valdi sínu furðulega Ijósan, hreinan og per- sónulegan ritstíl, mjög hugþekkan, þar sem gæói túngunnar voru í há- marki . . .“ Sérstæð bók — sérstæður höfundur, sem leiddur er til sætis á rithöfundabekk af fremsta rithöfundi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.