Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 17 móti mælt, að áætlanagerð átti sinn þátt í þeirri farsælu stjórn efnahagsmála, sem náðist al- mennt í flestum vestrænum löndum frá 1950 til 1970 og þar með í þeim miklu efnahags- framförum, sem settu svip sinn á þetta tímabil. Þessi áætlana- gerð stefndi hvorki að afnámi markaðsbúskapar né að um- turnun hefðbundinna stjórnar- hátta. Þar sem bezt tókst til og henni var beitt af mestum skilningi og hógværð varð áætl- unargerð, sem þáttur í almennri stjórn efnahagsmála, einmitt til að efla markaðsbúskap og styrkja lýðræði og þingræði. Er þetta eflaust skýring þess, að um þessi vinnubrögð varð ekki ágreiningur á milli stjórnmála- flokka. Um samráð ríkisvalds og aðila vinnumarkaðs gegnir svipuðu máli. Til þeirra hefur komið af hálfu allra flokka, sem axlað hafa stjórnarábyrgð. Áætlunar- gerð hefur greitt götu skynsam- legrar samvinnu þessara aðila, sém þá hefur orðið liður í samræmdri stefnu í efnahags- málum, ásamt stjórn fjármála og peningamála. í þessu sam- bandi skiptir þáð minnstu máli hvaða aðferðum er beitt í samráði á milli ríkisvalds, verkalýðsfélaga og vinnuveit- enda. Aðferðirnar geta verið margar, formlegar sem óform- legar og margvíslegar leiðir hafa verið farnar eftir því sem bezt hefur verið talið henta. Aðalatriðið er, að samráð fari fram og geti farið fram á grundvelli haldgóðra upplýsinga og nægilegs skilnings á sam- hengi efnahagsmála. Sé litið til einstakrá landa, þar sem vinnu- brögðum af því tagi, sem hér hefur verið lýst, hefur verið beitt með góðum árangri, má nefna Holland, Svíþjóð og Vest- ur-Þýzkaland. En eru slík vinnubrögð hugs- anleg á Islandi? Þeir sem telja, að svo sé ekki, hljóta um leið að draga í efa, að Islendingar séu færir um að stjórna efnahags- málum sínum og forsendur bresti að þessu leyti fyrir tilveru þeirra sem frjálsrar og sjálf- stæðrar þjóðar. Dæmin sanna þó að þau skilyrði hafa verið til og varla er örvænt um, að þau geti fundizt á ný. Það er að minnsta kosti áreiðanlegt, að hvorki skortir upplýsingar til að svo megi verða né menn til að beita þeim upplýsingum, ef aðrar forsendur eru til staðar. Mikid úrval af körfustólum, einnig gjafavörur, leikföng, hnýtingablöd o.fl. Opið föstudag til kl. 7, laugardag til kl. 6. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Verslunin Hraunbæ 102 B -Sími 75707 Hersveit hinna fordæmdu — eftir Sven MORGUNBLAÐINU hefur borizt bókin Hersveit hinna fordæmdu eftir Sven Hazel. Það er Ægisútgáfan, sem gefur bókina út. Á bókarkápu segir m.a.: „Þessi bók mun ekki eiga sér hliðstæðu á íslenzku. Hvergi hafa birzt jafn hispurslausar lýsingar á þýzkum og rússneskum fangabúðum. Hvergi hafa birzt þessu líkar lýsingar á lífi hermannanna á vígstöðunum, ægilegum skrið- Hazel drekaorrustum, eyðileggingum, sorg og gleði, dýpstu hörmum og gáskafullum strákapörum, ægi- legum hörmungum og dýrðlegum fagnaði ...“ Þá hefur Ægisútgáfan einnig gefið út tvær aðrar bækuf eftir Sven Hazel, Dauðinn á skrið- beltum og Martröð undanhaldsins. Á bókarkápu hinnar fyrrnefndu segir m.a. að höfundur hafi nú skrifað 11 bækur og Dauðinn á skriðbeltum hafi verið prentuð 10 sinnum í Danmörku. Sviðsmynd úr Tobacco Koad, í uppsetningu Leikfélags Fljótsdals- héraðs, en leikritið var frumsýnt eystra á laugardaginn var. Ljósm.i Helgi. Tobacco Road á Héraði LEIKFÉLAG Fljótsdals- héraðs frumsýndi leikritið Tobacco Road, eftir Erskine Caldwell, laugar- daginn 2. desember síðast liðinn. Húsfyllir var og var sýningunni vel tekið. Leikstjóri er Einar Rafn Haraldsson, en með helstu hlut- verk fara þau Sigrún Benedikts- dóttir, Sigurjón Bjarnason, Guðmundur Steingrímsson og Kristrún Jónsdóttir. Þetta er annað verkefni Leik- félags Fljótsdalshéraðs á þessu ári, en áður sýndi það barnaleik- ritið Rauðhettu við mjög góðar undirtektir. Næstu sýningar á Tobacco Road verða í Herðubreið 8. des., Skrúð 9. des., Félagslundi 10. des. og Egilsbúð þann 15. des. UNGLINGAPEYSUR Verðfrákr.5900.- Einnig mikið úrval af LeeCooper flauelsbuxum, gróf riffluðum,milli riffluðum og fín riffluðum. Hefur JlÚ tekið þátt LJOMA samkeppninni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.