Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 20 Erítreumenn hrinda kröftugri tangarsókn Beirút, 6. desember. AP. UPPREISNARMENN í Erítreu siiííúu aú Eþíópíumenn heíóu >íert taniíarsókn Keiín þeim undir íorystu Rússa Irá Rauóahafi og austurhálendinu til þess að loka aóflutninKsleióum þeirra Irá Súd- an. en sókninni helói verið hrundió. Talsmaóur alþýóulrelsisfylk- injíar Erítreu saKÓi á blaða- mannafundi í Beirút aó herlió 'hefói verió sett á land nyrzt í Erítreu en komió hefói verió í vetí fyrir landKÍinRuna ojí mikió mannfall hefói oróió í liói Rússa. húbumanna ok Eþíópíumanna. Hann saKÓi að lið EPLF hefði einnifí hrundið sókn sem 35.000 manna lið Eþíópíumanna hefði reynt að Kera frá bor>;inni Keren, 800 km frá landííönKustaðnum, Marssa Gublu. Eþíópíumenn nutu stuðninKs sovézksmíðaðra skriðreka af gerb- unum T-54 ok T-62 mönnuðum kúbönskum hermönnum en sóknin stöðvaðist fimm km norðan við Keren að sö>;n talsmannsins. Hann sa>;ði að að minnsta kosti 2.000 menn hefðu fallið í liði Eþíópíumanna á'báöum vÍKstöðv- um ok að þeir hefðu misst 27 skriðdreka í KrimmileKum bardög- um sem hefðu staðið í sex daga og einkennzt af skæruhernaði. „Við höfum stöðvað annan kafla eþíópísku sóknarinnar sem var hafin 18. nóvember," sagði tals- maðurinn. „Við erum að endur- skipuleggja lið okkar og búa það undir langvarandi skæruhernað til þess að búa í haginn fyrir gagnsókn Erítreumanna," sagði hann. Hann sagði að tveir sovézkir hershöfðingjar, annar úr fót- gönguliðinu og hinn úr flughern- um, hefðu tekið við stjórn stríðsins gegn Erítreumönnum og að þeir hefðu bækistöðvar í fylkishöfuð- borginni Asmar. Ellefu aðrir sovézkir hershöfð- ingjar tóku við stjórn aðgerða á austur-, norður- og vesturvíg- stöðvunum og á þessum vígstöðv- um var teflt fram 120.000 manna eþíópísku herliði sagði talsmaður- inn. Hann áætlaði að 2.000 til 3.000 Kúbumenn tækju virkan þátt í bardögunum og sagði að þeir mönnuðu fyrst og fremst skriðdreka og eldflaugavopn auk þess sem þeir flygju sovézksmíð- uðum MIG-21 og MIG-23 herflug- vélum. Talsmaðurinn sagði að kjarni eþíópíska flughersins væri að minnsta kosti 250 rússneskir flugmenn. NATO varar við hermætti Rússa Brlissel. fi. desemher. AP. Landvarnaráðherrar Atlants- hafsbandalagsins létu í dag í Ijós ugg vegna gífurlcgrar eflingar árásargetu Rússa gagnvart Vest- urjiindum. I lokayfirlýsingu tveggja funda ráóherranna sagói að auk þess sem Rússar hefðu styrkt þau kjarnorkuvopn sem þeir hefðu þegar komið fyrir heíðu þeir nýlega teflt fram nýjum vopna- kerfum í ofanálag. Þar á meðal eru hre.vfanlegar, meðaldrægar og margodda SS20 eldflaugar og Backfire-sprengju- flugvélin, en með þessum hergögn- um er hægt að ráðast á skotmörk í allri Evrópu og utan hennar frá stöðvum langt inni í Sovétríkjun- um, segir í yfirlýsingunni. Sagt er að herafli Rússa sé orðinn langtum öflugri en hann þurfi að vera til landvarna. Bent er á ýmsa alvarlega vankanta á vörnum NATO. Loft- varnir gegn flugvélum sem fljúga lágt eru taldar óviðunandi. Skort- ur er á herskipum og gæzluflugvél- um. Vopnabirgðir eru of litlar og mannekla er mikil. Ráðherrarnir ítrekuðu þann ásetning að auka herútgjöld um 3'7< og samþykktu nýja kostnaðar- sama áætlun um að komið verði á viðvörunar- og eftirlitskerfi sem byggist á ratsjárflugvélum (Awacs). Bandaríkjamenn og Vest- ur-Þjóðverjar samþykktu að bera 69% kostnaðarins sem er áætlaður 1,8 milljarðar dollara. Fyrr í dag var haft eftir góðum heimildum að Bandaríkjamenn hefðu tjáð Bretum að þeir hefðu vissar efasemdir vegna fyrirhug- aðrar sölu Breta á hergögnum til landvarna til Kína. * Japanskur fjallgiingumaður. Kazutaka Fujiwara. kleif ný- lega 210 metra háa hyggingu í Tokvo á hálftfma eins og myndin sýnir en hann var handtekinn þegar hann komst upp á þak. Ifann sagðist hafa klifið bygginguna „af því hún var þarna". Veður víða um heim Akureyri 7 skýjað Amsterdam +2 lóttskýjað AÞena 12 skýjað Barcelona 14 lóttskýjaö Berlín -3 skýjað BrUssel +1 heiðskírt Chicago 2 skýjað Frankfurt 0 heiðskírt Genf 1 skýjaö Helsinki -i-3 heiðskírt Jerúsalem 19 lóttskýjaö Jóhannesarb. 26 lóttskýjað Kaupmannah. 2 léttskýjað Lissabon 13 rigning London 7 skýjað Los Angeles 16 heiðskírt Madrid 11 heiöríkt Malaga 14 lóttskýjaö Mallorca 15 léttskýjað Miami 30 skýjaö Moskva +7 snjókoma New York 9 heiöskírt Ósló +7 heiðríkt París 4 skýjað Reykjavík 7 skýjaö Rio De Janeiro 38 lóttskýjaö Rómaborg 9 léttskýjað Stokkhólmur +8 skýjað Tel Aviv 18 lóttskýjað Tókýó 10 skýjað Vínarborg +6 skýjað 1941 — Árásin á Pearl Ilarbor = Japanir ráðast samtímis á Filippseyjar og Malaya. 1917 — Bandaríkin segja Austurríki — Ungverjalandi stríð á hendur. 1901 — Japanir hætta samningaumleitunum við Rússa og ákveða að gera bandalag við Breta. 1895 — Eþíópíumenn sigra ítali við Ambia Alagi, Abyssiníu. 1815 — Ney marskálkur skotinn til bana eftir réttarhöld þar sem hann var ákærður fyrir landráð fyrir að styðja Napoleon við Waterloo. Afmæli dagsinst Theodor Schwann, þýzkur grasafræðing- ur (1810—1882)= María Skota- drottning (1542—1587) = Pietro Mascagni, ítalskt tónskáld (1863-1945). Innlenti D. Jón Sigurðsson forseti 1897 = Ólafur Thors myndar minnihlutastjórn 1949 = F. Gísli Sveinsson 1880 = Leit hætt að togaranum „Apríl“ og 18 taldir af 1930 = Miðilsfundi útvarpað 1933 = D. Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni 1882 = Marteinn „páfi“ Þórarinsson 1375. Orð dagsinsi Ég verð að berjast ef ég vil sigra. Allt sem er þess virði að hafa er þess virði að berjast fyrir — Nelson lávarður, brezk sjóhetja (1758—1805). Frá Mitsubislii Japan: COLT T120 Pallbílar Sendiferöabílar Almenningsbifreiöir Afbragösbílar af Lancer-Galant ættbálknum. Nokkrir til afgreiöslu nú þegar. Leitiö upplýsinga hjá sölumönnum okkar. Allt á sama Staö Laugavegi 118-Simar 22240 og15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF Gífurlegar öryggis- ráðstafanir í Noregi Frá fréttaritara MorKunblaAsins (Ósló í gær. ANDSTÆÐIþíGAR ísraels- manna munu cfna til að minnsta kosti þriggja mót- mælaaðgerða í sambandi við afhendingu friðarvcrðlauna Nóbels í Osló á sunnudaginn og fulltrúar Frefsisfylkingar Palestínu verða heiðursgestir við tvær þeirra. Á sama tíma og Menachem Begin forsætisráðherra verður afhentur sinn hluti verðlaun- anna í Akershus-kastala sækja fulltrúar I’LO fund sem verður haldinn til þess að mótmæla ísraelsmönnum í Óslóarhá- skóla. Svokölluð Palestínunefnd Hins marxistíska og lenínistíska verkamannaflokks norskra kommúnista (AKPML) tók á leigu sal sem tekur 700 manns í sæti í háskólanum um leið og Nóbelsnefndin ákvað að afhend- ingin skyldi fara fram í Akers- hus af öryggisástæðum. Annar hópur fjandsamlegur Israelsmönnum sem nýtur stuðnings nokkurra stjórnmála- flokka, svokölluð Palestínufylk- ing, hefur einnig boðað til mótmælaaðgerða gegn Israels- mönnum á sunnudaginn, en seinna um daginn, eftir athöfn- ina. Fulltrúar PLO verða einnig heiðursgestir á þeim fundi. Palestínunefnd AKP-ML bað feinnig lögregluna um leyfi til að efna til annarra mótmælaað- gerða gegn ísraelsmönnum fyrir utan Akershus-kastala strax eftir athöfnina undir slagorðinu „Segjum nei við hryðjuverka- manninn Begin“, en tilmælun- um var hafnað af öryggisástæð- um. Þrátt fyrir synjunina hefur AKP-ML hoðað til aðgerða við kastalann. Norsk blöð segja að aðrir hópar, þar á meðal hægri- manna, hafi beðið um lögreglu- leyfi til að efna til aðgerða til stuðnings Israelsmönnum eða til að lýsa fjandskap við þá meðfram leiðinni sem farið er um til Akershus-kastala. Blöðin óttast að þetta geti haft í för með sér vandræði og átök milli hópa vinstri- og hægrimanna. Miklar umræður hafa farið fram í Noregi um afhendingu friðarverðlaunanna og harmað er að Anwar Sadat forseti Egyptalands, sá sér ekki fært að taka við verðlaununum í eigin persónu. í stáðinn tekur við verðlaunum Sadats aðstoðar- maður hans, Sayed Marei, og hann og sendinefnd hans koma til Óslóar á morgun, fimmtudag. Begin er væntanlegur ásamt sendinefnd sinni á föstudag og mun hann eiga opinberar við- ræður við Odvar Nordli forsæt- isráðherra og Knut Frydenlund utanríkisráðherra. Nýlega fengu Norðmenn sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er haldið fram að þar sem Sadat komi ekki til Óslóar til þess að taka við sínum hluta verðlaunanna sé afhending þeirra allt að því hneyksli sem geti stuðlað að því að friðarverð- laun Nóbels fái óorð á sig í framtíðinni. Vegna afhendingarinnar hefur verið gripið til ströngustu öryggisráðstafana sem um getur í Noregi. Margar vikur eru síðan öryggi var hert á flugvöllum og á landamærastöðvum. Ástæðan til þess að ákveðið var að afhenda verðlaunin í Akers- hus-kastala en ekki í háskólan- um er auðvitað sú að það er langtum auðveldara fyrir lög- regluna að verja kastalann. Samt eru mefin uggandi um að til tíðinda kunni að draga og óttast er að palestínskir hryðju- verkamenn skjóti upp kollinum. Búizt er við mörg hundruð fulltrúum blaða, sjónvarps og útvarpsstöðva hvaðanæva að úr heimifium til Óslóar í sambandi viö úthlutunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.