Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Það eru líka peningar Vöttur SU-37 Jón Jónsson SH-187 Hvalnes GK-121 Sóley ÁR-50 Hrafn Sveinbjarnarson II GK-10 Gunnar SU-139 Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 Sæborg RE-20 Geirfugl GK-66 Frár VE-78 Víkurberg GK-1 Vonin KE-2 Garöar II SH-164 Guöbjörg ST-17 Veröandi RE-9 Kambaröst SU-200 Árntýr VE-115 Saxhamar SH-50 Þóröur Sigurösson KE-16 Þór TFIA Höfrungur III ÁR-250 Stígandi VE-77 Óskar Magnússon AK-177 Ærún HF-60 Bjarni Ásmundar ÞH-320 Kristbjörg VE-70 Steinunn RE-32 Bjarni Ólafsson AK-70 Álaborg ÁR-25 Sigrún GK-380 Grótta AK-101 Fróöi SH-15 Siguröur Sveinsson SH-36 Hrafn Sveinbjarnarson III GK-11 Dalarafn VE-508 Þinganes SF-25 Eldhamar GK-37 Snætindur ÁR-88 Gunnar Bjarnason SH-25 Kári VE-95 Guöfinna Steinsdóttir ÁR-10 Krossanes SU-5 Sigurbára VE-248 Hólmatindur SU-220 Vísir ÍS-171 Fiskibátar, litlir og stórir, togarar, varðskip, flutningaskip, loönubátar. Allar hafa þessar fleytur eitt sameiginlegt; MWM-MANNHEIM Ijósamótora af geröinni D-226, þriggja, fjögurra og sex strokka. Góöur félagsskapur. Gerö D-226, er fáanleg meö eftirfarandi HÖ/SN: 33/1500, 39/1800, 43/2000, 44/1500, 52/1800, 57/2000, 66/1500, 78/1800, 86/2000, 100/1500, 112/1800, 119/200. Allt vestur-þýsk „A“ hestöfl. Semsagt stór fjölskylda. Viö 1500 snúninga er stimpilhraöi aöeins 6 metrar á sekúndu og vinnuþrýstingur 6,1 BAR. Brennsluolíunotkun 161 —165 grömm á hestaflsklukkustund er allt aö 1/5 hluta minna en í mörgum eyöslufrekum mótorum. Þaö eru líka peningar. Þetta er nefnilega afburöa gööír mötorar. Bjóöum líka stærri rafstöövar og skipavélar, upp í 8000 hestöfl, oft meö stuttum fyrirvara. Og stundum merkilega hagstætt verö. <J]<S)[ni®©®[rD ás REYICJAVIK Guðrún Björgvins- dóttir — Muuimgarorð Fædd 10. september 1931 Dáin 29. nóvember 1978 Utför Guðrúnar Björgvinsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Langt um aldur fram er mikil sæmdarkona fallin í valinn eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm, sem dró hana til dauða á nokkrum mánuðum. I nóvember 1973 réðst hún til starfa hjá Sindra-Stáli. Hún gegndi þar störfum með mikilli prýði þar til í júní s.l. er hún var lögð inn á sjúkrahús vegna sjúk- dóms þess er hún lézt úr. Guðrún var mjög fljót að tileinka sér þau störf er henni voru falin í fyrirtækinu og leysti hún þau ávallt af hendi eins og bezt verður á kosið. Það er samdóma álit allra sem unnu með henni að betri vinnufélagi hafi verið vandfund- inn. Öll störf léku í höndum hennar og nákvæmni hennar og vinnusemi var við brugðið. Skömmu eftir að hún hóf störf hjá fyrirtækinu falaðist hún eftir sumarvinnu fyrir son sinn Eirík er þá var í menntaskóla. Var það mál auðsótt vegna reynslu af störfum Guðrúnar. Enda er Eiríkur enn starfandi hjá fyrirtækinu og hefur í alla staði reynst eins og bezt verður á kosið. Guðrún var hæglát og hlédræg að eðlisfari. Hún var skarpgreind, víðlesin og ættfróð með af- brigðum. Mörg voru vafaatriðin, sem hún leysti úr, þegar vinnu- félagarnir voru ekki á eitt sáttir. Hennar er sárt saknað og vand- fyllt verður skarðið, sem hún skilur eftir. Ung giftist Guðrún Jóhannesi Eiríkssyni, ráðunaut, er lézt fyrir nokkrum árum, og áttu þau 3 börn, dæturnar Björgu og Snjólaugu og soninn Eirík. Bar hún mikla umhyggju fyrir þeim svo og barnabörnum sínum. Að leiðarlokum þökkum við Guðrúnu samfylgdina og sendum börnum hennar og vandafólki samúðarkveðjur á sorgarstundu. Vinnuíélagar. Kveðjuorð frá bekkjarsystkinum. I dag fram fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Guðrúnar Björgvinsdóttur, Mjóstræti 6, Reykjavik. Guðrún lézt hinn 29. nóvember í Landspítalanum 47 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Jónsdóttir og Björgvin Þórðarson bóndi. Guðrún var aðeins tveggja ára, er hún missti móður sina. Fluttist þá faðir hennar nokkru síðar sakir heilsubrests með börn sín til föðurbróður síns Guðmanns Geirssonar bónda í Örnólfsdal í Þverárhlíðarhreppi, þar sem þau voru til húsa um árabil í forsjá góðrar konu Helgu Eiríksdóttur. Guðrún missir föður sinn 13 ára gömul. Sjö ára að aldri kemur hún í fóstur til Reykjavíkur til föður- systur sinnar Gyðu Þórðardóttur og manns hennar Henriks Ágústs- sonar prentara. Ólst Guðrún þar upp sem eitt af börnum þeirra mætu hjóna. Það var glaður hópur sem hóf nám í Menntaskólanum í Reykja- vík haustið 1945. Við áttum það sameiginlegt að hafa staðízt erfitt inntökupróf og komum frá hinum ýmsu barnaskólum borgarinnar. Það kom fljótt í ljós, að Guðrún var frábær námskona, samvizku- söm og nákvæm, svo að af bar, enda veittist henni námið létt. Guðrún var jafnvíg á allar náms- greinar, þó sér í lagi tungumál. Öll Minning - Gunnar Björn Halldórsson Fæddur 9. septemher 1900 Dáinn 13. október 1978. Okkur setur hljóð, þegar við fréttum lát þeirra sem okkur eru Magnús Magnússon Upprisa alþingismanna Voru þingmenn meiri skörungar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa alþingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er að finna mannlýsingar 55 alþingismanna og ráðherra, eftir háðfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans einkennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarngóðu, hnökra- lausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvað varðar hið broslega í fari viðkomandi. Bregður þá fyrir á stundum dálítið meinlegri hæðni. Magnús Stormur bjó Upprisu al- þingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess bezta, sem hann lætur eftir sig á prenti. kærir. Svo fór um mig, er ég frétti lát frænda míns, Gunnars Björns Halldórssonar, Stóragerði 38, Reykjavík. Ég var búin að koma svo oft á heimili hans og konu hans, Aðalheiðar Jóhannsdóttur, og njóta þar einstakrar umhyggju og góðvildar. Gunnar var fæddur 9. september árið 1900 og var því nýlega orðinn 78 ára er hann lést. Hann hafði ávallt verið hraustur um ævina og fékk nú að hverfa úr þessum heimi án þess að þurfa að líða miklar þjáningar. Gunnar var tekinn í fóstur fárra vikna gamall er þau móðir mín og hann misstu föður sinn og ólst upp á Vaðbrekku á Jökuldal, en mamma fylgdi ömmu, sem var með hana með sér í vist á ýmsum bæjum, sjálf hafði hún alist þannig upp með föður sínum, er hún fárra ára gömul, missti móður sína. Allir vita hve sárt er að þurfa að láta nýfædd börnin sín frá sér. Ekki veit ég hversu mikla mögu- leika amma mín hefur haft til að fylgjast með þroska þessa eina sonar síns, en föðurbróður átti hann suður á Höfn í Hornafirði sem hét Hannes Halldórsson. Hann lét sér svo sannarlega annt um þennan frænda sinn. Gunnar sagði mér sjálfur að Hannes hefði komið upp að Vaðbrekku einu sinni á ári til að fylgjast með líðan hans. Eitthvað mun Hannes hafa borgað með Gunnari í uppvextin- um. Hannes kvæntist aldrei en annaðist heimili Sverris bróður síns, er hann féll frá konu og stórum barnahópi. Einmitt þessum frænda okkar fannst mér Gunnar líkjast mest þegar hann var að umvefja okkur systurbörnin sín. Mér er innilegt þakklæti í huga er ég minntist þess hve óbrigðult það var að Gunnar frændi stóð á bryggjunni til að taka á móti okkur er við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.