Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Bensínlítrinn í 180 krónur Hækkar í rúmar 200 krónur um áramótin VERÐLAGSNEFND heimilaði olíufélögunum að hækka bensíniítrann 4», úr 167 í 180 krónur á fundi sínum í gær, en þessi samþykkt á eftir að hljóta staðfestingu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarfundur er í dag og verður málið að öllum lfkindum afgreitt á þeim fundi. Verðlagsnefnd heimilaði einnig hækkun á gasolíu og svartolíu. Þessi nýja 13 króna bensín- hæ.kkun er einungis tilkomin vegna erlendra verðhækkana og við verðákvörðunina í gær tók verðlagsnefnd ekki til greina óskir olíufélaganna um meiri hækkanir vegna aukins rekstrarkostnaðar. Er þannig þrengt að olíufélögun- um, en svokaliaður innkaupajöfn- unarreikningur, sem jafna á verð 75% vodka fannst í milli einstakra olíufarma, skuldar olíuféiögunum nú milli 400 og 500 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér eru bensín- farmar, sem væntanlegir eru til landsins í desemberlok, keyptir á mun hærra verði og er fastlega gert ráð fyrir því að hækka verði bensín- og olíuverð verulega strax um áramótin. Pir hækkunin áætluð um 10- krónur á bensínlítrann óg tæpar 13 krónur að auki vegna hækkaðs vegagjalds, sem boðað er í vegafrumvarpinu að taki gildi um áramótin. Mun bensínverðið því væntanlega fara í 202—205 krónur eftir áramótin. Skógafossi Tekjuöflunarviðræður stjórnarflokkanna: Oddný komin heim komust lífs af úr flugslysinu þar í sfðasta mánuði. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar skyldfólk Oddnýjar tók á móti henni á Keflavíkurflugveili í gærkvöidi, ckki sízt þegar Þórólfur sonur Oddnýar hitti mömmu sína, en þau eru saman á meðfylgjandi mynd sem Emilía ljósmyndari Morgunblaðsins tók. Oddný Björgóifsdóttir flugfreyja hjá Loftleiðum kom heim til íslands í gærkvöldi frá Sri Lanka, ásamt Dagfinni Stefáns- syni flugstjóra og Bjarna Ólafs- syni flugvirkja, en hún varð að dveljast þar iengst f sjúkrahúsi af íslenzku flugliðunum sem TOLLVERÐIR fundu í fyrradag smyglvarning f m.s. Skógafossi, en skipið var þá nýkomið frá Rotter- dam og Antwerpen. Alls fundust í skipinu 350 flöskur af áfengi, þar af 324 flöskur af 75% vodka, sem samsvara 600 flöskum af venjulegu vodka, 10 þúsund vindling- ar, 28 bjórkassar og nokkrar dósir af skinku. Var smyglvarningurinn fal- inn víðs vegar um skipið. Hann var í eigu 8 skipverja. Nærri lætur að söluverðmæti þessa varnings sé um 5 milljónir króna. Skógarfoss lét úr Sundahöfn í gærkvöldi og var ferðinni heitið til Vestmannaeyja. 50% tekjuskattur á tekjur hjóna yfir 6 milljónum króna 6% tekjuskattur á atvinnurekstur framlengdur Sveitarfélögum heimilað að hækka útsvör í 12% VIÐRÆÐUR stjórnarflokkanna um tekjuöflun fyrir ríkissjóð eru nú að þokast á lokastig. Meðal þcss sem samstaða er að verða um er 50% „hátekjuskattur“ á ein- staklinga og félög og er hann miðaður við sex milljón króna skattskyldar tekjur hjóna, fram- lenging 6% sérstaks tekjuskatts, sem lagður var á tekjur af atvinnurekstri með bráðabirgða- lögunum 8. sept. sL, sérstakur skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði annað en mat- vöruverzlanir og niðurfelling heimilda til flýtifyrninga og verðstuðulsfyrninga að hluta. Þá hefur verið rætt um að sveitar- félögum verði heimilað að leggja sérstakt verðbótagjald á útsvör, í kring um 1%, þannig að útsvar yrði 12%. Einnig hefur verið rætt um breytingar á reglum fyrir- framgreiðslu opinberra gjalda. Jafnframt þessum tekjuleiðum hefur verið rætt um að herða skattaeftirlit og þá m.a. með ráðningu sérstakra rannsókna- manna á skattstofurnar til skoðana á bókhaldi fyrirtækja. Einnig að breyta dómstólaleið skattamála til að hraða afgreiðslu þeirra og að skattrannsóknastjóra verði veitt hliðstætt vald og rannsóknarlögreglustjóri ríkisins hefur á sínu sviði. Stefnt er að lækkun tekjuskatts og sjúkragjalds á lág- og miðlungstekjur og í viðræðum stjórnarflokkanna hefur verið miðað við að sú lækkun þýddi tekjutap fyrir ríkissjóð sem nemur um 3 milljörðum króna en hátekjuskatturinn á að vega þar á móti og einnig niðurfellingu skyldusparnaðar. Talið er að skatturinn á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði muni gefa ríkis- sjóði um einn milljarð í tekjur og er talað um að þeim verði varið til framkvæmda við dagheimili og elliheimili. I sérstakri skattanefnd Fasteignaskattur og lóða- leiga tvöfaldast á nœsta ári VERÐI tillögur meirihlutans í Reykjavik um stórfellda hækkun fasteignaskatts samþykktar á fundi borgarstjórnar í dag hefur það í för með sér að margir eigendur ibúðarhúsnæðis þurfa að greiða tvöfalt fleiri krónur í þennan skatt heldur en þeir gerðu í ár. Hækkun faseignaskatts á atvinnuhúsnæði yrði í mörgum tilfellum enn meiri. Fasteignaskattur er einn liður- inn í fasteignagjöldum, en í Reykjavík koma að auki inn í fasteignagjöldin lóðaleiga, vatns- skattur, brunabótagjald, viðlaga- trygging og einnig er áformað að taka upp sorphirðingargjald á næsta ári. Lóðaleiga verður óbreytt á íbúðarhúsnæði sam- kvæmt tillögum meirihlutans, en á atvinnuhúsnæði, verður leigan 1% í stað 0,58% áður. Vatnsskattur hækkar verulega á næstunni eða um 60%, bruna- bótafjárhæð hækkar um 50%, en hins vegar lækka iðgjöld á bruna- bótagjöldum um 20%, viðlaga- trygging hækkar til samræmis við brunabótafjárhæðina. Áformað er að taka upp sorphirðingargjald, sem færði borgarsjóði 309 milljón- ir og hefur verið rætt um 4500 króna skatt á hvert sorpílát. Söluskattur er síðan greiddur af brunabótagjaldi og viðlagatrygg- ingu. Fasteignaskattur á íbúðarhús- næði á að hækka í 0,5% af fasteignamati í stað 0,421% áður. Morgunblaðið aflaði sér í gær upplýsinga um hve mikil hækkun- in á fasteignaskattinum verður í krónutölu á tveimur misstórum íbúðum. Af þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Gnoðarvog voru í ár greiddar 29.070 í fasteignaskatt og lóðaleigu, matsverð íbúðarinn- ar var þá 5.942 milljónir kr. en lóðarinnar 963 þúsund krónur. Á næsta ári þarf eigandi þessarar íbúðar að greiða 48.470 krónur í fasteignaskatt og lóðaleigu fast- eignamats á íbúðinni er nú 8.529 milljónir, en lóðamat er 1.386 þúsund. Ef tekið er dæmi um 177 fermetra íbúð að Goðalandi í Fossvogi verður munurinn hlut- fallslega enn meiri. Mat á íbúðinni þar, bílskúr og lóð nam í ár 15.074 milljónum króna, en samkvæmt því fasteignamati, sem gekk í gildi um síðustu mánaðamót nemur matið nú 25.504 milljónum króna. Fasteignaskattur og lóðaleiga verða því 127.520 þúsund krónur samkvæmt tillögum meirihluta- flokkanna í borgarstjórn Reykja- víkur, en í þessa skattaliði fast- eignagjaldanna voru greiddar 63.461 þúsund króna í ár. 1 viðbót í fasteignagjöld er þá eftir að reikna vatnsskatt, bruna- bótagjald, viðlagatryggingu, sorp- hirðingargjald og söluskatt. stjórnarflokkanna eru: Ágúst Einarsson, Jón Helgason og Ólafur Ragnar Grímsson. Skulda um 70 miljónir í gjöld SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR á Akureyri skulda bæjarsjóði þar liðlega 70 milljónir króna, og er þar fyrst og fremst um að ræða van- greidd aðstöðu- og fasteignagjöld að því er kom fram í samtali við Helga Bergs bæjarstjóra á Akureyri í gær. Helgi sagði að verksmiðjufyrir- tækin hefðu þegar innt af hendi einhverjar greiðslur — í kringum 20 milljónir að hann gat sér til um, en stærsti hluti þessara gjalda væri enn ógreiddur. Helgi sagði, að fleiri fyrirtæki á Akureyri hefðu ekki getað staðið í skilum en ekki væri þar um að ræða sömu fjárhæðir og hjá Sambandsverksmiðjunum. Taldi Helgi greinilegt að fjárhagsstaða atvinnufyrirtækjanna væri nú erfið- ari en var í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.