Morgunblaðið - 09.12.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.12.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Persónuuppbótin 56 þúsund krónur PERSÓNUUPPBÓT sú, sem samið var um við ríkisstarfsmenn í síðustu kjarasamningum opin- berra starfsmanna og fjár- málaráðherra og greiða skal í desember, hefur nú þegar verið greidd. Upphaflega var þessi uppbót 40 þúsund krónur, en með verðbót var þessi upphæð orðin nú 56.200 krónur. Hefur ríkissjóður þegar greitt þessa uppbót til þeirra, sem starfað hafa 10 ár eða lengur. Hjá Reykjavíkurborg gilda nokkuö aörar reglur um persónu- uppbót í desembermánuði, enda er sú greiðsla mun eldri í samningum en persónuuppbót ríkisstarfs- manna. Gert er ráð fyrir að menn hafi starfað hjá Reykjavíkurborg í fullu starfi og fá þeir þá eftir 18 ára starf 71.275 krónur, eftir 15 ára starf 53.456 krónur og eftir 12 ára starf 35.638 krónur. Læknar vilja fá gæzluvaktir borg- aðar með leyfum LÆKNAR á nokkrum deildum Landspítalans hafa farið fram á að fá gæzluvaktarkaup eða bak; vaktir greitt í leyfum. í kjarasamningi lækna á Landspitalanum og Borg- arsjúkrahúsinu eru ákvæði um að gæzluvaktarkaup megi takast út í leyfum og koma þá 20 mínútur í fríi fyrir eina klukkustund á bakvakt. Gestur Olafsson formaður Læknaráðs Landspítalans sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að læknar handlæknis- og barna- deilda og að einhverju leyti læknar á lyflæknisdeild hefðu farið fram á þessa skipan greiðslna fyrir gæzluvaktir. Ekki væri enn ljóst hvort þessar óskir læknanna yrðu samþykktar, málið væri enn til umræðu. Þegar læknar eru á gæzluvöktum þarf að vera hægt að ná í þá í síma vegna áríðandi tilyika. Aðspurður um hver ástæðan væri fyrir þessum óskum, sagði Gestur að þær væru vafalaust fleiri en ein og fleiri en tvær. Því væri þó ekki að neita að miklir skattar af aukavinnu leiddu til þess að menn vildu heldur fá hana borgaða í leyfum en krónum. Þeirra eigin orð „Samtök launafólks standi vörð um kjaraatriði” — segir 1 ályktun Verkamannasam- bands íslands 8. febrúar sl. FRAMKVÆMDASTJÓRN Verkamannasambands íslands samþykkti ályktun hinn 8. febrúar, þar sem hún varaði ríkisstjórn og Alþingi við að rifta samningunum frá 22. júní 1977. I ályktuninni segir enn fremur: „Væri hins vegar kjaraatrið- um samninganna rift, áskilur Verkamannasamband íslands sér rétt til allra þeirra gagnað- gerða sem þurfa þykir. Jafn- framt heitir framkvæmda- stjórnin á öll samtök launafólks að standa vörð um kjaraatriði samninganna.“ „Rikisstjórnin fái starfs- frið til að ná árangri í bar- áttunni við verðbólguna” - segir í ályktun Verkamannasam- bands íslands 25. nóvember sl. Hinn 25. nóvember sl. kom sambandsstjórn Verkamanna- sambands íslands saman og samþykkti ályktun, þar sem m.a. segir: „Fundurinn lýsir stuðningi við efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar 5. september síð- astliðinn og fyrirhugaðar ráð- stafanir 1. desember næstkom- andi og leggur í því sambandi sérstaka áherzlu á þau félags- legu réttindamál, sem gert er ráð fyrir að lögfest verði á næstu vikum. Framangreindar ráðstafanir eru bráðabirgðaráð- stafanir, en fundurinn telur óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin fái starfsfrið til þess að ná árangri í baráttunni við verð- bólguna og vill VMSÍ veíta henni lið í því efni.“ Atvinnuleysisdag- ar tvöfölduðust ATVINNULEYSI var mun meira hér á landi í nóvember heldur en í mánuðinum á undan. Atvinnu- leysisdagar í nóvember voru samtals á iillu landinu 9.058 í nóvember, en í októbermánuði voru þeir ails 4.346. Um mánaða- mótin nóvember-desember voru 644 manns á atvinnuleysisskrá, en 370 um mánaðamótin næst á undan. Atvinnuieysisdagar í nóv- ember voru 1554 í Reykjavík, 815 á Sauðárkróki, 735 í Grundar- firði, 603 á Hoísósi og 601 á Siglufirði. Breiðholt hf: 5 aðilar hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum Kröfur þessara aðila nema 65 milljónum kr. FIMM aðilar hafa farið fram á það við skiptaráðandann f Reykjavík að byggingarfyrirtæk- ið Breiðholt hf. verði tekið til gjaldþrotaskiþta og nema kröf- ur þessara aðila á fyrirtækið um 65 milljónum króna, að því er Unnsteinn Beck borgarfógeti tjáði Mbl. í gær. Tveir stærstu aðilarnir eru Tollstjórinn í Reykjavík, sem er með kröfu að upphæð tæpar 42 milljónir króna, aðallega vegna vangreidds söluskatts og Póstgíró- Mest síldarsölt- un á Hornafirði stofan, sem er með kröfur að upphæð rúmar 20 milljónir vegna vangreidds orlofs. Póstur og sími hefur óskað eftir gjaldþrotaskipt- um vegna símaskuldar að upphæð ein milljón króna, Steinull hf. hefur óskað gjaldþrotaskipta vegna skuldar að upphæð rúm ein milljón króna og loks hefur Náman hf. óskað gjaldþrotaskipta á Breiðholti hf. vegna skuldar að upphæð 600 þúsund krónur, en Breiðholt telúr sig eiga kröfur á móti. Fleiri aðilar hafa ekki óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Breið- holti hf. en komið hefur fram í fréttum að fyrirtækið skuldar fleiri aðilum, þar á meðal Gjald- heimtunni í Reykjavík tugi millj- óna króna. AÐEINS 10 hringnótabátar voru enn að veiðum í fyrradag og leggja þeir afla sinn á land til verkunar á nýjum tegundum saltaðrar síldar, sem verið er að gera tilraunir með í allstórum stíl. Er hér um svokallaða „súr- lappaframleiðslu" eða „sauer- lappern" að ræða, en það er ediksöltuð síld, sem seld er til V-Þýzkalands. Ileildarsöltun allra tegunda nam 2. þessa mánaðar 189.329 tunnum og er síldarsöltunin á Suðurlandssíld- inni meiri en nokkru sinni fyrr eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu. Árið 1977 voru alls saltaðar 152.086 tunnur, árið 1976 voru þær 124.013 og árið 1975 94.407 tunnur. Framleiðslan skiptist scm hér segir á milli söltunarstöðva: SÖLTUNAR- HEILDAR- ÞAR AF STAÐIR SÖLTUN FLÖK Seyöisfjörður 1.765 tnr. — Eskifjöröur 12.635 tnr. — Reyðarfjöröur 3.347 tnr. — Fáskrúösfjöröur 8.053 tnr. — Stöövarfjörður 440 tnr. — Djúpivogur 8.450 tnr. — Hornafjöröur 49.948 tnr. — Vestmannaeyjar 36.952 tnr. (6.055) Þorlákshöfn 17.675 tnr. (927) Grindavík 27.368 tnr. (914) Keflavik 6.526 tnr. (526) Reykjavík 5.529 tnr. — Akranes 6.910 tnr. — Hellissandur 1.566 tnr. — Rif 1.414 tnr. — Stykkishólmur 751 tnr. — . Þrír tappar í einni holunni við Akureyri. 8. desember JARÐBORINN Narfi lauk nýlega við að bora um 1600 metra djúpa holu á Syðra Laugalandi í Önguls- staðahreppi fyrir Hitaveitu Akureyrar. Þegar verið var að draga borinn upp festist hann 1 holunni á um 1100 metra dýpi og þá féllu 29 metrar af stöngum (bor- króna og álagsstengur) niður í holuna og enginn veit hve djúpt. Þegar reynt var að ná þeim upp festist l‘/2 metri af stöngum (bor- króna og rýmari) nokkru ofar en hinar jtengurnar og situr þetta líka allt fast síðan. Um síðustu helgi var holan skápamæld og steypt í stærstu skápana, og síðan átti að reyna að ná stöngunum í efri festunni. Þá tókst ekki betur til en svo, að þriðja festan kom og nú mjög ofarlega í holunni. Laugaland Holan er ófóðruð enn og er 8V2 tommu víð alla leið niður. Lausum jarðlögum er mjög gjarnt að hrynja niður yfir borinn og einnig svarfi frá bornum. Að sögn Gunnars Sverris- sonar hitaveitustjóra vonast menn til að unnt verði að losa efstu festuna bráðlega og þá ætti að vera unnt að steypa í holuna og ná neðri festunum úr. A þessu eiga að vera tæknilegir möguleikar, en ljóst er að fara verður mjög varlega og verkið hlýtur að taka langan tíma. Stærstu vatnsæðarnar í holunni eru neðan við 1100 metra dýpi þar sem neðsta festan er og lofuðu mjög góðu um vatnsmagn. Ekki er þó hægt að vita hve mikið holan gæti gefið af sér ef mönnum tékst að hreinsa hana, m.a. vegna tengsla við aðrar borholur, sem eru í næsta nágrenni. Boliingarvík: Tvö innbrot upplýst RANNSÓKNARLÖG- REGLA ríkisins hefur hand- tekið mann, sem viðurkennt hefur tvö innbrot í Bolung- arvík á þessu ári. Eins og fram hefur komið í Mbl. hefur talsvert borið á innbrotum í Bolungarvík að undanfiirnu og hefur Rann- sóknarlögregla ríkisins þrí- vegis sent menn vestur til rannsókna. Hefur rann- sóknin nú borið árangur og umræddur maður viður- kennt innbrot í Póst og síma og Heilsugæzlustöðina, en á þessum stöðum var stolið á fjórða hundrað þúsund króna í peningum. Ilins vegar er enn óupplýstur stórþjófnaður hjá Jóni Fr. Einarssyni byggingameist- ara á fyrra ári en frá honum var stolið rúmlega hálfri milljón króna. Maður sá, sem viðurkennt hefur innbrotin, bjó um tíma á Bolungarvík en er nú fluttur þaðan. Skattur á fóðurbæti hækkar verð á eggjum í h^RUMVARPI að nýjum lögum um framleiðsluráð landbúnaðar- ins er gert ráð fyrir sérstökum fóðurbætisskatti og hefur verið rætt urn að hann verði 30%. Kæmi þessi skattur á allt kjarnfóður og skiptir þá ekki máli hvort hamdur. sem nota fóðurbætinn, framleiða vörur, sem eru mikið niðurgreiddar eða alls ekkert. Kæmi þessi skattur því jafnt niður á þá bændur sem eru með svína-, hænsna- eða eggjabúskap. Hins vegar er gert ráð fyrir að þessir aðilar fái að hækka vöru sína sem þessum kostnaðarauka við framleiðsluna nemur, en það fá almennir bændur hins vegar ekki að gera og verða að taka skattinn inn í verðið. Egg koma því óhjákvæmilega til með að hækka er þessi skattur verður að veruleika, sem og kjúklingar, svínakjöt og aðrar vörur í fyrrnefndum greinum landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.