Morgunblaðið - 09.12.1978, Side 3

Morgunblaðið - 09.12.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 3 Fall sorphiróutillögunnar í borgarstjórn: Skoða verður samstarf meiri- hlutaflokkanna í ljósi málsins — segir Sigurjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar, sem telur málið mjög alvarlegt „ÞETTA er ótvírætt bfot á þeim samstarfssamningi, sem meiri- hlutaflokkarnir gerðu með sér og þessi borgarfulltrúi hefur framið. Þétta hlýtur því að kalla á að það verði að skoða þetta samstarf í því ljósi,“ sagði Sigurjón Péturs- son, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, í sambandi við fall tillögu meirihlutans um sorp- hirðugjaldið, sem greint vzr frá í Morgunblaðinu í gær. Björgvin Guðmundsson formaður borgar- ráðs sagði í samtali í gær að sér hefði ekki verið ljóst. að Sjöfn Sigurðardóttir borgarfulltrúi myndi grciða atkvæði gegn tillög- unni, en Sjöfn hélt því hins vegar fram að Björgvin hefði átt að vera það fullljóst og hún harmaði að hann hefði ekki skýrt sam- starfsaðilunum frá þeirri afstöðu fyrirfram. t Afdrifaríkur atburður að setja lög á Alþingi, sem heimiluðu sveitarfélögum á land- inu að leggja sorphirðingargjald. Því er þýðing þessa máls ekki eins mikil," sagði Björgvin. Björgvin Guðmundsson sagði ennfremur að sér vitanlega væri þetta eina málið, sem ágreiningur væri um er snerti afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar. „Hitt er annað mál að svona klofningur spillir alltaf eitthvað því samstarfi sem er og er því alltaf til tjóns. Því var slæmt að þetta skyldi komá fyrir,“ sagði Björgvin Guðmundsson. t Gjaldið hefði Þýtt tvísköttun Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins hafði þetta um málið að segja: „Það mættu 8 meðlimir borgarmálaráðs Alþýðuflokksins á fundi borgar- Sjöfn Slgurjón Sigurbjörnsd. Pétursson málaráði, þegar rætt var um sorphirðumálið og hlaut sorp- hirðugjaldið 4 atkvæði, tveir voru farnir af fundi og tveir voru á móti og ég hygg að báðir þeir, sem af fundi viku, hafi verið á móti sorphirðugjaldinu. Þegar fundað var um málið, voru forsendur gjörólíkar, þar sem þá var ekki komið á daginn, að ekki var stoð í lögum fyrir álagningu sorphirðugjaldsins. Björgvin Guðmundsson vissi full- vel á borgarstjórnarfundinum, að ég hygðist fella sorphirðugjaldið. BjörKvin Kristján Benediktsson Þykir mér leitt, éf hann hefur ekki látið Sigurjón Pétursson og Kristj- án Benediktsson vita um það. Samkvæmt sveitarstjórnarlög- um eru lagðir fasteignaskattar á borgarbúa og eiga þeir m.a. að standa undir kostnaði við sorp- hirðu. Ef hið nýja og líklega ólöglega sorphirðugjald hefði verið samþykkt, væri í raun um tví- sköttun að ræða vegna sorphirðu í borginni. Varla er það hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að panta lög frá Alþingi fyrir sveitar- félög um allt land til innheimtu á gjaldi fyrir sorphirðu eins og síðar var ætlunin að gera,“ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. • Alþýðuflokkurinn veröur að axla ábyrgöina Loks ræddi Morgunblaðið við Kristján Benediktsson, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins. Hann sagði að hann væri ekkert allt of hress yfir niðurstöðum þessa máls. Hann sagði: „Þetta kom mér á óvart. Hins vegar vona ég að svona atburðir muni ekki endurtaka sig og Alþýðuflokkurinn og fulltrúar hans muni skilja það að þessu samstarfi okkar fylgir ábyrgð, sem n enn verða að axla. Ég á ekki von á því að þetta hafi neinar stórkost- legar afleiðingar í för með sér aðrar en þær, að börgarstjórn vill ekki fá heimild í lögum til þess að leggja á þetta sorphirðugjald, sem raunar sveitarfélög innheimta án þess að lagaheimild sé fyrir hendi. Við munum einhvern veginn kom- ast yfir þessa snurðu, sem hlaupið hefur á þráðinn," sagði Kristján Benediktsson að lokum. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál, sérstaklega með hliðsjón af því, að þessi tillaga hafði verið samþykkt í framkvæmdaráði með stuðningi alls meirihlutans, samþykkt í borgarráði með stuðningi alls meirihlutans og eftir því sem Björgvin Guðmundsson upplýsir samþykkt í borgarmálaráði Al- þýðuflokksins. í samstarfssamn- ingi meirihlutaflokkanna eru ákvæði um það að þeir ætli að standa saman að fjárhagsáætlana- gerð og fjármálastjórn borgarinn- ar. Þetta er sem sagt ótvírætt brot á þeim samstarfssamningi, sem þessi borgarfulltrúi hefur þarna framið og þetta hlýtur að kalla á það að það verði að skoða þetta samstarf í því ljósi.“ Morgunblaðið spurði Sigurjón, hvort þetta gæti haft afdrifaríkar afleiðingar um samstarfið í fram- tíðinni. „Að sjálfsögðu er þetta afdrifaríkt," sagði Sigurjón. „Hvort það hefur afleiðingar í för með sér, er ekki búið að meta ennþá. Það verða haldnir fundir um helgina í borgarmálaráðum flokkanna, þar sem afstaða verður tekín til þessa máls. Ég vil engu spá um þetta að svo stöddu, en þetta er ákaflega alvarlegur at- burður.“ • Slíkur klofningur alltaf til tjóns Björgvin Guðmundsson sagði, að fjallað hefði verið um málið í borgarmálaráði Alþýðuflokksins, þar sem samþykkt hefði verið að styðja tillöguna, en Sjöfn hefði verið andvíg þessari skattheimtu í ráðinu. „En vegna þess hvernig afgreiðslan fór þar, átti ég von á því að minnihlutinn myndi standa saman við afgreiðslu málsins í borgarstjórn og ég efast um að við meirihlutaflokkarnir hefðum lagt þessa tillögu fyrir, ef þetta hefði verið vitað áður. Því var þetta eins og hvert annað slys,“ sagði Björg- vin. Hann var þá spurður um afleiðingarnar og sagði: „Ég get ekki svarað því, hvort þetta hefur afdrifaríkar afleiðingar. Við ætl- um að ræða þetta í borgarmála- ráði Alþýðuflokksins á morgun. En ég vil benda á að það voru greidd atvkæði á fundinum um mjög þýðingarmikil mál, svo sem álagningu fasteignagjalda og var þar algjör samstaða. Þar greiddi Sjöfn atkvæði með þeim tillögum. Tillagan, sem var felld, var ekki um gjaldið, heldur um að skora á heilbrigðis- og tryggingaráðherra LTOMA jóíaleikur 350.000 króna verðlaun Sendu smellið svar og reyndu aó vinna til Þú þarft aðeins að svara eftirfarandi Ljóma verðlaunanna fyrir jól! spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞÚSUND KRÓNUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞUSUND KRÓNUR III. VERÐLAUN — FIMMTÍU-ÞÚSUND KRÓNUR Sendu svar þitt — í bundnu máli eða óbundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, pósthólf: 5251, deild a,105 Reykjavík. Svarið verður aö hafa borist okkur þann 18. desember 1978. Esmjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.