Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 13 Basar Umsjónarfélags einhverfra barna „Umsjónarfélág einhverfra barna" heldur basar í safnaðar- heimili Laugarneskirkju laugardaginn 9. desember kl. 14. Basarinn er haldinn til fjáröflunar fyrir sjóö meðferð- arheimilis einhverfra barna. Á boðstólum verður jólaskraut, kökur og ýmislegt fleira. Umsjónarfélag einhverfra barna var stofnað fyrir rösku ári til að vinna að málefnum einhverfra barna. Fyrsta og aðaltakmark félagsins er að koma upp meðferðarheimili sem gæti tekið við börnunum að lokinni dvöl þeirra á barnageð- deild þar sem hætta er á að árangur sá sem næst á deildinni tapist ef börnin fá ekki mark- vissa áframhaldandi kennslu og þjálfun. Síðast liðinn sunnudag lögðu ýmsir hljómlistarmenn málefni þessu lið sitt með tónleikahaldi til ágóða fyrir sama efni. Hans og Gréta sýnt í Hveragerði sunnudag Hveragerði 6.12. Leikfélag Hveragerðis frumsýn- ir barnaleikritið Hans og Grétu í Hótel Hveragerði næstkomandi sunnudag kl. 21. Leikstjóri er Sigurgeir H. Priðþjófsson em með helztu hlutverk fara Unnur Svavarsdóttir, Guðmundur Lárus- son og Aðalbjörg M. Jóhannsdótt- ir. Næstu sýningar verða miðviku- daginn 13. desember, laugardaginn 16. og sunnudaginn 17 desember. Fyrirhugað er að sýna Hans og Grétu á Selfossi milli jóla og nýárs og e.t.v. víðar er fram líða stundir. Höfundur leiksins er Willi Krúges og þýðinguna gerði Halldór Óiafs- son. Þessi ævintýraleikur hefur verið sýndur áður hér á landi við miklar vinsældir, síðast í flutningi Leikfélags Vestmannaeyja. Georg. • * OLATRESSKOGUR VELOIÐ UR þUSUNDUM TB3AA A' LA6EBNUM ?T*nTTTn nv blómaual ' Gróöurhúsið v/Sigtún sími 36770 ÉC UM NUG frámértil nUn PéturGunnarsson ÉGUMMlG FRÁMÉRTILMÍN PÉTUR GUNNARSSON „Pétur Gunnarsson vakti mikla og veróskuldaða athygli, er hann sendi frá sér bókina Punktur punktur komma strik. . . og enn sem komið er finnst mér hann komast með ágætum frá verki sínu. Það hefur orðið ákveðin stígandi frá fyrri bók, söguþráóurinn oróið þéttari í sér, betur spunninn. . . eins og eftirvæntingin var mikil eftir Punktinn þannig verður hún enn meiri eftir þessa bók. . ." Heimir Pálsson (Vísir) „. . . enn hnitmiðaðri saga en Punktur punktur komma strik ... hér er greinilega unnið á markvissan listrænan hátt. . ." Jóhann Hjálmarsson (Morgunblaöið) „... ný kynferðisleg vitund rafmagnar andrúmsloftið... stórskemmtileg í sprettum og óborganleg lýsing á þeim furóulegu uppátækjum sem fylgja þessu skeiói... Fyrir svona nokkuó þakkar maður kærlega." J&mt^ fl Aóalsteinn Ingólfsson (Dagblaðið) M\\ 111 - \ Bræðraborgarstig 16 Sími 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.