Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Bækur, bæklingar og pésar, dagblöð, tímarit, auglýsinga- blöð og jafnvel veggspjöld — allt er þetta til í hundruða og þúsundatali, kannski tugþús- undatali hjá Páli Gíslasyni bónda á Aðalbóli í Hrafnkels- dal. Hann er með öðrum orðum safnari. — Ætli þetta sé ekki einhver baktería, segir hann. Hún byrjaði uppúr 1940 eða þar um bil. Aðalból er efsti bær á Jb'kul- dal, eða öllu heldur í Hrafnkels- dal, sem gengur suður úr Jökuldalnum. Þar hefur í'áll búið ásamt konu sinni. Ingunni Einarsdóttur, í um þrjá ára- tugi. — Já, ég er alveg sáttur við að vera hér og hefi enga þörf fyrir að fara héðan og hef aldrei haft. Helzt hefði ég aldrei viljað bregða mér að heiman og ekkert leist mér á mig í Reykjavík. Ég hef kunnað betur og betur við mig hér og sennilega kynni ég bezt við mig inni á öræfum sem einbúi — þannig er ég nú innréttaður. — Er hér veðursæld? — Hér er hálfgert megin- landsloftsiag og segja má að Páll Gíslason er hér með postillu nokkra, en hann á marga fágæta gripi. Hefði helzt aldrei viljað bregóa mér að heiman SegírPáll Gíslasonbondi cgbókasafnari á Aöalbóli veðursæld ríki. Loftslag er stöðugra hér en úti við strönd- ina en þó eru miklar sveiflur milli hita og kulda og getur verið brennandi heitt á sumar- degi og niður undir frostmark að næturlagi. Á vetrum fer frostið oft niður í 20—25 stig en þá eru jafnan stillur. Það er hráslaginn sem ég kann illa víð og hann er einkum við strönd- ina. Aðalból er um það bil 100 km frá Egilsstöðum og er raunar stutt í jökla frá Aðalbóli og segir Páll að hæð yfir sjó sé um það bil 350—400 metrar. Það er óhjákvæmilegt að talið beinist aðallega að blöðum og bókum, því bækur, heilu kassarnir af bókum, eru það fyrsta sem mætir auganu er komið er inn í forstofu hjá Páli. Hann hafði nefnilega nýverið fengið bóka- sendingu og bíður hún þess að verða sett á sinn stað. Annars hefur Páll Iítið álit á blööum eða svo sagði hann: — Já, ég skil ekkert í fólki sem má vera að því að lesa öll þessi blöð — ég veit ekki hvað er svona eftirsóknarvert í þeim, og svo er þeim bara hent í skítinn um leið. Það væri alveg nóg að gefa út nokkur eintök fyrir skyldubókasöfnin — nú og svo fengi ég eitt, segir Páll og hlær innra með sér og á eftir fá blaðamennirnir litlu skárri út- reið: — Ég hef slæma reynslu af þeim og hef lítið við þá að segja, held bara að þeir fari með eintómar lygar. Komumenn eru spurðir álits á sveitinni, jörðinni. Fátt verður til svara nema að hún er álitin nokkuð á annan veg en aðrar sveitir. — Það er nú það góða við þessa sveit, þetta er allt saman öðruvísi og er mest í það varið þannig. Um leið og kókur eru drifnar á borð og boðið til veizlu gerir Páll grín að kökum og segir allar húsmæðurnar hafa gaman af þessum bakstri — þess vegna séu þær að þessu, en með Páli búa synir hans og dætur, uppkomið fólk sem hefur tekið við búi, og er það tengdadóttirin, sem heldur okkur veizluna. En aftur er tali beint að fjölmiðlum og nú útvarpi og sjónvarpi: Aðallega skrílslæti — Lítið fylgist ég með sjón- varpi og mér finnst mætti nota það betur en nú er og meira sem kennslutæki. Þetta eru aðallega bíómyndir með skrílslátum og vitleysu og ég veit ekki hvaða erindi þær eiga til okkar. En þetta er víst það sem fólk sækist helzt eftir og virðist það vera svo gott. fóður að ekki megi missa af því og sitja menn dolfallnir yfir því. En ég hlusta frekar á útvarpið, það er ágætt að hafa það á kvöldin þegar ég er að dunda inni við, en það fer mikill tími í þessar bækur. Það er gott að taka skorpu við ýmis verk úti við og fá hreyfingu á kroppinn, en börnin hafa annars tekið við þessu að miklu leyti. Lestu mikið? — Nei, ég geri lítið af því, það er ekkert gagn í því að liggja í bælinu og lesa, en krakkarnir lesa þó nokkuð og ætti raunar að banna þeim að lesa þetta, þau sækjast aðallega eftir reyfurum. Eg safna þeim eins og öðru en set þá fljótlega ofan í kassa. Ég geymi þó nokkuð af bókum í kössum, því ekki má raða þeim of þröngt í hillur, en af þeim er ekki of mikið hér og helzt þyrfti ég að byggja yfir bækurnar. Sjálfsagt eru það orð að sönnu hjá Páli, því í herberginu sem við spjölluðum saman var allt þakið, allir fjórir veggir full- nýttir nema rétt þar sem hurð er og gluggi og var híllum komið fyrir ofan við, kassar á gólfinu og varla sást í vinnuborð hans fyrir bókum. Þó var það ekki allt. Uppi á háalofti, í risinu, voru enn fleiri kassar og enn fleiri staflar af bókum. En áður en við fórum þangað sýndi Páll okkur nokkrar gamlar bækur, sem hann átti. Margir forngripir — Ég á hér nokkrar bækur frá Hólaprentsmiðjunni, en þar var ákaflega vönduð vinna og eru þessar bækur frá því rétt fyrir aldamótin 1800 og þar um bil, en auk prentsmiðjunnar á Hólum var prentsmiðja í Hrappsey og síðan voru þær sameinaðar í Viðey upp úr aldamótunum. Það eru vart gefnar út bækur þessum líkum í dag, segir Páll um leið og hann handleikur Vídalínspostillur og ýmsa fágæta gripi meðal bóka, forngripi, sem hver safnari myndi án efa óska að kominn væri í sínar hillur. Og þegar leiðin lá upp í risið fann Páll eitt eintak af fyrsta tölublaði Morg- unblaðsins er út kom 2. nóvem- ber 1913. — Ég átti þess eitt sinn kost að fá keypta nokkra fyrstu árgangana af Morgunblaðinu, en þá hafði ég ekki eignast þetta fyrsta tölublað. Þess vegna hugsaði ég að þar sem fyrsta blaðið vantaði í þessa árganga, sem ég gat fengið keypta, þá hefði ég eiginlega ekkert með þá að gera, því ég bjóst ekki við að komast nokkurn tíma yfir það og auk þess kostuðu þeir stórfé í þá daga. En síðan var það löngu seinna að ég fékk þetta fyrsta eintak og það á heimili sem ég átti alls ekki von á að sjá Morgunblaðið nefnilega fram- sóknarheimili. Ég sé því mjög eftir því að hafa ekki keypt fyrstu árgangana, þegar það var hægt, því ég geri ekki ráð fyrir að þeir séu fáanlegir núna. Á háaloftinu væri hægt að dvelja í margar vikur við að skoða það sem Páll hefur viðað að sér af blöðum, bókum og ritum ýmiss konar, en hér er hann með eintak af fyrsta tölublaði Morgunblaðsins er út kom 1913. Ljósm. Kristján. Páll á einnig nokkur þeirra blaða og tímarita er gefin voru út á Seyðisfirði kringum síðustu aldamót: — Já, það var mikil gróska í blaðaútgáfu á Seyðisfirði hér fyrr á árum, og má e.t.v. segja að það hafi fylgt þeim umsvifum er þá voru þar, því þangað komu skip jafnan fyrst að landi er þau komu frá útlöndum og þangað kom fyrsti sæsíminn á land og svo mætti áfram telja. En nú eru þau gömlu blöð öll hætt að koma út þar, en þarna var oft líf í tuskunum og hiti í umræðum milli manna á vettvangi stjórn- málamanna. Sem fyrr segir hefur Páll Gíslason búið á Aðalbóli í þrjá áratugi en búskap sinn hóf hann austur á Héraði eins og hann orðaði það. — Ég sótti um þessa jörð þegar bóndinn flutti, en á þessum árum var mikil fátækt og basl hjá flestum. Ástandið breyttist þó verulega um og eftir stríð því þá hækkuðu landbún- aðarvörur mjög í verði og margir urðu ríkir á skömmum tíma. Nokkrir bændur héðan að austan fluttust þá t.d. til Eyjafjarðar, þar sem þeir gátu keypt sér jarðir með allri áhöfn og vélum jafnvel. Páll býr nú ásamt fólki sínu á búinu á Aðalbóli og hafa þau heyjað til skamms tíma í Skógargerði og Arnórsstóðum þar sem Víkingur bróðir hans býr, en Víkingur bjó áður í Skógargerði þar sem faðir þeirra var bóndi og eru þau systkinin 13. Og í lokin er örlítið spjallað um búskap og mannlífið þarna efst á Jökuldalnum: Of mikið ræktað — Mér finnst ræktunin hafa þanist alltof mikið út og menn geta t.d. ekki sinnt því Iengur að nota húsdýraáburð, nú verður alltaf að bera á tilbúinn áburð. Hann hækkar um 30% frá ári til árs og jafnvel meira og þó afurðir okícar hækki þá dugar það ekki alltaf til svo menn eru sífellt að stækka búin til að ná meiri og meiri hagkvæmni, og þess vegna er nú svo komið að um offramleiðslu er að ræðs. Þess vegna þarf að skipuleggja framleiðsluna og ættu til að mynda sauðfjárbændur að hafa sitt fé og bændur austur á Héraði að stunda kartöflurækt og holdanautarækt. Mér finnst heldur engin skynsemi í því og ekki réttlætanlegt að menn sem búa í kaupstöðum skuli fá að hafa fé, þar eru þeir í sam- keppni við bændur og ekki ástæða til að líða það. Her upp frá er eingöngu hægt að stunda fjárbúskap og finnst mér að við sem hér búum ættum að fá að sitja að því, enda tekur unga fólkið við til þess að halda áfram sauðfjárbúskap hér um slóðir og á það. vil ég leggja áherzlu að landbúna/Jarmálin verði skipulögð. — A mínum unglingsárum var búið að innræta okkur það að þér væri hundalíf, en þetta sjónarmið hefur mikið til horfið nú enda er búskapur í dag allur annar en var sakir hinnar miklu vélvæðingar þó hún kalli að ýmsu leyti á meiri vinnu og þar með meiri tekjur. Og Páll Gíslason er ekki hræddur um að byggðin leggist af í Hrafnkelsdal og á Jökul- dalnum, segir fólkið vera sam- hent o'g hver bóndinn reiðir sig á annan þegar vandamál koma upp og leita þarf aðstoðar og samvinna er eins og hægt er. Á vetrinum eru menn lítið á ferli utan hið nauðsynlegasta, líta þó stundum við á næsta bæ og grípa í spil, fara á vélsleðunum í kaupstað öðru hvoru en til þeirra hefur þó ekki þurft að grípa enn í vetur þar sem snjór hefur verið með minnsta móti og alltaf bílfært á Egilsstaði. Eftir aðra veizlu á Aðalbóli, núna sviðaveizlu, er mál að kveðja heimafólk og komumenn halda leiðar sinnar. j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.