Morgunblaðið - 09.12.1978, Page 19

Morgunblaðið - 09.12.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 19 Fura (Pinus) Furan er ein þeirra er- lendu trjátegunda sem hasl- að hafa sér völl í íslenska gróðurríkinu og nokkur kvæmi hafa staðið sig vel miðað við íslenska veðráttu. Furan er mjög nægjusöm og getur náð ótrúlega miklum vexti við þau skilyrði sem ekki þýðir að bjóða öðrum barrtrjátegundum. Hér á landi hefur fura verið gróð- ursett síðan fyrir aldamót, en í mjög smáum stíl framan af. Fyrst eftir 1945 var farið að gróðursetja furu að nokkru ráði og þá einkum SKÓGARFURU sem er al- gengasta furutegund til land og virðist ætla að standast furulúsina. íslenska STAFAFURAN er upprunnin frá Alaska og hefur hún staðið sig furuteg- unda best hér á landi, og má nú sjá álitlega lundi í flestum sýslum landsins. Stafafuran hefur nú síðustu árin rutt sér mjög til rúms sem jólatré og þykir mjög góð til þeirra hluta einkum vegna barrheldninnar. Stafafura getur orðið stór- vaxin í góðum jarðvegi og vex hraðast allra furuteg- unda á Norðurlöndum. LINDIFURA frá Síberíu er mjög falleg trjátegund. Myndin er tekin 1976 af Stafafuru í reit Vesturíslendinga við Þingvelli. Gróðursett um 1960. gagnviðar í öðrum löndum. En svo illa tókst til hér á landi að skógarfuran varð altekin furulús, sem lagði hana næstum alla að velli á árunum 1952—1960. Síðan 1960 hefur ekki verið sáð til skógarfuru og algjörlega hætt að planta henni frá sama tíma. Norsk BERGFURA hefur náð allgóðum þroska víða um Til hennar var sáð um aldamótin, en því miður er alltof lítið til af henni. Að síðustu skal nefnd BRODD- FURAN, dásamlega, frá Colorado, sem aðallega vex á Hallormsstað og örlítið breiðst þaðan út um landið, einkum sem garðtré. Nafnið fær hún af hvössum broddi, sem stendur út úr köngul- skelinni er fræið geymir. K.S. ÞESSI mynd er af Skúla Sveins- syni, sem minningarorð voru birt um hér í Mbl. í gær. — Er beðist afsökunar á þeim mistökum sem urðu, en myndin átti að sjálf- sögðu að birtast með minningar- orðunum. UNCLINGAPEYSUR Verð frá kr. 5900.- Einnig mikið úrval af LeeCooper flauelsbuxum, gróf riffluðum,milli riffluðum og fín riffluðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.