Morgunblaðið - 09.12.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 09.12.1978, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Að Goldu Meir látinni „ÉG sagði við Sadat forseta þegar ég kvaddi hann, að ég vonaði að ég fengi að lifa að friður yrði með þjóðum okkar,“ sagði Golda Meir við blaðamann Morgunblaðsins á Ben Gurion flugvelli fyrir rétt rúmu ári, nokkrum mínútum eftir að Sadat Egyptalandsforseti hafði horfið til síns heima eftir hina sögulegu heimsókn til Jerúsalem. Henni varð að vísu ekki að ósk sinni, friðarsamningur hefur enn ekki verið undirritaður, en hún hefur væntanlega getað glaðzt yfir því að fylgjast með þeirri þróun sem varð eftir heimsókn Sadats og að nú loks virðist friður innan seilingar. Golda Meir var síðasti af frumherjum í forystusveit síonist- anna sem stofnuðu Israelsríki. Hún lifði mikla breytingatíma, sá það vaxa úr örsmáu ríki um- kringdu og ógnað af fjandsamleg- um nágrönnum og í að verða meiriháttar veldi í Miðausturlönd- um, ríki sem allur heimur lærði nauðugur viljugur að taka tillit til og hlusta á. Hún var forsætisráðherra árin 1969—1974. Hún sagði af sér nokkrum mánuðum eftir Yom Kippurstríðið sem varð til að gera að engu goðsögnina um hið ósigr- andi herveldi ísraels í Miðaustur- löndum. Hún hafði verið kvödd til þess að taka við forsætisráðherra- embættinu, sjötug að aldri, eftir að hún hafði ákveðið að setjast í helgan stein. Og í fimm ár gegndi hún þeirri stöðu við mikinn orðstír, þótti magnaður og kröft- ugur forsætisráðherra, en sam- starfsfús, vitur og harðskeytt og gædd persónulegri hlýju sem höfðaði til landa hennar enda voru vinsældir hennar ákaflega miklar. Hún var fædd í Kænugarði í Rússlandi 3. maí 1898 og sagði síðar að meðal fyrstu bernsku- minninga hennar hefði verið þegar hún heyrði föður sinni vera að negla fyrir dyr og glugga til að verjast vaxandi ofsóknum og árásum sem gerðar voru á Gyð- inga og margir voru þeir dagar að fjölskyldan hætti sér ekki út fyrir dyr vegna hótana og illyrða nágranna og var svo um fleiri Gyðingafjölskyldur á þessum tíma. Þetta var ekki sérlega lánleg byrjun, en 79 ára gömul var hún á Broadway viðstödd frumsýningu á leikritinu „Golda" sem var byggt á lífi hennar er allt einkenndist af trú á að Gyðingar myndu lifa af og stofna sitt eigið ríki. Fjölskyldan fluttist til Milwau- kee í Bandaríkjunum, þegar hún var kornung og þar ólst hún upp með foreldrum og tveimur systr- um. Faðir hennar Moshe var starfsmaður járnbrautarfélags og komust þau sæmilega af. Strax á unglingsárum fékk hún áhuga á zionisma — þ.e. að Gyðingar skuli eignast ríki í sínu forna fóstur- landi — Palestínu. Sjálfstæðis- kennd hennar kom og snemma í ljós. Hún vildi afla sér menntunar og standa á eigin fótum, en foreldrar hennar risu öndverð gegn því. „Það borgar sig ekki að vera of greind,“ sagði faðir hennar. Hún strauk að heiman til systur sinnar sem var búsett i Denver, lagði stund á kennaranám og sökkti sér ofan í síonisma. Fimmtán ára gömul kynntist hún Morris Meyerson, og hún sagði alla tíð að það hefði verið ást við fyrstu sýn. Hún var 19 ára þegar þau gengu í hjónaband, sem átti eftir að verða báðum erfitt. Morris var feiminn, innhverfur maður, listrænn og elskur að tónlist og bókmenntum. Hann hafði ekki minnsta áhuga á sionisma. Golda var mælsk og full af hugsjónum og baráttugleði, sannfærð um að sinn staður væri í Palestínu og hennar lífshlutverk væri að skapa Gyðingum land þar. Þau bjuggu í Milwaukee í fáein ár og Golda fékkst þar við kennslu, en árið 1921 fluttust þau til Palestínu. í fyrstu bjuggu þau á kibbutz, en það líf varð Morris um megn og þau fluttust til Jerúsalem þar sem börn þeirra tvö fæddust, Menahem 1924 og Sarah 1926. Golda hóf fljótlega eftir komuna til Palestínu umfangsmikil af- skipti af þjóðmálum og stjórn- málum og voru henni fljótlega falin aðskiljanleg trúnaðarstörf, hið fyrsta var þegar hún varð formaður atvinnumálanefndar kvenna í Jerúsalem 1928. Innan tíðar hóf hún síðan að starfa með þeim mönnum sem áttu eftir að stýra Ísraelsríki á fyrstu árum þess, Ben Gurion, Levi Eshkol og Moshe Sharett. Þeir gerðu sér grein fyrir miklum mælskuhæfi- leikum hennar og hún var hvað eftir annað send til Bandaríkjanna að safna fé og laða innflytjendur til að koma til landsins. Dóttir hennar sagði síðar: „Við vorum oft einmana og söknuðum mömmu. Við sáum hana fjarska sjaldan á þessum árum.“ I ævisögu sinni ásakaði Golda sig beizklega fyrir að hafa brugðist börnum sínum. „Ég sinnti ekki skyldum mínum sem móðir. Ég var út um hvippinn og hvappinn að safna peningum fyrir vopnum og hergögnum eða ég var á ráðstefnu í París eða Róm ... Þetta gerðist j 1973 — ísraelskar loftárásir á Damaskus — Kissinger hefur viðræður við evrópska leiðtoga tii að auka einingu NATO. 1972 — Norður-Víetnamar ná samkomulagi við Rússa um efnahagslega og hernaðarlega aðstoð. 1971 — Indverskt heriið um- kringir Dacca, höfuðborg Aust- ur-Pakistans. 1969 — Áætlun Bandaríkjanna í tíu liðum um frið í Miðaustur- iöndum. 1919 — Bandaríkjamenn hætta þátttöku sinni í Versala-ráð- stefnunni. 1917 — Rúmenar semja vopna- hlé við Miðveldin — Tyrkir taka Jerúsalem. 1905 — Aðskilnaður rtkis og kirkju í Frakklandi fyrirskipað- ur. 1824 — Her Símons Bolivars sigrar spænska herinn við Aya- cucho í Perú. 1798 — Karl Emmanuel af Sardiníu leggur niður völd. 1625 — England og Niðurlönd ákveða að styðja Kristján IV Danakonung í baráttu hans gegn Þjóðverjum. / Afmælí dagsinsi Gustaf Adolf Svíakonungur (1594—1632) — John Milton, enskt skáld (1608-1674) - Johann J. Wincklemann, þýzkur fornleifa- fræðingur (1717-1768) - Claude-Louis Ertholle, franskur efnafræðingur (1748—1822) — Douglas Fairbanks Jr., banda- rískur leikari (1909— —) — Kirk Douglas, bandarískur leik- ari (1916---). Innlcnti Skúli Magnússon skip- aður landfógeti 1749 — Sjö hús brenna til kaldra kola á Stokks- eyri 1926 — Helgi Tómasson aftur yfirlæknir á Nýja-Kleppi 1932 — Olíuflutningaskipið „Hamrafell" kemur 1956 — F. Dr. Hermann Einarsson fiski- fræðingur 1913. Orð dagsinsi Sameiginleg bölv- un mannkynsins: heimska og fáfræði — William Shake- speare, enskur leikritahöfundur (1564-1616). Norðmenn láta Svía fá olíu Frá (réttaritara Morirunblaðsins (Ósló í xær. NORÐMENN samþykktu í dag að láta Svía fá hluta olíu sinnar úr Norðursjó í staðinn fyrir stóran hlut í sænsku Volvo-bílaverksmiðjunum og aðgang að tækni og timbri Svía. Forsætisráðhcrrar Noregs og Svíþjóðar, Odvar Nordli og Ola Ullsten, undirrituðu samning um þetta í Ósló í dag. Samningurinn grundvallast á því að Norðmcnn kaupa 40% eignarhluta í Volvo. Norðmenn leggja 750 milljónir sænskra króna í nýtt íyrirtæki, Volvo (Svenskt-Norskt) AB. Sænskir hluthafar fá 200 milljóna aukabætur að frádregnum sköttum. Forsætisráæherrarmr sögðu á blaðamannafundi, að samkomulagið markaði tímamót í raunhæfri efnahagssamvinnu Norðmanna og Svía. Gert er ráð fyrir geysiharðri mótstöðu gegn samkomulaginu sem lengi hefur staðið í stappi um og yfirlýsingar aðila utan þings og fjármálasérfræðinga benda til þess. Þetta er víðtækasta samkomulag sinnar tegundar sem hefur tekizt á Norðurlöndum og forsætisráðherr- arnir hafa orðið að sigrast á harðri andstöðu í báðum löndunum. Með samkomulaginu er jarðveg- urinn undirbúinn fyrir enn víðtæk- ari samvinnu Norðurlanda í efna- hagsmálum að því er fram kemur í ummælum kunnugra um málið. Volvo er stærsta einkafyrirtæki Norðurlanda með samkomulaginu en þó er það aðeins 10. mesti framleiðandi bifreiða og vörubíla í Evrópu og 31. í heiminum. Volvo hefur brýna þörf fyrir aukið fjármagn til þess að fjárfesta í nýrri bílaframleiðslu og berjast við japanska, bandaríska og evr- ópska keppinauta og fyrir sitt leyti fær fyrirtækið velþegnar norskar krónur í þessa samkeppni. 155 nautgrípir hírast í skipi Frá fréttaritara Morgunhlaðsins í Þórs- höfn í Færeyjum í gær. DANSKA flutningaskipið Ilse Clausen liggur enn við akkeri á Kollufirði með 155 nautgripi um borð og hefur ekki komizt til Danmerkur með farminn eins og skipstjórinn hefur fengið skipun um vegna óvenjulega langvarandi óveðurs. Danjal Bærentsen yfirdýralæknir fer daglega um borð í Ilse Clausen til þess að fylgjast með dýrunum sem hafa nú verið 12 sólarhringa í hafi og eina viku við Færeyjar, en hann segir að líðan þeirra sé góð. Skipið fær ekki að leggjast að bryggju og dýrin fá ekki að fara í land af því að færeysk yfirvöld óttast hættu á smitandi dýrasjúkdómum sem Færeyingar hafa verið lausir við til þessa. Þessi afstaða hefur mætt nokkurri mótspyrnu og í gærkvöldi safnaðist fólk úr 30 bifreiðum frá Österö við bústað Iandbúnaðarráð- herra til að kaupa mjólk. Ráðherr- ann var ekki heima. — Arge. Tandberg á barmi hruns Krá fréttaritara Morgunblaðsins í Ósló í gær. EITT kunnasta fyrirtæki Norð- manna, Tandberg-útvarpsverk- smiðjurnar, ramba á barmi gjald- þrots. Hallinn á rekstri þess það sem af cr þessu ári nemur 45 milljónum norskra króna, en gert er ráð fyrir að hann aukizt í um 100 milljónir norskra króna. Tandberg hefur vcrið þekkt fyrirtæki um allan heim síðan 1933 þegar það hóf framleiðslu útvarps- og sjónvarpsviðtækja, segulbands- tækja, plötuspilara og fleira. Nú leggur stjórn fyrirtækisins til að starfsfólki þess verði fækkað úr 2.000 í 500 og að hætt vcrði framleiðslu áðurgreindra tækja. Iðnaðarráðuneytið og ríkisstjótn- in verða að taka afstöðu til frarn- tíöarrekstrarforms Tandbergs. Bú- izt er við að samdráttur í rekstri fyrirtækisins verði heimilaður og að úthlutað verði 50 milljónum norskra króna til fyrirtækisins eins og farið hefur verið fram á. Hins vegar er mótstaða gegn áformum fyrirtækis- ins um stórfellda fækkun í starfs- liði. Fyrir um það bil einu ári fékk Tandberg styrk að upphæð 240 milljónir norskra króna frá ríkinu og sú fjárfesting hefur ekki borgað sig. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrirtækisins verður einnig hætt við framleiðslu sjónvarpsviðtækja og öll framleiðsla flutt til fyrirtækis Tandbergs í Skotlandi. Enn fremur er lagt til að hætt verði við framleiðslu útvarpsviðtækja, plötu- spilara og segulbandstækja og að einungis verði framleiddar tölvuvél- ar og kennslugögn af ýmsum toga. Þessar róttæku áætlanir hafa komið eins og köld gusa yfir starfsfólkið. „Við höfum litlar upplýsingar fengið. Fyrirtækið hefur sagt okkur að við munum komast út úr ógöngunum," segir einn trúnaðarmanna starfsfólksins. Örlög fyrirtækisins hvíla nú í höndum norsku ríkisstjórnarinnar. — Lauré. Veður víða um heim Akureyri 7 skýjað Amsterdam 2 skýjað Apena 9 heiðskírt Berlín +4 heiðskírt BrUssel 8 rigning Chicago 0 snjókoma Frankfurt -3 heiðskírt Genf +1 rigning Helsinki -2 skýjað Jóhannes.b. 28 sólskin Kaupmannah. +2 skýjað Lissabon 18 rigning London 8 rigning Los Angeles 11 heiðskírt Madríd 10 rigning Malaga 19 skýjað Miami 27 heiðskírt Moskva +6 snjókoma New York 11 rigning Ósló 18 rigning Palma, Mallorca 17 alskýjað Reykjavík 7 skýjað Róm 10 heiðskírt Powell varar Karl prins við Xewcastle, Norður-frlandi 8. deseraber. Reuter KUNNUR brezkur stjórnmála- maður varaði við því í kvöld að cf Karl prins gengi að eiga rómversk-kaþólska stúlku mark- aði það upphafið að endalokum brezka konungdæmisins. Þessi furðulega yfirlýsing á sér enga hliðstæðu og kom frá fyrr- verandi ráðherra íhaldsflokksins, Enoch Powell, pólitískum uppreisnarmanni sem er þing- maður kjördæmis á Norður-írlandi þar sem mót- mælendur eru í miklum meiri- hluta og trúmál eru mikið hitamál. Prinsinn er þrítugur og hefur verið orðaður við nokkrar konur, þar á meðal Marie-Astrid prinsessu af Luxemborg sem er rómversk-kaþólsk. Því hefur hins vegar verið harðlega neitað í Buckinghamhöll að nokkuð sé á milli þeirra. Samkvæmt gildandi lögum getur prinsinn ekki kvænzt kaþólskri konu og orðið konungur. í ræðu sinni í Newcastle á Norður-írlandi tók Powell skýrt fram að hann vildi forða Karli prins frá því að kvænast kaþólskri konu. En orð hans munu líklega vekja harða gagnrýni og leiða til ásakana kaþólskra jafnt sem annarra um hleypidóma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.