Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Kristín Áskelsdótt- ir—Minningarorð Fædd 30. ágúst 1939 Dáin 1. desember 1978 Sú harmafregn barst okkur 1. des. að Kristín Áskelsdóttir hefði látist af slysförum þann hinn sama dag. Fimm barna móðir í blóma lífsins er í skyndi burt kölluð. Það er erfitt að átta sig á svo snöggum umskiptum, átta sig á því að Stína skuli ekki vera lengur í tölu lifenda. Þessi reynsla er okkur erfið, frændum og vinum en þó erfiðust hennar nánustu, börnum og eiginmanni. Kristín var fædd á Litlu-Laug- um í Reykjadal 30. ágúst 1939 og var því 39 ára er hún lést. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, Áskeli Sigurjónssyni bónda í Laugafelli Reykjadal og konu hans Dagbjörtu Gísladóttu.r. Hún var næst yngst í hópi sex systkina. Hún ólst upp í glaðværum hópi systkina og frænda og krakkarnir á Lauga- bæjunum voru eins og einn systkinahópur. Hún var snemma mjög hænd að öllum skepnum ög var sannkallað náttúrubarn. Þegar hún komst á framhaldsskólastig valdi hún Eiðaskóla. Hana langaði til að kynnast öðrum stöðum þó að framhaldsskóli væri í hlaðinu á Laugafelli. Hún lauk landsprófi frá Eiðum og dvaldi síðan á Hallormsstað við skógræktarstörf. Þaðan lá leiðin suður og hafði hún hug á frekara námi en af því varð ekki. Hún hafði tengst Austur- landi sterkum böndum, því að þar kynnstist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Sigurðir Magnússyni frá Jaðri, nýbýli frá Vallanesi. Þegar hann hafði lokið námi sínu í Reykjavík flytjast þau til Egils- staða og byggðu húsið Bjarkarhlíð 5 sem var þeirra heimili eftir það. Þau voru gefin saman 25. júní 1960. Þegar þau fluttust austur voru synirnir orðnir tveir, Magnús og Áskell. Á Egilsstöðum fæddust þrjú seinni börnin, Dagbjört, Björg og Sindri sem nú er aðeins fimm ára. Kristín vann með heimili sínu við hjúkrunarstörf undanfarin ár. Það átti vel við eðli hennar að sinna sjúkum og öldr- uðum. Þegar ég sá hana nú síðast i haust þá hafði hún orð á því hvað henni líkaði þetta starf vel og lei't björtum augum til framtíðar- innar. Á slíkum kveðjustundum, sem maður fær ekki við ráðið hvenær verða, leitar margt á hugann. Þungur missir ástvinar er jafn- framt þakklæti fyrir kynningu og samfylgd. Þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast jafn góðri og heilsteyptri manneskju og Kristín var. Það var sama undir hvaða kringumstæðum maður hitti hana, æðruleysi hennar var sérstakt. Eg kynntist henni fyrst á fermingarári hennar er atvikin höguðu því svo að hún varð mágkona mín og fylgdist með hénni ætíð síðan. Hún hafði til að bera þá eiginleika sem vekja traust, eiginleika sem oft er erfitt að útskýra en hafa þetta ómeðvit- aða aðdráttarafl. Ein af þessum konum sem nágranninn getur alltaf leitað til, ein af þeim konum sem ýta sínum persónulegu áhuga- málum til hliðar, án þess að hafa orð á þegar aðrir leita aðstoðar Hún var afskaplega mikill félagi barna sinna, mikill vinur í fjöl- skylduhópnum, skilningsrík. Henni var mjög eiginlegt að vega og meta hluti og atburði að manni fannst alltaf á svo skynsamlegan hátt. Hún hafði gaman af ferða- lögum, ekki síst að dvelja með fjölskyldunni inni í óbyggðum. Þar naut hún samlífs við náttúruna á sama hátt og hún naut þess að lesa góðar bækur. Allt þetta kemur fram í hugann og margt fleira sem sýnir hennar góðu eðliskosti. Það er því erfitt að standa frammi fyrir því að vera sviptur þessari góðu móður og eiginkonu, þessari ágætu dóttur og tengdadóttur, þessari elskulegu systur. En minningin um hana gefur styrk þeim sem eftir lifa, þakklætið fyrir að hafa átt hana að meðan sú stund mátti vara. Við kveðjum hana öll með heitri bæn til drottins um að hann blessi heimili hennar, gefi Sigurði og börnunum styrk til að þola þetta mikla áfall, svo og foreldrum, tengdaforeldrum og öðrum ættingjum. I guðs friði. Kári Arnórsson Þungt er reitt til höggs þegar kona í blóma lífsins er á einu andartaki hrifin frá eiginmanni og fimm börnum. Við spyrjum um tilgang og verður fátt um svör. Kristín Áskelsdóttir fæddist 30. ágúst 1939. Hún var fimmta í röðinni af sex börnum hjónanna Dagbjartar Gísladóttur frá Hofi í Svarfaðardal og Áskels Sigurjóns- sonar frá Litlu-Laugum í Reykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þau hjónín byggðu nýbýlið Laugafell í Litlu-Laugatúninu og búa þar enn ásamt elsta syni sínum. Við Stína vorum systkinabörn og jafnöldrur, og í æskuminning- um mínum á hún stærra rúm en flestir aðrir. Við gerðum bókstaf- lega allt saman fyrstu 16 ár ævi okkar, lékum okkur saman úti og inni, stunduðum búskap uppi á Bæjarhól, veiddum hornsíli í ánni, leituðum eggja, lærðum að synda, háðum íþróttakeppni á eyrinni ásamt hinum krökkunum á bæjun- um riðum saman berbakt til að skoða undur Þegjandadals, sömd- um mergjaðar smásögur í samein- ingu, sátum saman í skóla og slóðadrógum og stýrðum hey- vinnuvélum á samhliða túnum. Ég dáði frænku mína og vinkonu mikið, enda var hún mér fremri í flestu, sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var dugnaðarforkur og sinnti margvíslegum störfum heima á Laugafelli, annaðist hænsnin, hljóp fyrir kindur og hamaðist í heyskapnum á sumrin, dró í sundur í réttunum á við fullorðna og rogaðist með kart- öflupoka ofan úr garði. Ég undrað- ist það oft, hvað hún var sterk og dugleg. Á þessum árum urðu mér fyllilega ljósir þeir eiginleikar, sem prýddu hana alla ævi, hug- rekki æðruleysi, þrautseigja og ósérhlífni, auk þess sem hún var ákaflega skapgóð og vinföst. Fleira mætti nefna, en þessir eiginleikar fundust mér einkenna allt hennar líf. Leiðir okkar skildu, þegar við vorum 16 ára. Stína vann fyrir sér við ýmis störf, en hafði svo lokið fyrsta bekk í Kennaraskólanum, þegar hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sigurði Magnússyni frá Vallanesi á Héraði, slökkviliðs- stjóra á Egilsstöðum. Þeim fædd- ist fljótlega fyrsta barnið, og aðstæður leyfðu ekki frekara nám húsmóðurinnar, enda húsbóndinn enn í námi og nóg að gera við að annast frumburðinn, auk þess sem börnunum fjölgaði brátt. Þau Sigurður settust að á Egilsstöðum, þar sem þau komu sér upp myndarlegu húsi og sköpuðu börnum sínum gott heim- ð leikföng liiatiMlligiW Gullfallegar vandaöar dúkkur. Dúkkur meö ekta hár. Dúkkur sem gráta. 30 tegundir hver annarri fallegri. Opiö tii kl. 6. Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1 A ili, en þau eru: Magnús, 18 ára, Áskell, 16 ára, Dagbjört, 14 ára, Björg, 9 ára, og Sindri, 5 ára. Mér fannst alltaf, að Stína hlyti að verða bóndakona, enda hafði hún allt til þess, yndi af skepnum og útiverkum og þann dugnað og þrautseigju, sem þarf til að yrkja jörðina. Én hún undi hag sínum vel á Egilsstöðum. Hún stundaði þar ýmis störf, þegar tími gafst frá heimilinu, vann í skógerð, á sjúkrahúsinu og nú síðast á elliheimilinu. Veit ég, að þeir kunnu vel að meta, sem fengu að njóta starfskrafta hennar. Við sáumst ekki oft seinni árin, frænkurnar, þar sem heimili okkar urðu hvort á sínu lands- horni. Þó hittumst við yfirleitt einu sinni á ári, þegar við leituðum heim á æskuslóðirnar til lengri og skemmri heimsókna með barna- hópana okkar. Þau Sigurður komu á hverju sumri og tjölduðu í Laugafellstúninu og töldu ekki eftir sér sporin að heimsækja gamla vini. Við Varmahlíðar- mæðgur söknum þess sárt að eiga ekki oftar eftir að sjá Stínu Áskels koma sunnan túnið, oftast með yngsta barnið á háhesti og annað sér við hlið og kannski fleiri skoppandi á eftir. Sárastur mun mun þó söknuður Sigurðar og barnanna fimm. Blessun fylgi þeim, og megi minningin um góða eiginkonu og móður verða þeim leiðarljós um ævina. Ég votta þeim, svo og foreldrum og systkinum, téngda- foreldrum og öllum öðrum vanda- mönnum og vinum mína dýpstu samúð. Ég kveð vinkonu mína með virðingu og þökk. Kristín Halldórsdóttir. Guðjón Ingimars- son - Minningarorð Fæddur 8. maí 1961. Dáinn 29. nóvember 1978. Ungur vinur er horfinn héðan af heimi. Sautján ára lífsganga er ekki löng ævi, en samt getur slíkt æviskeið skilið eftir svo margar og skírar minningar hjá þeim, sem átt hafa samleið um veginn. Hann Guðjón var ekki fyrir að trana sér fram, hann var hægur og hlédrægur en það duldist engum, sem af honum hafði kynni, að þar fór góður drengur með hreint hjarta og því er gott að minnast orða frelsarans: Sælir eru hjarta- hreinir því þeir munu Guð sjá. Hann fæddist í Keflavík 8. maí 1961 og var yngstur fjögurra barna þeirra hjónanna Elinrósar Jónsdóttur og Ingimars Þórðar- sonar, Hátúni 8, Keflavík. Frá fyrstu bernskuárunum eru mér ofarlega í minni minningar um það, þegar Guðjón litli var að leik við frændsystkini sín og vini, þá lék vorið um hug og vanga. En eftir því sem árin liðu breyttust leikirnar og hinir mót- andi þættir persónuleikans fóru að segja betur til sín. Þá fannst mér oft að hlédrægnin væri helst til mikil. En það var nú kannski einmitt á þeim árum, að vináttu- bönd okkar frændanna tengdust þeim traustu böndum, sem entust svo vel. í okkar árlegu haustferð- um þegar við hjónin fengum frændsystkinahópinn til helgar- dvalar í Fjallakofann og farið var í leiki og íþróttakeppni, þá naut hann sín svo vel, því hann var kvikur og frár á fæti. Svo þegar hann var farinn að vinna fyrir sér, má með sanni segja að hann hafi verið fyrirmynd sinna jafnaldra um reglusemi og vinnusemi og það veit ég að hann kom sér vel meðal vinnufélaganna sem annars staðar. Guðjón var heimakær drengur og það var oft hin síðari árin þegar ég leit við á Hátúninu að hann tók fram nýjustu plötuna eða snælduna til að lofa mér að heyra, um leið og hann gat fagnað yfir því að stöðugt væri hann að auka og bæta hljómflutningstækin sín. Já, þann- ig koma minningarnar ein af annarri og ekki gleymist það heldur hversu einlægur og ræktar- samur hann var við hana ömmu sína á Túngötunni. Á þeim vett- vangi kom það kannski hvað best í ljós hvern innri mann hann hafði að geyma. Álla tíð hafði hann yndi af því að ferðast og á liðnu hausti fór hann með foreldrum sínum til Spánar. Sú ferð hafði verið ákveðin með löngum fyrirvara og markvisst undirbúin. En í þeirri ferð tók hann að kenna til í höfðinu og skömmu eftir að heim kom lagðist hann inn á sjúkrahús í Reykjavík en var síðan sendur á sjúkrahús í London, þar sem framkvæmd var höfuðað- gerð. En það var ekki á mannlegu valdi að ráða við það mein, sem búið hafði um sig. Dauðinn kom þann 29. nóv. Við banabeðinn var elsti bróðurinn, Þórður. Hann fylgdi bróður sínum utan og studdi hann og styrkti í hinum þungu raunum. Um leið og innilegustu samúðar- kveðjur eru fluttar ástvinum sem syrgja sveininn unga, minni ég á orðið sem segir: Sælir eru syrgj- endur því þeir munu huggaðir verða. Hinar björtu minningar um hjartahreina drenginn munu þeg- ar frá líður breyta sorg í sælu, sælu yfir því að vinurinn ungi gengur með Guði. Kristján A. Jónsson. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.