Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Minning: Ingvar Valdimar Valdimarsson Fæddur 3. janúar 1921 Dáinn 27. nóvember 1978 Ég varð harmi sleginn þegar mér barst til eyrna sú sorgarfrétt að Ingvar, frændi minn og nafni, hefði látist skyndilega að heimili sínu í Bandaríkjunum af hjarta- slagi. Hvernig það má vera að hraust- ur, reglusamur maður á besta aldri og á hátindi starfsferils síns er kallaður svo skyndilega burtu frá þessari tilvist og ástvinum sínum fær enginn maður skilið, en fyrir því hlýtur að vera tilgangur sem Hann einn veit sem öllu ræður. Foreldrar Ingvars voru dugnaðarhjónin Ingvar Benedikts- son skipstjóri og kona hans Ásdís Jónsdóttir. Þau eru bæði látin fyrir mörgum árum, en eldri Reykvíkingar muna án efa þau ágætu hjón. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var ekki um auðugan garð að gresja í tæknimenntun hér á landi en hugur margra ungra manna stóð þá — engu að síður en nú — til þeirrar menntunar því hennar þarfnaðist þjóðin. Ingvar var einn þessara ungu manna, og hélt hann utan til Danmörku, hóf þar nám í rafvélavirkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein í Kaupmannahöfn árið 1943. Settist hann síðan í Köbens E1 Teknikum og lauk þaðan prófi í raforkufræðum árið 1947. Hann varð því einn þeirra fjölmörgu sem urðu innlyksa í Danmörku öll stríðsárin. Þar öðjaðist hann mikla lífsreynslu sem reyndi á og staðfesti mann- gildi hans og menntun. Frændi sagði mér frá mörgu þegar hann kom heim að stríði loknu. Hann varð að berjast til þess að geta lifað og stundað nám. Ég læt hér nægja að nefna eitt starf sem hann hélt lengi, en það var að bera mjólk í hús frá kl. 5 á morgnana til kl. 7 en þá þurfti hann að vera kominn á vinnustað þar sem hann var við sitt verklega nám. Að námi loknu í Danmörku vann hann sem raffræðingur á Raforkumálaskrif- stofunni frá 1947 til 1949, en hóf þá störf sem kennari við raf- magnsdeild Vélskólans í Reykja- vík. Þar varð hann sérlega vel liðinn sem frábær kennari í rafmagnsfræðum en kennslu hætti hann árið 1957. Stóð hugur hans þá til enn meira náms. Ingvar fór það ár til Bandaríkjanna og lauk þar MS prófi í raforkuverkfræði frá IIT í Chicago 1958. Hóf hann síðan aftur störf hjá Raforku- málaskrifstofunni og vann þar í eitt ár, en bauðst þá starf sem kennari í rafmagnsverkfræði við Union College Schenectady NY og vann þar til ársins 1965. Á þessum árum var þörfin orðin brýn hér heima fyrir millistigs menntun frá iðnmenntun að verkfræði, þ.e.a.s. tæknifræðinga vantaði til þess að brúa það bil. Þá var Tækniskóli íslands stofn- aður. Verkfræðingafélag Islands benti þáverandi stjórnvöldum á Ingvar sem rétta forystumanninn þar og varð hann skólastjóri Tækniskólans fyrstu árin, 1964—1966 en hafði orlof fyrsta árið vegna skuldbindinga við Union College í Schenectady. Hann hóf samt þegar undirbúning að uppbyggingu skólans. Þegar hann fékk tóm til ferðaðist hann m.a. um Norðurlöndin til þess að kynnast þróun sambærilegra skóla þar. Um þær mundir urðu miklar breytingar á kennsluháttum og námsskrám bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki reyndist létt verk að koma Tækniskóla íslands á fót. Fjárvana og húsnæðislaus menntastofnun var í mótun og þurfti því sérstakan skilning valdhafanna, ekki síst fjár- veitingavaldsins. Hér var á ferðinni sú tegund fyrirtækis sem Vorið 1964 bar fundum okkar Lárusar saman þegar við hófum flugvirkjastörf hjá Loftleiðum. Lárus kom frá Flugfélagi íslands þar sem hann hafði lært iðn sína og starfað um árabil. Það var gott að hefja starf sitt við hlið Lárusar. Hann var fús að leiðbeina mér, nýliðanum og brátt urðum við góðir félagar og vinir. Margar minningar þyrlast upp í huganum sem oft langt yrði að festa á blað nú. Aðeins fáeinar minningar, nú þegar við kveðjum starfsfélaga og vin. Lárus var vaktstjóri „D“ vaktar flugvirkja Loftleiða á Keflavíkurflugvelli í mörg ár. Hann var starfssamur vaktstjóri, ósérhlífinn og um leið hvetjandi. Góður félagsandi réð þar ríkjum, Lárus var yfirleitt glaðlyndur og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja. Oft voru líflegar samræður yfir kaffibolla að lokinni vakt. Hann sagði okkur frá fótboltaferðum sínum til útlanda með félögum sínum hjá Flugfélaginu. Úrræði hans við ýmsum atvikum voru með afbrigð- um góð og komu oft skemmtilega á óvart. Hafði hann gaman af því að segja okkur frá þeim og við að hlusta. Þessar samræðustundir voru okkur öllum til ánægju ekki síst fyrir þá sök að þær snerust ávallt um áhugamál okkar, flug- vélar og bíla. Það var Lárusi ekki eiginlegt að hallmæla fólki og lét hann heldur í minni pokann til að friður mætti ríkja. Sagt er að sá vægi sem vitið hefur meira. Áhugi hans á gömlum bílum var óslökkvandi. Hagleikur hans kom vel í ljós í viðgerðum hans og endursmíði gömlu .fordanna hans. Hann hafði átt þá nokkra. Vara- hlutir og peningar voru ekki of miklir í þá góðu gömlu daga. Það stöðvaði ekki Lárus. Hlutirnir léku í höndum hans. Var oft safnast í kring um hann þegar vandasamt verk lá fyrir til þess að sjá hann leysa það. Skipti ekki máli hvort það var bíll eða flugvél. Fór þá saman kunnátta, vandvirkni og samvizkusemi. Oft komu kunningjar Lárusar til hans með brotnar reykjarpípur sínar til viðgerðar. Hann gerði við þær þótt framleiðendurnir sjálfir treystu sér ekki til þess. Þetta held ég að hafi verið stolt fínsmíða Lárusar. Lárus var ekki kröfuharður fyrir sjálfan sig. Nægjusemi hans og ómæld umhyggja fyrir eigin- konu sinni og börnum þeirra kom ljóst fram í hegðun hans allri og tali. Heimili hans og fjölskylda var hamingjubrunnur hans. Við starfsfélagar hans nutuin líka umhyggju hans sem hann auð- sýndi okkar. Á þessum árum hvað mest hefði um munað til framleiðslu á praktisku vinnuafli til t'æknivæðingar og stjórnunar vítt og breitt á íslenskum atvinnu- sviðum. Fæðingahríðar þessa óskabarns þjóðarinnar og ekki síður Ingvars, urðu með þeim hætti að hann missti trúna á að nægur vilji ráðamanna væri fyrir hendi um að gera þetta að þeirri raunverulegu fyrirmyndar menntastofnun sem hann taldi þurfa. Yfirgaf hann land sitt bæði sár og leiður af því hvernig til tókst. Þykist ég þess fullviss að við brottför hans hafi vaknað annar og raunhæfari skilningur á þörfum Tækniskóla Islands, en var meðan hann barðist fyrir því að koma þeirri stofnun á fót. Hann fór aftur til Bandaríkjanna og var boðin prófessorsstaða í rafmagnsverk- fræði við skólann sem hann áður hafði kennt við, Union College í Schenectady, og starfaði þar til dauðadags. Ingvar var tvívegis gesta- prófessor við verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn, fyrst árið 1969 til ’70 og aftur 1976—1977 þar sem hann kenndi, flutti fyrirlestra og vann að rannsóknarstörfum. Hann fann upp nýja aðferð til þess að nýta vindkraftinn til upphitunar reistu þau hjónin sér hús í Garðabæ. Flestöll handverk þar eru Lárusar. Hver frístund var notuð og fórst honum það vel af hendi. Linnulaust var unnið þar til þau fluttu í húsið. Vorið 1971 hóf Lárus flugvél- stjórastarf hjá Loftleiðum. Um haustið verður samdráttur í flug- inu. Mannaskipti verða á „D“ vaktinni og Lárus flyzt til Luxem- borgar ásamt fjölskyldu sinni og hefur störf hjá Cargolux. Hefur heimili þeirra verið þar síðan. Það heimili hefur ávallt verið opið og hjálpsemi þar ómæld. Við sem við flugið störfum höfum nú síðustu vikur orðið fyrir þungum búsyfjum. Við sjáum að baki góðum starfsfélögum og vinum. Lárus var einn þeirra. Hann hafði átt við veikindi að stríða undanfarið sem endaði á þann veg sem við ekki ætluðum. Við sjáum smæð okkar og van- mátt. Jesús segir: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“. Já, lausnari okkar lifir. Guð hjálpi okkur til þess að lifa í trú á Hann svo að við fáum að hittast hjá lausnara okkar. Við hjónin biðjum góðan Guð um styrk til þeirra sem eiga nú um sárt að binda. Einnig að Hann blessi okkur öllum kærar minningar um Lárus Thorarensen, veiti eiginkonu hans, börnum og ættingjum styrk og frið. Asgeir M. Jónsson. Við félagar Lalla hjá Cargolux eigum ennþá erfitt með að átta okkur á að hann sé farinn frá okkur. Svo skyndilega var hann kallaður á brott. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Lalli var skapmaður mikill en missti aldrei kímnigáfuna. Hann var framúr- skarandi flugvélstjóri sem við félagar hans kunnum vel að meta og fullkomlega að treysta. Lalli var sönn lýsing á hugtakinu góður drengur. Blessuð veri minning hans. Steini. Kvaddur er góður kunningi. Með Lárusi er fallinn í valinn einn af mínum bestu vinum og með trega en vanmætti finn ég mig knúinn til að minnast hans. Leiðir okkar lágu fýrst saman er ég réðst til Loftleiða en þar starfaði hann sem flugvélstjóri og hafði áður starfað þar og hjá Flugfélagi Islands sem flugvirki í mörg ár. Skömmu seinna fluttist hann til Luxemborgar og gerðist þar einn húsa. Aðferðin byggist á því að láta álplötu snúast í segulsviði og láta hvirfilstrauma sem myndast hita upp vatn sem nota má í vatnshitakerfi með miðlun þegar of lítill vindur er. Meðan hann vann sem gestaprófesssor við Verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn voru gerðar víðtækar rannsóknir á aðferð hans og urðu niðurstöður mjög jákvæðar. Átti hann að halda þeim áfram, hvað sem nú verður. Á fyrirlestrarferðum sínum gat Ingvar oft komið því við að kynna land sitt og þjóð og í eitt skipti vissi ég til þess að hann var fenginn til þess að kynna ísland og íslendinga á Scandinavian Forum í Bandaríkjunum og sýndi þar m.a. kvikmynd af gosinu í Heimaey og af laxveiðum á íslandi. Hann kvæntist árið 1947 eftirlif- andi konu sinni Karenu Helgu fæddri 1. janúar 1923 í Reykjavík. Hún var dóttir þeirra hjóna Hilberts F. Götze járnsmíðameist- ara og Ingibjargar Ragnheiðar Sigurðardóttur prentara. Þau eru bæði látin. Karen og Ingvar eignuðust tvær dætur sem voru augasteinar þeirra, þær Ingi- björgu Ásthildi f. 29. sept. 1947 í Reykjavík, en hún giftist nú í sumar sænskum efnismanni af fyrstu starfsmönnum Cargolux og þar átti forsjónin eftir að leiða okkur aftur saman er ég réðst Maths Nilsson, og Nönnu f. 1. sept. 1961 i New York en hún bjó enn hjá foreldrum sínum og stundar framhaldsnám. Af ferli Ingvars sem ég hefi rakið hér að framan sést að þau hjónin hafa verið búsett í þremur þjóðlöndum og oftar en einu sinni í þeim öllum. Það gefur því auga leið að húsmóðurhlutverkið hefur ekki verið létt, en eitt eru allir sammála um sem til þekkja að hamingjusamari og viðmótsþýðari eiginkonu var vart hægt að hugsa sér og sem húsmóðir er Karen til fyrirmyndar. Heimili þeirra bar því ávallt glöggt vitni í hvaða landi sem þau annars bjuggu. Þar sem þessi góði drengur er nú fallinn í valinn er skarð fyrir skildi í fámennri, en samhentri fjölskyldu og því sorg ástvina hans mikil. Ég bið góðan guð að styrkja og vernda þá á erfiðri stund. Systkinum Ingvars þeim Hólm- fríði Jónu sem gift er Haraldi Sæmundssyni rafvirkjameistara og Benedikt verkstjóra í Vél- smiðjunni Hamar h/f giftum Hjördísi Þorkelsdóttur og fjöl- skyldum þeirra votta ég fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar dýpstu samúð. Ingvar Jóhannsson Njarðvík. stuttu seinna til sama fyrirtækis. Lárus var vinsæll maður og vinmargur enda maður rökfastur, ræðinn og átti auðvelt með að sjá hinar björtu hliðar lífsins og öllum, er honum kynntust, ógleymanlegur fyrir orðheppni. Ég og öll fjölskylda mín höfum átt því láni að fagna að eiga margar og ógleymanlegar ánægjustundir með Lárusi og hans fjölskyldu öll þau ár sem við höfum starfað saman og sérstaklega minnist ég þess hve gott var að hafa traustan og hæfan mann við hlið sér á okkar löngu ferðum vítt og breitt um heiminn, Með þakklæti fyrir góða við- kynningu vinar og félaga kveð ég hann með ósk um að minning góðs drengs megi lifa meðal vina og ættingja og Guð megi styrkja og styðja konu hans og börn um ókomin ár. Björgvin Guðmundsson. SVAR MITT L: r/fll #rf f f # EFTIR BILLY GRAHAM Prcsturinn okkar var í tygjum við unga konu í söfnuðinum. Ilann yíirgaf kirkjuna og er orðinn bflasali. Hvernig cr hægt að útskýra þess konar atburði fyrir fólki, sem cr utan kirkjunnar? Margir menn leiðast út í prestsskap, án þess að Guð hafi í raun og veru kallað þá til þess. Það kitlar þá kannski, að þeir halda, að þar muni þeir eiga „góða daga“, njóta virðingar í þjóðfélaginu og hitta fólk úr ýmsum stéttum og stigum, eða þeir telja sig knúna af hugsjónum og mannúð. Oft hafa þessir svikaprestar „talanda" og eru gefnir fyrir að koma fram opinberlega. Stundum skortir þá siðferðisstyrk og kristilega reynslu, og þá láta þeir fólk af sama sauðahúsi teyma sig aftur út í heiminn. Það ætti ekki að koma okkur á óvart, því að þar áttu þeir alltaf heima. Maður í veraldlegu starfi getur verið siðleysingi. (Ég er ekki að gefa í skyn, að þeir séu það allir eða flestir). Samt getur hann verið góður starfsmaður. Læknir getur haft siðferðisbrest, þó að biðstofan hans sé alltaf full af fólki. En þegar prestur fer að rifa seglin, hefur hann þegar fyrirgert rétti sínum til prestsþjónustunnar. Samt munuð þér komast að raun um, að færri menn hafa beðið skipbrot í þessu efni meðal presta en í nokkurri annarri stétt. Kinsey sagði, að 67 af hundraði allra karlmanna, sem hann ræddi við hefðu haft kynmök utan hjónabands. Það er viðburður að heyra um prest, sem hefur brotið af sér að þessu leyti. Ég þekki mörg hundruð presta, sem eru helgaðir, hreinir og einlægir menn. Ég get talið þá á fingrum mér, sem hafa ánetjazt siðleysi nútímans. Það er hörmulegt, þegar slíkt kemur fyrir. Ef til vill vill er orsökin að einhverju leyti þjóðfélagið, sem þeir lífa í. Það er saurgað af kynórum. En auðvitað er sökin fyrst og fremst þeil-ra sjálfra. Þeir hafa óhlýðnazt Guði og brugðizt fagnaðarerindinu. Lárus Thorarensen — Nokkur minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.