Morgunblaðið - 09.12.1978, Page 38

Morgunblaðið - 09.12.1978, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Minning — Júlíana Sigríður Eiríksdóttir Fædd 8. nóvember 1905. Dáin 30. nóvember 1978. Þegar ég nú sendi vinkonu minni og frænsku, Júlíönu Sigríði Eiríks- dóttur, hinstu kveðju mína, hvarfl- ar hugurinn til bernskuáranna. Þau eru mörg árin, síðan við sátum saman á skólabekk í barnaskóla Reykjavíkur. En þeir dagar allir eru í minningunni um hana bjartir og hlýir. Hún var ekki há í loftinu eða ijyrirferðarmikil. Hún var háttprúð og jafnvel hlédræg í skólalífinu, en þegar raðað var í bekknum, sem var gert nokkrum sinnum á vetri, kom í ljós að hún var efst allra í röðinni. Gáfur hennar voru farsælar í næmi, eftirtekt og minni og góðleiki hennar kom fram í hverju viðviki. Kostum hennar átti ég eftir að kynnast betur seinna á lífsleiðinni. Júlíana var fædd í Reykjavík 8. nóvember 1905. Foreldrar hennar voru Guðrún Gunnlaugsdóttir frá Miklholtshelli í Flóa og Eíríkur Jónsson frá Langholtsparti í Flóa. Hann var sjómaður og drukknaði 14. apríl 1912 frá þremur ungum börnum. Júlíana var þá á sjöund ári og móðir hennar 46 ára. Þau hjón höfðu eignazt 6 börn, þrjá drengi, er létust í frumbernsku, og þrjár dætur. Var Júlíana næst- yngst af börnunum. Auk þess átti Júlíana hálfbróður, Magnús Eiríksson. Systur hennar eru báðar látnar, Magnús er á lífi. Guðrún hélt áfram búskap með börnum sínum og tókst að koma dætrum sínum öllum til fullorðins ára. Guðrún lézt árið 1957. Júlíana sótti til mennta og lauk með prýði kennaraprófi 1927. Fór hún þá að heiman og hóf kennslu. Það sýnir ljóslega hvílíkt álit hún hafði frá Kennaraskólanum, að kennari hennar þar Asgeir As- geirsson, síðar forseti, óskaði mjög eftir því að hún tæki að sér kennslu hjá venzlafólki hans á Hvanneyri. Þar kenndi hún í þrjú ár. Síðan lá leið hennar vestur í Saurbæjarhrepp í Dölum, en þar hóf hún kennslu 1932. Segja má, að þar byrji hinn langi starfsdagur hennar. Hún kenndi þar í fjóra áratugi, fyrst í farkennslu og síðar í heimavistarskóla á bæ sinum. Haft var orð á því, hversu vel henni léti skólastjórn og uppeldi barna. En auk þess og húsmóður- starfa bættust á hana margs konar önnur störf, svo að hún varð á mörgum sviðum forystukona í héraðinu í rúma fjóra áratugi. Hún var í stjórn U.M.F. Stjarnan í nokkur ár og á sviði kvenfélags- mála var hún í forystu frá 1940 til síðustu ára. Hún var formaður Kvenfélags Saurbæjarhrepps frá 1940 til síðustu ára og var gerður heiðursfélagi þess. Þessi félög létu mörg héraðsmál til sín taka og ekkert mál þótti fullráðið, nema orð og tillögur Júlíönu væru teknar til greina. Fyrir störf sín í héraði hlaut hún ýmiss konar viðurkenningu. Og er hún var sjötug var henni veitt fálkaorðan sem heiður og þökk fyrir störf hennar. Árið 1935 gekk hún að eiga Sigurð Ólafsson bónda á Kjalaks- völlum í Saurbæ og bjuggu þau þar alla tíð. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu Björgu, er fæddist 1938. Maður Helgu Bjargar er Reynir Guðbjartsson bóndi á Kjarlaksvöllum. Þau hafa eignazt 5 börn, fjóra syni go eina dóttur. Júlíana lézt í Reykjavík 30. nóvember s.l. eftir þungan og langvarandi sjúkdóm. Þau urðu örlög hennar að koma helsjúk til að deyja á fæðingarstað sínum. Nú er hún flutt vestur til hinstu hvíldar í héraðinu, þar sem hún átti heima í 46 ár. Ég veit, að henni fylgja hlýjar kveðjur frá öllum, sem kynntust henni. Þegar við fundumst eftir að hún fluttist vestur, áttum við oft saman ógieymanlegar ánægjustundir. Hún var alltaf hjartahlý og skilningsgóð og veitti mér ómetan- legan styrk. En bezt kynntist ég mannkostum hennar og kærleika, þegar myrkur sorgarinnar byrgði sólarsýn í lífi mínu. Seinast áttum við saman sólskinsdag, þegar ég heimsótti hana að Kjarlaksvöllum s.l. sumar. Hún var þá orðin sjúk, en að flestu var hún hin sama og fyrr og bar með sér virðuleik og góðleika. Þegar ég nú kveð hana rifjast upp í huga mínum ástúð frá iöögu liðnum dögum og meiri kærleiki en ég hef fundið frá öðrum vandalausum. Ég bið henni blessunar með þökk fyrir allt og allt. Manni hennar og afkomend- um sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Kristrún Guðmundsdóttir. í dag, laugardaginn 9. desember, verður jarðsett frá Staðarhóls- kirkju Júlíana Sigríður Eiríksdótt- ir kennari og húsfreyja að Kjar- laksvöllum í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hún andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík í sl. viku 73 ára að aldri, eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu. Með nokkrum orðum vil ég minnast þessarar merku konu, sem kom ung í Saurbæinn, festi þar rætur og helgaði sig kennslu og bústörfum. Fram um 1930 var Saurbærinn einangruð og afskekkt sveit. Hann var í vissum skilningi heimur út af fyrir sig, bændasamfélag, sem byggði afkomu sína einvörðungu á landbúnaði, einkum sauðfjárrækt. Leiðin suður um Svínadal lokaðist t Hjartanlega þökkum vlö auösýnda samúö vlö andlát ÞÓRÓLFS GÍSLASONAR, Irá Reyöarfiröi. Börnin í fyrstu snjóum á haustin og opnaðist ekki aftur fyrr en langt var liðið á vor. Strandferðaskipin voru sjaldséð enda leiðin inn til Salthólmavíkur vandfarin og höfn engin. Fólkið bjó að sínu. Búin voru lítil en arðsöm, húsakynni misjöfn. Fyrstu steinhúsin voru risin en víðast samt torfbæir eða timburhús. Þótt sveitin væri afskekkt og einangruð mikinn hluta ársins var langt í frá að fólkið væri illa upplýst. Pósturinn var aufúsugest- ur. Erlend og innlend málefni voru rædd af kappi þegar nágrannar hittust og varla fyrirfannst sá fulltíða maður að hann hefði ekki ákveðnar skoðanir á því, hvernig stjórna ætti landinu og hvaða stjórnmálamenn og flokkar væru best til þess hæfir. Inn í þetta samfélag flyst ung Reykjavíkurstúlka á haustdögum árið 1932. Hún var kennari og átti að annast fræðslu barnanna í sveitinni, sem fram fór heima á heimilum, þar sem ekkert skóla- hús var til. Ég man vel eftirvænt- inguna hjá ungu kynslóðinni, þegar fréttist að nýi kennarinn væri að koma. Sjálfsagt hefur eftirvænting kennslukonunnar ekki verið minni, öllum ókunn að taka við vandasömu starfi. Þetta var Júlíana Eiríksdóttir, sem í dag verður kvödd hinstu kveðju frá kirkjunni á Hólnum þaðan sem útsýn er mest og best yfir sveitina sem varð hennar starfsvettvangur í nærfeilt hálfa öld. Júlíana var fljót að laga sig að lífsháttum fólksins í Saurbænum og verða þar hvers manns hugljúfi. Hinn vel menntaði kennari úr höfuðborginni kom heldur ekki með öllu að óplægðum akdir í andlegum skilningi. Þótt lífsbaráttan væri hörð í Saurbænum eins og víðast annars staðar hér á landi á þessum tíma og fáar stundir gæfust frá striti yfir sumartímann, gegndi öðru máli á veturna. Þá voru sýnd leikrit og æfðir kórar og komið saman til gleðskapar og fróðleiks. Án efa hefur það orðið til að víkka sjóndeildarhring Saurbæinga og auka menningarviðleitni þeirra og áhuga á fögrum bókmenntum að meðal þeirra voru tveir skáldjöfr- ar, Stefán frá Hvítadal, bóndi í Bersatungu og Jóhannes úr Kötl- um, farkennari í sveitinni. Einn nemenda Jóhannesar var svo Aðalsteinn Kristmundsson, sem ólst upp í Miklagarði, orðheppinn og skáldhneigður strax sem ungl- ingur. Hann tók sér síðar nafnið Steinn Steinar. Ekki þarf að efa að þessir menn sem ortu ljóð og fylgdust með í bókmenntaheiminum höfðu mikil áhrif á samferðamenn sína og sveitunga, hvort sem menn hafa gert sér grein fyrir því þá eða ekki. Margir töldust þokkalegir hag- yrðingar. Þessir bjuggu yfir snilld- inni, voru skáld. Júlíana Sigríður Eiríksdóttir var fædd 8. nóvember 1905 í Reykjavík. Foreldrar hennar báðir áttu ættir að rekja í Árnessýslu. Faðirinn drukknaði, þegar Júíiana var aðeins 7 ára. Uppeldið hvíldi því á móðurinni, sem var dugmikil og úrræðagóð. Hún andaðist í hárri elli árið 1957. Þrátt fyrir föðurmissinn og erfiðar ástæður fjárhagslega fór Júlíana í Kenn- araskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1927 með góðri einkunn. Eftir það hóf hún kennarastarfið, fyrst á Snæfellsnesi einn vetur, síðan í Grímsnesinu og á Hvann- eyri uns hún hóf sinn langa starfsdag í Saurbænum sem kenn- ari og húsfreyja. Árið 1935 giftist Júlíana eftirlifandi manni sínum, Sigurði Ólafssyni. Þau reistu bú á eyðibýli sem þá var, Kjarlaksvöll- um. Þar var heimili Júlíönu til hins síðasta. Þau Júlíana og Sigurður áttu eina dóttur, Helgu Björgu, sem gift er Reyni Guð- bjartssyni. Þau búa á Kjarlaks- völlum. I fulla þrjá áratugi var Júlíana kennari í Saurbænum. Fyrstu árin var um farkennslu að ræða. Slík kennsla var erilsöm og krafðist mikils af kennaranum. Námið var ýmist stundað heima eða á þeim bæjum, sem kennarinn dvaldi á. Hann varð því að stjórna nemend- um sínum úr fjarlægð hluta af skólatímanum. Mikinn persónu- leika þurfti til að ná árangri í kennslunni við slíkar aðstæöur. Síðar réðust þau Júlíana og Sigurður í að stækka húsið á Kjarlaksvöllum. Fluttist þá skóla- starfið þangað og skólinn varð heimavistarskóli. Hlýtur það að hafa orðið mikil breyting til hins betra fyrir Júlíönu. Á fyrstu árum mínum sem kennari, varð mér oft hugsað til Júlíönu á Kjarlaksvöllum. Hún hafði aldrei við agavandamál að glíma. Slíkt var óhugsandi. Svo mikla virðingu báru nemendurnir fyrir henni sem kennara og persónu. Hún var jafnan hæg í framgöngu en ákveðin ef því var að skipta, hvort sem nemendur hennar áttu í hlut eða aðrir. Hún var að mínum dómi búin þeim bestu eðliskostum sem kennari þarf að hafa og nýtti þessa eiginleika sína frábærlega vel. Þau Júlíana og Sigurður ráku um langt skeið myndarbúskap á Kjarlaksvöllum. Þannig var Júlí- ana ekki síðri húsmóðir en kenn- ari. Gestrisni sat í fyrirrúmi. Að Kjarlaksvöllum var jafnan gaman að koma og þar fóru menn vart hjá garði, þótt ekkert erindi hefðu. Kvenfélagi sveitarinnar veitti Júlíana forystu um áratugi og rækti það starf af samviskusemi og myndarskap eins og annað sem hún tók að sér. Við gamlir nemendur Júlíönu Eiríksdóttur stöndum í þakkar- skuld við hana fyrir að veita okkur farsæla og góða leiðsögn og vera jafnan sú fyrirmynd hinna ungu sem þeir gátu virt og treyst. Saurbæingar allir, standa í þakk- arskuld við hana fyrir það sem hún var sveitinni, sem kennari, húsmóðir og forystumaður í fé- lagsmálum. Sigurði vini mínum á Kjarlaks- völlum og fjölskyldunni þar, ásamt skyldmennum Júlíönu annars staðar á landinu, votta ég innileg- ustu samúð. Kristján Benediktsson. Ei þó upp hún fœddist í óólinKa höllum látasnilid iipur var henni sem lotðunKa frúvum kurteisin kom að innan sú kurteisin sanna siðdekri öllu sðri af öðrum sem lærist (B.Th.) Þetta kvæði, sem ort var um íslenska húsfreyju á síðustu öld, kemur mér nú í hug þegar ég minnist minnar kæru frænku, Júlíönu Sigríðar Eiríksdóttur, sem lést í Landspítalanum 30/11 ’78 eftir erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Júlíana Sigríður Eiríksdóttir skólastjóri og húsfreyja að Kjarlaksvöllum í Saurbæ, Dala- sýslu, var fædd í Reykjavík 8. nóvember árið 1905, ein þriggja dætra þeirra hjónanna Guðrúnar Gunnlaugsdóttur og Eiríks Jóns- sonar sjómanns. Áður höfðu þau eignast 3 drengi er allir dóu ungir- Skömmu eftir fæðingu yngstu dótturinnar fórst svo heimilis- faðirinn er skip hans týndist með allri áhöfn árið 1912. Það má nærri geta að lífið var t Móöir okkar, og tengdamóöir. SVANLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR, lést á Borgarspítalanum 7. desember. Sigurbjörg Ragnarsdóttir. Aöalstainn Hallgrímsson, Marta Ragnarsdóttir, Þorstainn Eggartsson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnheióur Ragnarsdóttir, Kjald Jörgensan. t Sonur okkar og bróöir GUÐFINNUR ÓSKARSSON, Otratoig 4, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 11. desember kl. 3 Hallveig Ólafadóftir, Óakar Guöfinnaaon og ayafkíni. t Eiglnmaðurinn minn, faðir og bróöir fNGIBERGUR ÞORVALDSSON mf.aiöastjóri er lést í Borgarspítalanum 1. desember, yerður jarösunginn frá Fossvogskirkju 13. desember kl. 10.30 Blóm og kransar vinsamlegast afbeönir. Ruth Þorvaldsson Inga Martha Ingibergsdóttir Guórún Þorvakfsdóttir, - t Eiginmaöur minn og faöir okkar GUÐMUNDUR ÁGÚ8TSSON, Bólataöahlíð 48, sem lést í Landsspítalanum þann 3. þessa mánaöar, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 12. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaö, en þeir sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. ' Fjóla Sigurðardóttir, örn Ágúat Guómundaaon Erla Stafénadóttir Seaaelja Hrönn Guómundadóttir Eðvarö Geirsson, Siguróur Guómundsson Guóný Benadiktsdóttir og barnabðrn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins og fööur, sonar og bróöur JÓNATANS AGNARSSONAR. Elísabat Halldórsdóttir Kristjana Jónatansdóttir, foraidrar, systkini og aórir vandamsnn. Biöjum ykkur öllum blessunar guös. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö fráfafl og jaröarför fósturmóöur minnar, HÓLMFRÍOAR SIGURDARDÓTTUR, fré Vastmannaeyjum. Elín H. Guómundadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.