Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 39 ekki dans á rósum hjá ekkjunni er stóð nú ein uppi með dæturnar ungar. En hún missti ekki kjark- inn. Dreif sig í fiskvinnu og annað er til féli. Kom hún dætrunum öllum upp hjálparlaust, því ekki voru tryggingar komnar til skjal- anna á þeim árum. Tvær þær yngri kostaði hún í skóla. Það var hreint ótrúlegt hverju þessi smá- vaxna kona fékk áorkað. Fyrir utan það að hún vildi helst alltaf vera að gefa af sínum litlu efnum. Hún var alin upp frá 8 ára aldri hjá afa mínum og ömmu að Stóruborg í Grímsnesi! Þar var hún börnum þeirra sem elsta systir og rofnuðu þau tryggðabönd sem þá mynduðust aldrei meðan þau lifðu öll. Guðrún dó háöldruð hjá dætrum sínum Júlíönu og Ulfhildi á Kjarlaksvöllum. Þar hafði hún verið í skjóli þeirra síðustu árin. Það er óhætt að segja að þær hafi ásamt manni Júlíönu og dóttur þeirra og tengdasyni borið hana á höndum sér. Júlíana lauk kennaraprófi 1927 og næstu árin sá hún sér farborða sem farkennari á ýmsum stöðum m.a. hjá Halldóri á Hvanneyri og átti hún þaðan margar góðar minningar. En 1932 fór hún sem farkennari í Saurbæinn og þar giftist hún 1935 Sigurði Ólafssyni og hófu þau búskap að Kjarlaksvöllum. Eftir það var Saurbærinn hennar starfsvettvangur meðan heilsa og kraftar entust. Fyrst sem farkenn- ari og síðan byggðu þau hjónin af eigin efnum yfir skólann og héldu hann í mörg ár heima hjá sér. I því sem öðru reyndist Sigurður henni stoð og stytta. Einnig Úlfhildur systir hennar meðan hennar naut við en hún lést ,1961. Júlíana og Sigurður eignuðust eina dóttur, Helgu Björgu, sem gift er Reyni Guðbjartssyni og eiga þau 5 börn. Einnig áttu þau eina fósturdóttur, Báru Guðmundsdóttur, búsetta á Akranesi. Á hún 3 börn en maður hennar lést sviplega síðastliðið Ágúst Sveinsson bóndi í Ásum — Minning Stöðugt fækkar þeim bændum sem settu svip sinn á Gnúpverja- hrepp á fyrri hluta þessarar aldar. Allir höfðu þeir sín sérkenni og persónuleika, og verða ekki auðgleymdir þeim, sem urðu þeim samferða um lengri eða skemmri tíma. Ágúst Sveinsson fyrrum bóndi og símstöðvarstjóri í Ásum lést í Reykjavík 7. þessa mánaðar á nítugasta og öðru aldursári. Hann var fæddur í Syðra- Langholti Hrunamannahreppi 27. ágúst 1887 sonur Sveins Einarssonar bónda þar og Guðbjargar Jónsdóttur konu hans. í uppvexti vandist Ágúst fljótt á að vinna venjuleg sveitastörf eins og þá var títt, en naut stuttrar skólagöngu eins og margir aðrir á þeim árum, en snemma kom í ljós að hann var greindur vel og fjölhæfur eins og síðar-átti eftir að sannast. Hann kvæntist Kristínu Stefánsdóttur frá Ásólfsstöðum árið 1917, hinni glæsilegustu konu og hófu þau búskap í Ásum sama ár. Þrjú börn þeirra komust til fullorðinsára, Þorvaldur gjaldkeri ríkisféhirðis, Sveinn kennari og Stefanía húsfreyja í Ásum og hafa þau vissulega ekki farið varhluta af kostum foreldra sinna. Þau Ágúst og Kristín bjuggu rausnar- búi í Ásum yfir fjörutíu ára skeið en Kristín lézt árið 1963. Margir eru þeir, sem hafa átt leið að Ásum fyrr og síðar ýmissa erinda, sem ætíð var leyst úr með þeirri alúð og gestrisni, sem þessari fjölskyldu er í blóð borin. í dag búa stórbúi í Ásum Guðmundur Ámundason frá Sand- læk tengdasonur Ágústs og dóttir hans Stefanía og halda uppi hróðri Ásaheimilisins með reisn og sóma. Ágúst í Ásum lagði á margt gjörva hönd um dagana. Hann var stöðvarstjóri landssímans í fimmtíu ár og rækti það starf af einstakri árvekni og lipurð, þótt oft hafi það verið bæði ónæðis- samt og þreytandi. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og taldi aldrei eftir sér að vinna fyrir aðra. Prófdómari var hann við Ásaskóla um árabil, og færði þá ávallt til betri vegar, þótt kunnáttu væri eitthvað ábóta- vant hjá nemendum. Meðhjálpari var Ágúst við Stóra-Núpskirkju um áratuga skeið, lét sér alltaf annt um kirkjuhald í Stóra-Núps- sókn, og kannski er það engin tilviljun, að síðustu störf hans við símstöðina voru að boða guðsþjón- ustur. Ekki var Ágúst gamall er ljóst var, að hann var óvenju natinn við skepnur og fór svo að hann tók að stunda dýralækningar, enda dýra- læknar fáir og strjálir á þeim árum. Mun óhætt að fullyrða að hann var mjög góðum hæfileikum gæddur á þessu sviði og heppn- uðust störf hans vel, þótt ekki væri hann langskólagenginn í þessum fræðum. Jafnvel á síðustu árum hans leitaði ég oft ráða hjá honum, ef veikindi voru í fénaði og ávallt dugðu ráð hans vel. Ekki mun Ágúst hafa orðið auðugur af dýralækningum sínum og lítið fengið í aðra hönd annað en þakklæti þeirra, sem til hans leituðu. Þar réði eðlislæg greiðvikni hans og hjálpsemi við náungann. En ófáir eru þeir gripir orðnir, sem hann hefir komið til heilsu og vakið til lífs á ný. Ágúst var góður ferðamaður og eftir- sóttur fylgdarmaður þeirra, sem fara vildu um óbyggðir landsins. Hann var aðgætinn, kastaði ekki höndum til hlutanna, en þó kappsfullur að ferðin gengi eins og ætlað var, og farnaðist jafnan vel. Hann ferðaðist einnig allmikið um landið á vegum sauðfjárveikivarna og kom sér þá oft vel einbeitt og hressileg framkoma hans, því ekki voru allir bændur hrifnir af þessum sauðfjárveikirannsóknum. Ágúst í Ásum var röskur meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og vorpulegur. Viðmótið einart, frjálslegt og hressilegt. Hann var léttur í máli, hafði næmt auga fyrir því skoplega, sagði skemmti- lega frá og kunni ógrynni af hnyttnum sögum af ýmsu því, sem orðið hafði á vegi hans-um dagana en ætíð græskulausum. Glettni hans og kímni var jafnan jákvæð. Ekki finnst mér það harmsefni að aldnir menn kveðja og hverfa til feðra sinna eftir langan dag. En ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið með Ágústi í Ásum meira og minna allt frá barnæsku og njóta hollráða hans og velvildar í minn garð. Ágúst mun ekki hafa gengið þess dulinn síðasta misserið að hverju fór og lét svo um mælt fyrir nokkrum vikum, að hann væri að leggja upp í langferð. Hann var alla tíð ódeigur að ferðast og mun hafa lagt upp í þessa ferð sáttur og óttalaus og skyldi hann ekki líka eiga góða heimvon svo mörgum sem hann var búinn að rétta hönd á langri ævi, bæði mönnum og málleysingjum, — og þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Haraldur Bjarnason. sumar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Öll sumur voru mörg börn hjá þeim í sumardvöl. Meðal annarra urðum við systurnar þess aðnjótandi að koma til þeirra börnum. Við fáum seint fullþakkað það sem þau voru þeim og veit ég að margir hafa þar sömu sögu að segja. Það var rétt að börnin tylldu í skólanum á vorin svo mikið lá þeim á að komast í sveitina til Sigga og Júllu. Og helst vildu þau koma sem seinast á haustin í bæinn. Ekki var nú stjórnað með hávaða eða ofstopa- gangi á bænum þeim en allt gekk þetta nú samt. Heimilisbragurinn var alltaf svo einstaklega skemmtilegur. Siggi Ijúfur og kátúr og alltaf að hrósa krökkun- um og húsfreyjan hæg og prúð, sívinnandi frá morgni til kvölds. Enginn mátti fara þar hjá garði án þess að þiggja góðgerðir og þær ekki af verri endanum. I þessu voru þau samhelt hjónin eins og fleiru. Svo voru gestir helst leystir út með gjöfum líka. Eg veit það verður tómlegt að koma að Völlum í sumar þótt ég viti að þar bíða nú sem áður vinir í varpa. Engum sem þekkti heimilis- braginn á Kjarlaksvöllum kom á óvart hve aðdáunarlega vel Sigurður reyndist konu sinni í veikindum hennar. Síðustu vikurn- ar sat hann hjá henni allar stundir sem hann mátti. Honum og öðru heimilisfólki á Kjarlaksvöllum votta ég einlæga samúð. Aldís Jóna Ásmundsdóttir. „UPPGJOR RI$A“- .UPPSKURÐUR' í Laugardalshöll í dag laugardag kl. 3 íslandsmeistarar VALS og Rúmensku meistararnir DYNAMO BUKAREST í fyrri leik liöanna í 2. umferö í Evrópumeistarakeppninni í handknattleik. Rúmenar eru margfaldir heimsmeistarar og Valsmenn margfaldir íslandsmeistarar. Þetta er því uppgjör tveggja risa liöa. 9 af leikmönnum VALS hafa leikið meö landsliöi. ..UPPSKURÐUR * I HALFLEIK Hinn snjalli töframaöur Baldur Brjánsson „sker upp“ frægan íslenzkan dómarabúk í fyrsta sinn fyrir opnum tjöldum. ATRIÐI SEM ÞJOÐIN HEFUR BEÐIÐ EFTIR. Aögöngumiöasala hefst kl. 13.00 í Höllinni. Undirritaöir hvetja alla til að mæta og hvetja VAL og hrópi: ÁFRAM VALUR versiunin ValgarÖur Leirubakka Skattaþjonustan sf. Langholtsvegi 115 Bergur Guönason hdl. s. 82023. Þvottahúsið rONIN 'SF 8 22 20 'I Husafel! LútvikHalldórsson I FASTBKWASALA LarK,honsvs<» 115 Aialstetnn Pélursson I ■■■■ 1Bæn**m*húsinu 1 simi 8 10 66 Benjúr Guonason hdl FERÐASKFUFSTOFAN '■“"J ^ urval%BF viö Austurvöll Söluturninn Sunnutorg Trésmiöja Jóns Gíslasonar Skemmuvegi 38, Kóp. s. 75910. «T fs LAUBALXK 2. ■iml 3BOSO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.