Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 KAFF/NU (Sfl S£— GRANI GÖSLARI Það er ekki plass á töskunni fyrir Tékkóslóvakía. Við verð- um bara að fara til Ibisa! Eyðublöðin fyrir launahækkunarumsóknir eru þarna í hillunni fyrir aftan þig! Ég sem hélt að það væri æsispennandi starf að vera Ijónatemjari! Af íslendingum í Bandaríkjunum Hér fara á eftir nokkur orð Friðgeirs Grímssonar um íslend- inga er búsettir hafa verið í Bandaríkjunum í mörg ár og fylgst hafa með málefnum íslands það- „I Fallbrook í Kaliforníu búa íslensk hjón, Ásta og Eiríkur Vigfússon. Hann er hátt á níræðis- aldri og er seinni maður Ástu. Fyrri maður hennar var Einar J. Bachmann rafvirkjameistari, sem margir eldri borgarar muna héðan úr Reykjavík. Hann er látinn fyrir mörgum árum, Einar og Ásta áttu tvö börn, Agnesi og Einar, þau eru bæði búsett í Bandaríkjunum og hafa búið þar í mörg ár og eiga uppkomin eða hálfuppkomin börn þar. Eiríkur mun vera ættaður af Vesturlandi. Hann fylgist vel með íslenskum þjóðmálum, einkum stjórnmálum og stjórnmálamönn- um, og ættfærði þá flesta fyrir mér. Hann fær íslensk dagblöð nokkuð reglulega og drekkur í sig flest það sem þau flytja með hæfilegri gagnrýni. Eiríkur er hagmæltur og vel skýr maður og glöggur þrátt fyrir sinn háa aldur. Þegar við hjónin heimsóttum hann og Ástu nú í haust urðu fagnaðar- fundir. Annars vegar við að hitta og kynnast Eiríki, þessum ágæta manni, sem ég hefi aðeins heyrt en ekki séð eða kynnst fyrr og hins vegar við að hitta Ástu, sem var svo handgengin fjölskyldu okkar og heimili foreldra minna áður fyrr því fyrri maður Ástu var móðurbróðir minn. Það gladdi mig mjög hve Eiríkur er mikill íslendingur í sér þrátt fyrir 5 áratuga dvöl í Bandaríkj- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þcgar hridgespilarar hittast á mannamótum er gjarna talað um skemmtileg spil, og enn er jafnvel minnst á spil. sem Norðmaðurinn Johannes Brun spilaði á Evrópu- móti árið 1933. Norður gaf, norður-suður á hættu. Norður S. ÁK853 H. D4 T. 2 L. ÁK652 Vestur Austur S. G92 S. D1076 H. 86 H. Á93 T. ÁK10985 T. D L. D7 L. G10983 Suður S. 4 H. KG10752 T. G7643 L. 4 COSPER COSPER. 7899 Þú átt að horfa á eigin nafla! Brun var með spil suðurs og sagnirnar urðu þessar: Norður Austur Suour Vestur 1 Uuf - 1 Hjarta 2 Tíjflar 2 Spaoar - 3 Hjörtu - 1 Hjörtu (>k allir pass. Sagnir norðurs sýndu litina eðlilega og vestur spilaði út gegn hjörtunum fjórum tígulkóng og staldraði við þegar austur lét drottninguna. Suður átti greini- lega hina tíglana og hafði auðvitað ekkert á móti trompum í borðinu. Vestur spilaði því hjarta sem austur tók með ás og spilaði aftur hjarta. Sagnhafi gat eftir þetta ekki tekið beint nema níu slagi og ekki voru fyrir hendi nægilega margar innkomur í borðið til að fríspila annanhvorn svaralitinn. En Brun dó ekki ráðalaus. Þegar hann tók síðasta trompið af austri valdi hann að láta lauf frá borðinu því ætti annarhvor andstæðing- anna fimm spaða gæti hann hafa skotið inn spaðasógn. Þvínæst tók Brun á tvo hæstu spaðana og trompaði spaða. Spilaði laufi á ásinn og spilaði fjórða spaðanum frá borðinu. Austur fékk að eiga slaginn á drottninguna en átti þá ekki annað en lauf eftir á hendinni og kóngurinn varð þannig dýrmæt innkoma til að taka tíunda slaginn á síðasta spaðann. „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Johanna Kristjonsdottir Dýddi 4 una svo að nokkrar bækur færðust til. — Það eru fjólurnar sem færa honum Martin okkar allar tekjur sem hann hefur. Magna Kelvin rétti úr þrif- legum ifkamanum og hagræddi bókunum með rólegum hreyí- ingum. — Já, en ég vil hafa í þessu hreinar línur og þu veizt sjálf að Einar hafði á sinum tíma hoilmikil áform á prjónunum um að skipta Mosahæðinni upp. Hann hafði meira að segja fengið arkitekt til að teikna fjöldann alían af litlum hræði- legum húsum sem stóðu klesst hvert upp við annað... — Bloðþrýstingurinn... Hermann minn. Vertu nú bara rólegur. Ég sé að þú roðnar í framan. Svona seztu nú niður og reyndu að slaka á. Magna klappaði honum sef- andi á höndina og benti honum að fá sér sæti í þægileum hægindastól. — Já, en Magna, sérðu fyrir þér ef Moshæðarlandi verður skipt niður í sumarbústaðalóð- ir. AHur Eikarmosabær er þá hcinlínis ónýtar. Herman settist þyngsialega niður í sóíann og rétti höndina fram eftir sjerríglasinu. — I fyrsta lagi hefur Mosa- hæð alls ekki verið auglýst til sölu. — Nei, en Einar Einarsson veit að hún verður til sölu, því að það er hann sem hefur gengið frá Ameríkusamningn- um hans Jaspars. — Og í öðru lagi myndi það vera skrítið af Jespar seldi okkur ekki — eða léti okkur hafa forgang sem erum alténd góðir vinir hans. — Engu að síður vil ég fá að vita hvar ég stend. Herman Kelvin reis aftur á fætur og gekk fram og aítur um gólfið og horíði á konu sína hugsandi. — Ég hitti Anders Jörgen- sen hæstaréttarlögmann af tilviljun i morgun. Þú veizt að hann er einnig lögmaður Ein- ars Einarssonar og hann sagði mér að Einar hefði upp á sfðkastið tekið út úr ýmsum bankareikningum sínum ævin- týralega háar upphæðir. — Það getur nú verið að hann noti peningana til annars en að kaupa íyrir þá lóðir, sagði Magna Keivin en maður hcrinar lagði ekki við eyrun, — Hann hefur tekið ut svo háar upphæðir að lögfræðingi hans blöskrar stórum, helt hann áfram. - Anders sparði mig svona eins og fyrir tilvilj- un hvort það væri höfuðból til sölu á þessum slóðum, því að Einar Einarsson hefði að minnsta fcosti ráð á að bórga það sem upp væri sett. — Ég held ekki að það sé Mosahæð sem hann hef ur auga- stað á sagði Magna róandi og rétti fram hbndina eftir súkku- laðiöskjunni scm stóð jafnan innan seilingar hennar. — Ég held ekki það sé Mosahæð og það myndi vissulega fara mjög í taugarnar á mér ef þú hefur boðið Einari hingað í kvöld, fyrst vinkona Martins kemur. Það kostar bara ófrið og leiðindi ef peningamál komast á dagskrá. — Ég vil fá hreinar línur, endurtók maður hennar þver- lega. — Og auk þess vil ég ekki hafa að þú móðgir Einar einmitt nóna, sagði kona hans fastmælt. - Martin er nýhúinn að segja mér að hann sé í mestu vandræðum vegna þess Að Einar vilji ekki gefa app um hvort hann framlengi samning- inn við hann. - Martin hlýtur að geta gert sína samninga beint við lista- mennina. Það er fráleitt að það þurfi að ganga gegnum ein- hverja milliliði sem taka háar prósentur fyrir, tautaði Herm- ann Kelvin. - Þannig gengur það nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.