Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 1
Föstudagur 15. desember Bls. 33-64 HVAÐ KNÝR ÞAÐ TIL ÞESSA MIKILS biturleika gætir í þeim umræðum, sem nú fara fram um landf lóttann mikla frá Vietnam. Til umræðu er þó ekki, af hvaða ástæðum fólkið hverfi úr landi, né jafnvel heldur hvernig það fer á brott, því um þessi atriði vita menn næst- um allt. Lífið í hinu sósíalíska Vietnam er fremur harðneskjulegt og hefur allt útlit fyrir að verða ennþá harð- neskjulegra innan skamms. Skriðurinn hefur aukist á hinni sósíalísku um- breytingu þjóðfélags- ins og síaukinn sósíalískur félags- rekstur á ýmsum sviðum atvinnu- lífsins gerir þeim einkaðilum, sem reka eigin fyrirtæki, lífið æ erfiðara og óbærilegra. Langvar- andi tímabil, þar sem skiptust á of miklir þurrkar og svo flóð, hefur leitt til alvarlegs fæðuskorts í landinu og skömmtunar á mat- vælum. Ungt fólk þarf að horfast í augu við ófrávíkjanlega herskyldu, og getur einnig átt á hættu að ganga út í opinn dauðann eða hljóta örkuml í ófriði þeim, sem geisar á landamærum Vietnams og Kambódíu. Fyrrverandi opin- berir starfsmenn með menntun og starfsreynslu, sem unnu undir stjórn fyrri valdhafa í Saigon, eru orðnir dauðþreyttir á, hve seint gengur að fá uppreisn æru og starfa hjá hinum nýju valdamönn- um' Það sem flestum Vietnames- um stendur til boða eru illa borguð landbúnaðarstörf sem frumherjar á „nýju byggðastefnu-svæðunum". Hvort sem það nú er rétt hugsað hjá íbúum Suður-Vietnams eða ekki, þá er staðreyndin sú, að stöðugt fleiri af þessu fólki kýs fremur að leggja út í óvissuna á hinu brigðula Kínahafi. Yfirvöldin í Vietnam hafa hvorki aðstæður né vilja til þess aftra þessu fólki frá því að flýja land. Strandlengja landsins er löng og lítið um strandgæzlu. Þeir Vietnambúar, sem nú hverfa úr landi, eru flestir bitrir í lund, enda eins konar pólitískir strandaglópar frá tíð fyrri valda- hafa og höfðu þá lifað á allsnægt- um af bandarísku fjármagni, sem fyrrum streymdi inn í landið. Það sem mestu máli skiptir nú er spurningin um það, hvert þetta „báta-fólk“ er að fara, og hve fljótt það kemst á áfangastað. Ef unnt er að svara þessum spurningum þannig, að lönd eins og Thailand og Malaysia geri sig ánægð með svörin, þá þurfa þeir harmleikir ekki að endurtaka sig, að bátum fullum af flóttafólki sé meinað að taka land í öðrum Asíulöndum. Thailand og Malaysia hafa nú þegar veitt meira en 45.000 af þessu flýjandi „báta-fólki“ hæli, og um 133.000 Vietnan.búar hafa auk þess komið landleiðina yfir landa- mærin til Thailands. Þessi tvö lönd, ásamt nágranna- ríkjum þeirra, Singapore, Indónes- íu og Filippseyjum, halda því fast fram, að þau geti ekki veitt þessu flóttafólki hæli til langframa, og jafnvel bráðabirgðaaðbúnaður fyrir flóttafólk, sem dveljist þó all-lengi í þessum löndum, sé fjárfrekt fyrirtæki, valdi margvís- legum truflunum og óþægindum, og því sé ekki unnt að halda því áfraiw að taka við þessu flótta- fólki. Þessi ofangreindu lönd, sem hingað til hafa veitt flóttamönn- um frá Vietnam hæli og skjól, eru sjálf þróunarlönd, sem berjast af kappi við að stemma stigu við of örri fólksfjölgun, atvinnuleysi er mjög útbreitt í þessum löndum, og smábændunum í sveitahéruðum þessara landa gengur sífellt verr að útvega sér jarðnæði til þess að stunda á búskap. Thailenzk yfirvöld hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að losna við um 40.000 vietnamska flóttamenn, sem flúðu til Thai- lands í fyrsta Indókína-stríðinu. En þar sem þetta flóttafólk vill hvergi fara frá Thailandi, og stjórnvöld í Vietnam hafa ekki beinlínis reynt að hvetja þessa flóttamenn til þess að snúa aftur heim til Vietnams, þá eru litlar líkur til þess að Thailand losni nokkurn tíma við þá aftur. Ibúar Suðaustur-Asíu eru sam- mála um það, að þetta flóttafólk ætti að fá að nema land til frambúðar í einhverju þeirra landa, sem áður hafa haft mikil tengsl við Vietnam af sögulegum ástæðum, og ber því vissa ábyrgð á þessum mikla landflótta þaðan; lönd sem eru nægilega auðug til þess að efnahagur þeirra þoli að taka við þessu fólki sem regluleg- úm nýjum landnemum, — lönd, þar sem þjóðfélagið sé nægilega fastskorðað fyrir og búi við það stöðugt stjórnmálalegt ástand, að þau geti veitt þessum flóttamönn- um viðtöku án þess að allt fari úr böndunum innanlands. Hingað til hafa aðeins Banda- ríkin og Frakkland að nokkru Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.