Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Bs Hvað skilur þú af því sem hann setíir? S: Svona álíka mikið og þriggja ára barn skilur af mannamáli, þegar fullorðið fólk er í heimspekilegum umræðum um lífið og tilveruna, — barn, sem aðeins hefur fáein orð á valdi sínu: pabbi, mamma, brauð . . . Ég gæti kannski sagt sem svo að mér virðizt Guði ekki bregða fyrir nema í mýflugumynd, örskotsstund i einu, eins og leiftri. Við vitum í raun og veru alls ekki hver hann er, hvað hann er, eða hvað hann vill. En samt finn ég að hann er hér. Fyrir mér er hann Guð, sem gefur okkur aðeins skilning á örfáum orðum í hinu mikla máli sínu. Hann er feluguð. B: Ilvað hefur komið þér til að trúa þessu? S: Það skal ég segja þér. Ég get ékki trúað því sem efnishyggjumennirnir segja, — að alheimurinn hafi orðið til í einhverri sprengingu fyrir mörgum milljörðum ára. Sá sem ekki trúir því að sköpun heimsins hafi verið tilviljun eða slys, hlýtur að trúa því að þar hafi legið að baki áform, einhver vitræn fyrir- hyggja. Og þegar þú trúir því þá ertu farinn að trúa á Guð. Ef þú vilt endilega kalla það náttúru þá skaltu kalla það náttúru. En samkvæmt mínum skilningi er náttúran ekki glórulaus. Þegar talað er um náttúru þá er venjulega átt við viijalausa náttúru, náttúru sem lýtur lögmálum, þar sem afleiðingar má rekja beint til orsaka, náttúru, sem sjálf fær engu ráðið. Þessu trúi ég ekki. Ef ég trúi hinu gagnstæða þá er ég farinn að trúa á Guð. Við getum kallað það ýmsum nöfnum — hið dulræna; allt, sem er; hið eina, sem er; kjarnann; drottin allra drottna. Skiptir ekki máli. „Guð“ er eins gott og hvað annað. Heimur guðs B: Sérðu guð fyrir þér í einhverri ákveðinni mynd? S: Ég hef tilhneigingu til að trúa því að guð og heimurinn séu eiginlega í sömu mynd. Guð er allt: andi, efni, það, sem er, það sem var og það sem verða mun, eins og Spinoza skildi hann. Þó sagðist Spinoza vera þeirrar skoðunar að kjarn- inn, með sínum óendanlegu möguleikum, hefði engan eigin vilja, engan tilgang. Þetta skrifa ég ekki undir hjá Spinoza. Ég held að okkur sé aiveg óhætt að halda því fram að í kjarnanum felist vitsmunir, vilji og ákveðinn tilgangur. Sú staðreynd að við getum aðeins gert ráð fyrir tvennu, eins og Spinoza heldur fram, það er að segja áframhaldi og hugsun — það þýðir ekki að annað sem við teljum ástæðu til að eigna guði geti ekki verið til. Við getum eignað honum margt fleira — jafnvel náð — þó svo að við komum ekki auga á hana. Á þessum punkti lýkur skilgreiningu og rökfræði og á þessum punkti tekur trúin við. Almættið er engin flatarmálsfræði. Án trúar leysist það upp í ekki neitt. B: Þrátt fyrir guðstrúna hefur þú einstakt lag á að segja frá efasemdar- manneskjum. sem eru raunverulegar og sannfærandi. og sem þú virðist þar að auki skilja til hlítar og hafa samúð með. S: Þar sem engar sannanir liggja fyrir um það hvað Guð er, þá er ég alltaf í vafa. Efasemdirnar eru óhjákvæmilegur liður í öllum trúarhrögðum. Allir geistlegir hugsuðir hafa verið efasemdamenn. Biblían er meira segja full af efasemdum þótt hún sé líka troðfull af trú. Það væri nær að Jobsbók héti „efasemdabók". í Davíðssálmum segir maðurinn við Guð: „Hví sefur þú, Guð? Hví vaknar þú ekki? Fólk, sem elskast ofurheitt, er iðulega fullt grunsemda, jafnvel fjand- Hér birtist síöari hluti vidtals Richards Burgins viö Nóbelsskáldiö Isaac Bashevis Singer, en fyrri hlutinn birtist í Morgun- blaöinu á sunnudaginn var. Þar var pá frá horfiö par sem Singer var aö tala um guö, pann al- máttuga guö, sem hann trúir aö sé til, sé alls staöar og í öllu. Hann á bágt meö aö sætta sig viö hvaö guö birtist okkur mönnunum sjald- an og óljóst, og bendir á aö guö láti verk sín tala í staö pess aö yröa á mennina og tjá peim vilja sinn skýrt og skor- inort. Um leiö kemst hann ekki hjá aö taka eftir pví aö sköpunar- verkiö er miklu víöáttu- meira en svo aö menn- ina geti nokkurn tíma óraö fyrir stærö pess, og ályktar út frá pví aö mál guös sé svo flókiö aö mannlegum mætti geti aldrei auönast aö skilja nema smábrot af pví: eitt sem er óhagganlegt: Eg held því aldrei fram að alheimurinn hafi orðið til af slysni. „Slysni" er orð, sem ætti ekki að vera til í orðabókum. Það hefur litla þýðingu í daglega lífinu og enga í heimspekilegu samhengi. Við vitum svo lítið B: Þótt þú segist ekki vera mjög hrifinn af Nabokov þá varðstu feginn þegar þú komst að því að hann trúði á yíirnáttúruleg fyrirbæri. Hvað áttu við með því? S: Ég skal segja þér, að í raun og veru trúi ég því ekki að til séu tvenns konar fyrirbæri, náttúruleg og yfirnáttúruleg. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þyngdarlögmálið sé náttúrulegt fyrir- bæri, en að hins vegar séu fjarhrif yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Ef fjarhrif eru til þá eru þau ekki síður hluti af náttúrunni en þyngdarlögmálið. Við köllum þau fyrirbæri yfirnáttúruleg, sem við þekkjum ekki af því að við höfum ekki um þau áþreifanlegar sannanir. Við höfum heldur engar áþreifanlegar sann- anir fyrir því að til sé eitthvað sem kallazt getur sál eða frjáls vilji. Sama gildir um drauga, anda eða aðrar verur, sem við getum ekki sannað að séu til, af því að við getum ekki náð í þær og sett inn á rannsóknarstofur með þeim árangri að við fáum í hendur áþreifanleg sönnunargögn um að þær séu til. Við segjum bara að þær séu yfirnátturulegar. Tökum svo dæmi um rafmagn og segulmagn, — við vitum heldur ekki hvers konar fyrirbæri það eru í raun og veru, en við getum þó sýnt hvað hægt er að gera með þeim. En ef þau fyrirbæri sem við köllum yfirnáttúruleg eru til, þá eru þau líka hluti af náttúrunni. Jafnvel þótt við getum ekki lagt fram áþreifanleg sönnunargögn um að þau séu til, — ekki ennþá. Kannski þau séu þannig í eðli sínu að ekki sé hægt að sanna tilveru þeirra, eins og til dæmis algild siðalögmál og önnur æðri hugtök af því tagi. En samkvæmt mínum skilningi eru draugar, andar, hugboð, fjarhrif^ og forspár, allt þetta, hluti af náttúrunni. „Trúarsannfær- ing mín er til- finningin fyrir Þvíað ég eigi að vera með uppsteit“ rafeindir og vitum ýmislegt um þær,- en við vitum ekki hvað þær eru eða hvernig þær urðu til. Þekking okkar er svo takmörkuð, að hún er eins og lítið sker á gríðarstóru hafi endalausrar vanþekking- ar. Hið yfirnáttúrulega er eins og hafið, en það sem við köllum náttúrulegt er ekki annað en þetta litla sker. Og jafnvel þetta litla sker er óleysanleg ráðgáta. B: Fyrst þú viðurkennir það. sem kallað er yfirnáttúrulegt, ertu þá í raun og veru að segja: „í verkum mínum reyni ég að vekja athygli á því hversu iítið við vitum í raun og veru?“ S: Já, einmitt. Þarna hittirðu naglann beint á höfuðið. Ég reyni að vekja athygli á því, sem við getum ekki fært sönnur á, en ég trúi samt sem áður að sé til. B: Sókrates sagði, „Ég veit ekkert, nema það að ég geri mér grein fyrir minni eigin fávizku“. S: Þegar farið er út í þessa sálma er ómögulegt að vera frumlegur í orðsins fyllztu merkingu. Frumleg hugsun er ekki hið eina, sem er eftirsóknarvert fyrir rithöfund. Stundum verðum við að endurtaka aftur og aftur sömu tilfinning- ar og hugmyndir af því að við getum ekki án þeirra verið. Ef maður elskar konu og segir: „Ég elska þig,“ þá veit hann mæta vel að þetta sama hafa milljónir sagt á undan honum. En þetta orð „elska“ er það, sem hæfir á þessari stundu, því að með því getur hann nokkurn veginn tjáð skapast hvort við annað. Þú elskar manneskju og manneskjan fullvissar þig um að hún elski þig, en á sömu stundu ertu í vafa. Stúlkan, sem elskar þig, spyr þig tíu sinnum á dag: „Elskarðu mig? Elskarðu mig í alvöru?“ Þú verður alltaf að vera að segja: „Já, já, já.“ Sama sagan í trúmálunúm. B: Einu sinni sagðirðu við mig: „Ja, ef heimurinn er frumskógur þá er það af því að guð hefur viljað hafa hann þannig. „Við vorum að tala um menn eins og Hitler og Stalíni lítilmenni, sem hiifðu mikil völd. Ég sagði: „Hvernig getur Guð látið þetta viðgangast?" Þú sagðir: „Kannski guð sé lítill guð.“. S Ég er ekki maður, sem prédikar trú. Mín trú er fyrir mig. Það koma stundir þegar ég er í þann veginn að afneita guði, en það koma líka stundir þegar ég uppljómast. Þegar ég á bágt þá bið ég til guðs. En þótt ég biðji til guðs þá syndga ég líka gegn guði. Trúin á guð er ekki einfalt mál, — ástin er það ekki heldur. Þú getur elskað konu, en brugðizt henni samt. Þú getur elskað hana, rifizt við hana, og hatað hana. Allt í fari okkar er mannlegt. í trú minni á guð er ekki nema Getum við sannað að ást sé til? Margt fólk heldur því fram að ást sé ekki til, — sé orðið tómt, og að það, sem í raun og veru sé átt við sé holdleg girnd. Sumir öfgafullir atferlisfræðingar halda því meira að segja fram að meðfædd persónueinkenni komi ekki fyrir. Þeir segja að allt í fari einstaklingsins sé atferli, sem sé afleiðing af umhverfinu, að undanskildum örfáum eðlisávísunum, svo sem óttanum við ærandi hávaða og óttanum við að falla úr mikilli hæð. Það er margt, sem við verðum að taka gott og gilt án þess að hafa sannanir, til dæmis ástin og mannssálin. Án trúarinnar erum við nefnilega glötuð með öllu. B: Conrad sagði að heimur raunvcru- leikans væri svo fjarstæðukenndur að í vissum skilningi væri enginn munur á hinum svokallaða „yfirnátturulcga" heimi og hinum raunverulega. S: Já, við kunnum enn ekki skil á segulmagninu og ástæðunni fyrir því að segulstál dregur að sér nagla og prjóna en ekki ost. Atómið er meiri ráðgáta nú en það var fyrir þrjú þúsund árum. Við vitum ekki hvað ljós er. Við vitum ekki hvað lífið er. Við getum skrafað um tilfinningu sína. Þess vegna notar hann það. Frumleg hugsun kemur ekki fram i einstökum orðum, — ekki einu sinni I einstökum setningum. Hún er fólgin í útkomunni af öllum hugsunum hans. Sumir rithöfundar rembast við að gera hverja setningu frumlega. Þeir eru hræddir við að segja eitthvað sem einhver hefur áður sagt. Þeir láta það ekki eftir sér að skrifa eina einustu setningu, sem ekki er á einhvern hátt sérkennileg. Endanleg útkoma verður orðagjálfur. Á endanum segir maður við sjálfan sig: Það er ekkert frumlegt við þennan mann annað en vonbrigðin yfir því að vera ekki frumlegur. B: Geturðu látið þér detta í hug einhvern slíkan? S: Ég get látið mér detta í hug slíka rithöfunda, en ég fer ekki að nefna nein nöfn. Sambandið milli vísinda og bókmennta B: Oft höfum við verið að ræða hinar ýmsu heimspekihugmyndir. Finnst þér Tækni og þægindi til heimilisnota. Við bjóðum yður ábyggileg heimilistæki, sem byggja á áratuga tækniþróun SIEMENS verksmiðjanna. SiEMENS -heimiUstækin sem endast SIEMENS sameinar gæði, endingu og smekklegt útlit. SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 * á * *=f ► þ m n # % i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.