Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 44 Að búa til jólagjafirnar Það vita þeir aem reynt hafa, að það er einstaklega skemmtilegt að fá gjafir, sem búnar eru til af gefanda sjálfum. Efnið parf ekki að vera dýrt, né fyrirhöfnin mikil til að komin aé falleg gjöf og margir eru ótrúlega hugvits- samir við slíka hluti. Myndirnar.sem hér fylgja með, eru ætlaðar til að sýna möguleika í þessum efnum og miðast valið við pað, að ekki taki mjög langan tíma að búa hlutina til. Umajön: Borgljót Ingólfadóttir Góður hlut- ur til að geyma I Aldrei eru víst geymslu- staðirnir of margir, það hafa heldur ekki allir nóg skápapláss. Það er einfalt að sauma misstóra vasa á grófan dúk, sem síðan má hengja innan á skáphurð, í bað- herbergið eða í kústaskáp- inn, og geyma þar ýmislegt smávegis. Til að renn- ingurinn haldist beinn og sléttur þarf að setja bambusstöng efst, betra að hafa að neðan líka. Á myndinni er renningurinn einlitur og vasarnir úr mismunandi mynztruðum efnum, sem eru þó með grunnlitnum í. Fallegar svuntur Flestar konur hafa skemmtilega liti og efni svo ánægju af því að eiga úr verði falleg svunta. fallega svuntu. Það er því kærkomin gjöf og ákaflega nytsöm, að minnsta kosti þar sem ég þekki til. Því miður getur snið ekki fylgt hér með, en þess má geta, að grunnsnið þessara fjög- urra svuntna er það sama, aðeins örlítið öðruvísi út- fært. Svunturnar eru allar tvöfaldar og bundnar sam- an í mittið. Veit ég að þær, sem vanar eru að sauma, verða ekki í vandræðum með að útbúa snið í líkingu við þetta, og setja saman Gleraugna- hulstur Gleraugnahulstrið cr búið til úr tvöföldu ullarefni og pappi, eða annað stíft efni, sett á milli. Það er hægt að teikna sniðið á blað eftir gleraugum. eða gömlu hulstri. Það má sauma nokkur spor til skrauts á hliðarnar og „kappmella" brúnirnar. Norrænir sjóðir Reykjavíkurdeild Norræna félagsins heldur fund í Norræna húsinu Iaugardaginn16. des. kl. 15. Þar veröa kynntir Norrænir sjóöir og styrkmöguleikar úr þeim. Sjóöirnir sem kynntir veröa eru: Norræni Menningarsjóöurinn, Þjóöargjöf Norömanna, Finnsk-lslenski menningarsjóöurinn, Sáttmála- sjóöurinn og Sænsk- íslenska menningarframlag- iö. Allir velkomnir meöan húsnæöi tekur viö. Reykjavíkurdeild Norræna félagsins. DodgeB 200 Eigum til afgreiðslu fáeina DODGE B 200 sendibifr. árg. 1978 meö afsláttarveröi. Bílarnir eru 6 cyl. beinskiptir. Verð kr. 4.100.000. Þetta er einstakt tækifæri til aö eignast sendibifreiö á sérstaklega hagstæöu veröi. Aðeins fáeinir bílar í boöi í þetta eina sinn. Sölumenn Chrysler-sal sími 83454 — 83330. Hrökull hf. ÁRMULA 36 REYKJAVIK Sími 84366 Valhúsgögn Þessi stóll kostar kr. 48.000. Viö vekjum athygli á glæsilegu úrvali af sófasettum, sófaboröum, innskotsboróum og smáborðum. Valhúsgögn Ármúla 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.